Fréttablaðið - 16.11.2005, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 16.11.2005, Blaðsíða 8
 16. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR alltaf að baka það er bakarí í öllum búðunum okkar þar sem við bökum oft á dag við erum hnetuvínar- brauð 169 kr. kaffidrykkir 150 kr. ég varð að fá það strax MANNRÉTTINDI Sigurð- ur Guðmundsson land- læknir segir að íslensk h e i l b r i g ð i s y f i r v ö l d reki íhaldssama stefnu gagnvart kynskiptum af ýmsum ástæðum og vilji gera kynskiptiað- gerðir frekar seint, oft ekki fyrr en við 23-25 ára aldur. „Sumir vilja gera aðgerðir strax og jafn- vel á unglingum með þeim rökum að þetta tilfinningalega mynstur komi mjög fljótt hjá þeim sem í raun og veru hafi það meðan aðrir telja rétt að krefjast fulls þro- ska af viðkomandi og að sjúkdómsgreiningin sé hafin yfir vafa því að þetta sé óafturkræf breyting,“ segir Sigurð- ur. Einstaklingar sem fara í kynskiptiaðgerðir verða oft sáttari við líf sitt og lífsstíl en þess eru líka mörg dæmi að aðgerðin verði fólkinu erfið í skauti og viðkomandi eigi erf- itt með að fóta sig félagslega, til dæmis gagnvart fjölskyldu. - ghs Landlæknir um kynskiptiaðgerðir hér á landi: Íhaldssöm stefna SIGURÐUR GUÐMUNDSSON LANDLÆKNIR ÁFALLAHJÁLP Stefnt er að því að koma á samræmdri áfallahjálp á landsvísu en skýrsla sem Rauði kross Íslands, Landlæknisembætt- ið, Almannavarnadeild Ríkislög- reglustjóra, Landspítali - háskóla- sjúkrahús og Biskupsstofa komu að var afhent landlækni í gær. Jóhann Thoroddsen, verkefnis- stjóri hjá Rauða krossinum, segir alla sem að áfallahjálp koma vera sammála um að nauðsynlegt sé að setja löggjöf um heildrænt skipu- lag áfallahjálpar. „Í vor var haldið vinnuþing um samræmingu áfalla- hjálpar á landsvísu og niðurstöður þingsins voru að nauðsynlegt væri að setja löggjöf um áfallahjálp. Í löggjöfinni yrði ábyrgð ríkis og sveitarfélaga skilgreind og þau myndu tryggja fjármagn til verk- efnisins. Að auki myndi löggjöfin skilgreina hlutverk þeirra sem starfa að áfallahjálp. Það er ein- nig mikilvægt að koma á þver- faglegum sérfræðingahópi með starfsmann sem hefði yfirumsjón með samræmdu starfi áfallahjálp- arinnar. Starfsmaðurinn myndi hafa eftirlit með námskeiðahaldi og endurmenntunarmálum áfalla- hjálparteymana sem starfa í hverju umdæmi fyrir sig, ásamt fleiri störfum. Að auki er það okkar von að fræðslumálin komst í gott lag og horfum við þá sérstaklega til þess að áfallahjálp komist bæði til nem- enda og starfsfólks skóla.“ - mh Skýrsla sem unnin var á þingi um áfallahjálp var afhent landlækni í gær: Áfallahjálp verði samræmd JÓHANN THORODDSEN, VERKEFNISSTJÓRI HJÁ RAUÐA KROSSINUM Vonast til þess að löggjöfin um samræmda áfallahjálp verði komin á fljótlega. Árni Magnússon félagsmála- ráðherra telur rétt að sest verði sérstaklega yfir málefni trans- gender-fólks í ljósi umfjöllunar Fréttablaðsins í gær. „Eflaust koma þessi mál til kasta fleiri en eins ráðuneytis. Athygli hefur verið vakin á málinu og mér finnst ástæða til þess að við heilbrigðisráðherra tökum það til okkar og förum yfir það,“ segir Árni. Félagsmálaráðherra: Málið tekið til athugunar Jón Kristjánsson heilbrigðismálaráð- herra segir að málefni transgender- fólks hafi ekki komið inn á borð hjá sér en komi þau þangað verði farið yfir þau eins og önnur mál. „Ég er alltaf reiðubúinn að fara yfir mál og kynna mér þau og vil ekki segja meira um það á þessu stigi. Það hafa engar kvartanir komið upp á mitt borð, ekki ennþá, en ég er alltaf reiðubúinn að skoða mál sem til mín berast,“ segir hann. Heilbrigðisráðherra: Reiðubúinn að skoða málið BÆKUR „Ef einhver tekur eitthvað til sín úr bókinni þá skelfur við- komandi eflaust. Það er allt satt og rétt sem er í bókinni. Ef ein- hver sér sig knúinn til þess að svara fyrir sig eða verja sig þá er það vegna þess að viðkomandi hefur slæma samvisku,“ sagði Jón Ólafsson athafnamaður á blaða- mannafundi í gær. Fundurinn var haldinn í tilefni þess að út hefur komið bók eftir Einar Kárason sem lýsir ævi og viðskiptaferli Jóns. Á fundinum vakti athygli að Jón talaði tæpitungulaust um að starfsmaður hjá embætti skatt- rannsóknarstjóra hefði sagt frá því drukkinn að Davíð Oddsson, þá forsætisráðherra, hefði boðið embættinu tuttugu milljón króna aukafjárveitingu gegn því að skattrannsókn yrði gerð á Jóni Ólafssyni og Jóni Ásgeiri Jóhann- essyni, framkvæmdastjóra Baugs. „Það var hringt í mig og mér gerð grein fyrir því að þessi ágætis maður, nei sleppum því, þessi stofnanamaður, hafi verið á fylleríi út í bæ og sagt þar við vin sinn að honum hafi verið boðnar tuttugu milljóna króna aukafjár- veitingar, tvö ár í senn, gegn því að hann færi í mig og Jón Ásgeir,“ var orðalag Jóns. Skúli Eggert Þórðarson skattrannsóknarstjóri tekur ásakanir Jóns ekki til sín og segir þær ekki svaraverðar. Hann sé stakur bindindismaður og fjöldi fólks geti staðfest það. Einar Kárason, höfundur bók- arinnar, telur líklegt að einhver styr muni skapast um bókina. „Ef ég þekki Jón rétt verður engin lognmolla í kringum þessa bók. Kvöldið fyrir útgáfu voru strax kviknaðir logar,“ segir Einar og á þar við viðtal sem flytja átti í Kastljósi RÚV í fyrrakvöld en ekki reyndist unnt að flytja. saj@frettabladid.is Ölvaður kjaftar frá Jón Ólafsson talaði óhindrað um íslenskt stjórnkerfi á blaðamannafundi í til- efni af útkomu bókar um ævi hans og störf. Jón segir allt í bókinni vera satt. JÓN ÓLAFSSON Á blaðamannafundi í gær talaði Jón Ólafsson athafnamaður tæpitungulaust um að Davíð Oddsson hefði lofað skattrann- sóknarstjóra auknu fé til þess að leggjast í rannsóknir á skattamálum Jóns og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.