Fréttablaðið - 16.11.2005, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 16.11.2005, Qupperneq 10
10 16. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR Sævarhöf›a 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opi›: Mánudaga – föstudaga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00 ENDIST ENDALAUST OG FER ALLT, Í ÖLLUM VE‹RUM, ME‹ ALLT OG ALLA, ALLAN ÁRSINS HRING. F í t o n / S Í A Tegund Ver› Patrol Luxury beinskiptur 4.090.000.- Patrol Luxury sjálfskiptur 4.190.000.- Patrol Elegance beinskiptur 4.390.000.- Patrol Elegance sjálfskiptur 4.490.000.- STÓRLÆKKA‹ VER‹ N† SENDING Á N†JU GENGI PATROL NISSAN UMHVERFISMÁL Lítið lát er á skóg- areyðingu í heiminum samkvæmt nýrri skýrslu Matvæla- og landbún- aðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna sem birt var í vikunni. Skýrslan sýnir að 7,3 milljónir hektara skóglendis hverfa ár hvert en það samsvarar stærð Panama eða Sierra Leone. Þótt þessar tölur veki ugg í hugum margra benda skýrslu- höfundar á að árangur hafi þrátt fyrir allt náðst. Sambærilegar tölur frá árunum milli 1990 og 2000 voru 8,9 milljónir hektar- ar árlega af skógum sem felldir voru eða tæplega 0,2 prósent alls skóglendis í heiminum. Segir að þrátt fyrir þennan góða árangur séu skógar að hverfa á alvarlegum hraða og enn harðari aðgerða sé þörf. Skóglendi mælist nú um þrjátíu prósent alls landsvæðis á jörðinni en stærstur hluti þeirra skóga finnst í aðeins tíu löndum sem mörg hver hafa ekki náttúruvernd hátt á stefnuskránni. Þar má helst nefna Brasilíu en skógarhögg er einnig viðvarandi í Indónesíu, Perú, Rúss- landi, Kína, Indlandi og í lýðveldinu Kongó. Sérstakt áhyggjuefni er að þau tvö ríki sem vaxa hvað hraðast í dag, Kína og Indland, munu bæði að líkindum þurfa mikið meira magn af við í komandi framtíð en hingað til hefur verið. - aöe EKKERT LÁT Á SKÓGARHÖGGI Berum svæðum á borð við þetta í norðurhluta Amazon-regnskógarins í Brasilíu fjölgar dag frá degi. Þrátt fyrir mikinn þrýsting annarra þjóða og stofnana er lítið lát á skógarhöggi þar í landi. AFP/NORDICPHOTOS Ný skýrsla Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna: Eyðing skóga viðvarandi vandamál ÞJÓNUSTA SEM SAMKEPPNISFORSKOT Þjónusta sem samkeppnis- forskot hvað þarf til? Hádegisverðarfundur FVH í samstarfi við IMG, í dag miðvikudaginn 16. nóvember á Grand Hótel, kl. 12:00-13:30. Hvaða þættir þjónustunnar skipta mestu máli, hvernig á að ná forskoti á samkeppnina og bæta afkomuna í leiðinni? Tengist þú þjónustu á einhvern hátt? - Þá ættirðu ekki að missa af þessum fundi! Kristján Óskarsson framkvæmdastjóri útibúasviðs Íslandsbanka Hafsteinn Már Einarsson forstöðumaður Gallup Kristinn Tryggvi Gunnarsson Stjórnunarráðgjafi hjá IMG Brynjólfur Bjarnason Forstjóri Símans Fundarstjóri Leið Íslandsbanka til framúrskarandi þjónustu FUNDURINN ER ÖLLUM OPINN! Verð með hádegisverði er 3.000 kr. fyrir félagsmenn FVH og 4.800 fyrir aðra. Skráning á www.fvh.is, í síma 551-1317 eða á fvh@fvh.is Árangur með upplýsingum KÍNA Alls fæðast nú 119 kínversk- ir strákar á móti hverjum 100 stelpum. Vegna þessa ójafnvægis er gert ráð fyrir að kínverskum piparsveinum muni fjölga mikið á næstu áratugum. Talið er að þeir verði allt að fjörutíu milljónir árið 2020. Ástæðan fyrir því að mun fleiri strákar fæðast í Kína er stefna stjórnvalda um að hjón megi aðeins eignast eitt barn. Foreldrar þar í landi kjósa fremur að barnið verði strákur sem muni viðhalda ættarnafninu og sjá um foreldra sína í ellinni. Stjórnvöld hafa heitið aðgerð- um til að jafna þennan mun á fjölda stráka og stelpna, meðal annars með því að banna fóstur- eyðingar byggðar á kyni barns og koma á eftirlaunakerfi fyrir fátæk hjón sem eiga ekki syni. ■ Skekkt kynjahlutföll: Piparsveinum fjölgar í Kína VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON Sjálfstæðismenn gagnrýndu fjárhagsáætlun Reykjavíkur- borgar harðlega í gær og telja hana dæmi um verk veikburða kosningabandalags. BORGARMÁL Fjárhagsáætlun R-list- ans afhjúpar veikburða og þreytt kosningabandalag sem ekki hefur tök á því að halda áfram að vera við völd eftir borgarstjórnar- kosningarnar í vor. Þetta kemur fram í bókun sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram á borgarstjórnarfundi í gær. Í áætl- unum gerir R-listinn ráð fyrir því að lækka skuldir borgarinnar um milljarð króna auk þess sem tölu- verður afgangur verður af rekstr- inum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson var harðorður í ræðu sinni og sagði R-listann enn einu sinni seilast djúpt ofan í vasa launa- og fjöl- skyldufólks. „Útsvarið var hækk- að í hámark, eða 13,03 prósent, á þessu ári, þrátt fyrir hagstætt rekstrarumhverfi. Að auki hafa fasteignaskattar verið að hækka einstaklega mikið í takt við hátt söluverð og hækkandi fasteigna- mat. Þar fyrir utan er Reykjavík- urborg núna að fá umfram tekjur vegna þessa árs upp á 800 millj- ónir króna, miðað við áætlanir. Að auki er gert ráð fyrir því að borgin hagnist um tvo milljarða á sölu á byggingarlóðum á þessu ári og næsta. Þá hafa skatttekjur borgarinnar hækkað um 100 þús- und krónur á hvern íbúa frá árinu 2000. Hreinar skuldir Reykjavík- urborgar, það er borgarsjóðs og fyrirtækja borgarinnar, eru áætl- aðar rúmir 77 milljarðar króna í lok árs 2006, en samkvæmt nýlega samþykktri þriggja ára áætlun fyrir 2006-2008 áttu skuldirnar að vera 72 milljarðar í lok sama árs. Þetta sýnir að áætlanir R-listans eru ekki áreiðanlegar. Það sanna ótal mörg dæmi.“ Vilhjálmur sagði markmið Reykjavíkurborgar um að lækka skuldir borgarinnar um milljarð króna í sjálfu sér ágætt. „Hreinar skuldir borgarinnar eru að hækka um þrettán milljarða á þessu ári og næsta. Markmiðið er í sjálfu sér samt ágætt. Ef þetta tekst er það alls ekki vegna hagræðing- ar eða aðhalds, heldur fyrst og fremst vegna mikillar skattinn- heimtu. Helmingurinn af þessari upphæð er vegna gengishagnaðar, þannig að þetta er viðkvæm staða fyrir borgina.“ Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri er sannfærð um að fjárhagsáætlunin sýni að staða borgarinnar sé traust, þrátt fyrir harða gagnrýni minnihlutans í borgarstjórn. „Það sjá það allir að það er ekki hægt að lækka tekjur og auka kostnað. Ég hef kallað það Villa-hagfræði þegar það er lagt fram að tekjur séu lækkaðar og kostnaður aukinn. Við erum eins og flest önnur sveitarfélög með útsvarið í botni en þjónustugjöld í lágmarki. Mér finnst vera farið að bera á því að menn séu komnir í yfirboð kosningaloforða. Fyrir tólf árum síðan eyddi þáverandi borgarstjóri tíu milljónum á dag í gæluverkefni í þá 75 daga sem hann barðist fyrir endurkjöri. Þessi yfirboð sjálfstæðismanna núna eru ekkert öðruvísi en menn unnu þá.“ magnush@frettabladid.is Seilst djúpt í vasa íbúa Sjáfstæðismenn segja nýja fjárhagsáætlun R-listans afhjúpa þreytt kosningabandalag. Enn einu sinni sé verið að seilast djúpt ofan í vasa launafólks.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.