Tíminn - 14.04.1976, Blaðsíða 14

Tíminn - 14.04.1976, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Miðvikudagur 14. april 1976. TD 275 — TD 400 — TD 400 R tauþurrkarar 2,75 og 4 kg jafnan fvrirliggj- andi. Eru ódýrastir I sinum gæðaflokki. Ennfremur útblástursbark- ar og veggfestingar fyrir TD 275. Credál ARMULA 7 - SIMI 84450 Pöntunarfélag N.L.F.R. óskar að ráða framkvæmdastjóra að fyrirtækjum sinum. Umsóknir, þar sem getið er um aldur, menntun og fyrri störf, sendist undirrituð- um formanni félagsstjórnar fyrir 26. þ.m. Njáll Þórarinsson Tryggvagötu 10. Pósthólf 971. Hjúkrunarfræðingur óskast að heilsugæzlustöðinni i Laugarási i Biskupstungum frá 1. mai. Góð, ókeypis ibúð á staðnum. Upplýsingar gefur heilbrigðis- og trygg- ingaráðuneytið og Jón Eiriksson i sima 99- 6523. A Skíðaferðir um póskana úr Hafnarfirði og Kópavogi. Farið verður i Bláf jöll i páskavikunni sem hér segir: Hafnarfj. Kóp. Miðvikud. 14/4 kl. 1.15 1.30 Fimmtud. 15/4 — Mánud. 19/4 kl. 10.15 10.30 og 1.15 og 1.30 Lagt er af stað frá Hvaleyrarholti i Hafnarfirði og við- komustaðir: Bryndisarbúð, Lækjarskóli, Benzinaf- greiðsla Esso við Reykjavikurveg, Kársnesskóli, Vighóla- skóli, verzlunin Vörðufell. Skiðakennari leiðbeinir þátttakendum. Tómstundaráð Kópavogs. Félagsmálaráð Hafnárfjarðar. Tilboð um veiðiréttindi Nýstofnað veiðifélag um vatna- svæði Þverár i Rangárvallasýslu óskar hér með eftir tilboðum i veiðiréttindi i ánni. Upplýsingar i sima 99-5171 frá kl. 9- 11 f.h. virka daga. Réttindi áskilin til að taka eða hafna hvaða tilboði sem er. Tilboðum skal skila i póst- hólf 38, Hvolsvelli fyrir 1. mai. Stjórnin. Auglýsið í Tímanum Lesendur segja: Nokkrar athuaasemdir um landhelaismólið Vegna umræðna um hrað- skreið skip fyrir Landhelgis- gæzluna væri ekki úr vegi að leggja eitthvað frekar i það púkk. Það er ljóst, úr þvi að LHG útvegaði sér hraðskreiða bátahér á árunum, að forráða- menn Gæzlunnar hafa þá þegar gert sér grein fyrir nauðsyn hraðskreiðra farartækja á sjó. Þegar þessi fyrstu kaup mis- lukkuðust, voru hraðskreið skip afskrifuð algerlega, i stað þess að hafa vakandi auga á nýjung- um. Ég minnist þess oft frá fyrri tið, þegar flugvél LHG fann brezkan togara i landhelgi og gaf um það upplýsingar til varð- skips, sem var i verulegri fjar- lægð. Þá hófst eltingarleikur, sem staðið gat i margar klukku- stundir, og a.m.k. einu sinni slapp togarinn til Bretlands. Ég held að það sé alveg ljóst, að séu fengin hraðskreið skip, verður samvinna flug- og sjógæzlu mun áhrifarikari en áður. Ég tel, að við eigum að taka fullt tillit til óska skipherranna og ganga ákveðnar eftir Ashville-skipum og óska eftir þeim vopnlausum. Við höfum ekkert við byssur og eldflaugar að gera, og þetta atriði ætti kannski að létta Bandarikja- mönnum að taka ákvörðun. Það gæti kannski tafið afhendingu sliks skips eitthvað, en þar til það fæst mætti bæta við fleiri skuttogurum i Gæzluna. Ég vil benda á að togarinn Ver gerir ekki nema að fylla skarð Þórs, sem varla telst nothæfur i bili. Hinn sifelldi söngur, sem lætur i eyrum, hljóðar svo: „Við höfum ekki efni á að bæta skip- um i LHG". Ég spyr aftur á móti: Höfum við i raun og veru Bandariskt gæzluskip af Ashville-gerð, eins og rikis- stjórnin hefur falað af Bandarikjamönnum. efni á öðru? Hvað metum við þessa auðlind.og hverju viljum við fórna fyrir hana? Ég tel mig engan æsinga- mann, eins og Visir kallar þá sem ekki eru sammála stefnu hans, en ég vil engan undan- slátt. Frá hafréttarráðstefnunni fréttum viðeftir Hans G. Ander- sen, að ýmis riki viðurkenni sér- stöðu okkar i landhelgismálinu, en sú viðurkenning er að minu mati litils virði, ef sömu riki viðurkenna ekki að framkoma Breta hafi firrt þá öllum rétti til samninga. Hans G. Andersen hefur sagt i sjónvarpi eitthvað á þá leið, að það sé alltaf verið að spyrja okkur, hvað við viljum bjóða bretum. Hvers vegna segir ekki islenzka rikisstjórn- in: Bretum verður ekkert boðið, meðan herskipin eru i land- helginni og að okkar boð, þegar herskipin hafa verið dregin út sé að kanadiska regl- an verði látin gilda. Ég efast um að rikin með skilninginn geti annað en fallizt á þá reglu, en ég efast um að Brfetar fallist á hana. Bretar segjast eiga hefðbundinn rétt til veiða á Islandsmiðum. En hvaða reglur gilda um hefð? Að lokum þetta: Þegar fært var út I 50 milur, var smiðað eitt nýtt varðskip. Þegar núverandi rikisstjórn undirbjó útfærsluna i 200 milur, bætti hún engum skipum við. Arangurinn varð sá, að rikisstjórnin taldi bráð- nauðsynlegt að semja við Þjóð- verja, þvi við gætum ekki varizt á tveim vigstöðvum. Við sömd- um við Þjóðverja um 60.000 tonn af fiski. Ef við reiknum fisk- kilóið á 100 kr., sem er vist full lágt, þá er það sem gerzt hefur, að ein fámennasta þjóð Evrópu hefur fært þeirri rikustu 6 miljarða á silfurfati, einungis vegna þess að hún hafði ekki bolmagn til að verja sina mikil- vægustu auðlind fyrir „bezta vini sinum”. Böðvar Jónsson Dýrlingur Kristján Pétursson S.P. skrifar: Vegna árangurs þeirra KristjánsPéturssonar og Hauks Guðmundssonar af Suðurnesj- um við uppljóstranir saka- mála, mætti halda, að þar væru á ferð eins konar „super”-menn á borð við dýrling eða 007 kvik- myndanna. Allavega hafa flest- ir fjölmiðlar, og svo Kristján sjálfur, keppzt um að hlaða lofi á þá fyrir vel unnin störf. T.d. botnar Kristján flestar blaða- greinar sinar á, að minna fólk á helztu uppljóstranir sinar. Það sætir þó furðu, að rann- sóknarlögreglan i Reykjavik skuli ekki mótmæla opinberlega þeirri endemisy firlýsingu Kristjáns, að þegar rannsókn máls sé tekin úr höndum hans ogfærð rannsóknarlögreglunni i Reykjavik, þá jafngildi það niðurfellingu og ónýtingu máls- ins. Telja má, aði bili sé komið yfrið nóg af hugsunarlausum og mærðarfullum lofsöng um þá Suðurnesjamenn. Astæða er til að kanna hvaða aöferöum „öðr- um en „venjulegir” rann- sóknarlögreglumenn nota, þeir Haukur Guðmundsson beiti við rannsóknir sinar. Það gæti I það minnsta orðið lær- dómsrikt fyrir rannsóknarlög- regluna i Reykjavlk. Sakborningar i spiramálun- um margfrægu hafa fullyrt, að þeir Kristján og Haukur hafi beitt þá verulegum þvingunum og einnig blekkingum 1 þeim til- gangi að þröngva þeim til játn- inga. Skulu nú tilfærð nokkur dæmi: 1. Að þeir hafi falsað undir- skriftir undir játningar (án þess að þær lægju fyrir). Sið- an hafi þessum falsjátningum verið veifað framan i aðra sakborninga i þvi skyni að knýja fram játningar um meðsektir. 2. Að þeir hafi sagt gæzluvarð- haldsföngum eitt og annað misjafnt um fjölskylduhagi þeirra (fanganna) utan múr- anna, i þvi skyni að gera þeim vistina sem illþolanleg- asta. Af þessu leiðir að játn- ingar verða auðfengnari. 3. Aðþeir hafi „lofað” mönnum vægari refsingu ef þeir vildu vitna gegn hugsanlegum samstarfsmönnum sinum, en ella hótað mun harðari refs- ingumH (Auðvitað er það alls ekki á færi lögregluþjóna að segja neitt um refsingar. Akvarðanir um þær taka dómstólar en ekki þeir). 4. Að Kristján Pétursson fari oft og einatt einn til húsleita, og velji sér þá þann tima þegar annað hvort eru aðeins börn heima, eða eiginkonur við- komandi sakborpinga, sem ekki vita um réttarstöðu sina gagnvart lögreglunni. Hefur Kristján valið þessa leiðina til húsleita, þegar honum hefur þótt einsýnt um að ekki mundu forsendur fyrir úr- skurði um húsleit nægar. Ofangreindar aðferðir viö rannsóknir sakamála eru alger lögleysa, og svo er einnig um margar aðrar aðferðir þeirra félaga, sem ekki skal hirtum að tilgreina hér. Slikar aðferðir geta verið mjög tvieggjaðar fyrir réttvisina, svo ekki sé tal- að um sakborninga sjálfa. Það er augljóst, hversu mikil- vægt það er, að til lögreglu- þjónsstarfa veljist hæfir menn. Þ.e. menn, sem þekkja þau lagalegu takmörk sem þeim eru sett, og sem þeir með eiði hafa heitið að hlita. Sport- og ævin- týramennska eiga ekki heima i þvi starfi. Lögregluþjónar verða að vera sjálfir löghlýðnir við störf sin, og mega ekki láta tilgang helga meðul hverju sinni. Þeim verður einnig að skiljast, að þegar sönnunargögn þrýtur, þá verður ekki lengra haldið án vilja sakbornings nema með ólöglegum hætti. Hafieinhverjir haldið, að hinn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.