Fréttablaðið - 16.11.2005, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 16.11.2005, Blaðsíða 78
 16. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR30 Miðar í síma 511 4200 og á www.kabarett.is EKKI MISSA AF KABARETT! 18. nóv. kl. 20 (aukasýning) Örfá sæti laus 25. nóv. kl. 20 (aukasýning) 26. nóv. kl. 20 ALLRA ALLRA SÍÐASTA AUKASÝNING �������� ������� �� ��������������������� � � � ����������������������������������������������������������������������� ����������� ������������ �������������� �� ����������� ���������������� ���������� �� ���������������������������������� ��������������������������������������������������������������������� �������������������������������������������� ������������������������������������ ���������������������������������������������������������� ���������������������������������������������������� ������������������������������������������������� ����������������������� ���������������������������������� ������������������������������������������������ Stóra svið Salka Valka Fi 17/11 kl. 20 Fi 24/11 kl. 20 Fö 25/11 kl. 20 Su 4/12 kl. 20 Su 11/12 kl. 20 Woyzeck Fö 18/11 kl. 20 Lau 19/11 kl. 20 Lau 26/11 kl. 21 Su 27/11 kl. 21 Mi 30/11 kl. 20 UPPS Fi 1/12 kl. 20 Fö 2/12 kl. 20 Fi 8/12 kl. 20 Kalli á þakinu Su 20/11 kl. 14 L au 26/11 kl. 14 Su 27/11 kl. 14 Su 4/12 kl. 14 Su 11/12 kl. 14 Má 26/12 kl. 14 Id - HAUST Wonderland, Critic ´s Choice? og Pocket Ocean Su 20/11 kl. 20 Mi 23/11 kl. 20 Aðeins þessar sýningar! Nýja svið/Litla svið Lífsins tré Fö 18/11 kl. 20 Lau 19/11 kl. 20 Fö 25/11 kl. 20 Lau 26/11 kl. 20 Lau 3/12 kl. 20 Alveg brilljant skilnaður Su 20/11 kl. 20 UPPSELT Su 27/11 kl. 20 UPPSELT Má 28/11 kl. 20 UPPSELT Su 4/12 kl. 20 AUKAS. Síðustu sýningar! Manntafl Fi 17/11 kl. 20 Fi 24/11 kl. 20 Mi 30/11 kl. 20 GJAFAKORT GEFÐU EFTIRMINNILEGA UPPLIFUN GJAFAKORT Í BORGARLEIKHÚSIÐ GILDA ENDALAUST 18. sýn fös 18. nóv. - örfá sæti laus 19. sýn lau 19. nóv. - örfá sæti laus 20. sýn fös 25. nóv. - Nokkur sæti 21. sýn lau 26. nóv. - Nokkur sæti 22. sýn. 2. des. 23. sýn. 3. des. LEIKLIST VALGEIR SKAGFJÖRÐ Lífsins tré Borgarleikhúsið / Nýja sviðið / Lífsins tré eftir Böðvar Guðmundsson / Leikgerð: Bjarni Jónsson / Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir / Leikmynd: Stígur Steinþórsson / Tónlist: Pétur Grétarsson / Búningar: Filippía I. Elísdóttir / Lýsing: Lárus Björnsson / Leikgervi: Sigríður Rósa Bjarnadóttir / Dans: Lára Stefánsdóttir / Leikarar: Björn Ingi Hilmarsson, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Eggert Þorleifsson, Gunnar Hansson, Halldór Gylfason, Hildigunnur Þráinsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Sóley Elíasdóttir, Valur Freyr Einarsson og Þór H. Tulinius / Hljóðfæraleikarar: Eðvarð Lárusson, Kristín Björg Ragnarsdóttir og Pétur Grétarsson Niðurstaða: Það skortir eitthvað líf í þessa sýningu þótt allir séu að leggja sig fram. Áfram er haldið að segja söguna af Ólafi fíólín og afkomendum hans. Bækur Böðvars hafa rist sig djúpt í vitund þjóðarinnar og við fyllumst aðdáun á því fólki sem tók sig upp og flutti vestur um haf á sínum tíma. Þórhildur Þor- leifsdóttir fer fyrir leikhópnum í þessari sýningu sem og í Híbýlum vindanna, en notast nú við rýmið á Nýja sviðinu þar sem Stígur Stein- þórsson hefur hannað tilkomu- mikla leik mynd sem hentar vel þeim frásagnarmáta sem leikhóp- ur inn notar. Það er ekki gott að átta sig á því í byrjun hvaða stefnu sagan ætlar að taka en eftir því sem líður á sýninguna verður ljóst að aðaláherslan er lögð á sögu Jens Duffrin sem Ólafur fíólín eignaðist með seinni konu sinni Elsabetu Sigfúsdóttur. Jens er með þroskafrávik eins og við myndum skilgreina það í dag og lífshlaup hans er um margt merkilegt. Leikhópurinn vinnur eins vel og hann getur úr þessari leik- gerð en hún er alls ekki gallalaus fremur en margt annað í leik- húsi. Sú aðferð að lesa langa kafla upp úr sendibréfum fannst mér ekki þjóna frásagnaraðferðinni og á löngum köflum datt sýning- in niður í ládeyðu í stað þess að flæða áfram. Jafnvel tónlistin nægði ekki til að lyfta sýningunni í hæðir. Huggulegar melódíur - en sundur- laus hljóðfæraleikur með fölsku hljómlausu píanói gaf frá sér allt of margar feilnótur fyrir minn smekk. Útlit sýningarinnar er afar smekklegt. Nostrað er við búninga og leikmuni en lýsingin var of dimm að mínu mati. Leikarar voru oft og tíðum í hálfrökkri og fyrir þann aldurshóp sem er líklegastur til að sækja þessa sýningu hlýtur að vera bagalegt að sjá ekki almennilega í andlit leikaranna. Það hlýtur að skipta meira máli en einhverjir skuggar og stemningar í ljósum og leikmynd. Þegar öllu er á botninn hvolft þá er það leikarinn sem þarf að bera sýninguna uppi eftir að listrænir stjórnendur eru horfnir á braut til annarra verkefna. Það skortir eitthvað líf í þessa sýningu þótt allir séu að leggja sig fram. Vissulega voru skemmti- leg augnablik og maður komst við þegar Elsabet þakkaði Jóni Eyjólfs syni fyrir að hafa ekki ásakað sig þegar sonur hennar framdi voðaverkið. Sóley Elías- dóttir og Sigrún Edda voru mjög góðar sem Elsabet og Málmfríður og tókst að spanna langt æviskeið þessara æruverðugu kvenna. Eins var Þór Tulinius afskap- lega sympatískur í hlutverki templar ans Jóns Eyjólfssonar. Björn Ingi átti geysifína spretti, einkum í hlutverki Valtýs, og tókst best upp þegar sonur hans verður fyrir barðinu á Jens. Birni Inga tókst að láta skína í það mannlega í Valtý þrátt fyrir harðneskjulegt yfirborðið. Eggert Þorleifsson lék Ólaf fíólín og það kom einhvern veg- inn óskaplega lítið frá honum. Mér var eiginlega alveg sama um þennan mann. Mér fannst túlkunin flöt og alls ekki áhuga- verð. Gunnar Hansson fékk ekki úr miklu að moða í þessari sýningu en átti góðan lokasprett í hlutverki Lofts gamla. Frábær vinna þar. Hildigunnur og Edda Björg voru svolítið í þessu „comic-relief“ hlutverki og gerðu sitt óaðfinnan- lega. Einkum í hlutverkum Vombu og Trombu. Valur Freyr þurfti að dúsa uppi í rjáfri alla sýninguna og hafði lítið annað að gera en að lesa upp úr bréfum. Heldur þótti mér það léleg nýting á leikaranum og að hann skyldi nær alltaf þurfa að tala í hljóðnema virkaði sérkennilega. Hann kom textanum sínum öllum til skila og ekkert upp á hann að klaga. Hitt verður að skrifast á leikstjórann. Halldór Gylfason er óumdeilan- leg stjarna sýningarinnar. Það er alltaf vandasamt að leika ein- stakling eins og Jens Duffrin. Hann ber með sér einkenni eins og tourette, ofurlítið spastískur, með lamaða andlitsvöðva, málhaltur og sitthvað annað sem flokkast nú til dags undir líkamleg og and- leg þroskafrávik. Halldór vinnur hlutverkið af mikilli einurð og fagmennsku. Það er auðvelt að falla í þá gryfju að ofgera af því svona einstaklingar eru ýktir og þeirra helstu einkenni eru ýkt til- finningaleg viðbrögð og fari þeir svo að þamba brennivín ofan í kaupið þá er ekki von á góðu. Hall- dór fetar þarna gullinn meðalveg og uppskeran er heilsteyptur kar- akter. Í heildina hefði ég viljað sjá kraftmeiri sýningu. Kannski var ekki lagt upp með annað en að varpa upp svipmyndum frá hinu liðna. En áhrifin eru minni en efni standa til. ■ LÍFSINS TRÉ - BORGARLEIKHÚSIÐ Svipmyndir frá hinu liðna SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS Harmur stríðsins Benjamin Britten ::: Sinfonia da Requiem Dímítríj Sjostakovítsj ::: Sinfónía nr. 8 Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba Listrænn stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Rumon Gamba, fer fyrir hljómsveitinni þegar mögnuð og dramatísk verk verða flutt. gul tónleikaröð í háskólabíói FIMMTUDAGINN 17. NÓVEMBER KL. 19.30Fít o n / S Í A F I 0 1 5 0 2 8 Tónleikakynning Vinafélagsins hefst kl. 18.00 í Sunnusal Hótel Sögu. Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræðingur kynnir efnisskrá kvöldsins. Verð 1.000 kr. Súpa og brauð innifalið. Allir velkomnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.