Tíminn - 28.04.1976, Blaðsíða 20
PLAST
ÞAKRENNUR
Sterkar og endingagóðar
Hagstætt verð.
c§h Nýborg?
O Armúla 23 — Sími 86755
FÓÐURVÖRUR
þekktar
UM LAND ALLT
fyrir gæði
Guðbjörn
Guðjónsson
Heildverzlun Síðumúla 22
Simar 85694 & 85295
Tryggiðgegn stein-
efnaskorti,-gefið
STEWART fóðursalt
SAMBANDIÐ
INNFLUTNINGSDEILD
Miðvikudagur 28. apríl 1976
Þingið herði refsilöggjöfina vegna smygls og sölu
Reuter, Washington. — Gerald
Ford, Bandarikjaforseti, fór þess
á leit i gær, að aðrar þjóðir hjálp-
uðu til við að stöðva ínnílutning ó-
löglegra lyfja og fikniefna til
Bandarikjanna og þannig aðstoða
við að binda endi á það sem hann
nefndi „ógnun við heilsu og fram-
tið Bandarikjamanna”.
Hann hvatti bandariska þingið
eindregið til að samþykkja harða
fangelsisdóma sem viðurlög við
sölu eiturlyfja og ffkniefna og að
herða löggjöfina gegn smyglur-
um.
I sérstakri tilkynningu sinni
lýsti forsetinn kostnaðinum
vegna misnotkunar lyfja I Banda-
rikjunum sem „hrikalegum” og
sagði að vandamál þetta færi
versnandi, þrátt fyrir að rikis-
stjórnin verði meira en sjö hundr-
uð og fimmtlu milljónum dollara
til baráttunnar við það á siðasta
ári.
Ford sagði að meira en fimm
þúsund Bandarikjamenn létust
árlega vegna misnotkunar lyfja.
Ennfremur sagði hann, að
helmingur allra „götuglæpa”
væru framdir af fikni- og eitur-
lyfjaneytendum og að vandamál
vegna misnotkunar lyfja og
endurhæfingar neytenda þeirra
kostuðu Bandarikin um seytján
þúsund milljónir dollara á ári
hverju.
Sagði hann, að Bandarikin
myndu auka tilraunir sinar til að
fá önnur riki til samstarfs eftir
diplómatiskum leiðum og
ennfremur yrði stefnt að gerð ná-
kvæmari og yfirgripsmeiri sátt-
málum, sem nota mætti til að
berjast gegn vandamálum þess-
um á alþjóðavettvangi.
Ford, sem haft hefur orð á
áhyggjum sinum vegna „mexik-
anska sambandsins” i kosninga-
baráttu sinni vegna forkosning-
anna, bar i gær fram þakkir sinar
við forseta Mexikós, Luis Eshe-
verria, vegna þess sem hann
nefndi „nýja viðurkenningu á og
baráttu gegn” smygli á eiturlyf-
inu heróini til Bandarikjanna um
mexikönsku landamærin.
Forsetinn fór þess á leit við
þingið i gær, að það fyrirskipaði
þriggja ára fangelsisvist sem lág-
marksrefsingu fyrir fikniefna- og
eiturlyfjasölu, þegar um fyrsta
brot væri að ræða, en sex ára
fangelsisvist fyrir endurtekin
brot og fyrir að selja lyf til þeirra
sem eru undir lögaldri, hvort sem
um fyrsta brot eða endurtekin er
að ræða.
Annað það, sem forsetinn fór á
leit, var meðal annars aukin völd
til handa tollþjónustunni, einkum
á þann veg að hún fái heimild til
að leita að lyfjum og öðrum toll-
varningi f bátum i einkaeign, sem
koma til hafna i Bandarikjunum.
Shimon Peres, varnarmálaráðherra ísrael:
Sýrland ætlar að yfirtaka Líbanon
Reuter, Tel Aviv.— Shimon Per-
es, varnarmálaráðherra tsraels-
rikis, lét I gær hafa eftir sér, að
hann áliti að endanlegt takmark
Sýrlendinga með afskiptum sin-
um af innanrikismálefnum
Styrkja
flota
vegna
Líba
non
Reuter, Parfs. — Frakkar
hafa fyrirskipað þyrlu-
móðurskipi sinu Jeanne
d’Arc að hálda inn á Mið-
jarðarhaf til styrktar flota
Frakka þar, eftir þvi sem
franski sjóherinn skýrði frá i
gær.
Tilfærsla þessi kemur i
kjölfar opinberrar yfirlýs-
ingar um að Frakkland sé
reiðubúið að gegna hlutverki
friðargæzluaðila i Libanon.
Libanon væri að taka landið allt i
sinar hendur, til þess að geta ráð-
izt á tsrael af meira afli og á
lengri landamærum.
t viðtali i timariti israelska
hersins, Bamahane sagði Peres,
að Frelsissamtök Palestinuaraba
(PLO) stefndu að þvi, að eyði-
leggja tsraelsriki með hryðju-
verkum, en stefna Sýrlendinga
væri hins vegar sú að eyða tsrael
með allsherjarstyrjöld.
— t raun og veru vilja Sýrlend-
ingar og ætla sér að gleypa
Libanon og verða þannig riki,
sem telja myndi niu milljónir
þegna, i stað sex milljóna, eins og
nú er. Þannig gætu þeir komið sér
upp mun stærri her og orðið mun
meiri ógnun við öryggi tsraels-
rikis, sagði Peres i viðtalinu.
Stefna Sýrlendinga og aðgerðir
þeirra i Libanon fram til þessa
hljóta að teljast vera á byrjunar-
scigi sinu.
Það er ekki nokkur efi á, að
endanlegt markmið þeirra er að
koma á mjög nánu og yfirtaks-
miklu samstarfi, eða sameiningu,
þannig að Sýrland geti, einhvern
tima i framtiðinni, ráðizt á Israel
með sameinuðu afli þessara
rikja.
En Sýrlendingarnir myndu
mæta harðri mótstöðu innan
Libanon sjálfs, gegn hverri til-
raun til að hertaka landið eða
taka málefni þess I sinar hendur,
og það hafa leiðtogar þeirra i
Damaskus þegar gert sér ljóst,
sagði varnarmálaráðherrann
ennfremur i viðtalinu við timarit-
New York:
Tvaer gamlar konur sultu í
hel vegna ótta við unglinga
NTB/Reuter, New York. — lögreglan fann þau.
Tvær systur, önnur áttatiu og Fólk, sem býr i nágrenni við
þriggja ára og hin áttatiu og
fimm ára, fundust látnar i Ibúð
sinni I New York nýlega. Rann-
sókn á likunum leiddi i ljós, að
báðar höfðu konurnar soltið i hel
og það þrátt fyrir mikla pen-
ingaeign, þvi i ibúðinni hjá þeim
fundust alls fimmtlu og sex þús-
und dollarar i reiðufé (um tiu
milljónir islenzkra króna).
Lik hvorrar konu um sig vó
aðeins þrjátiu og sex kiló þegar
ibúð systranna hefur skýrt lög-
reglunni frá þvi að konurnar
hafi um nokkurra ára skeið orð-
ið fyrir mikilli áreitni frá hópum
unglinga i nágrenninu og að þær
hafi hreinlega ekki þorað að
fara út fyrir dyr, vegna þess.
Ekkert matarkyns fannst i
ibúðinni, utan að i isskápnum
var flaska af Tabasco-sósu og
önnur af sitrónusafa.
a Ítalíu í (úní I sumar
Sósial-demókratar tóku af skarið og greiða atkvæði
gegn ríkisstjórninni
• r
Reuter, Róm — Flokkur
sósial-demókrata rak i gær
siðasta naglann i likkistu hinnar
tiu vikna gömlu minnihluta-
stjórnar á ttaliu og tryggði
þannig að mestu að þingkosning-
ar verði innan skamms haldnar i
landinu.
Só sia 1-dem ókra ta flo kkur inn,
sem erlitill flokkur og hefur fram
til þessa stutt minnihlutastjórn_
Kristilegra demókrata, undir
forsæti Aldos Moros sagði i gær
að hann myndi ekki greiða
atkvæðimeð stuðningsyfirlýsingu
við rikisstjórnina, ef viðræður þær
sem nú standa yfir um þing-
Silvia flytur
NTB/DPA, Stokkhóltni. -
Fyrir nokkrum dögum kom til
Stokkhólms gámur einn
allmikill, sem vó um niu
hundruð kíló og flutninga-
fyrirtæki það sem sendi hann
þangað upplýsti þá að hann
innihéidi hluta af persönu-
iegum munum Sílviu
Sommerlath, sem nýlega
trúlofaðist Carli Gústafi Svfa-
konungi.
Sovétmenn trufla enn
sendingar vestrænna
áróðurs-útvarps-
stöðva
Reuter, Boirn. — Trufianir á
útvarpssendingum vestrænna
útvarpsstöðva til Sovétrikj-
anna og rikja Austur-Evrópu
hafa haldiö áfram, óbreyttar,
þrátt fyrir samkomulag þaö,
sem gert var i Helsinki á
siðasta ári um frjálst flæði
upplýsinga milli ianda, sagði
Sig Mickelson, forseti stöðv-
anna Frjáis Evrópa og Dtvarp
Liberly, f gær.
— Við höfum ekki orðið
varir við neinar breytingar á
truflunum þessum, sagði
hann.
Aðeins Ungverjaland og
Rúmenia hafa iátið sending-
arnar óáreittar, en trufianir
þessar koma að miklu ieyti i
veg l'yrir að sendingarnar
heyrist i A-Evrópu.
Mickelson sagði ennfremur,
að hannanir sýndu að útsend-
ingar stöðvanna næðu til um
þrjátiu og fimm milljóna
hlustenda i Sovétrikjunum i
hverjum mánuði.
Og svo -
samatt í
- allir
baðið!
Reuter, London. — Héraðs-
yfirvöld Isuðurhluta Englands
sendu i gáardag frá sér
fimmtiu þúsund dreifíbréf,
þar sem fjöiskyldur — móöir,
faðir og börn — eru hvattar tii
að fara saman i baðá komandi
sumri, til þess að spara vatn
og, þar með, hjálpa til við að
koma í veg fyrir vatnsskort
þann, sern yfirvofandi er.
Hvatning þessi hefur vakið
nneykslun margra Breta, sem
vanir eru að baöa sig I algerri
einveru og leggja mikið upp úr
„baðfriði” sinura.
Þar sem veturinn hefur
verið sériega þurr á Bret-
landseyjum er búizt við mikl-
um vatnsskorti þar i sumar,
nema mikiár rigningar verði
á næstu vikum.
eggjakíló
NTB, Ljungby. — Egg geta
aidrei orðið of dýr, ef sölu-
veröi þeirra er varið til þarfra
m^la, sagði maður nokkur
frá sænsku Smálöndunum ný-
lega á uppboði i Ljungby.
Maðurinn hafði þá gengið
frá kaupuin á einu kilói eggja
og greiddi fyrir þau eitt
hundrað og fimmtiu norskar
krónur eða um fjögur þúsund
og fimm hundruð krónur is-
lenzkar.
Ágóðanum af uppboði þessu
verður varið til liknarmáia,
þar d meðal söluverði þessa
dýra eggjakilós.
stuðning við hana enda i atkvæða-
greiðslu.
Ekki var i gær ljóst hvort til
slikrar atkvæðagreiðslu kæmi, en
formlegar umræður um
þingstuðning við rikisstjórnina
hefjast I kvöld og munu þær
standa þar til á föstudag.
Stiórnmálaskýrendur á ttaliu
sögðu i gær að mun liklegra væri
að Moro forsætisráðherra myndi
einfaldlega tilkynna, þegar drægi
að lokum umræðnanna, að hann
segði af sér embætti, vegna
hvarfs þingsins frá stuðningi við
stjórnina. Og þá gerði ákvörðun
Sósial-demókrataflokksins ekki
einvörðungu úrslit hugsanlegrar
stuðningsatkvæðagreiðslu fyrir-
fram ljós, heldur kæmi einnig i
veg fyrir að komizt yrði hjá
kosningum með þvi að mynda
meirihluta mið- og hægriflokka á
þingi.
Ekki er að fullu vist hve hraður
gangur mála verður eftir að
umræðum þessum lýkur, en búizt
er við, að Leone forseti rjúfi þing
boði til
fyrir fimmta mai og
kosninga þann 20. júni.
Kosningabaráttan gæti orðið
mjög hörð, jafnvel blóðug, en
þegar hafa sézt merki um risandi
öldu stjórnmálalegs ofbeldis á
ttaliu.
Flestar skoðanakannanir sem
gerðar hafa verið undanfarið
hafa bent til þess að
Kommúnistaflokkur Berlinguers
myndi koma út úr kosningunum
sem stærsti flokkur landsins og
enda þar með þrjátíu ára einokun
Kristilegra demókrata i stjórn-
málum ttaliu. Undanfarin þrjátiu
ár hefur hver einasti forsætis-
ráðherra verið úr röðum Kristi-
legra-demókrata.
Eini möguleikinn sem stjórn-
málaskýrendur sjá til þess að
kosningum verði frestað fram til
hausts eða lengur er sá, að Leone
forseti segi af sér, vegna hugsan-
legrar aðildar sinnar að
Lockheed-hneykslinu svonefnda.
Sá möguleiki er þó talinn
ákaflega fjarlægur.
Fimm borgarráðsmenn Parísar
handteknir þegar þeir
Mótmæltu komu Geisel
Reuter, Paris.—Fimm sósialist-
ar, sem sæti eiga i borgarráði
Parisar voru handteknir i gær,
meðan þar stóðu yfir mótmæli
vegna heimsóknar forseta
Brasiliu, Ernestos Geisels, hers-
höfðingja, eftir þvi sem lögreglan
i Paris segir.
Mennirnir fimm voru siðar
látnir lausir, en þeir voru meðal
tuttugu manna úr hópi mótmæl-
enda, sem handteknir voru i þvi
skyni að skrá þá. Meðal mann-
anna var Michel Salles, sem er
leiðtogi sósialista i borgarráði
Parisar.
Fulltrúar sósialista i borgar-
ráðinu birtu siðar i gær yfirlýs-
ingu þar sem þeir mótmæltu
heimsókn forsetans og gagnrýndu
frönsku rikisstjórnina fyrir að
sýna á þennan hátt „samstöðu
með stjórn fasista i Brasiiiu”,
Sósialistar og kommúnistar
gerðu aðsúg að forsetanum þegar
hann kom i borgarráðshúsið og
kölluðu hann „einræðisherra og
„piningamann”.