Fréttablaðið - 16.11.2005, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 16.11.2005, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 16. nóvember 2005 13 KVIKMYNDAGERÐ Við afhendingu Edduverðlaunanna á sunnudags- kvöld tilkynnti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra að hún hygðist auka fjárfram- lög til kvimyndagerðar. „Ríkisstjórnin hefur ákveðið að auka þessi framlög á næsta ári,“ segir Þorgerður Katrín. Hún segir að fjárlagarammi ársins 2006 þurfi að vera sterkur í ljósi efnahags- ástands, en hún sjái þó fyrir sér stighækkandi framlög til ársins 2009. „Það á eftir að ræða nánar útfærsluna á þessum framlögum og það verður haft samráð við kvik- myndagerðarmenn um það hvaða markmiðum við viljum ná.“ Þorgerður Katrín segist áður hafa lýst þeirri skoðun sinni að hún vilji sjá aukningu í framleiðslu á sjónvarpsefni, jafnvel þó að það sé háð einhverjum takmörkunum. „Ég vil líta heildstætt á málið og er meðal annars að hugsa til Kvik- myndaskóla Íslands ásamt öðrum þáttum,“ segir ráðherrann. - saj www.postur.is Bítur hundurinn? Við hjá Póstinum beinum þeim vinsamlegu tilmælum til þín að gæta þess að bréfberum standi ekki ógn af hundinum á heimilinu. Æskilegt er að hundurinn sé hafður í bandi utandyra og að honum sé haldið frá bréfalúgunni. Aðstoð þín og tillitssemi auðvelda okkur að koma póstinum til þín hratt og örugglega. Með fyrirfram þökk. Vilja málefnalega umræðu Ungliðar í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði á Akureyri skora á mennta- málaráðherra að taka þátt í málefna- legri umræðu um skerðingu náms til stúdentsprófs. Ungliðarnir segja menntamálaráðherra hafa hundsað nemendur og reynt að koma sér undan umræðunni á fundi í Menntaskólanum á Akureyri í síðustu viku. MENNTAMÁL Prófkjör ákveðið Sjálfstæðismenn á Seltjarnarnesi efna til prófkjörs um val á framboðslista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar hinn 4. febrúar næstkomandi. SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR Á verðlaunahátíð Eddunnar á sunnu- dagskvöld tilkynnti menntamálaráðherra kvikmyndagerðarmönnum um aukin framlög til kvikmyndagerðar og framleiðslu á sjónvarpsefni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KÓLUMBÍA, AP Tvö börn og karlmað- ur létu lífið þegar handsprengju var hent inn í verslun í Bógóta, höfuðborg Kólumbíu, um liðna helgi. Maðurinn og sjö ára dreng- ur létust á sjúkrahúsi af sárum sínum en tveggja ára stúlka lést samstundis. Ekki er vitað hverjir stóðu á bak við árásina en málið er í rannsókn. Síðastliðið 41 ár hefur ríkt mikil óöld í Kólumbíu og er morð- tíðni í landinu ein sú hæsta í heim- inum. Á síðasta ári voru 67 manns drepnir miðað við hverja 100.000 íbúa. Það jafngildir því að um 180 morð væru framin hérlendis árlega. ■ Þrír létust í sprengjuárás: Handsprengju hent inn í búð FJÖLMIÐLAR Gestur Einar Jónasson og Lísa Pálsdóttir munu á næst- unni hætta dagskrárgerð fyrir Rás tvö. Bæði fara þau yfir á Rás eitt og segir Dóra Ingvadóttir, fram- kvæmdastjóri útvarpsins, að um sé að ræða skipulagsbreytingar í tengslum við breytta dagskrá sem tekur gildi 1. desember næstkom- andi. „Ég mun aðallega verða á Morg- unvaktinni á Rás eitt en ætla einnig að reyna að halda mínum rótgróna þætti, Með grátt í vöngum, sem verið hefur á laugardögum á milli klukkan 16 og 18,“ segir Gestur. - kk Breytingar hjá RÚV: Gestur Einar og Lísa á Rás 1 GESTUR EINAR JÓNASSON Gestur tekur breytingunum vel og segir það þroska- merki að flytjast yfir á Rás eitt. DÓMSMÁL Staðfest var fyrir helgi lögbann sem Sýslumaðurinn í Reykjavík lagði við því að málverk- in „Í júlí“ og „Bláfjöll“ eftir Einar Hákonarson yrðu seld. Héraðsdómur Reykjavíkur við- urkenndi eignarrétt myndlistar- mannsins að verkunum og gerði innflutningsfyrirtækinu Karli K. Karlssyni hf. að skila þeim innan hálfs mánaðar, eða sæta 50.000 króna dagsektum ella. Fyrirtækið vildi meina að mál- verkin hefðu átt að ganga upp í húsaleiguskuld þriðja aðila, meðan málarinn taldi að sá hefði ekki haft umboð til að ráðstafa verkunum á þann máta. Dómurinn taldi ósannað að fyrir hafi legið samningur um ráðstöf- un verkanna og því hafi ekki verið sýnt fram á að eignarréttur yfir þeim gæti hafa flust. - óká Lögbann staðfest í héraði: Málverk sem ekki má selja Menntamálaráðherra tilkynnir um aukin framlög til kvikmyndagerðar: Aukið fjármagn til kvikmyndagerðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.