Fréttablaðið - 16.11.2005, Blaðsíða 53
tekið af og grindurnar lækkaðar eftir því sem
við á á hverjum degi. Jóhannes segir að þetta
fyrirkomulag spari gríðarlega vinnu. Ekki
þurfi að gefa sömu rollunum á hverjum degi.
Það leiðir til þess að þau geti verið með stórt
bú en samt unnið utan þess. Aðrir bændur
hafi kosið að stækka bú sín og fengið þannig
meiri tekjur án þess að auka vinnu að sama
skapi.
Jóhannes segir að árstíðabundnir álags-
tímar í sauðfjárrækt, meðal annars meðan á
sauðburði standi, geri mönnum erfiðara fyrir
að stækka bú sín endalaust. Margir hafi reynt
að mæta því með endurhönnun fjárhúsa til að
auðvelda vinnu á þessum tímum. Þá verði
vanhöld minni og lömbin sprækari. Tími
bóndans fer þá frekar í að líta eftir og fylgj-
ast með að allt gangi eins og það eigi að gera.
Jóhannes bendir líka á annað atriði sem
hafi skipt miklu máli við hagræðingu hjá
bændum, en það er bylting við heyskap með
tilkomu heyrúlla. Vinnan við slíkan heyskap
sé mun minni en áður. Þegar þetta sé lagt
saman sé búið að hagræða við fóðrun skepn-
anna, umhirðu þeirra eins og vigtun og
klaufsnyrtingu, sauðburð og heyskap. Samt
hefur ekki enn verið fundið nýtt fyrirkomu-
lag við haustvinnuna eins og smalamennsku.
Bóndinn á Heiðarbæ er sammála þeim
sem segja að búum fækki og þau stækki. Á
ákveðnum svæðum á landinu sé gróskan mik-
il og hann sjái ungt fólk vera að taka við
rekstrinum. Það sjái tækifæri sem ekki hafi
lengi verið til að dreifa í greininni. Þetta sé
ennþá svolítið svæðisbundið og virðist smita
út frá sér. Kröfur í dag séu auðvitað miklar
og margir möguleikar sem fólk hefur. Þetta
séu ánægjuleg merki um framtíð sauðfjárbú-
skapar í landinu.
MIKILVÆG VÖRUÞRÓUN
Gífurlegar framfarir hafa einnig verið í
ræktuninni sjálfri. Jóhannes segir að nú séu
skrokkar metnir mun nákvæmar en áður.
Notaðar séu svokallaðar ómmælingar sem
mæla meðal annars bakvöðva og bakfituna í
lömbum. Þetta nýtist mjög vel við ræktun
enda skipti fituhlutfallið miklu máli þegar
meta skal gæði kjötsins. Inn í síðasta búvöru-
samning hafi verið tekið tillit til gæðastýring-
ar þar sem hluti af ríkisstyrknum haldist í
hendur við slíkt vinnulag hjá bændum. Þá sé
tekið tillit til ýmissa þátta sem miða að því að
bæta framleiðsluna í takt við umhverfið.
Annar áhugaverður punktur sem Jóhannes
bendir á er hversu miklu máli vöruþróun hef-
ur skipt. Sauðfjárbændur hafi tekið þátt í
henni. Hér áður fyrr hafi lambakjöt verið selt
í heilum og hálfum skrokkum. Þetta hafi sem
betur fer breyst mikið. Nú sé kjötið meira
unnið og ýmsir tilbúnir réttir framleiddir
sem mæti þörfum nútímans. Fólk vilji greini-
lega hafa þetta fljótlegt og lambakjöt keppi
við ýmsa aðra fljótlega rétti. Þessi vöruþróun
hafi átt sinn þátt í söluaukningu. Gæði kjöts-
ins hafi batnað og betra ástand í þjóðfélaginu
auki eftirspurn eftir gæðameiri vörum.
Árni Þorvaldsson á Bíldsfelli segir að af-
urðaverð sauðfjárbænda hefði þurft að
hækka um sextán prósent til að vera álíka
hátt og árið 2000. Þá miðar hann við þróun
vísitölu neysluverðs. Allir kostnaðarliðir
bænda hafi hækkað á þessum tímabili. Nú fá-
ist um 3.700 krónur fyrir lambið ef ríkis-
styrkur er ekki meðtalinn. Ullarverðið hafi
haldist nokkuð óbreytt. Flutningskostnaður
sé meiri og verð fyrir innmat staðið í stað.
500 ÆR LÁGMARK
Árni segir ekki forsendur til að lifa eingöngu
á fjárbúskap nema vera með 500 fjár eða
fleiri. Annars þurfi aðrar tekjur að koma til.
Þetta séu ekki miklar tekjur sem fáist af fjár-
búskap ennþá. Jóhannes Sigfússon, formaður
Landssambands sauðfjárbænda, segir fleiri
horfa á þetta nú sem alvöru atvinnugrein. Þó
verði afkoman ekki viðunandi fyrir fjöl-
skyldubú nema búið byggi á fimm til sex
hundruð fjár.
Erna Bjarnadóttir bendir líka á að velta
sauðfjárbúa sé lítil eða í kringum fjórar millj-
ónir króna. Þessi grein bjóði því ekki upp á
miklar tekjur fyrir bændur þótt sóknarfæri
séu vissulega fyrir hendi og þetta geti gefið
ágætlega af sér.
Jóhannes bendir á að útflutningur hafi
gengið vel. Verð á afurðum ytra hafi farið
hækkandi. Lækki gengi krónunnar aftur fái
bændur fleiri krónur fyrir hvert selt kíló sem
komi sér vel.
Vinna tíu
tíma á dag
Sauðfjárbændur reyna
að hagræða vinnunni.
Á sauðfjárbúum hefur vinnu-
stundum við sauðfé fækkað um
fjórar klukkustundir eða 0,2
prósent frá árinu 2000 til ársins
2004. Vinna við bústörf á sauð-
fjárbúum var að meðaltali 3.624
klukkustundir árið 2004 eða um
9,9 klukkustundir á dag. Þar af
eru 2.133 klukkustundir vegna
vinnu við sauðfé.
Þetta kemur fram í saman-
tekt Ásdísar B. Geirdal og Ingi-
bjargar Sigurðardóttur hjá
Hagþjónustu landbúnaðarins,
sem þær unnu úr vinnuskýrsl-
um fyrir umrætt tímabil, síðast
fyrir árið 2004.
Af samtölum við bændur eru
margir þeirra að leita leiða til
að fækka vinnustundum við
sauðfjárbúskap. Sú vinna bygg-
ist mikið á því að auðvelda gjaf-
ir yfir vetrarmánuðina. Vilja
bændur geta verið með fleiri
ær á búum sínum án þess að
lengja vinnutímann í sama hlut-
falli. Aðrir vilja auðvelda sér
störfin til að hafa meiri tíma til
að vinna utan bús, sem hefur
reynst mörgum nauðsynlegt til
að hafa sæmilegar tekjur.
Mánuðina janúar til loka apr-
íl er meðal vinnustundafjöldinn
á dag um 7,6 klukkustundir. Í
maí til loka ágúst er meðal
vinnustundafjöldinn um 12,4
klukkustundir enda sauðburður
og heyskapur vinnuaflsfrekur
þessa mánuðina. Frá september
til og með desember er fjöldi
vinnustunda hins vegar um 9,6
klukkustundir.
Á sauðfjárbúum eru vinnu-
stundir flestar í maí eða 17,8
klukkustundir á dag.
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 13
Ú T T E K T
Fr
ét
ta
bl
að
ið
/E
.Ó
L.
SJÁLFALA SAUÐKINDUR AÐ SUMRI Eftir að fé er rekið á afrétt til beitar þurfa bændur að sinna túnum og engjum til að safna fóðri fyrir komandi vetur. Margir þeirra leita nú leiða til
að auðvelda sér störfin svo tekjur sauðfjárbúa geti aukist um leið og kostnaði er haldið niðri. Það er forsenda þess að sauðfjárbændur geti bætt afkomu sína og sauðfjárrækt orðið alvöru
atvinnugrein.
TÍMAFREKUR SAUÐBURÐUR Flestar
vinnustundir á sauðfjárbúum eru í maí í
kringum sauðburðinn. Þá er unnið að
meðaltali 17,8 klukkustundir á dag.
H L U T F A L L S L E G
S K I P T I N G V I N N U S T U N D A
Á S A U Ð F J Á R B Ú U M
Sauðfé 59%
Garðrækt 3,2%
Hlunnindi 2,7%
Tún og engi 9,2%
Viðhald 17%
Viðh. véla 1,7%
Annað 7,2%
4.600 krónur
í ríkisstyrk
Ríkið greiðir tæpar þrjá milljarða króna
vegna sauðfjárframleiðslu á næsta ári
samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið
2006. Þar af eru um 1,6 milljarðar króna
beingreiðslur til bænda.
Beingreiðslur eru ekki lengur tengdar
kvóta á framleiðslu. Bændur geta fram-
leitt það sem þeir vilja af kindakjöti. Hafi
þeir hins vegar rétt á greiðslum miðast
þær við svokallað ærgildi. Fyrir hvert ær-
gildi fær bóndi 4.600 krónur í ríkisstyrk.
Eigi hann um 100 ærgildi fær hann samtals
460 þúsund krónur greiddar í nokkrum
áföngum yfir árið.
Það hafa ekki verið mikil viðskipti með
ærgildi eins og raunin er með kvóta á
mjólk.
12_13_Markadur-lesið v/myndir 15.11.2005 14:52 Page 3