Tíminn - 28.04.1976, Blaðsíða 15

Tíminn - 28.04.1976, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 28. apríl 1976 TtMINN 15 Umsjón: Sigmundur ó. Steinarssoni ,Þetta verður erfiður leikur' ....... 1 . * segir Ray Clemens, hinn snjalli markvörður Liverpool-liðsins, sem mætir FC Brugge frá Belgíu í fyrri úrslitaleik UEFA-bikarkeppni Evrópu í kvöld á Anfield Road inni, þegar við leikum í Belgíu, sagði Ray Clem- encts, enski landsliðs- markvörðurinn snjalli, sem leikur með Liverpool- liðinu gegn belgíska liðinu FB Brugge á Anfield Road i kvöld. 56 þús. áhorfendur verða á Anfield-leikvellin- um, til að sjá þennan fyrri úrslitaleik liðanna í UEFA- bikarkeppni Evrópu. — Við vitum að Belgíu-mennirnir eru erfiðir heim að sækja, það sést bezt á því, að Ips- wich vann öruggan sigur (3:0) yfir Brugge í Ips- wich, en tapaði síðan (0:4) i Belgíu, sagði Clemencts. — Við þurfum helzt að vinna Brugge-liðið með þriggja marka mun, til að eiga möguleika á sigri i keppninni, sagði Bob Paisley, framkvæmdastjóri Liverpool, þegar hann stjórnaði liði sínu á æfingu i gærkvöldi. Paisley til- kynnti þá, hvernig lið hans yrði skipað, en þessir leikmenn byrja leikinn: Ray Clemencts — Tommy Smith, Phil Neal, Phil Thomson, Ray Kennedy — Emlyn Hughes, Kevin Keegan, Ian Callaghan — David Fairclough, John Toshack og Steve Highway. Fairclough, hinn 19 ára rauð- hærði leikmaður, sem skorað hefur mark i hverjum leik-, sem hann hefur komið inn á sem vara- maður, byrjar með Liverpool-lið- inu i kvöld. Hann tryggði sér fast sæti i liðinu, þegar Liverpool sigr- aði Manchester City á dögunum (3:0), þá skoraði hann tvö mörk og lagði upp það þriðja. Deyna fer til Hollands Kezimierz DEYNA. fyrirliði pólska laiulsliðsiiis i knatt- spyrnu. hefur skrifað undir þriggja ára atvinnumamia- samning hjá hollenzka 1. deildarliðinu AZ, 67 Alkmaar. Deyna mun lialda til Ilollands, eftir óly mpiuleikana i Montreal. Deyna. sem er 28 ára og hefur leikið yfir 70 landsleiki fyrir Pólverja. var einn af beztu leikmönnum HM-keppn- innar i V-Þvzkalandi 1974, þar sem Pólverjar koniu skemmtilega á óvart og tryggðu sér bronsið. — SOS V J PHIL THOMPSON........ sést hér skora mark gegn Barcelona og tryggja Liverpool farseðilinn i UEFA-úrslitin. — Þetta verður erfiður leikur — við verðum að ná góðu forskoti hér á An- tield, til að hafa í bakhönd- RAY CLEMENCTS.... Iiinn snjalli markvörður Liverpool. Liverpool og Brugge-iiðið hafa unnið þessa sigra, á leiðinni að úrslitaleikjunum: Livcrpool: — Hibernian (Skot- land) 3:2, R.S. San Sebastian (Spánn) 9:1, Slask Warsjáv (Pól- land) 5:1, Dynamo Dresden (A- Þýzkaland) 2:1 og Barcelona (Spánn) 2:1. FC Brugge: — Lyon (Frakk- land) 6:4, Ipswich (England) 4:3, A.S. Roma (ttaliu) 2:0, A.C. Milan (ttaliu) 3:2 og Hamburger SV (V-Þýzkalandi) 2:1. Þekktasti leikmaður Brugge- liðsins, er framlinumaðurinn Raoul Lambert, sem hefur leikið 28 landsleiki fyrir Belgiu. Birgir skoraði sitt fyrsta mark fyrir Ármann — og Armenningar lögðu (2:1) Þrótt að velli ARMENNINGAR unnu góðan sigur (2:1) yfir Þrótti i gærkvöldi á Melavellinum, þegar liðin mættust þar í Reykjavikurmót- Bowles til o Hamborgar? KNATTSPYRNUKAPPINN Stan Bowles hefur fengið freistandi til- boð frá v-þýzka félaginu Ham- burger SV, sem hefur mikinn á- huga á að fá þennan snjalla leik- mann I herbúðir sínar. Forráða- incnn félagsins voru á Loftus Road, þegar QPR lék þar gcgn STAN BOWLES.... einn bezti leikmaður QPR og Englands. Leeds á laugardaginn og fengu að sjá Bowles skora gott mark. — Ég get enn ekki sagt, hvort ég tek tilboði Hamburger-liðsins, sem er óneitanlega freistandi, sagði Bowles, eftir að hann hafði rætt við forráðamenn Hamburger SV i Lundúnum, en talið er, að þeir hafi boðið honum 200 þús. pund, ef hann kæmi til V- Þýzkalanös. inu. Þróttarar, sem eru nýkomnir úr æfingabúðum i Skotlandi, opn- uðu leikinn — Þorvaldur t. Þor- valdsson skoraði mark þeirra með skaila, i fyrri hálfleik. Ármenningarnir mættu á- kveðnir til leiks i siðari hálfleik og sóttu þeir stift að marki Þróttar. Birgir Einarsson, áður Val, tókst að jafna (1:1) fyrir Armann 10 minútum fyrir leikslok og siðan tryggði Arnlaugur Helgason Ar- menningum sigur (2:1) með góðu marki af 10 m færi. Enskur til Eyjamanna Englendingurinn G eorge Skinnear hefur verið ráðinn þjálf- ari 2. deildarliðs Vestínannacyja i knattspyrnu. Skinnear, sem hefur verið þjálfari i Arabarikinu iran að undanförnu, er væntanlegur til Eyja, á næstunni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.