Fréttablaðið - 16.11.2005, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 16.11.2005, Blaðsíða 86
 16. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR38 HANDBOLTI „Við hefðum ekki getað fengið erfiðari mótherja,“ sagði Alfreð Gíslason, þjálfari Magde- burg í Þýskalandi, eftir að lið hans hafði verið dregið gegn Bar- celona, núverandi Evrópumeist- urum meistaraliða, í sextán liða úrslitum keppninar í ár. Tapið gegn Bregenz í síðasta leik riðlakeppninar átti því eftir að reynast Alfreð og lærisveinum hans dýrkeypt því með því datt Magdeburg niður í 2. sæti undan- riðilsins sem þýddi að andstæð- ingarnir í sextán liða úrslitunum yrði sterkari. „Þetta verður mjög erfitt en við erum tilbúnir í slag- inn og ætlum okkur sigur,“ sagði Stefan Kretzschmar, hinn skraut- legi hornarmaður Magdeburg, eftir dráttinn. Ólafur Stefánsson og félagar í Ciudad Real fengu öllu auðveld- ari mótherja, Pick Szegad frá Ungberjalandi og þá mætir Aar- hus, með hornamanninn Sturlu Ásgeirsson innanborðs, Fotex Veszprém frá Ungverjalandi. Gummersbach, lið þeirra Guð- jóns Vals Sigurðssonar og Róberts Gunnarssonar, mætir Wacker Thun frá Sviss en Logi Gunnars- son og Ásgeir Örn Hallgrímsson og félagar í Lemgo mæta Parutn- ina Cakovec frá Króatíu. Þá mætir Creitel, lið Bjarna Fritzsonar, Shatkar Donets frá Úkraínu. Í Evrópukeppni félagsliða mætir Íslendingaliðið Skjern liði Wisla Plock frá Póllandi og í áskorendakeppninni fengu Krist- inn Björgúlfsson og félagar í nor- ska liðinu Runar mæta Zeleznicar frá Serbíu. - vig Dregið í sextán liða úrslit í öllum Evrópukeppnunum í handbolta: Alfreð og félagar mæta meisturunum MIKIÐ UNDIR Alfreð Gíslason mun ábyggilega láta vel í sér heyra á hliðar- línunni í viðureignum Magdeburg og Barcelona í næsta mánuði enda líklega stærsti leikur hans á tímabilinu. HANDBOLTI Handknattleikslið KA mætir Steaua Búkarest frá Rúm- eníu í sextán liða úrslitum Áskor- endakeppni Evrópu í handknatt- leik, en KA lagði Mamuli Tíblisi með samtals 65 marka mun í 32 liða úrslitunum. Reynir Stefáns- son, þjálfari KA, segir Steaua ekki hafa verið óskamótherja. „Ég geri ráð fyrir því að Steaua sé ágætt handboltalið. Ég veit ekki mikið um liðið en þetta er gamalt stór- veldi og það má búast við því að það geti spilað fínan handbolta. Við verðum bara að koma vel und- irbúnir í þessa leiki og reyna okkar besta til þess að komast áfram.“ Fyrri leikur liðanna er sam- kvæmt leikskipulagi 3. desember á Akureyri en seinni leikurinn ytra viku síðar. - mh Dregið í Áskorendakeppninni: KA mætir Stea- ua Búkarest REYNIR STEFÁNSSON KA-menn unnu stór- sigur í síðustu umferð en reikna má með erfiðum leikjum gegn Steaua Búkarest. FÓTBOLTI Franski knattspyrnu- maðurinn Marcel Desailly hefur viðurkennt að hann hafi mikinn áhuga á því að snúa aftur til Eng- lands og klára ferilinn með félagi þar í landi. Desailly, sem er 37 ára gamall og hefur leikið í Katar síð- asta árið en hætti þar skyndilega í síðustu viku, hefur verið orðað- ur við lið Bolton og Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni en er þó ekki búinn að ákveða hvort hann leggi skóna á hilluna. „Ég bý yfir mikilli reynslu og myndi styrkja hvaða lið sem er í Evrópu. Ef ég ákveð að spila áfram langar mig helst að gera það í Eng- landi,“ segir Desailly. - vig Marcel Desailly: Vill snúa aftur til Englands FÓTBOLTI Jerzy Dudek, leikmaður Liverpool og pólska landsliðsins, er nú sagður á leið til portúgalska félagsins Benfica. Umboðsmað- ur Dudeks, Jan de Zeeuw, sagði hann spenntan fyrir því að fara til Portúgals. „Benfica er stórt félag með glæsilega sögu og allir metn- aðarfullir leikmenn hafa áhuga á því að spila fyrir svo stórt félag. Dudek er orðinn þreyttur á því að spila lítið og ég mun skoða þá möguleika sem til greina koma fyrir hann á næstunni.“ Dudek hefur þurft að sætta sig við að vera varamarkvörð- ur Liverpool síðan hinn spænski Jose Reina gekk til liðs við félag- ið í sumar frá Villarreal. Að auki eru svo tveir af efnilegustu markvörðum Englands samnings- bundnir Liverpool, þeir Scott Car- son og Chris Kirkland sem nú er á lánssamngi hjá West Bromwich Albion. - mh Dudek orðinn óþreyjufullur: Tilbúinn að fara til Benfica JERZY DUDEK Dudek átti stóran þátt í Evrópumeistaratitli Liverpool í vor.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.