Fréttablaðið - 16.11.2005, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 16.11.2005, Blaðsíða 22
 16. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR22 Umsjón: nánar á visir.is Á morgun birtir SÍF uppgjör fyrir tímabilið júlí til september sem er fyrsti ársfjórðungur í rekstr- inum. Fyrirtækinu er spáð meira en fjögurra milljóna evra tapi, sem jafngildir um 300 milljóna króna tapi, og yrði það þá annar árshlutinn í röð sem SÍF er rekið með tapi. Þrátt fyrir að söluvöxtur hafi verið góður á árinu var verð á laxi frá Noregi mjög hátt á tímabilinu eins og raunin var í allt sumar. Afurðaverð hóf að lækka í sept- ember og vonast stjórnendur SÍF til að afurðaverð verði í skikk- anlegu róli á yfirstandandi árs- fjórðungi, sem jafnan er bestur á árinu. ■ KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 4.802 +1,03% Fjöldi viðskipta: 428 Velta: 18.590 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: ACTAVIS 44,70 +2,10% ... Bakkavör 45,10 +0,70% ... FL Group 14,80 +0,70% ... Flaga 4,20 +1,20% ... HB Grandi 9,35 +0,00% ... Íslandsbanki 15,70 +0,60% ... Jarðboranir 22,10 +0,00% ... KB ba- nki 600,00 +0,80% ... Kögun 55,00 -0,50% ... Landsbankinn 23,50 +0,90% ... Marel 64,00 -0,30% ... SÍF 4,33 -0,90% ... Straumur- Burðarás 15,50 +3,30% ... Össur 99,00 +1,00% MESTA HÆKKUN Hampiðjan +3,62% Straumur +3,33% Actavis +2,06% MESTA LÆKKUN SÍF -0,92% Mosaic -0,58% Kögun -0,54% ������������������������� ������������������������������ � � �� �� � ������������ ��������������������� ����������������������� ������������������ ������� �������������������������� ���������������������� ���������������������� ������������ ������������ ����������������� �������������������������������������������� Atorka Group keypti eigin bréf fyrir 30 milljónir að nafnvirði á genginu 5,65 í gær eða fyrir 169,5 milljónir. Eftir viðskiptin eru 5,69 prósent hlutafjár í eigu Atorku. Olíuverð lækkaði á heimsmarkaði í gær en hlýnandi veður í Bandaríkjunum hefur valdið því að eftirspurn eftir olíu er minni en venjulega á þessum árstíma. Fatið af brentolíu kostaði 54,65 dali. Hlutabréf í hlutabréfasjóðnum Tækifæri hafa verið færð á athugunarlista í Kauphöllinni en stefnt er að afskráningu félagsins úr Kauphöll Íslands. JAKOB SIGURÐSSON, FORSTJÓRI SÍF SPÁR UM HAGNAÐ SÍF Á 1. ÁRS- FJÓRÐUNGI Í MILLJÓNUM EVRA Spá Íslandsbanka -4,2 Spá KB banka -4,1 Spá Landsbankans -3,9 Meðaltalsspá -4,07 Lax veldur vanda MARKAÐSFRÉTTIR Aðeins verður áritað á plötuna! CD og DVD verð kr. 2199 1.999 CD verð Hljómar betur! Þriðja plata Írafárs er komin út. Fyrstu tvær plöturnar hafa selst í yfir 30 þúsund eintökum. Upptökum stýrðu Vignir Snær Vigfússon og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Tryggðu þér eintak í næstu verslun BT. Úrvalsvísitalan náði í fyrsta sinn að fara yfir 4.800 stig í Kauphöll Íslands í gær en lokagildi hennar var 4.802 stig og hækkaði hún um 1,03 prósent frá deginum áður. Líflegt var á hlutabréfamarkaði í Kauphöllinni í gær en alls voru 426 viðskipti með hlutabréf fyrir tæpa 18,6 milljarða króna. Nokkur umræða hefur verið að undanförnu um hvort markað- urinn sé nú í sögulegu hámarki en úrvalsvísitalan setti met annan daginn í röð. Tíu félög hækkuðu í viðskiptum gærdagsins en fimm lækkuðu. Hlutabréfamarkaður hefur hækkað um 40 prósent að meðal- tali undanfarin þrjú ár og hefur eignastýring Íslandsbanka bent á að skilyrði þurfi að vera mjög hagstæð á næsta ári til þess að búast megi við álíka hækkun. Eðlilegt sé að búast við 12-15 prósenta hækkun á gengi fyrir- tækja og því þurfi fjárfestar sem hafa hlutfallslega meira af hlutabréfum en skuldabréfum í safni sínu, hugsanlega að endur- skoða samsetninguna, vilji þeir ekki taka of mikla áhættu. Undanfarna daga hafa orðið miklar verðhækkanir og aðeins fjögur félög í Kauphöll Íslands hafa lækkað í verði undanfarna daga og öll innan við eitt prósent. Hins vegar hafa sextán fyrirtæk- ið hækkað í verði og þar af hefur Straumur-Burðarás hækkað um 10,71 prósent á undanförnum sjö dögum og um 17,87 prósent á fjórum vikum. Bjarki Logason, hjá grein- ingardeild Landsbankans, segir ómögulegt að segja til um hvort markaðurinn hafi náð hámarki. „Við höfum sagt það undanfarin misseri að markaðurinn sé hátt verðmetinn. Hann er samt búinn að vera að hækka núna í þrjú ár. Við sjáum ekki að það séu nein- ar lækkanir framundan. Fyrir- tækjum gengur vel, það er mikið að gerast og útrásin gengur vel. Það eina sem getur hugsanlega haft einhver áhrif til lækkunar er ef það verða einhver mistök í útrásinni því það getur haft áhrif á markaðinn hér heima,“ segir Bjarki. hjalmar@frettabladid.is Mikil hækkun í Kauphöllinni Líflegt var á hlutabréfamarkaði í gær þegar úrvals- vísitalan náði sína hæsta gildi. Greiningardeild Lands- bankans telur að markaðurinn muni ekki lækka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.