Tíminn - 13.04.1976, Síða 14

Tíminn - 13.04.1976, Síða 14
14 TÍMINN Þriðjudagur 13. april 1976. Á FLÓTTA FRÁ ÁSTINNI Eftir Rona Randall 31 - ■ — Ég var bara læknastúdent í þá daga. Ég hafði ekki efni á að kaupa mér föt. — Jæja, hún hafði þá ef ni á því núna og bætti það upp, hugsaði hann, svolítið af brýðisamur og var ekki lengur í vafa um, að það var Taylor, sem hún hélt sér til f yrir. En hvers vegna ætti hann að vera að hugsa um það? Jaf nvel þótt henni tækist að vinna manninn aftur, kom það hon- um ekkert við! — Ef þú ert jafn kærulaus við hann í kvöld og síðast, er það stórt skref í áttina, heyrði hann sjálfan sig segja. ( Hún vissi ekki vel, hverju hún átti að svara þessu. Hélt hann að hún hefði svo litla stjórn á sjálfri sér, að henni tæk'ist ekki að dylja tilfinningar sínar til Brents fyrir honum? — Ertu að ráðleggja mér eða aðvara mig? spurði hún. — Hvorugt, ástarmál þín koma mér ekki við. Hann sagði þetta í kæruleysislegum tón, hann reyndi að sannfæra sjálfan sig um að hann væri kærulaus um þetta mál. Þess vegna varð honum svolítið hverft við, þegar hún sagði: — Mig minnir, að þú hafir sagt, að það væri óhætt að trúa ókunnugum fyrir leyndarmálum sínum? — Já, ég sagði það. Hann leit spyrjandi á hana og hún virti hann fyrir sér með stríðnislegu brosi. — Var það ekki vegna þess að sá ókunnugi mundi gleyma öllu saman um leið? Það virðist ekki svo sem þú hafir gert það. Hann roðnaði örlítið. Þetta var rétt hjá henni. Sannast að segja hafði hann varla hugsað um annað en leyndar- mál hennar. — Ég bið þig afsökunar, sagði hann stíft. Hún hló lágt, hún hafði gaman af þessum formlegu orðum. — Það er óþarfi, sagði hún. — Þegar ég er nógu vitlaus til að segja einhverjum allt, get ég ekki ásakað hann eftir á f yrir að minna mig á það. — Það var ekki ætlunín, ég skal aldrei minnast á það f ramar. Hann ók upp að húsi f rænku sinnar og hjálpaði Myru út úr bílnum. Andartak hélt hann um hönd hennar og skyndilega fann hann blóðið þjóta um æðar sínar. Aldrei hafði honum f undizt neitt svona hlýtt og lifandi og þessi hönd, sem hann hélt í sinni. Hún gekk á undan honum inn. Hún hafði f islétt siffon- sjal yfir herðunum. Kvöldið var hlýtt og Estelle hafði lagt á borðið úti á þaksvölunum, þar sem hún hafði heil- an garð. Hann haf ði oft borðað hérna úti, innan um blóm og runna í stórum krukkum, þar sem klifurrósir þöktu veggina og borðið var skreytt með logandi kertum. Það var ólýsanlega notalegtog Myra saup hveljur, þegar hún kom þarna út. — En hvað þetta er stórkostlega fallegt! sagði hún og andvarpaði. Estelle kyssti hana á vangann. — Komdu hingað, sagði hún og dró Myru með sér að veggnum, sem var um- hverfis garðinn. Fyrir neðan lá París í Ijósaskiptunum og Signa blikaði eins og silfurborði í Ijósahafinu. — Þessa sjón man ég svo lengi sem ég lifi, sagði Myra lágt. —Ég líka, sagði rödd við hlið hennar og hún sneri sér snöggt við og stóð augliti til auglitis við Brent. Hún var alveg róleg. Var það vegna þess að Mark hafði varað hana við? — Nei — hún hafði vænzt þess að sjá hann, hún hafði vonazt til að hitta hann hérna. Ekki vegna þess að hún elskaði hann, heldur vegna þess að hún varð að tala við hann. Einhverntíma um kvöldið yrði hún að reyna að tala við hann í einrúmi. Hún varð að segja honum frá Jósep gamla, og hver hún hélt að hann væri. En það var ekki hægt núna, því Justin kom í áttina til þeirra. — Elsku Myra, mér verður ókleift að hugsa framar um þig sem lækni. Þú lítur út eins og gyðja í þessum kjól — ekki satt, Mark? — Mér þykir það leitt, en ég hef aldrei hitt gyðju, svo ég hef engan samanburð. Justin hló. Hann tók sjalið af Myru og lagði það á stól- bak. — Hvað segir þú, Brent? Langar þig ekki til að mála hana? Brent forðaðist að líta i augu hennar. Hann var ringl- aður yfir því sem hann sá. Þessi nýja Myra ögraði hon- um og fór í taugarnar á honum um leið. Það var eins og hún hefði skriðið út úr skelinni, eftir að hann yfirgaf hana. Væri hún ennþá þessi hógværa, lítilláta stúlka, sem hann hafði þekkt, ef hann hefði ekki svikið hana vegna Venetiu? Því meira, sem hann hugsaði um það, þeim mun meira skammaðist hann sín. Myra rauf hina vandræðalegu þögn hans. — Hann getur ekki fengið að mála mig, sagði hún glettnislega. — Það Samt neitar þU; Vverkfræðingari ^ hjálp frá öörum frá jörðunni Samkvæmt = Y Þaö viljum við um! , ég vara hjálpuðu til i isamningi höfu, { við rétt til að ekki. En þú Geiri, þú getur ráöið niðurlögum þessara óþokka sjálfur! — ÞRIÐJUDAGUR 13. april 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Hugdettur.Lilja Bjarna- dóttir Nissen flytur frum- samda þætti. 15.00 MiðdegistónleikarErling Blöndal Bengtsson og Kjell Bækkelund leika Sónötu I a-moll fyrir selló og pianó op. 36 eftir Edvard Grieg. Nýja filharmoniusveitin leikur „Myndbreytingar”, tónverk fyrir strengjasveit eftir Richard Strauss, Sir John Barbirolli stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tónleikar. 16.40 Litli barnatiminn Finn- borg Scheving sér um timann. 17.00 Lagið mitt. Anne-Marie Markan sér um óskalaga- þátt fyrir börn yngri en tólf ára. 17.30 Framburðarkennsla i spænsku og þýsku. 17.50 ’J’ónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Likamsrækt skólabarna. Jóhannes Sæmundsson iþróttakennari flytur siðara erindi sitt. 20.00 Lög unga fólksinsSverrir Sverrisson kynnir. 20.50 Að skoða og skilgreina Kristján Guðmundsson sér um þátt fyrir unglinga. 21.30 „Endurskin úr norðri”, tónverk fyrir strengjasveit eftir Jón Leifs. Hljómsveit Rikisútvarpsins leikur, Hans Antolitsch stjórnar. 21.50 „Fyrir börn og full- orðna” Ljóðaflokkur eftir Ninu Björk Arnadóttur. Höfundur les. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (48). 22.25 Kvöidsagan: „Sá svarti senuþjófur” ævisaga Har- alds Björnssonar Höfundur inn Njörður P. Njarðvik les (7). 22.45 Harmonikulög- Guðjón Matthiasson og Harry Jó- hannesson leika gömlu dansana. 23.00 A hijóðbergi. „The Homecoming” (Heimkom- an), leikrit eftir Harold Pinter, siðari hluti. 1 aðal- hlutverkum eru Cyril Cusack, Ian Holm, Paul Ro- gers og Vivien Marchant. Leikstjóri: Peter Hall. 23.55 Fréttir. Dagkrárlok. rllKiiiilHllnli Þriðjudagur 13. april 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20 40 Þjóðarskútan Þáttur um störf alþingis Umsjónar- menn Björn Teitsson og Björn Þorsteinsson. Stjórn upptöku Sigurður Sverrir Pálsson. 21.20 Fjaðrafok. (Horse Feathers) Bandarisk gamanmynd frá árinu 1932. Aðalhlutverk Marx-bræður. Bræðurnir eru viðriðnir knattleikslið háskóla eins, og sýnt erm.a., hvernig þeir búa sig undir kappleik. Þýð- andi Kristmann Eiðsson. 22.25 Skákeinvigi i sjónvarps- sal. Sjötta og siðasta ein- vigisskák stórmeistaranna Guðmundar Sigurjónssonar og Friðriks Olafssonar. Skýringar Guðmundur Arn- laugsson. 22.55 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.