Fréttablaðið - 16.11.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 16.11.2005, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI VEÐRIÐ Í DAG KJARAMÁL „Það er fjarri lagi að þetta sé einhver óskasamningur og ekki hægt að túlka þetta sem einhvern sigur af okkar hálfu,“ segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoða rfra mkvæmdastjór i Samtaka atvinnulífsins, eftir að samkomulag náðist við Alþýðu- samband Íslands um breytingar á gildandi kjarasamningum. Hannes telur samninginn vera kostnaðarsaman fyrir atvinnu- lífið þar sem um 0,65 prósenta varanlega launahækkun sé að ræða. „Auðvitað erum við þó sátt við að samningar skuli halda,“ segir Hannes. „Það er langur aðdragandi að þessu samkomulagi,“ segir Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands. Grétar segir allt það sem fram hafi komið í yfirlýsingu ríkisstjórnar- innar í gær hafa mikil áhrif. „Stærsta málið er þó væntanlega framlag ríkisstjórnarinnar til örorkumála, enda hefur örorku- byrðin verið að sliga marga af okkar lífeyrissjóðum þannig að komið hefur til skerðing- ar á lífeyrisréttindum,“ segir Grétar. Þessi aðkoma ríkisins er í áföngum á þriggja ára tímabili og hefst árið 2007. „Þar er stigið myndarlegt skref því að óbreyttu hefðu mun fleiri lífeyrissjóðir orðið að skerða sínar greiðslur,“ segir Grétar. Hann telur að nú hafi verið komið í veg fyrir þá neikvæðu þróun á næstu árum. Aðstoð ríkisins við lífeyrissjóð- ina nemur 0,25 prósentum af tryggingargjaldi en á núvirði nemur það um 1,5 milljörðum. „Nú sjáum við einnig hækkun og tekjutengingu á atvinnuleysis- bótum sem kemur til með löggjöf eftir áramótin,“ segir Grétar. Hann telur það munu verða mestu breytingar á atvinnuleysisbóta- lögjöfinni frá upphafi. „Við höfum einnig verið í afar erfiðum málum með starfs- mannaleigurnar, sem hafa haft rangt við svo ekki sé fastar að orði kveðið. Þess vegna er mjög mikilvægt fyrir samfélagið allt að hægt sé að koma betur böndum á þess háttar starfsemi.“ Í aðkomu ríkisstjórnarinnar felst frumvarp til laga um starfs- mannaleigur sem taka skulu gildi fyrir áramót. - saj / sjá síðu 6 > Markaðurinn Sögurnar ... tölurnar ... fólkið ... FYLGIR MEÐ FRÉTTABLAÐINU Í DAG Peningabréf eru fjárfestingarsjó›ur í skilningi laga nr. 30/2003, um ver›bréfasjó›i og fjárfestingarsjó›i. Athygli fjárfesta er vakin á flví a› fjárfestingarsjó›ir hafa r‡mri fjárfestingarheimildir skv. lögunum heldur en ver›bréfasjó›ir. Um frekari uppl‡singar um sjó›inn, m.a. hva› var›ar muninn á ver›bréfasjó›um og fjárfestingarsjó›um og fjárfestingarheimildir sjó›sins, vísast til útbo›sl‡singar og útdráttar úr útbo›sl‡singu sem nálgast má í afgrei›slum Landsbanka Íslands hf. auk uppl‡singa á heimasí›u bankans, www.landsbanki.is. G O TT F Ó LK M cC A N N *Nafnávöxtun á ársgrundvelli frá 1. október-31 október 2005. Ósætti um HM Klúbbarnir vilja bætur Sauðfjárrækt í sókn Afurðaverð hækkar Undir nýrri forystu Metnaður í Sjóvá Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 16. nóvember 2005 – 33. tölublað – 1. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Kaupir keðju | Baugur er langt kominn með að kaupa skartgripa- keðjuna MW Group. Kaupverðið er um 20 milljónir punda eða rúm- ir tveir milljarðar króna. Hækkar vexti | Landsbankinn hefur hækkað vexti íbúðalána úr 4,15 prósentum í 4,45. Íbúðalána- sjóður segir að miðað við núver- andi ástand þurfi hann einnig að hækka vexti. Meira fyrir launin | Kaupmáttur launa jókst um 1,4 prósent milli ára á almennum vinnumarkaði samkvæmt nýrri launakönnun Hagstofunnar. Þór forstjóri | Þór Sigfússon er nýr forstjóri Sjóvár. Þorgils Óttar Mathiesen, fráfarandi forstjóri, keypt 40 prósenta hlut í fasteigna- og þróunarfélaginu Klasa og tek- ur við stjórnun félagsins. Stærstir í FL | Baugur og Hannes Smárason eru stærstu hluthafar í FL Group að loknu hlutafjárútboði og eiga um helming hlutafjár. Alls seldi félagið hlutafé fyrir 44 millj- arða króna. Góð starfslok | Kostnaður vegna uppgjörs á kaupréttarsamningi við Styrmi Þór Bragason, fyrr- verandi framkvæmdastjóra At- orku, nam um 160 milljónum króna. Kögun kaupir | Kögun hefur keypt 67 prósent hlutafjár í norska hugbúnaðarfyrirtækinu Hands ASA. Heildarkaupverð var 1,6 milljarðar króna. Nýtt útibú | Straumur–Burðarás Fjárfestingabanki hefur í hyggju að kaupa útibú í Kaupmannahöfn vegna aukinna umsvifa bankans á danskri grundu. Stofnandi easyJet við Markaðinn: Undirverðlagt og ekki til sölu „Ég hef ekkert meira um þetta mál að segja nema það sem ég hef áður sagt opinberlega. Hlut- ur minn í easyJet er ekki til sölu eins og sakir standa þar sem fé- lagið er undirverðlagt,“ segir Stelios Haji-Ioannou, stofnandi og stærsti hluthafinn í breska lággjaldaflugfélagsins easyJet við Markaðinn. Ekkert hefur spurst til frekari fjárfestinga FL Group í félaginu en bréf í félaginu hafa hækkað mjög undanfarna daga. Á mánu- daginn var gengi bréfa í félaginu 311,25 en gengi bréfa hefur ekki verið svo hátt í heilt ár og hefur það ýtt undir kenningar um að FL Group sé að bæta við hlut sinn í félaginu. Stelios segist engan áhuga hafa á því að selja easyJet. „Ég er auk þess eigandi að easy-vöru- merkinu og easyJet er mér mjög mikilvægt í því sambandi þar sem það er stærsta vörumerkið innan easy-keðjunnar,“ segir Stelios. - hb Björgvin Guðmundsson skrifar „Miðlun verðbréfa og fyrirtækjaráðgjöf eru stærstu þættirnir í starfsemi Merrion,“ sagði Sigur- jón Árnason, bankastjóri Landsbankans, í gær þar sem hann var staddur á Írlandi að kynna kaup bank- ans á írska verðbréfafyrirtækinu Merrion Capital. Samkvæmt samkomulagi sem hefur verið undir- ritað kaupir Landsbankinn fyrst fimmtíu prósent í Merrion en eignast eftirstandandi fimmtíu prósent á næstu þremur árum. Í dag er fyrirtækið metið á fjóra milljarða króna. Landbankinn borgar rúma tvo milljarða króna í upphafi en greiðsla fyrir síð- ustu fimmtíu prósentin ræðst af rekstrarárangri Merrion á næstu árum. Tekjur Merrion á þessu ári eru áætlaðar 1,7 milljarður króna og hagnaður eftir skatta um 435 milljónir króna. Við árslok gera áætlanir ráð fyrir að eigið fé verði um 1,3 milljarðar króna. Sigurjón segir þetta vera þriðja evrópska verð- bréfafyrirtækið sem Landsbankinn kaupir og styrk- ir stöðu bankans í Evrópu. Auðveldara sé að ná fót- festu á erlendum mörkuðum með kaupum á verð- bréfafyrirtækjum en bönkum sem séu hlutfallslega dýrari. Starfsemi þessara fyrirtækja – Kepler Equities, Teather & Greenwood og svo Merrion – skarist ekki og þau geti notað tengingar hvert við annað. Þetta séu framsækin fyrirtæki sem muni hraða sókn Landsbankans í Evrópu á sviði fyrir- tækja- og fjárfestingabankastarfsemi. John Conroy, forstjóri Merrion, sagði í samtali við Markaðinn að hann hefði hrifist mjög af áræði og kunnáttu Landsbankamanna í aðdraganda þessa samnings. Kaup Landsbankans myndi styrkja stöðu Merrion til frekari sókna á írska markaðnum. Starfsmenn Merrion eru í dag 75 talsins. Fyrir kaupin áttu starfsmenn 70 prósent í fyrirtækinu en bandaríski fjárfestingabankinn Allen & Company 30 prósent. Kepler Equities, þar sem Landsbankinn tók við stjórnartaumunum á mánudaginn, er með starfsemi í sex borgum Evrópu og New York. Teather & Greenwood starfar í London og Edinborg. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, hefur sagt að þessi tvö fyrirtæki greini yfir 665 hlutafélög og hafi viðskiptasambönd við yfir 900 fagfjárfesta. Nú bætist Merrion í þennan hóp fyrirtækja sem eru undir stjórn Landsbankans. Halldór sagði í kynningu á kaupunum í gær að framtíðarspá fyrir evrópskan hlutabréfamarkað væri hagstæð og því fælist tækifæri fyrir Landsbankann til að þróa enn frekar verðbréfamiðlun í Evrópu. Kaupin á Merrion féllu vel að öðrum fjárfestingum og með samþættingu á viðskiptasamböndum og þekkingu þessara fyrirtækja skapaðist virðisauki fyrir viðskiptavini. Í tilkynningu kemur fram að markaðshlutdeild Merrion sé 5-7 prósent á þeim sviðum sem félagið starfar á. F R É T T I R V I K U N N A R 8 12-13 10 Aftur í FL Group Þrír fyrrverandi stjórnarmenn í FL Group, sem gengu út úr eig- endahópnum í sumar, eru komnir aftur inn sem hluthafar í kjölfar hlutafjárútboðs sem fór fram á dögunum. Fjárfestingafélagið Saxbygg, sem er í eigu Saxhóls og Bygg- ingafélags Gylfa og Gunnars, hefur keypt um eitt prósent í FL Group. Tveir af eigendum Sax- byggs, Jón Þorsteinn Jónsson og Gylfi Ómar Héðinsson, sátu í gömlu stjórninni en tveir með- eigendur þeirra, Einar Jónsson og Gunnar Þorláksson, áttu sæti í varastjórn. Einnig hefur félag í eigu Pálma Kristinssonar, fyrrver- andi stjórnarmanns, fest kaup á hlutum í flugfélaginu. Saxbygg átti um fjórðungshlut í FL Group á sínum tíma, seldi hann á genginu sextán í lok júní en keypti í útboðinu á 13,6. - eþa Landsbankinn með starfsemi í tólf löndum Landsbankinn kaupir írska verðbréfafyrirtækið Merrion. Írland er tólfta landið sem Landsbankinn hefur starfsemi í. Tveir nýir hluthafar munu koma í hluthafahóp Morgun- blaðsins fyrir hluthafafund í næstu viku. Þetta eru Straum- ur-Burðarás, en stærstu eigend- ur þar eru Björgólfsfeðgar. Hinn hluthafinn er rithöfundur- inn og athafnamaðurinn Ólafur Jóhann Ólafsson. Alls er um að ræða um það bil 34 prósenta hlut sem skiptast mun jafnt á milli nýju hluthafanna. Ólafur Jóhann hefur áður starfað með Björgólfsfeðgum meðal annars í tilboði um kaup á Símanum. Hluthafar Árvak- urs sem gefur út Morgunblaðið breyttu samþykktum félags- ins sem kváðu á um forkaupsrétt hluthafa og opnuðu þannig fyr- ir aðkomu nýrra hlut- hafa. Engar hömlur eru því á meðferð hlutafjár í félaginu. Straumur og Ólafur Jóhann verða því í hópi stærstu hluthafa, ásamt fjölskyldu Huldu Valtýsdóttur og venslafólki Krist- ins Björnssonar sem einnig er stór hlut- hafi í Straumi. Fjór- ir stórir hópar munu því standa að eign- inni í Árvakri. Stefnt er að því að halda framhalds- hluthafafund í næstu viku og þá verður ný stjórn kosin á grundvelli nýrrar samsetningar hluthafa- hópsins. -hh Ólafur Jóhann kaupir í Mogganum Ólafur Jóhann og Straumur-Burðaraás verða stórir hluthafar í Árvakri. ÓLAFUR JÓHANN ÓLAFSSON 01_24_Markadur-lesið 15.11.2005 16:07 Page 3 Sími: 550 5000 MIÐVIKUDAGUR 16. nóvember 2005 — 310. tölublað — 5. árgangur Quentin Tarantino Tónlistarmaðurinn Þórir spilaði fyrir hann í Bláa lóninu. FÓLK 42 ELLA OG KALLÝ Ánægðar í Mentor- verkefninu Vináttu • nám • ferðir • bílar Í MIÐJU BLAÐISNS ÍSLENSKUR IÐNAÐUR SKARTGRIPIRNIR HENNAR DÝRFINNU Með uppsprettu um hálsinn FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Þar sem þú finnur meistara og fagmenn til verksins Íslenskur hátækniiðnaður: Að vera eða fara - þarna er efinn! Morgunverðarfundur um stöðu hátækniiðnaðar á Íslandi föstudaginn 18. nóvember á Hótel Nordica. Sjá nánar á www.si.is Nútímalegir og kvenlegir Aurum-skartgripir Bls. 2 Ósköp venjulegar skyrtur Verslun Indriða Bls. 4 Með uppsprettu um hálsinn Dýrfinna Torfadóttir Bls. 4 Með viðinn í höndunum Tréleikföng Bls. 8 Súkkulaðimeistari í Mosfellsbænum Hafliði Ragnarsson Bls. 10 Smíðar í höndunum Guðbrandur J. Jezorki Bls. 12 EFNISYFIRLIT [ SÉRBLAÐ UM ÍSLENSKAN IÐNAÐ – MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 ] Íslenskur iðnaður Íslensk hönnun og framleiðsla er góð gjöf 01 FB96s_P41K 15.11.2005 16:20 Page 1 Hamingjan veidd með byssu Rokkhljómsveitin Dikta gefur út nýja plötu, Hunting for Happiness. Fyrrverandi gítarleikari Skunk Anansie stjórnaði upptökum. MENNING 28 Logi vill Gillz til Lemgo Handknattleiksmaðurinn Logi Geirs- son vill fá Egil Gillzenegger til að taka að sér ráð- gjafastöðu hjá liði sínu Lemgo í Þýskalandi. Gillz kveðst klár í slaginn. ÍÞRÓTTIR 36 VIÐSKIPTI Rithöfundurinn og athafnamaðurinn Ólafur Jóhann Ólafsson bætist í hóp hluthafa Árvakurs, útgefanda Morgun- blaðsins. Hann mun ásamt Straumi Burðarás, sem er undir forystu Björgólfs Thors Björgólfssonar, kaupa 34 prósenta hlut í Árvakri sem mun skiptast jafnt á milli þeirra, um sautján prósent á hvorn. Hluthafar Árvakurs breyttu samþykktum félagsins og afnámu hömlur á meðferð hlutafjár í félaginu. Straumur og Ólafur Jóhann verða eftir viðskiptin í hópi stærstu hluthafa Árvakurs ásamt afkomendum Hallgríms Benediktssonar og fjölskyldu Huldu Valtýsdóttur. Framhaldshluthafafundur verður í Árvakri í næstu viku og þar verður ný stjórn útgáfufé- lagsins kosinn. - hh sjá nánar í Markaðnum sem fylgir Fréttablaðinu í dag. Ólafur Jóhann Ólafsson: Kaupir hlut í Morgunblaðinu Tækifæri - ekki ógn Ólafi Hannibalssyni er ekki kunnugt um neina þjóð sem byggir utanríkis- stefnu sína á jafn veikum grunni og kunningsskap eða „vináttu“ okkar manna við einstaka framámenn, eins og Íslendingar gera. Í DAG 20 ÞYKKNAR UPP SMÁM saman um sunnan- og vestanvert landið. Snjóél suðvestan til í fyrstu en síðar slydduél eða skúrir sídðegis sunnan og vestan til. Frostlaust syðra eftir hádegi en frost 0-6 stig nyrðra. VEÐUR 4 VERÐSAMRÁÐ Ríkið hefur ekki í huga að sækja bætur vegna ólög- legs samráðs olíufélaganna nema hugsanlega fyrir stofnanir dóms- málaráðuneytisins. Georg Lárusson, forstjóri Land- helgisgæslunnar, segir gagnaöflun vegna málsins lokið og býst við að mál verði höfðað innan skamms. „Það verður gert í samráði við dómsmálaráðuneytið og ríkislög- mann, en af okkar hálfu er allt til- búið,“ segir hann. Útlit er því fyrir að Landhelgisgæslan verði fyrst ríkisfyrirtækja til að höfða mál á hendur olíufélögunum. Í sektarúrskurði Samkeppnis- ráðs frá því í októberlok í fyrra eru tiltekin dæmi um brot gegn Vega- gerð ríkisins, samráð við útboð Ríkiskaupa á smurþjónustu bif- reiða og fleiri þætti sem að ríkinu snúa. Ármann Kr. Ólafsson, aðstoð- armaður fjármálaráðherra, segir að eftir að niðurstaða áfrýjunar- nefndar samkeppnismála hafi legið fyrir hafi verið ákveðið að slá af frekari málshöfðanir. „Samkvæmt niðurstöðu áfrýjunarnefndarinnar virðist samráðið eingöngu eiga við um stofnanir dómsmálaráðuneyt- isins,“ segir hann og kvað mál ekki verða höfðað á grundvelli annarra gagna. Hann útilokaði þó ekki að einstakar stofnanir, svo sem Vega- gerðin, gætu sjálfar höfðað skaða- bótamál á hendur olíufélögunum væru þær ósammála áliti áfrýjun- arnefndar samkeppnismála. - óká Skaðabætur vegna ólöglegs verðsamráðs olíufélaganna: Gæslan tilbúin í dómsmál GEORG LÁRUSSON Forstjóri Landhelgis- gæslunnar segir mikla vinnu hafa verið lagða í að taka saman upplýsingar um tjón af völdum samráðs olíufélaganna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FJÖGUR ATRIÐI RÉÐU ÚRSLITUM Fjögur meginatriði réðu því að samkomulag náðist milli Samtaka atvinnulífsins og Alþýðu- sambands Íslands í gær um að forsendur héldust fyrir gildandi kjarasamningum. • Þátttaka ríkisins í orörkubyrði lífeyr- issjóðanna var staðfest með fram- lagi sem nemur 0,25 prósentum af tryggingagjaldi sem að núvirði er 1,5 milljarðar. Þessi fjárframlög hefjast árið 2007 og ná til ársins 2009. • Lög um hækkun og tekjutengingu atvinnuleysisbóta verða samin og afgreidd á vorþingi. • Frumvarp til laga um starfsmanna- leigur var lagt fyrir Alþingi í gær og verður samþykkt fyrir áramót. • Eitt hundrað milljónum verður varið úr ríkissjóði til endurmenntunar ófaglærðs starfsfólks. Þessum fjórum atriðum til viðbótar kemur 26 þúsund króna eingreiðsla til launþega í desember auk 0,65 prósenta hækkunar á taxta í janúar 2007. Friður tryggður á vinnumarkaðnum Aðkoma stjórnvalda skipti sköpum fyrir samkomulagið sem náðist í gær milli Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins. Lög verða sett um starfsmanna- leigur og atvinnuleysisbætur. Fulltrúar atvinnurekenda telja samkomulagið dýrt. SAMKOMULAGIÐ UNDIRRITAÐ Ingimundur Sigurpálsson, formaður SA, Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA, Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, og Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, við undirritun í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM JÓLASKREYTINGAR Þó enn séu 38 dagar til jóla eru jólaskreyting- ar sums staðar farnar að setja svip sinn á bæjarlífið. Starfs- menn Akureyrarbæjar byrjuðu í gær að setja upp jólaljós í miðbæ Akureyrar og jólaskreytingar eru komnar upp við nokkur heimahús í bænum. Ein umfangsmesta og tíguleg- asta jólaskreytingin á Akureyri ár hvert er kominn á sinn stað en hún er við heimili Guðnýjar Jóns- dóttur og Ragnars Sverrissonar kaupmanns í JMJ. Alls eru fimm- tíu jólaseríur í skreytingunni í ár og samanlagt eru þær hátt í kíló- metri að lengd en þrjá daga tók að koma skreytingunni upp. - kk Sumir eru komnir í jólaskap: Jólaveröld á Akureyri JÓLAVERÖLD Fjöldi Akureyringa gerir sér árlega ferð að heimili Ragnars og Guðnýjar til að berja dýrðina augum og dæmi um að þangað komi rútur með heilu leikskóla- deildirnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.