Fréttablaðið - 16.11.2005, Blaðsíða 80
16. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR32
BARÐI JÓHANNSSON
Guðrún: Mér finnst hann kúl.
Arna: Hann er flott týpa, þetta er
klipping sem fer ekki mörgum en
hún fer honum.
Grjóni: Barði er kúl.
Baldur: Hann er skemmtileg týpa. Ég
fíla samt ekki svona lufsuklippingar og mér finnst
skilyrði að vera með hreint hár á Eddunni.
Svandís: Hann má nú alveg fara að hirða aðeins
um hárið á sér.
ÞÓRUNN HÖGNA-
DÓTTIR OG ARNAR GAUTI
Arna: Hann er náttúrulega ýkt týpa. Hann hefur þó
greinilega lagt mikið í hárið.
Guðrún: Þórunn er flott, hún hefur greinilega
farið í greiðslu.
Grjóni: Þau hljóta að vera flott, þau eiga að vera
smartasta fólkið í Reykjavík. Með síma og allt.
Baldur: Hann er alltaf klár með lúkkið. Hún er líka
glæsileg skvísa en hefði kannski mátt setja hárið
upp.
Svandís: Það er tilbreyting að sjá hana með meiri
liði í hárinu, mér finnst liturinn líka flottur. Arnar er
nú búinn að vera eins í mörg ár og mætti alveg fara
að breyta til, ég myndi vilja snoða hann.
LILJA PÁLMADÓTTIR OG
BALTASAR KORMÁKUR
Arna: Mér finnst þau bæði
svolítið subbuleg, frekar sóðalegt
lúkk.
Guðrún: Hún mætti leggja
aðeins meira í hárið, hún hefur
nú alveg efni á því.
Grjóni: Þau eru Hollywood-
stjörnur hátíðarinnar.
Baldur: Lilja mætti vera
með meiri liði í hárinu,
meira líf. Balti er svona
retro týpa og mjög flottur.
Það vantar þó meira
metró í hann, snyrtilegri
útlínur og hreinna lúkk.
Svandís: Þau þora að
koma fram eins og þau eru.
HELGA BRAGA
Guðrún: Helga er svo elegant
og hefur tekið hátíðina alvar-
lega.
Grjóni: Helga er æðisleg.
Ef einhver myndi púlla Silvíu
Nótt af þá væri það hún.
Baldur: Helga er stórglæsileg
og með fallegt hár.
Svandís: Helga er flottur karakter. Hún er samt
búin að vera ansi lengi með svona topp, ég væri til
í að sjá smá breytingu.
RAGNHILDUR
STEINUNN
Grjóni: Hún er alltaf sæt og það
þarf mikið til að eyðileggja það.
Baldur: Mér finnst hárið á henni
fallegt en látlaust, eins og hún sem
er aldrei að reyna of mikið.
Svandís: Steinunn notar flétturnar
mikið, sem mér finnst mjög flott.
Það klæðir hana náttúrlega
allt vel.
EVA MARÍA
JÓNSDÓTTIR
Arna: ÆÐI!
Guðrún: Elegant
sixtís hár. Eva er til
fyrirmyndar.
Grjóni: Hún er flott af
því hún er svo gamal-
dags.
Baldur: Hún er með annað
þema í gangi en hinar, mjög
öðruvísi og flott.
Svandís: Heildarlúkkið er mjög
gott og spöngin algjör plús.
MAGGA STÍNA OG MARGRÉT
VILHJÁLMSDÓTTIR
Arna: Magga Stína er fyndin,
þetta er ekta hún og bara mjög
flott greiðsla.
Guðrún: Margrét Vilhjálms
er með flott gamaldags lúkk
og gífurlega fallegt hár, leggur
mikið í það.
Grjóni: Mér finnst Magga
Stína flott en þetta hefur
kannski misheppnast eitthvað
hjá henni þarna á Eddunni.
Margrét er flott með hárið frá
andlitinu, hún er alltaf sæt.
Baldur: Hárið á Möggu Stínu
og fötin eru jafn fjörug og
persónan. Alltaf gaman að
svona týpum. Hárið hefur
greinilega ekki verið aðalatrið-
ið hjá Margréti Vilhjálms
en konan og útgeisl-
unin bæta það upp.
Svandís: Magga Stína
er manneskja sem þorir að vera
öðruvísi og það er gaman að
svoleiðis fólki. Hins vegar er
hægt að fara yfir strikið og
verða hallærislegur. Ég hefði
viljað sjá meiri mýkt hjá Mar-
gréti Vilhjálms, finnst hárið of
sleikt aftur.
HALLA GUNNARS-
DÓTTIR OG ÞÓR-
HALLUR SIGURÐSSON
Guðrún: Mjög flott lúkk
á honum, hann er
töffari.
Grjóni: Hún er
voðalega krúttleg
við hliðina á
sjarmörnum.
Baldur: Þór-
hallur er original
töffari.
Svandís: Mér
finnst hárið á henni
of sleikt niður. Ég
hefði viljað sjá
meiri lyftingu á
móti kjólnum. Þór-
hallur er svo bara
klassískur herra.
SILVÍA NÓTT
Arna: Hún var svo flott,
hún átti kvöldið. Kjóllinn,
hárið og fötin algjörlega frábær.
Guðrún: Hún er sigurvegari. Hárið
var líka geggjað, hún hefur verið
þrjá daga að túpera það.
Grjóni: Hárgreiðslan passaði full-
komlega við karakterinn.
Baldur: Hún var sigurveg-
ari kvöldsins.
Svandís: Hún er
frábær.
ILMUR
KRISTJÁNS-
DÓTTIR
Arna og Guð-
rún: Hún er bara
mjög fín.
Grjóni: Hún er
miklu meiri
dama með
hárið svona
tekið upp.
Gaman að sjá hana
svona fína eftir að hafa
séð hana í Stelpunum.
Baldur: Ilmur var flott, hún lífgaði
upp á salinn. Hárið virkaði vel með
dressinu.
Svandís: Ilmur er með svo flott
hár og hefði átt að vera með það
slegið. Það hefði líka farið betur við
fleginn kjólinn.
ORRI HAUKSSON
OG ANNA ÞOR-
STEINSDÓTTIR
Arna: Hann hefur
greinilega sett smá
gel í hárið og greitt
það aftur.
Guðrún: Þau hafa
greinilega lagt
mikið í þetta.
Grjóni: Þau eru
bæði alveg fín en
mér finnst hann samt
flottari.
Baldur: Það er einhver
stemning í þeim, það
mætti þó fínpússa hárið
örlítið.
Svandís: Flott hæð
í hárinu á henni, það
hefði þó mátt greiða þetta
aðeins betur. Mér finnst
fínt á honum hárið, flott þegar
karlmenn eru með örlítinn lubba og smá skeggrót,
það fer vel saman.
ÞORGERÐUR KATRÍN
GUNNARSDÓTTIR
Guðrún: Við erum ekki
ánægðar með hana, hún
mætti leggja miklu
meira í hárið.
Arna: Hárið á henni
er alltaf eins og hún
hafi farið út með það
blautt og látið það
þorna. Ekki gert neitt fyrir
það. Hún er ein hugguleg-
asta kona landsins og ætti að geta lagt meira í
hárið á sér.
Grjóni: Casual, mjög flott bara.
Baldur: Ein glæsilegasta kona landsins hvort sem
það snýst um fötin eða hárið. Sjarmatröll.
Svandís: Mjög elegant kona. Ég hefði þó viljað sjá
meiri hæð í hárinu.
RAGNHILDUR GÍSLADÓTTIR OG
PÁLL ÓSKAR HJÁLMTÝSSON
Arna: Ragga er flott þó hún
sé með tagl.
Guðrún: Fólk ætti að
taka þau sér til fyrir-
myndar.
Grjóni: Ragga er fín
en mætti þó vera meira
tilhöfð. Páll Óskar er bara
Páll Óskar, það er gaman
að honum.
Baldur: Hún er flott
og alltaf töff en kemur
þó ekkert sérstaklega á
óvart hér. Palli er lang-
flottastur og hárið vel
útpælt. Það er mikill
skúlptúr í hárinu á
honum og það
mættu fleiri þora
þessu.
Svandís: Hvar er tíkóið sem Ragga
sportaði alltaf? Mér finnst taglið allt
í lagi en mætti vera hærra, hún er
svo ýkt að hún þolir það alveg. Mér
finnst svo ljósa hárið á Palla fara vel
við fötin en ég kann þó betur við hann
með dekkri lit í hárinu.
ELÍN HIRST
Arna: Mér finnst hún
alltaf fín um hárið.
Guðrún: Hún
er með flotta
klippingu.
Grjóni: Þetta
er mjög casual
bara, hún
hefur
greinilega
gert greitt
sér sjálf.
Baldur: Hún er
flott með stutta hárið.
Svandís: Mér finnst stutta hárið fara henni
mjög vel.
Eddu-hárið
...eru túberingar aftur komnar í tísku?
Fræga fólkið á Íslandi var hvert öðru glæsilegra á Edd-
unni og höfðu augljóslega flestir lagt mikið upp úr því að
útlitið væri sem óaðfinnanlegast. Þrátt fyrir það er alltaf
hægt að finna að einhverju eða að minnsta kosti hafa
skoðun á málinu. Hártískan er breytileg ár frá ári og
spurning hvort fræga fólkið hafi staðið undir væntingum
fagfólks í hártískubransanum en þau ættu jú að vita hvað
blívar í dag. Fréttablaðið fékk fimm fagaðila til að skoða
hina fjölmörgu hárprúðu kolla sem sóttu Edduhátíðina.
SIGURJÓN HELGASON
Hárgreiðslumaður.
SVANDÍS ÓSK HELGA-
DÓTTIR Hárgreiðsludama
á Supernova.
BALDUR RAFN GYLFA-
SON Hárgreiðslumaður.
ARNA GUÐRÚN ÞORSTEINS-
DÓTTIR
Hárgreiðsludama á Soho.
ARNA GUÐRÚN ÞOR-
STEINSDÓTTIR
Hárgreiðsludama á Soho.
Álitsgjafar