Tíminn - 07.04.1976, Blaðsíða 14

Tíminn - 07.04.1976, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Þriðjudagur 6. apríl 1976. (it STAK AC;N'ARSSON...sýndi mikið öryggi, þegar liann lyfti mestum þunga, sem islendingur hef ur lyft. (Timamynd (lunnar) Gústaf er sá sterkasti... Horvath og félagar hans í Partiza n — koma hingað í boði Vals og leika hér þrjá leiki ★ Valsmenn mæta þeim uppi á Akranesi — Partizan Bjerlovar er stórkostlegt liö, sem leikur mjög góðan handknattleik, sagði Valsmaðurinn Jó- hann Ingi Gunnarsson, sem er nýkominn frá Júgó- slaviu, þar sem hann var á þjálfaranámskeiöi. — Það er valinn maður í hverju rúmi hjá Partizan og nú leika 6 landsliðsmenn með því. Frægastur þeirra er án efa fyrirliðinn Hroje Horvath, sem fyrir stuttu fékk óútfyllta ávísun frá félagsliði í V-Þýzkalandi, sem hann gat fyllt út af eigin vild, ef hann vildi koma til V-Þýzkalands og leika þar. Horvath afþakk- aði boðið með að senda ávísunina til baka, sagði Jóhann Ingi. Partizan-liðið er væntanlegt til landsins á föstudaginn, en þetta fræga lið, sem varð Evrópumeist- ari 1972, mun leika hér þrjá leiki. FH-ingar glima við Júgóslavana á laugardaginn i Laugardalshöll- inni, á sunnudaginn mæta þeir úr- valsliði H.S.Í., einnig i Laugar- dalshöllinni og á mánudaginn bregða þeir sér upp á Akranes, þar sem þeir leika gegn Vals- mönnum. Leikur Vals og Partiz- an verður fyrsti stórleikurinn i handknattleik á Akranesi. Partizan-liðið kemur hingað með 13 leikmenn og eru 6 lands- liðsmenn i hópnum., Fyrstan má nefna fyrirliða Partizan og júgó- slavneska landsliðsins — Hor- varth, sem hefur leikið 165 lands- leiki og skorað 500 mörk i þeim. Þá er Pribanic, sem á yfir 100 landsleiki að baki. Markvörður- inn Nins, — Serdarusic, Vitdowic og Jandrokowic. Allt eru þetta margreyndir landsliðsmenn. -SOS ORMONP VALDI 5 NÝLIÐA... — í landslið sitt, eftir að 7 leikmenn höfðu boðað forföll KARI ELÍSSON... hinn snaggaralcgi lyftingamaður, setti 2 íslandsmet. (Timamynd Gunnarl WILLI ORMOND, einvaldur skozka landsliðsins i knattspyrnu, vakn- aði upp við vondan draum, þegar hann ætlaði að fara að velja landslið sitt, sem leikur vináttuleik gegn Svisslendingum á Hampden Park i Glasgow i kvöld. 7 leikmenn, scm Ormond hafði valið I liðið, tilkynntu honum forföll. Leikmennirnir, sem geta ekki leikið með, eru: Colin Jackson, Glas- gow Rangers, Leeds-leikmennirnir Eddie Gray, David Ilarveyog Joe Jordan, Ted MacDougall, Norwich, Willie Miller, Aberdeen og Derby- spilararnir Bruce Rioch og Archie Gemmill. Ormond þurfti því að velja nýtt liö og varð útkoman hjá honum þessi: Rough, Partick Thistle, McGrain, Celtic, Forsyth, Glasgow Rangers — fyrirliði — Blackley, Hibs, Franky Gray.Leeds, Dalglish, Celtic, Mac- Donald, Glasgow Rangers, Graig, Newcastle, Pettigrew, Motherwell, Andy Gray, Aston Villa og Johnstone, Rangers. 5 nýliðar eru i liðinu, þar eru þeir Tommy Graig, Alan Rough, Franky Gray, Willie Rettigrew og Alex MacDonald. — SOS meistaramótinu i lyfting- um, sem fór fram i Laugarda Ishöl linni á mánudagskvöldið. Þetta er mesti þungi sem islending- ur hefur lyft og jafnframt islandsmet. Gústaf setti einnig islandsmet í snörun, þegar hann snaraði 163 kg léttilega. Gústaf, sem er i mjög góðri æfingu um þessar mundir, reyndi einnig við nýtt Norðurlandamet. þegar hann reyndi að jafnhenda 208.5 kg. Þessi sterki lyftingar- maður náði ekki að lyfta þessari þyngd að þessu sinni, en það á örugglega eftir að koma. Þrátt fyrir þennan frábæra árangur Gústafs, varð hann ekki Reykja- vikurmeistari i þungavigtinni. Honum mistókst i þremur lyftum i snöruninni og það var ekki fyrr en i aukatilraun. að hann setti Is- landsmetið. Gústaf æfir nú að Þessi snjalli lyftingarmaður setti tvö glæsileg íslandsmet á Reykjavíkurmeistaramótinu GuSTAF AGNARSSON, lyftingamaðurinn sterki úr KR, gerði sér litið fyrir og lyfti 202,5 kg í jafnhend- ingu á Reykjavikur- kappi fyrir ölympiuleikana i Montreal — en hann tryggði sér farseðilinn þangað fyrr i vetur. Kári Elisson, lyftingamaðurinn litli úr Ármanni, var eirlnig i sviðsljósinu I Laugardalshöllinni — hann setti tvö met i fjaðurvigt. Þessi snaggaralegi lyftingamaður snaraði 97.5 kg. sem er nýtt met og siðan jafnhenti hann 117,5 kg. Samanlagt lyfti hann 215 kg, en það er nýtt met. — SOS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.