Fréttablaðið - 16.11.2005, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 16.11.2005, Blaðsíða 58
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 MARKAÐURINN18 H É Ð A N O G Þ A Ð A N Það fór ekki mikið fyrir því þegar auglýs- ingastofan Hvíta húsið keypti hlut í bresku auglýsingastofunni. Loewy. „Við tilkynntum þetta 16. júní og þjóðin var upptekin við þjóð- hátíðina, svo þetta fór ekki hátt,“ segir Magn- ús Loftsson, framkvæmdastjóri Hvíta húss- ins. Magnús hefur unnið hjá Hvíta húsinu í fimmtán ár. Kom beint frá námi í grafískri hönnun frá San Fransiskó. „Þessi grein hefur þroskast mikið á þessu tímabili. Fyrst voru þetta teiknistofur og textagerð. Síðan með breyttum fjölmiðlum kemur áherslan á hvernig eigi að koma skilaboðunum á fram- færi. Þá kemur birtingahlutinn og síðan hafa komið í stórum hópum velmenntaðir mark- aðsstjórar hjá fyrirtækjunum sem hafa sett okkur upp við vegg og gert kröfur til okkar um að fylgja og ráða til okkar viðskipta- og markaðsmenntað fólk.“ STÖÐUGT VAKANDI Auglýsingageirinn hefur verið sveiflukennd- ur en Hvíta húsið hefur lfað í fjóra áratugi. „Okkur hefur gengið vel í samkeppnum, bæði hér heima og erlendis og markaðstjórar þrjú- hundruð stærstu fyrirtækjanna hafa valið okkur þá stofu sem þeir bera mest traust til undanfarin fimm eða sex ár.“ Magnús segir að greinin krefjist þess að fólk sé stöðugt vakandi og fylgist vel með tímunum. „Við höfum sjálf staðið fyrir endurmennt- un og ráðstefnum innan- húss þar sem fengist er við ákveðin verkefni, þar sem fólk þarf að afla sér þekkingar. Síðan höfum við ráðið fólk sem stendur fram- arlega á sviðum sem við teljum að við þurfum að styrkja okkur á.“ Íslensk fyrirtæki hafa leitað vaxtar í út- löndum. Meðal þeirra eru viðskiptavinir Hvíta hússins. „Það eru nokkur ár síðan við unnum auglýsingar fyrir Mastercard sem voru birtar í Evrópu. Síðan bættist við vinna fyrir Actavis, þegar fyrirtækið fór í útrás. Við unnum að nafnabreytingunni og því sem fylgdi með almannatengslafyrirtæki í London sem er sérhæft í lyfjafyrirtækjum. Þeir fengu létt sjokk þegar þeir fréttu að þeir ættu að vinna með íslenskri auglýsingastofu. Síðan kom í ljós að vinnan var frábær og það myndaðiust vinátta og tengsl á milli fyrir- tækjanna.“ SKAPANDI VINÁTTUSAMBAND Magnús segir að viðskiptavinirnir hafi verið að leita út og það hafi í fyrstu kveikt þá hug- mynd að opna útibú. „Okkur var ráðið frá því. Við fórum í vinnu með Arev sem Jón Schev- ing Thorsteinsson rekur í London. Sú vinna leiddi til samstarfs við mann sem heitir Greg Clarke sem er sjálfstætt starfandi hausaveið- ari. Hann fór að leita að fyrirtækjum sem pössuðu við andrúmsloftið hjá okkur.“ Sjö til átta stofur fundust sem féllu að skilgreining- unni. „Við heimstóttum þær og fækkuðum svo niður í þrjár og enduðum svo á einni.“ Svo vel vildi til að Loewy var ekki einungis að leita samstarfs heldur einnig fjárfesta. „Þeir vildu ekki fá banka í hluthafahópinn, heldur ein- hvern sem hefði skilning á þeirra rekstri.“ Niðurstaðan var kaup á tíu prósenta hlut í Loewy og Magnús settist í stjórn. „Það hefur myndast samband sem er miklu meira en fjár- festing hjá okkur og samvinna hjá báðum. Það er skapandi vináttusamband. Við fórum með alla starfsmenn okkar til London til að hitta þeirra fólk. Við pöruðum saman fólk sem er að fást við svip- aða hluti hjá báðum fyrir- tækjum og það ræddist við í tvo klukkutíma. Þetta var ómetanlegt og þeir sem kynntust þarna eru í miklum sam- skiptum og leita í reynslu og þekkingu hvers annars.“ REYNDUR STJÓRNARFORMAÐUR Þekkingarflæðið er því tals- vert, en auk þess hafa fyrir- tækin unnið saman að stærri verkefnum. „Þeir hafa reyndar komið meira hingað en við farið til þeirra og sambandið er að þróast í all- ar áttir og fyrirtækin njóta bæði ávinnings af þessum samskiptum og hafa lært hvort af öðru.“ Magnús segir að fyrir utan ávinninginn af þessu samstarfi hafi Loewy vaxið óháð Hvíta húsinu og fjár- festingin reynst góð. „Þegar við keyptum þá voru 45 starfsmenn. Þeir eru nú 145 og stefna í tvö hundruð fyrir jól.“ Stefnan er tekin á skráningu á Aim-markað eða tilboðsmarkað í London á næsta ári. „Stjórnarfor- maður Loewy heitir Luke Johnson. Hann er fjárfestir og það sem drífur hann áfram er ekki markaðsfræði og auglýsingagerð. Hann kemur með mikla þekkingu í rekstrinum. Það er þvílíkur skóli að sitja stjórnarfundi í svona fyrirtæki og sjá hvern- ig þetta er gert í svona fyrir- tæki. Hann er jafnframt stjórnarformaður Channel Four.“ Johnson auðgaðist á kaupum á keðjunni Pizza Express 1991. „Hann var kosinn viðskiptamaður árs- ins 2003 í Bretlandi. Það er mjög mikilvægt að hafa svona mann á bak við sig og geta vísað til þess í samskiptum við viðskiptavini úti.“ STÆKKUN OG SAMVINNA OPNAR NÝJAR DYR Magnús segir að hann vænti mikils af þessu samstarfi og ekki nema brot af þeim ávinn- ingi sem liggi í verkefninu sé kominn fram. „Þetta hefur líka myndað mjög skemmtilega orku innan fyrirtækisins. Það hefur orðið ein- hvers konar vakning, eins og við séum að byrja á einhverju algjörlega nýju.“ Hann segir fyrirtækið alltaf hafa gert vel við starfsfólk og uppskorið mikla starfsmannatryggð á móti. „Andinn og menningin hefur verið mannleg og við viljum halda í þetta. Við finn- um fyrir því sama hjá Loewy, en það er auðvitað erfitt að halda henni þegar fjölgun starfsmanna er svona ör.“ Fjárfestingin hefur þýtt að Magnús sækir reglulega stjórnarfundi í London. Hann segist reyna að raða saman fundum í þessum ferðum til að lágmarka fjölda ferða. „Þeir hafa sýnt þessu skilning og Loewy tek- ið þátt í kostnaði vegna stjórnarsetunnar.“ Framund- an eru stór verkefni, meðal annars fyrir Hitachi í Evr- ópu. „Það er verkefni til þriggja ára um endurmark- aðssetningu Hitachi í Evrópu. Stækkunin og samvinnan hafa gert Loewy mögulegt að koma til greina í slík verk- efni.“ Magnús segir að þrátt fyr- ir mikinn eril þá gefist tími til að sinna fleiru en vinnunni. „Ég er frekar skipulagður þannig að mér tekst að halda helg- unum nokkuð lausum.“ Hann býr í Garðabæ ásamt manni sínum og tveimur hundum. Þeir eiga sumarbústað í Fljótshlíðinni og reyna að fara mikið þangað um helgar. „Svo reynum við að fara á skíði á veturna innan- og utanlands.“ Hádegisverður fyrir tvo á Hótel Holti Steikt hörpuskel með sultuðum engi- fer, smokkfiski og lime-froðu Sniglar með laukformi, sveppum og beikonsósu Nautalund með piparkartöflumauki, spínati og burgundy-sósu Gufusoðin sandhverfa með Jerúsal- em-ætiþistlum, mangóchutney og kóríander kryddsalati. Drykkir Vatn Pilsner Alls 5.300 krónur ▲ H Á D E G I S V E R Ð U R I N N Með Magnúsi Loftssyni framkvæmdastjóra Hvíta hússins A U R A S Á L I N Magnús Loftsson Starf: Framkvæmdastjóri Hvíta hússins Fæðingardagur: 12. janúar 1957 Maki: Gunnar Ásgeirsson FJÁRFEST Í ÞEKKINGARFLÆÐI Magnús Loftsson, framkvæmdastjóri Hvíta hússins segir fjárfestingu í bresku auglýsinga- stofunni Loewy miklu meira en fjárfestingu. Skapandi vináttusamband hafi myndast á milli fyrirtækjanna og bæði fyrirtæk- in hafi notið reynslu og sambanda hvors annars. Miklu meira en fjárfesting og samvinna Magnús Loftsson stýrir auglýsingastofunni Hvíta húsinu og situr í stjórn bresku auglýsingastofunnar Loewy sem Hvíta húsið keypti hlut í síðasta sumar. Hafliði Helgason hitti Magnús og ræddi við hann um kveikjuna að og reynsluna af samstarfinu við Loewy. Fr ét ta bl að ið /H ei ða Framundan eru stór verkefni, meðal annars fyrir Hitachi í Evrópu. „Það er verkefni til þriggja ára sem snýst um endurmarkaðssetningu Hitachi í Evrópu.“ Lög um bankaokur Aurasálin hefur brotið heilannn um hvað Landsbankanum gangi til með að hækka vextina á íbúða- lánunum. Aurasálin er nefnilega á varðbergi gagnvart okri banka- stofnana. Sjálf hefur hún nefni- lega oft þurft að glíma við ósann- gjarnar kröfur banka um uppá- skriftir og tryggingar vegna nauðsynlegrar fyrirgreiðslu. Aurasálin hefur oft verið, að henni finnst niðurlægð, af bankastjór- um sem hafa neitað að lána henni nema gegn tryggingum og uppá- skriftum ættingja. Þessar kröfur hafa bankarnir sett fram þrátt fyrir að Aurasálin hafi ekki verið í meiri vanskilum við bankakerf- ið en gengur og gerist. Bankar virðast nefnilega ekki skilja að það eru ýmis útgjöld sem þarf að standa skil á áður en kemur að því að greiða af lánum. Nóg eru nú gjöldin sem tekin eru af skuldunum og því engin ástæða fyrir bankanna að vera með þessa tortryggni í garð Aurasálarinnar. Eitt tvö gjaldþrot og smávægilegar tafir á ein- hverjum greiðslum eru engin ástæða til þeirrar óhóflegu tor- tryggni sem bankarnir sína tryggum viðskiptavinum sínum. Þótt Aurasálin hafi alltaf sýnt sín- um viðskiptabanka mikla tryggð, þá verður það sama ekki sagt um bankann. Þar virðast menn vera í vasanum á innheimtufyrirtækj- um sem heimta að fá smávægileg vanskil til þess að geta smurt ofan á þau. Það er því ekki að undra að Aura- sálin er tortryggin þegar banki reynir að láta líta svo út að hann sé að hækka vexti af góð- mennsku og skynsemi einni sam- an. Þá fer Aurasálin að hugsa sinn gang og velta fyrir sér hvað að baki búi. Hækkun vaxta á íbúðalánum er til þess að græða meira. Það er eina niðurstaðan sem getur búið að baki. Eins og Aurasálin hefur marg oft bent á þá eru bankarnir á höttun- um eftir ofsagróða af öllu sem þeir gera. Þetta sjá því miður ekki margir. Íbúðalánasjóður á að lækka vextina ennþá meira núna og reka bankana niður. Seðla- bankinn á líka að lækka sína vexti og svo á að setja lög um að bankar megi ekki hagnast nema um ákveðna upphæð sem er mið- uð við eigið fé þeirra. Slíkar regl- ur myndu þegar hafa góð áhrif á óhófleg völd bankanna. Aurasálin vill ekki láta þar við sitja. Full ástæða er til þess að setja einnig reglur um það að bannað sé að senda skuldir til innheimtufyrirtækja og dráttar- vextir verði lækkaðir verulega. Allt myndi þetta stuðla að meiri jöfnuði þegnanna og aukinni valddreifingu í samfélaginu. Það er í raun furðulegt að enginn stjórnmálamaður hafi tekið upp þennan málstað. Gerist það ekki er Aurasálinni nauðugur einn kostur að fara í framboð. 18-19 Markadur- lesið 15.11.2005 14:55 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.