Fréttablaðið - 16.11.2005, Qupperneq 86
16. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR38
HANDBOLTI „Við hefðum ekki getað
fengið erfiðari mótherja,“ sagði
Alfreð Gíslason, þjálfari Magde-
burg í Þýskalandi, eftir að lið
hans hafði verið dregið gegn Bar-
celona, núverandi Evrópumeist-
urum meistaraliða, í sextán liða
úrslitum keppninar í ár.
Tapið gegn Bregenz í síðasta
leik riðlakeppninar átti því eftir
að reynast Alfreð og lærisveinum
hans dýrkeypt því með því datt
Magdeburg niður í 2. sæti undan-
riðilsins sem þýddi að andstæð-
ingarnir í sextán liða úrslitunum
yrði sterkari. „Þetta verður mjög
erfitt en við erum tilbúnir í slag-
inn og ætlum okkur sigur,“ sagði
Stefan Kretzschmar, hinn skraut-
legi hornarmaður Magdeburg,
eftir dráttinn.
Ólafur Stefánsson og félagar í
Ciudad Real fengu öllu auðveld-
ari mótherja, Pick Szegad frá
Ungberjalandi og þá mætir Aar-
hus, með hornamanninn Sturlu
Ásgeirsson innanborðs, Fotex
Veszprém frá Ungverjalandi.
Gummersbach, lið þeirra Guð-
jóns Vals Sigurðssonar og Róberts
Gunnarssonar, mætir Wacker
Thun frá Sviss en Logi Gunnars-
son og Ásgeir Örn Hallgrímsson
og félagar í Lemgo mæta Parutn-
ina Cakovec frá Króatíu. Þá mætir
Creitel, lið Bjarna Fritzsonar,
Shatkar Donets frá Úkraínu.
Í Evrópukeppni félagsliða
mætir Íslendingaliðið Skjern
liði Wisla Plock frá Póllandi og í
áskorendakeppninni fengu Krist-
inn Björgúlfsson og félagar í nor-
ska liðinu Runar mæta Zeleznicar
frá Serbíu. - vig
Dregið í sextán liða úrslit í öllum Evrópukeppnunum í handbolta:
Alfreð og félagar mæta meisturunum
MIKIÐ UNDIR Alfreð Gíslason mun
ábyggilega láta vel í sér heyra á hliðar-
línunni í viðureignum Magdeburg og
Barcelona í næsta mánuði enda líklega
stærsti leikur hans á tímabilinu.
HANDBOLTI Handknattleikslið KA
mætir Steaua Búkarest frá Rúm-
eníu í sextán liða úrslitum Áskor-
endakeppni Evrópu í handknatt-
leik, en KA lagði Mamuli Tíblisi
með samtals 65 marka mun í 32
liða úrslitunum. Reynir Stefáns-
son, þjálfari KA, segir Steaua ekki
hafa verið óskamótherja. „Ég geri
ráð fyrir því að Steaua sé ágætt
handboltalið. Ég veit ekki mikið
um liðið en þetta er gamalt stór-
veldi og það má búast við því að
það geti spilað fínan handbolta.
Við verðum bara að koma vel und-
irbúnir í þessa leiki og reyna okkar
besta til þess að komast áfram.“
Fyrri leikur liðanna er sam-
kvæmt leikskipulagi 3. desember
á Akureyri en seinni leikurinn
ytra viku síðar. - mh
Dregið í Áskorendakeppninni:
KA mætir Stea-
ua Búkarest
REYNIR STEFÁNSSON KA-menn unnu stór-
sigur í síðustu umferð en reikna má með
erfiðum leikjum gegn Steaua Búkarest.
FÓTBOLTI Franski knattspyrnu-
maðurinn Marcel Desailly hefur
viðurkennt að hann hafi mikinn
áhuga á því að snúa aftur til Eng-
lands og klára ferilinn með félagi
þar í landi. Desailly, sem er 37 ára
gamall og hefur leikið í Katar síð-
asta árið en hætti þar skyndilega
í síðustu viku, hefur verið orðað-
ur við lið Bolton og Portsmouth
í ensku úrvalsdeildinni en er þó
ekki búinn að ákveða hvort hann
leggi skóna á hilluna.
„Ég bý yfir mikilli reynslu og
myndi styrkja hvaða lið sem er í
Evrópu. Ef ég ákveð að spila áfram
langar mig helst að gera það í Eng-
landi,“ segir Desailly.
- vig
Marcel Desailly:
Vill snúa aftur
til Englands
FÓTBOLTI Jerzy Dudek, leikmaður
Liverpool og pólska landsliðsins,
er nú sagður á leið til portúgalska
félagsins Benfica. Umboðsmað-
ur Dudeks, Jan de Zeeuw, sagði
hann spenntan fyrir því að fara til
Portúgals. „Benfica er stórt félag
með glæsilega sögu og allir metn-
aðarfullir leikmenn hafa áhuga á
því að spila fyrir svo stórt félag.
Dudek er orðinn þreyttur á því
að spila lítið og ég mun skoða þá
möguleika sem til greina koma
fyrir hann á næstunni.“
Dudek hefur þurft að sætta
sig við að vera varamarkvörð-
ur Liverpool síðan hinn spænski
Jose Reina gekk til liðs við félag-
ið í sumar frá Villarreal. Að
auki eru svo tveir af efnilegustu
markvörðum Englands samnings-
bundnir Liverpool, þeir Scott Car-
son og Chris Kirkland sem nú er
á lánssamngi hjá West Bromwich
Albion. - mh
Dudek orðinn óþreyjufullur:
Tilbúinn að
fara til Benfica
JERZY DUDEK Dudek átti stóran þátt í
Evrópumeistaratitli Liverpool í vor.