Fréttablaðið - 16.11.2005, Page 13

Fréttablaðið - 16.11.2005, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 16. nóvember 2005 13 KVIKMYNDAGERÐ Við afhendingu Edduverðlaunanna á sunnudags- kvöld tilkynnti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra að hún hygðist auka fjárfram- lög til kvimyndagerðar. „Ríkisstjórnin hefur ákveðið að auka þessi framlög á næsta ári,“ segir Þorgerður Katrín. Hún segir að fjárlagarammi ársins 2006 þurfi að vera sterkur í ljósi efnahags- ástands, en hún sjái þó fyrir sér stighækkandi framlög til ársins 2009. „Það á eftir að ræða nánar útfærsluna á þessum framlögum og það verður haft samráð við kvik- myndagerðarmenn um það hvaða markmiðum við viljum ná.“ Þorgerður Katrín segist áður hafa lýst þeirri skoðun sinni að hún vilji sjá aukningu í framleiðslu á sjónvarpsefni, jafnvel þó að það sé háð einhverjum takmörkunum. „Ég vil líta heildstætt á málið og er meðal annars að hugsa til Kvik- myndaskóla Íslands ásamt öðrum þáttum,“ segir ráðherrann. - saj www.postur.is Bítur hundurinn? Við hjá Póstinum beinum þeim vinsamlegu tilmælum til þín að gæta þess að bréfberum standi ekki ógn af hundinum á heimilinu. Æskilegt er að hundurinn sé hafður í bandi utandyra og að honum sé haldið frá bréfalúgunni. Aðstoð þín og tillitssemi auðvelda okkur að koma póstinum til þín hratt og örugglega. Með fyrirfram þökk. Vilja málefnalega umræðu Ungliðar í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði á Akureyri skora á mennta- málaráðherra að taka þátt í málefna- legri umræðu um skerðingu náms til stúdentsprófs. Ungliðarnir segja menntamálaráðherra hafa hundsað nemendur og reynt að koma sér undan umræðunni á fundi í Menntaskólanum á Akureyri í síðustu viku. MENNTAMÁL Prófkjör ákveðið Sjálfstæðismenn á Seltjarnarnesi efna til prófkjörs um val á framboðslista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar hinn 4. febrúar næstkomandi. SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR Á verðlaunahátíð Eddunnar á sunnu- dagskvöld tilkynnti menntamálaráðherra kvikmyndagerðarmönnum um aukin framlög til kvikmyndagerðar og framleiðslu á sjónvarpsefni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KÓLUMBÍA, AP Tvö börn og karlmað- ur létu lífið þegar handsprengju var hent inn í verslun í Bógóta, höfuðborg Kólumbíu, um liðna helgi. Maðurinn og sjö ára dreng- ur létust á sjúkrahúsi af sárum sínum en tveggja ára stúlka lést samstundis. Ekki er vitað hverjir stóðu á bak við árásina en málið er í rannsókn. Síðastliðið 41 ár hefur ríkt mikil óöld í Kólumbíu og er morð- tíðni í landinu ein sú hæsta í heim- inum. Á síðasta ári voru 67 manns drepnir miðað við hverja 100.000 íbúa. Það jafngildir því að um 180 morð væru framin hérlendis árlega. ■ Þrír létust í sprengjuárás: Handsprengju hent inn í búð FJÖLMIÐLAR Gestur Einar Jónasson og Lísa Pálsdóttir munu á næst- unni hætta dagskrárgerð fyrir Rás tvö. Bæði fara þau yfir á Rás eitt og segir Dóra Ingvadóttir, fram- kvæmdastjóri útvarpsins, að um sé að ræða skipulagsbreytingar í tengslum við breytta dagskrá sem tekur gildi 1. desember næstkom- andi. „Ég mun aðallega verða á Morg- unvaktinni á Rás eitt en ætla einnig að reyna að halda mínum rótgróna þætti, Með grátt í vöngum, sem verið hefur á laugardögum á milli klukkan 16 og 18,“ segir Gestur. - kk Breytingar hjá RÚV: Gestur Einar og Lísa á Rás 1 GESTUR EINAR JÓNASSON Gestur tekur breytingunum vel og segir það þroska- merki að flytjast yfir á Rás eitt. DÓMSMÁL Staðfest var fyrir helgi lögbann sem Sýslumaðurinn í Reykjavík lagði við því að málverk- in „Í júlí“ og „Bláfjöll“ eftir Einar Hákonarson yrðu seld. Héraðsdómur Reykjavíkur við- urkenndi eignarrétt myndlistar- mannsins að verkunum og gerði innflutningsfyrirtækinu Karli K. Karlssyni hf. að skila þeim innan hálfs mánaðar, eða sæta 50.000 króna dagsektum ella. Fyrirtækið vildi meina að mál- verkin hefðu átt að ganga upp í húsaleiguskuld þriðja aðila, meðan málarinn taldi að sá hefði ekki haft umboð til að ráðstafa verkunum á þann máta. Dómurinn taldi ósannað að fyrir hafi legið samningur um ráðstöf- un verkanna og því hafi ekki verið sýnt fram á að eignarréttur yfir þeim gæti hafa flust. - óká Lögbann staðfest í héraði: Málverk sem ekki má selja Menntamálaráðherra tilkynnir um aukin framlög til kvikmyndagerðar: Aukið fjármagn til kvikmyndagerðar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.