Tíminn - 28.04.1976, Blaðsíða 11

Tíminn - 28.04.1976, Blaðsíða 11
TÍMINN lYIiðvikudagur 28. april 1976 Miðvikudagur 28. apríl 1976 »0 Hamragarðar, félagsheimili samvinnumanna að Hávallagötu 24. Félögin sem eiga aðild að húsinu eru: Nemendasamband Samvinnu- skólans, Starfsmannafélag Sambandsins, Starfsmannafélag KRON, Starfsmannafélag Oliufélagsins, Félag starfsmanna Samvinnu- trygginga og Andvöku, Starfsmannafélag Osta- og smjörsölunnar og Starfsmannafélag Samvinnubankans. Alls 7 félög með hátt á annað þúsund félaga. öflugt félagsmálastarf ILnJi Æm m jh Æm jC Rætt við Reyni ll G m ra ^ rO U m ingibjartsson hjá LÍS Núverandi húsverðir i Hamragörðum, Ritva Jouhki og Reynir lngibjartsson. Hamragarðar, hús Jónasar frá Hriflu, er nú félagsmálastofnun starfsmanna Samvinnuhreyfing- arinnar og Samvinnuskóla- manna. Ef til vill hefur þetta hús ávallt verið meira stofnun en að- setur frægs stjórnmálamanns, a.m.k. i augum almennings, þvi Jónas Jónsson frá Hriflu yfir- skyggði flesta stjórnmálamenn aðra, meðan hann var og hét. Hamragaröar voru byggöir i striöinu fyrir skólastjóra Sam- vinnuskólans, þvi Sambandshúsiö var umsetið herskálum, stóö mitt i f jölmennri herstöö, og þvi hæpiö aö halda þar heimili. Þá voru Hamragaröar reistir þar sem heitir Hávallagata 24. Eitt feg- ursta hús sinnar stæröar i bæn- um, minnir jafnvel á dálitla höll, en hiísið teiknaöi Guöjón Samú- elsson, húsameistari rikisins. Hann teiknaöi húsiö ókeypis ogsá um smiði þess án launa, enda voru þeir Jónas miklir vinir. Starfsmannafélögin fá Hamragarða til afnota Eftir andlát þeirra hjdna Jónasar Jónssonar og konu hans Guðrúnar Stefánsdóttur, stóö Samvinnuhreyfingin uppi meö þetta hús aftur, sem Sambandiö hafði alltaf verið eigandi þess, þrátt fyrir aö Siguröur heitinn Kristjánsson, þáverandi forstjóri SIS, heföi margsinnis gefiö Jónasi kost á aö kaupa húsiö, haföi hann ekki þegiöþaö. Ogþaö varö úr, aö Hamragaröar voru geröir að félagsheimili Samvinnustarfs- manna og Samvinnuskólamanna. Fór vel á þvi. Siöan félögin tóku við húsinu, eru liöin nokkur ár, og viö hittum aö máli Reyni Ingibjartsson, starfsmann félaganna og hallar- ráösmann i Hamragöröum, en hann er þar einnig húsvörður, ásamt konu sinni Ritva Jouhki, en hún er finnsk aö þjóöerni frá Lapplandi. Hafa þau stjórnaö húsinu siðan i október i fyrra. Viö hittum Reyni aö máli á dög- unum, og haföi hann þetta aö segja um starfiö i Hamragöröum i vetur og um starfiö almennt: — Starfsemi Hamragarða hefur verið meö liku sniöi i vetur og undanfarin ár. 1 júni i sumar eru liðin fimm ár siðan félags- heimilið tók til starfa, og þvi komin nokkur reynsla á þetta. Aðsókn hefur farið vaxandi, og hefur liklega aldrei veriö meiri en i vetur. Menn eru smám saman aö læra á þetta að húsiö er hent- ugt til margra hluta. — Viðhöfum gert dálitla könn- un á þvi, hve margir koma hér á ári hverju, og telst okkur til aö hingað komi um 1000 manns á mánuöi. Leshringir og námshóp- ar — Meöal nýmæla i vetur var það, að fariö var af staö meö nokkra leshringi, eöa námshópa. Þá fyrst og fremst i tengslum við Bréfaskóla ASÍ og Sambandsins. Kennsla var i sænsku, spænsku, ogþýzku, og var stuözt viö náms- efni Bréfaskólans og kassettur, sem þeim bréfum fylgja. Þarna voru notaðar nýjar kennslubækur og nýjar aðferðir. Fjöldi þátttakenda i náms- hópunum var takmarkaður, flest tólf fæst átta i hverjum hóp, og þetta fólk hittist einu sinni i viku, alls 10-15 sinnum yfir veturinn. Ekki eru tekin nein próf, en vafa- laust hafa margir bætt talsvert viö sig i þessum tungumálum yfir veturinn. Mæting var mjög góö, og það sýnir áhuga fólksins. Þá starfaði hér námshópur i bókmenntalestri. Hópurinn fékk sérstakan leiöbeinanda, og hitt- isthópurinn 10 eöa 11 sinnum. Þá starfaöi námshópur um atvinnu- lýðræöi, sem kom saman á veg- um Hamragarða og LIS. Námshópur um atvinnu- lýðræði i Samvinnu- hreyfingunni Þessi hópur mun hafa haldið um 14 fundi, og hann lauk starfi með þvi að taka saman allitar- lega greinargerð, um þetta þýð- ingarmikla mál. Þar er að finna upplýsingar um þróun atvinnu- lýöræöis i nágrannalöndum okk- ar, og eins hérna á tslandi til samanburöar. Þá setur hópurinn fram sinar skoöanir á æskilegri þróun þess- ara mála hér á landi og innan Samvinnuhreyfingarinnar. — Tvær meginástæður eru til þess, aö farið var af stað með þennan hóp. önnur var sú, að LÍS hefur haft aukin áhrif starfs- manna á rekstur Samvinnufélag- anna, eða aö starfsmenn yröu virkari f Samvinnufélögunum en veriö hefur, og eins hitt, að á siö- asta aðalfundi SIS var ákveöið að ræöa atvinnulýöræöi og Sam- vinnuhreyfinguna á næsta aðal- fundi Sambandsins, sem haldinn verður núna i vor. Samþykkti sambandsstjórn að gera þetta að meginmáli aðalfundarins. Starfs- mannafélög samvinnustarfs- manna eru nú um 30 talsins, þannigað þaö væriómaksins vert að virkja þetta fólk betur i þágu samvinnuhreyfingarinnar á hin- um félagslega grundvelli. Skýrsla lögð fyrir aðal- fund SÍS — Meginsjónarmiö starfshóps- ins var að upplýsa sjálfan sig, og gera siöan tillögur út frá þeirri reynslu og þekkingu, sem aflað yrði. Fengnir voru sérfróðir menn á ýmsum sviðum til þess aö ræöa einstaka þætti málsins. Þetta voru menn.sem viö töldum að gætu miðlað okkur af reynslu sinni, og siöan var umrædd greinargerö samin, og hún verður væntanlega rædd á aöalfundinum i vor, ásamt ööru er mál þetta varðar. Þessi greinargerö verður send út og kynnt samvinnumönnum núna strax eftir páskana. A þenn- an hátt er vonazt til að tillit verði tekið til sjónarmiöa okkar, þegar ákvarðanir veröa teknar. — Telur þú, að Sambands- stjórn og yfirmenn SIS hafi raun- verulega áhuga á atvinnulýð- ræði? — Já alveg tvimælalaust. Ann- ars heföi málið ekki oröið aðal- mál á sambandsfundi. Það er enginn vafi á þvi aö menn gefa þessu máli nú meiri gaum en áður. Aö lokum vil ég svo minnast á nýjan starfshóp, sem ræðir hóp- efli. Mátt samtakanna. Einn hóp- ur hefur þegar lokiö störfum, og annar fer bráölega af staö. Þetta er nýjung, sem hefur gefizt mjög vel.sagöiReynir Ingibjartsson aö lokum. — JG. Hússtjórn Hamragarða hefur i mörgum tilfellum eignazt myndir eftir þá, sem sýnt hafa i Hamragörðum. Þessi myndlistaverk, sem nú eru orðin nær 30 I eigu hússins, hafa svo verið til sýnis á vinnustöðum samvinnufélaganna i Reykjavik. Þessi mynd er úr matsai Sambandshússins. Þetta sem kalla mætti list á vinnustöðum, hefur mælzt mjög vel fyrir hjá starfsfólki. Leshringir hafa starfað með miklum blóma i Hamragörðum I vetur. Þessi mynd er af leshring I sænsku, og við enda borðsins er leiðbeinandinn: Erik Hallbeck, sem starfar á Teiknistofu Sambandsins. Hér mun Nemendasamband Samvinnuskólans vera með fund, en félagar i Nemendasambandinu hafa verið mjög duglegir við að nota sér aðstöðu Hamragarða til félagsstarfs. TÍMINN 11 i Hvao er UNIMA? UNIMA á tsiandi er spánnýtt. Það er alþjóðafélag þeirra, er fást við brúðuleikhús, og nú er island með lika, en formleg samtök þeirra, er fást við brúðuleikhús, voru stofnuð i Reykholti í fyrra, og er Jón E. Guðmundsson formaður þeirra samtaka. Við hittum Jón að máli fyrir skömmu og hafði hann þetta að segja af brúðuleikhúsinu, sjálf- um sér og öðrum. — Það stendur mikið til hjá okkur núna. Félagið, félag brúðuleikhúsfólks, er byrjað að undirbúa stóra sýningu, sem verður að Kjarvalsstöðum i haust, i október. Þar verða margvislegar leiksýningar. Barnasýningar á daginn, en verk fyrir fullorðna verða flutt á kvöldin. Þá verða brúður þarna til sýnis á veggjunum, fólki til skemmtunar og augnayndis. — En þú sjálfur. Hvað verður þú með þarna? — Ég verð með leikrit. Ég vil nú ekki segja þér nafnið á þessu verki: tel það ekki timabært, en ég hef verið að undirbúa þetta i næstum tvö ár. Ég verð þarna með trébrúður, marionettur, eða strengbrúður, og það er mikil vinna fólgin I að gera.þær. Mér reiknast til að það fari um 60 klukkustunda vinna i að skera brúðuna út, svo þarf að sauma föt ganga frá strengjum. Þetta er fristundavinna. — En eru trébrúður ekki þungar? — Nei. Þaö er reynt aö létta þær. Þegar hausinn er tilbúinn, er hann holaður að innan, og margt annað er gert til þess aö létta þær. Þessar brúöur eru á að gizka einn metri á hæð, en það er talin hæfileg stærð i 300- 400manna sýningu. Minnimega þær ekki vera, ef þeir sem aftast eru eiga að sjá. — Hverjar eru helztu persón- ur? — Ja, ég er nú búinn með nokkrar, þar á meðal skrattann, en hann er þýðingarmikil persóna i þessu leikriti. Svo er það Lykla-Pétur, karl og kerling og ýmsir fleiri. Alls munu 8 leik- brúður koma fram i þessum leik. — Hve margir strengir eru í hverri brúöu? — Það fer eftir þvi hvað brúðunni er ætlað að geta gert. Þeir geta verið 8-10, þegar þeir eru flestir verða þeir milli 40 og 50 talsins. Ég á til að mynda hest og mann. Maðurinn getur farið af baki og stússað ýmis- legt: tekið I nefið, tekið beizlis- tauminn fram af hestinum og sveiflaö sér aftur á bak hestin- um. Ég held að þetta sé sú full- komnasta hvað þetta snertir, sem hér hefur komið fram. Hesturinn getur lika prjónað, skokkað og gengið um, en þetta var músikprógraiúm, einskonar dansatriði. Þetta sýnir, að margt er unnt að gera með brúðum. — Hve langan tima tekur að æfa brúðuleik? — Það tekur langan tima. Miklu lengri tima en það tekur að æfa venjulegt leikrit. Þaö kostar mikla vinnu og þolin- mæði að fá stjórn yfir brúðun- um. Maðurinn sem stjórnar er uppi, og hann verður að sjá ■hreyfingarnar ofan frá og fá\ leiðbeiningar framan úr sal. Þetta tekur tima. Nú, og svo tekur það mikinn tima að. þjálf- ast i almennri brúðustjórn. Sú æfing kemur ekki nema á mjög löngum tima, og svo þarf auð- vitað að æfa hverja sýningu sér- staklega. Það gripur enginn i strengi fyrirvaralaust og óundirbúinn. Við eigum nú þegar nokkuð af fólki, sem kann að stjórna brúö- um, t.d. Helgu Stefíensen, Hallveigu Thorlacius, Bryndisi Gunnarsdóttur og Ernu Guðmarsdóttur. Þær hafa sumar stjórnaö brúðum hjá mér, en eru nú með sérstakt leikhús, eins og allir vita. Þessar ungu konur eru búnar að fást viö þetta i mörg ár, næstum heilan áratug. — Hvað er UNIMA? — Það eru alþjóðasamtök brúðuleikhúsfólks. Við erum aðilar núna, eða félagiö okkar. Brúðuleikhúsið hefur átt i vök að verjast viöa um heim, og þaö er þvi gott aö hafa samstarf milli þjóða. Það verður haldið alþjóöaþing i Moskvu i vor og þar kemur saman fólk alls staöar að úr heiminum, fólk sem hefur tekið ástfóstri viö þetta listform. Þá geri ég ráö fyrirað þarna veröi merkilegar brúðusýningar og leiksýningar, en viða um heim er þessi list-. grein á mjög háu stigi, þvi hún hefur verið iðkuð um aldir, sagði Jón E. Guðmundsson að lokum. Jónas Guömundssor Að smiða leikbrúður, marionettur, er mikil vinna, og Jón hefur smiðað margar slikar um dagana. Hér situr hann I vinnustofu sinni og með „afkvæmi” sin á veggjunum út um allt. Þetta er fristundastarf, og undirbúningur undir leiksýningu er ómæld vinna. Rætt við Jón Guðmundsson, formann brúðuleikhússfólks á íslandi Jón stjórnar skrattanum. Venjulega er þetta öfugt, eða var það að minnsta kosti hér á landi, en Jón hefur stjórnina með 20 tauin- um. ✓ V

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.