Tíminn - 07.04.1976, Blaðsíða 13

Tíminn - 07.04.1976, Blaðsíða 13
MiOvikudagur 7. april 1976. TÍMINN 13 A FLOTTA FRÁ ÁSTINNI Eftir Rona Randall 26 —Þrjú brotin rifbein, læknir eitt hættulega nálægt lunganu. Hún hélt myndunum upp framan við Mark, sem lyfti þeim upp að Ijósinu. — Og hvar er svo læknirinn á vakt? spurði hann stutt- lega. — Hver á annars vaktina? — Doktor Harwey, læknir — eða áttl að vera á vakt, svaraði röntgenhjúkrunarkonan gremjulega. — Hvað eigið þér við — átti að vera? — Hann var kallaður út í neyðartilfelli, skaut Polly Friar snöggt inn í. — Jæja, en hvar er hann? Hvert ætlaði hann? Polly hikaði og Myra tók eftir að það var ótti í augum hennar. Hún leynir einhverju, hugsaði hún með sér. Var hún að reyna að hylma yfir með David og þá hvers vegna? David var ekkert nema samvizkusemin, þegar starf ið var annars vegar, svo hvers vegna skyldi stúlkan finna hjér sér hvöt til að verja hann? — Ég....ég veit það ekki almennilega, læknir, byrj- aði Polly óstyrk.— Ég á við, hvert hann ætlaði. En ég get kannski komizt að því.... Myra trúði þessu ekki. Það var greinilegt að stúlkan sagði ósatt og var að reyna að vinna tíma. Eitthvað var ekki eins og það átti að vera og hún sá, hvað Polly létti, þegar Mark sagði: — Jæja, það er ekki tími til að hugsa um það núna, nú er þörf á skjótum aðgerðum hér. Ég byrja sjálfur á að- gerðinni, og svo getur verið að Harwey komi bráðlega. Hefur skurðstofan verið látin vita? — Ég sendi boð um leið og myndirnar komu úr fram- köllun, upplýsti röntgenhjúkrunarkonan. — Við skulum vona, að Harwey læknir komi aftur í tæka tið. — Get ég ekki hjálpað? spurði Myra. — Harwey er aðstoðarskurðlæknir, sagði Mark. — Þetta er hans starf og ég er viss um að hann kemur bráð- lega. Hann yfirgaf deildina og gekk áleiðis að skurðstof- unni. Hin fóru á eftir, en Myra greip í handlegginn á Polly og dró hana afsíðis. — Hvar er hann? hvislaði hún ákveðin. — Æ, læknir, ég veit það ekki. — Jú, þú veizt það. Segðu mér það — sannleikann! Polly dró djúpt andann. — Hann hefur alls ekkert komið á vaktina. Myra starði á hana. — Ég trúi því ekki! David er ef til vill ungur og ábyrgðarlaus utan sjúkrahússins, en hann mundi aldrei svíkjast um í vinnunni. — Ég veit það, læknir, sagði Polly í örvæntingu. — En hann var ekki kominn, er Bailey læknir fór — hann sagði að David hlyti að koma á hverri stundu, svo hann þurfti ekki að bíða. Hann er líka vanur að vera stundvís og það er sannarlega ekki líkt honum að gleyma, að hann eigi að vera á vakt. Myra ýtti við Pollý. — Reyndu að f inna hann, sagði hún næstum skipandi. — Það stendur leigubíll fyrir utan — taktu hann! — Henderson, hvar ertu? heyrðist rödd Marks Lowell kalla. Myra flýtti sér inn í sótthreinsunarherbergið. Sam- kvæmiskjóllinn hennar virtist hlægilegur á þessum stað. — Hér, læknir, svaraði hún og hann leit vandræðalegur á hana. — Heldurðu, að þú getir aðstoðað? spurði hann. — Auðvitað. Ég starfaði í tvö ár á skurðstof unni við St. Bede's-sjúkrahúsið. Hún gat ekki stillt sig um að minna hann á það og hún sá að það kom kímnisglampi í augu hans andartak, en svo tók alvaran við aftur. — Vertu tilbúin eins f Ijótt og þú getur, skipaði hann. Hann fór inn í skurðstofuna og hún næstum svipti af sér fyrirferðarmiklum kjólnum. Hjúkrunarkona hélt uppi sótthreinsuðum slopp handa henni og önnur tók kjólinn og hengdi hann varlega upp. Myra batt upp hárið og setti hettuna yfir það, fjarlægði síðan naglalakkið, þvóði hendur og handleggi vandlega og rétti fram til hjúkrunarkonunnar, sem stóð tilbúin með hanzkana. Síðan gríman, skórnir, nokkur skref — og hún stóð við hlið Marks. Jósep gamli var þegar kominn á skurðarborðið. Eter- gríman huldi gamla, hrukkótta andlitið og eina hljóðið, sem heyrðist, var andardráttur hans. Myra sá augu Marks yfir grímuna, þau horfðu á manninn á borðinu með meðaumkun. Hjarta hennar tók svolftið viðbragð. Hver var hinn rétti Mark Lowell, hugsaði hún — tilfinningasnauði, ókunni maðurinn, sem setið hafði við hlið hennar í bíln- um og hlýtt ósnortinn á dapurlega ástarsögu hennar, eða maðurinn, sem nú stóð hér og horfði á gamlan, þreyttan mrn i i MIÐVIKUDAGUR 7. aprU 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 Til umhugsunar. Þáttur um áfengismál i umsjá Sveins H. Skúlasonar. 13.30 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Þess bera menn sár” eftir Guð- rúnu Lárusdóttur Olga Sigurðardóttir les (8). 15.00 Miðdegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn. 17.10 Útvarpssaga barnanna: Spjall um Indiána. Bryndis V ig lundsdóttir heldur áfram frásögn sinni (15). 17.30 Framburöarkennsla i dönsku og frönsku. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Úr atvinnulifinu. Bergþór Konráðsson og Brynjólfur Bjarnason rekstrarhagfræðingar sjá um þáttinn. 20.15 Kvöldvaka. 21.30 Útvarpsagan: „Siðasta freistingin” eftir Nikos Kazantzakis Sigurður A. Magnússon les þýðingu Kristins Björnssonar (14). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (43). 22.25 Kvöldsagan: ,,Sá svarti senuþjófur”, ævisaga Haralds Björnssonar. Höf- undurinn, Njörður P. Njarð- vik, les (5). 22.45 Nútimatónlist. Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. Miðvikudagur 7. april 18.00 Mjási og Pjási. Tékk- nesk teiknimynd. Þýðandi Oskar Ingimarsson. 18.15 Robinson-fjölskyldan. Breskur myndaflokkur byggður á sögu eftir Johann Wyss. 9. Þáttur. Hellir tigrisdýrsins. Þýðandi Jó- hanna Jóhannsdóttir. 18.40 Ante. Norskur mynda- flokkur i sex þáttum um samadrenginn Ante. 4. Þáttur. Hirðingjalif. Þýð- andi Jóhanna Jóhannsdótt- ir. Illé 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Nýjasta tækni og visindi. — Miðstöð rannsókna á skammtima fyrirbærum. — Framfarir i stjörnufræði. — Blóðsjúkdómar i hundum. Umsjónarmaður örnólfur Thorlacius. 21.05 Bilaleigan. Þýskur myndaflokkur. Sildarlvkt og ilmsápa. Þýðandi Briet Héðinsdóttir. 21.30 Einleikur á pianó.Snorri Sigfús Birgisson leikur sónatinu eftir Maurice Rav- el. Snorri Sigfús og Manuela Wiesler tóku þátt i 7. tón- listamóti NOMUS. sem haldið var i Helsinki 28.—30. janúar siðastliðinn. og deildu fyrstu verðlaunum með norskum og sænskum listamönnum. Stjórn upp- töku Andrés Indriðason. 21.40 Skákeinvigi i sjónvarps- sal. Þriðja skák Friðriks Ólafssonar og Guðmundar Sigurjónssonar. Skýringar Guðmundur Arnlaugsson. 22.10 Praumur um frið. Hol- lensk heimildamynd um daglegt lif barna i flótta- ntannabúðum i Sýrlandi. Þýðandi og þulur Ingi Karl Jóhannesson. 22.35 Pagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.