Tíminn - 28.04.1976, Blaðsíða 9

Tíminn - 28.04.1976, Blaðsíða 9
lYIiðvikudagur 28. apríl 1976 TÍMINN 9 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhús- inu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusími 12323 — aug- iýsingaslmi 19523. Verð i lausasölu kr. 50.00. Askriftar- gjald kr.lCOO.OO á mánuði. Blaðaprenth.f. Grænlandsvikan Tvær þjóðir hafa byggt Grænland á þvi skeiði, er Island hefur verið fósturjörð okkar — niðjar is- lenzkra frumbyggja, sem leituðu vestur yfir hafið, og Grænlendingar þeir, sem nú eru. Hinn islenzki kynstofn á Grænlandi fórst fyrir mörgum öldum, svo að hans sér nú ekki framar stað — nema hvað gamlar rústir og litlir blettir, sem enn eru grænni annarri jörð, eru til vitnis um búsetu hans þar. Hin nýja þjóð, sem kom úr vestri yfir sund og isa, hélt aftur á móti velli, hvað sem á dundi. í ströngum skóla kynslóðanna hafði henni lærzt að tileinka sér þá lifshætti og verkmenningu, sem hæfði einangr- uðu fólki i harðbýlu landi á hinum yzta hjara, undraverða að hugviti og leikni i fábreytileika sin- um. Við Islendingar höfum yfirleitt verið vel að okkur i fornum sögum, og kunnað góð skil á hinum fyrstu kynslóðum fólks af islenzkum ættum á Grænlandi. Hvert mannsbarn kann að nefna Eirik rauða og Leif heppna. En þorri fólks er fáfróður um sögu Græn- lendinga hinna nýju, og samband á milli landanna hefur verið nauðalitið, þótt skammt sé þeirra á milli. Að visu hafa nokkrir fslendingar starfað á Grænlandi, og fáeinir Grænlendingar hafa dvalizt hér við vinnu og nám af einhverju tagi. En þá er lika upp talið, ef undan eru skildar skyndiferðir fólks til Eiriksfjarðar og staða á austurströndinni. Vafa- samt er, að til sé nokkur fslendingur, sem getur gert sig skiljanlegan á grænlenzkri tungu, og það eru ekki nema tiltölulega nauðafáir, sem kunna einu sinni að nefna helztu forsvarsmenn Grænlend- inga. Fréttir frá Grænlandi sjást svo að segja aldrei i islenzkum blöðum eða fjölmiðlum yfirleitt, og grænlenzkar bókmenntir eru ekki svo mikið sem nefndar. Nú er tækifæri fyrir fólk að fá dálitla nasasjón af grænlenzkri menningu. Grænlandsvikan, sem efnt hefur verið til i Norræna húsinu i Reykjavik, er til þess ætluð að veita fólki innsýn i grænlenzkan hugarheim, kynna grænlenzka menningu og græn- lenzkar iðnir. Þar ber það fyrir augu, sem er öðru visi en fólk á að venjast — nýstárlegir hlutir með nýstárlegu handbragði. Og þar geta þeir, sem hug hafa á þvi, hitt að máli grærdenzkt fólk, sem hingað er gagnvart komið þeirra erinda að kynna land sitt og þjóð. Grænlandsvikan i Norræna húsinu verður fljót að liða. Seinna meir fyrnist yfir hana i hugum flestra. En samt má vera, að ekki falli öll þau frækorn, sem þar er sáð, i ófrjóan jarðveg, heldur verði þessi kynning kveikja að þvi, að einhverjir fari að gefa Grænlandi og Grænlendingum verulegan gaum og kynna sér grænlenzk málefni af þeirri alvöru, að af þvi spretti djúpstæðari þekking en fengin verður i fljótu bragði. Það er einmitt markmiðið með svona kynningar- vikum. Okkur Islendingum er ekki vanzalaust, hve við höfum verið tómlátir um hagi grannþjóðar okk- ar i vestri, þótt til séu i landinu fáeinir menn, sem ýmiss konar meðalgöngu hafa haft og hafa reynt að glæða samskipti þjóðanna, þótt þeim sé þröngur stakkur skorinn eins og i pottinn er búið. Það er kominn timi til þess að gera betur. Grænlandsvikan ætti að glæða vilja til þess. Hún ætti að stuðla að þvi, að nýir þræðir myndist milli Grænlands og íslands. — JH Nasisminn í forngripabúðunum: Orður og minjagripir frá Hitlerstímanum komnir í hátt verð Þýzkur verðlisti, þar sem boðnar eru Narvíkurorður og Lapplandsorður, ásamt mannfjölgunarorðum NAPÓLEON OG HITLER — með þessum tveim nöfnum gefa fornsalar oft til kynna, að þeir hafi á boðstólum minjar frá nasistatimanum. Sjálfsagt er þetta merki þess, að þeir fyrirverði sig dálitið, svona undir niðri, fyrir að ætla sér að græða á Hitler, og vitni þess vegna til annars, sem óspar var á lif og blóð samtiðarfólks sins. EN hvað sem þvi liður, þá stendur hitt óhaggað, að ýmis tákn og gripir, sem minna á uppgangstima nasismans og ólánsferil Hitlers ganga nú mjög kaupum og sölum i mörgum löndum. 1 Þýzka- landifara þessi viðskipti fram fyrir opnum tjöldum, og þar má sjá i mörgum timaritum, sem fjalla um söfnun af einu eða öðru tagi, bæði greinar og auglýsingar um heiðursmerki, fána og alls konar minjagripi, sem tengdir eru nasistum, og þar hafa meira að segja birzt greinar um stofnun sérstaks safns, sem helgað væri þeim. Sumir Þjóðverjar eru þó dá- litið feimnir við þessa nýju tegund dýrkunar á Hitlers- timabilinu. Það reka menn sig á, þegar reynt er að afla nán- ari vitneskju um þessa gripi og uppruna þeirra. Margir þýzkir forngripasalar sem og samtök safnara, láta undir höfuð leggjast að svara, þegar þeim eru sendar fyrirspurnir um þessa hluti. Nú hefur á hinn bóginn verið gefin út myndskreytt bók, sem jafnframt er verðlisti, þar sem fjallað er um orður og heiðursmerki i þriðja rikinu. Þetta er stór og dýr bók og kostar 66 mörk þýzk. Samt er hún í slæmu bandi og prentun- in dauf, enda er hún ekki ætluð til þess að þola mikið hnjask, Nýr verðlisti á að koma á hverju ári. HEIÐURSMERKI nasista hafa á skömmum tima komizt iháttverðhjá fornsölum. Tal- ið er, að um helmingurinn af heiðursmerkjum og orðum, sem nasistar veittu mönnum sinum á árunum 1932-1945, hafi verið ónýttur i striðslok. Um þau, sem varðveitzt hafa, gildir yfirleitt að mjög erfitt er að komast til botns í þvi, hverjir hafi hreppt þau. Fáir eru nú fúsir til þess að hafa hátt um það, að þeir hafi feng- ið þess konar „heiðurstákn”, og raunar má vel vera, að svo eða svo mikið af þessum grip- um, sem fornsalarnir hafa á boöstólum, sé falsað. Slikt er auðvelt að gera, og hefur sjálfsagt orðið mörgum freist- ing, þegar verðlagið hækkaöi og eftirspurnin jókst. Þessar orður eru ekki held- ur allar eins, þótt svo ætti að vera um sams konar orður. Þegar halla tók undan fæti fyrir Þjóöveijum i styrjöld- Félagamerki I Nasista flokkn- uin eru nú seld á 35 mörk. Hitler. inniog að þrengdi heima fyrir, var gripið til þess ráðs að gera orðurnar úr lakari málmi en áður og hafa gerð þeirra kostnaðarminni. Verðmesti safngripurinn á þessari hinni þýzku bók er riddarakross með eikilaufi og sverði.Dg kostar um tvö þús- und þýzk mörk. Þetta heiðurs- merki var veitt flugmönnum, sem börðust við sérstök skil- yrði. Gamli, þýzki járnkross- inn varendurnýjaður árið 1939 og aukið við hann hakakrossi. Þessi orða er metin á 30-60 mörk. Þýzki krossinn nefndist orða, sem stofnað var til árið 1941, og kostar hún nú 500-900 mörk. Viðlika dýr er önnur orða, sem þýzkir þátttakendur i borgarastyrjöldinni á Spáni fengu. Þegar Ólym piuleikarnir voru háöir i Berlin árið 1936, voru gerðar nokkrar gerðir af heiðursmerkjum. Minningar- merki frá þeim kostar þúsund mörk, en sérstakt heiðurs- merki i fyrsta flokki tólf hundruð. Þýzkar mæður fengu orður, ef þær áttu til dæmis átta börn eða fleiri. Slikur kross er nú metinn á fimmtiu mörk. Venjuleg flokksmerki nas- istaeru seld á 35 mörk, en sér- merki, sem ætluð voru þeim, sem meiri verðleika töldust hafa en venjulegir flokks- félagar, eru dýrari. Narvikurorðan frá þvi i ágústmánuði 1941 er virt á 120 mörk, og Lapplandsorðan, sem kom til sögu i marz 1945, er dýrari — 250 mörk. Báöar þessar orður munu vekja harla óþægilegar endurminn- ingar i Noregi og Finnlandi. Bókinni lýkur svo með yfir- liti úm það, hvar þessar orður og heiðursmerki hafa veriö búin til, og loks þakkar höfundurinn hernaðarsafninu i Harber við Soltau fyrir- greiðslu, er það hefur veitt. ÞAÐ ER aikunna, að flestu er safnað.sem nöfnum tjáir aö nefna, — frá bókum, listmun- um og frimerkjum til hvers konar smámuna, sem of langt yrði upp að telja. VafaliUð er það mest slik söínunarhneigö, sem veldur þvi, að nú er svo mjög tekið að sækjast eftir táknum nasista, svo hroða- legar minningar sem við þau eru tengd. En hjá sumum kann þó annað að búa undir: Dulin samúð, sem haft hefur litið um sig i nokkra áratugi, með einhverjum hryllilegasta þjóðhöfðingja sögunnar og sjónarmiðum hans. Það er nefnilega tekið að fenna i sporin eftir þrjátiu ár, og þá kemur selshausinn upp úr gólfinu og skyggnist um. Varfærnin, sem gætir öðrum þræði viö sölu þessara gripa, ber þó vitni um það, að flestir vita upp á sig skömmina. Þeir, sem þó geta ekki neitað sér um að græöa á viðskiptunum, vilja sem minnst láta tengja nafn sitt við skugga fortiðar- innar. Þeir fara með löndum og hafa sig ekki meira i frammi ei óhjákvæmilegt er, á meðan að þvi er hugað, hvernig veöur skipast i lofti. En seinna kann að koma önnur tið. Það er gott að vera á verði, þótt allir góðir menn hljóti að vona, að sporin hræöi svo, að þeir, sem glöggt mega og hljóta að kunna skil á ógn- um nasismans og oddvita hans, Adólfs Hitlers, að þjóðirnar láti ekki i bráð ginn- ast á nýjan leik meö sama hætti og forðum. Móðir, sem alið hafði átta börn eða fleiri, fékk heiðursmerki sem þctta. Nú kaupa safnarar sllk merki á 50 mörk.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.