Tíminn - 28.04.1976, Blaðsíða 17
MiAvikudagur 28. april 1976
TÍMINN
Enn um sjónvarps-
keppni kjördæma
Frægt var það, þegar Þorleif-
ur Repp hugðist að verja
doktorsritgerð sina i Kaup-
mannahöfn hinn 6. febrúar 1826,
en vörnin fór i handaskolum
vegna þeirra skapgerðarsér-
kenna hans, að hann hló, er
hann reiddist. Óvildarmaður
hans vissi hann veikan fyrir að
þessu leyti, þótt fræði hans væri
viöurkennd, og réðist svo
ruddalega að honum, að náði
tilætluðum árangri, og hló Þor-
leifur af sér nafnbótina, þvi að
hann mátti ekki mæla i svo
annarlegu ástandi.
Misjafnt er það að sönnu, eins
og mönnum er ólikt farið,
hvernig þeir bregðast við i þvi
efni, sem veldur með þeim
snöggum geðhrifum. Undirrit-
uðum er þannig farið, að honum
verðuraðvisuannaðfyrir en að
hlæja, þegar þykir hallað réttu
máli og ekki fæst að gert. Getur
þá farið svo, að ræna hverfi, en
hugsunin bundin þvi máli einu,
sem rangt var haft og hugsunin
heft. Þannig fór i hinum marg-
umtalaða og um-deilda sjón-
varpsþætti „Kjördæmin
keppa”, er tekinn var upp hinn
11. marz sl., en sýndur leygar-
kveldið fyrir páska. Með fyrstu
spurningunum var sú, hver væri
mestur foss i Þjórsá.Svari okk-
ar, sem þarna vorum i nafni
vestanverðs Norðurlands, var
hafnað. Kom það satt að segja
svo flatt upp á mig, og efalitið
ónotalega við félaga mina
einnig, að ég var með það eitt i
huga nær þvi út allan þáttinn.
Þegar ég las Arbók Ferðafélags
Islands um Arnessýslu fyrir
tæpum 20 árum, rifjaðist það
upp fyrir mér, sem ég hafði áð-
ur numið i landafræði Islands og
séð á ferðalagi nokkru fyrr, aö
Þjófafoss væri í senn vatns-
mesti foss f Þjdrsá og hér á
landi.Hef ég aldrei heyrt annað,
fyrr en i þessari sjónvarpsupp-
töku. Gisli Gestsson, höfundur
Árbókar F.l. 1956, hefur mér
ávallt þókt áreiðanlegur fræði-
maður, þó að annað virtist
Helga Skúla Kjartanssyni, sem
á að hafa útbúið spurningar og
svör þessa þáttar. Helgi vildi
svara þvi til, að Urriðafoss,
væri mestur fossinn, en á þvi
eru þeir annmarkar að hann er
fremur flúð en foss og hverfur
auk þess gjarna á vetur, þegar
áin bólgnar upp þar neðra og
girðist klakastiflum. Orðrétt
segir Gisli Gestsson (Árbók F.I.
1956, bls. 31): „Við suðurenda
Búrfellsháls er enn foss i
Þjórsá, og heitir hann Þjófa-
foss. Hann er i ánni óskiptri og
vatnsmestur foss hér á landi”.
Þetta er rökstuöningur okkar
Norðlendinga vestri við
spurningunni um vatnsmesta
fossinn i Þjórsá. Stendur hann
óhaggaður, þótt Norðlendingar
eystri svaraði að geðþótta
Helga og segði Urriðafoss. Um
hann segir Gisli Gestsson (sama
heimild, bls. 33): „Urriðafoss er
þar i ánni, lágur og breiður og
sums staðar fremur flúð en foss.
Á vetrum kemur það oft fyrir,
að Þjórsá bólgnar svo mjög upp
i frostum. að hún flæðir langt
upp á tún á Urriöafossi og sjálf-
ur fossinn hverfur með öllu”.
Siðasta spurning þáttarins
var mynd af skjaldarmerki Is-
r
konungssambandi við Dan-
mörku 1918-1944. Svar okkar var
strax tekið gilt, en ekki Norð-
lendinga eystri, sem töldu það
verið hafa 1919-1944. En það
þóktist ég vita að einn þeirra,
Gisli Jónsson menntaskóla-
kennari, hefði nokkuð fyrir sér i
þessu efni, enda hefur hann
skrifað bók mikla um stjórn-
málaþróunina 1918 og sam-
bandsslitin. — Þátturinn var á
enda og ekki meir um þetta
fengizt, að ég hélt. Nokkrum
dögum siðar barst mér svo til
eyrna, að þættinum hefði verið
brevtt, svar Gisla Jónssonar
tekið gilt, og i þeirri útgáfu yrði
þættinum sjónvarpaö. Það
hljóta að teljast almenn mann-
réttindi, hvaða merkingu, sem
nútimakratar á Islandi leggja i
það hugtak fornrar baráttu
sósialdemókrata, að sá aðilinn,
sem hallað er á, megi fylgjast
með sliku athæfi. Við vildum fá
leiðréttingu á spurningunni um
fossinn en kom ekki til hugar að
fara þess á leit eftirá og að hin-
um fornspurðum, en ófær blekk-
ing aö breyta slikum þáttum
fyrir sýningu. Oskaði ég þvi
þess við dagskrárstjórann, Jón
Þórarinsson, að nýr þáttur yrði
tekinn upp, en til vara, að þessi
yrði ekki sýndur, enda illa undir
búinn af hálfu H.S.K. og gróf-
lega með farinn i höndum
starfsliðs sjónvarpsins. Kom
það á daginn að ný upptaka var
talin of kostnaðarsöm.
Sjónvarpið er liklega enn að
reyna að vinna upp kostnaðinn
af Lénharði fógeta. En skömm-
in af honum var enn meiri en
milliónirnar mæla. Hér kom
sparnaður — en ný smán.
Kvörtun min til útvarpsráðs
yfir þessum aðförum var tekin
til greina aö þvi leyti, að þættin-
um var aftur breytt til upphaf-
legs horfs. En athugasemd
fylgdi, er hann var sýndur, að
.
'yt /■-, /■; ' '' '' , - ''-V> 'ý'
:'i% 'iví 1 V; 'v » '• %/ " v> ' " ' 'í.
\'; ' / T -
'-A ' . ?" -■■;''' ''>, V', - v>.'' ■. ■,
'
. ■■ _ '/■■,'.r' 't ;','■ , /í
' '('/■> ■>/.."X 'y'
■ V y> 'j>
■■■■■■■ v 'V •: .
d.
rétt svar væri 1919. Sögð byggð
á rökum. Ekki var þess þó getið,
að sá keppendanna, sem hélt
þessu fram, hefði skrifað áður
á minnsta bók. Hefur þaö e.t.v.
þókt veikjandi aö minna á þau
mistök, aö einstakar spurning-
ar i þessum þáttum yfirleitt
áhræröu svo beint einstaka
keppendur. Vissulega er það
ekki traustvekjandi, og rýrir
þetta harðla mjög hinn annars
ágæta sigur Gisla Jónssonar og
þeirra félaga. En þetta eitt hefði
mátt nægja i augum réttsýnna
manna til þess, að þættinum
væri hafnað og nýr tekinn upp.
Hér var ekki hreint borð, og var
það illa farið og ódrengilega.
Undrar mig þvi stórlega, að
Gisli skyldi sækja það svo fast,
að þættinum væri breytt. Hitt
varð tilefni þess, að ég rita þess-
ar linur, að hinum skyggða mál-
stað Gisla Jónssonar var tekið
með yfirlýsingu eftir þáttinn, er
hann var sýndur, en i engu getið
þess, sem þó var látið i veðri
vaka áður, að Norðlendingar
vestri hefði einnig krafizt leið-
réttingar sinna mála. Viö vor-
um sem sagt ekki virtir svars.
Vfsuöum heldur ekki til okkar
eigin skrifa.
Það hefur vist átt að vera ein-
hver uppbót á öll mistökin og
dónaskapinn i sambandi við
þennan þátt, að Jón Þórarinsson
bauð mér að taka þátt I
spurningakeppni við hinn sein-
heppna Helga Skúla Kjartans-
son, þegar kjördæmaþáttunum
væri lokið. Þessu boði er fljót-
'svarað: ég vil ekkert samneyti
hafa við þá menn, sem svo
hrapallega standa að málum i
opinberri þjónustu. Einnar
spurningar vil ég þó beina til
H.S.K.: Vissi hann ekki, að
Gisli Jónsson hafði skrifað bók-
ina?
Hlutur útvarpsráðs er ekki
stór. Það gerði hinn 9. april þá
frábæru samþykkt Ellerts-
þrenningarinnar og þeirra
Stefáns Júliussonar og Markús-
ar Einarssonar, sem manna
bezt eru að stöðum sinum
komnir, aö rangt skuli vera rétt
og rétt skuli vera rangt, ef
H.S.K. hafi mælt svo fyrir.
Hvernig stendur á þvi, að niður-
staða hinna miklu manna, sem
gerræði þurfti til að koma i út-
varpsráð var ekki lesin I heild á
eftir þættinum hinn 17. april sl.?
Aðeins sagt, að felldur úrskurð-
ur skyldi standa. Höfðu menn
þessir tekið eftir þvi i tæka tið,
hve fáránlega skyssu þeir höföu
gert? Menntamálaráðherrann
má vera stoltur af útvarpsráð-
inu sinu.
Um annað i þessum þætti
verður ekki fjallað hér, þótt af
ýmsu sé að taka s.s. þvi, að eyj-
an Birkö við sænska strönd var
kölluð Bjarkey. Af hverju er
ekki Norður-Amerika kölluð al-
farið Vinland hið góöa? Eða þá
sú ósmekkvisi að leika ekki
fagra tóna Mozarts, fremur en
að spyrja um höfund að lagi við
kveðskapinn Hann Tumi fer á
fætur. Auðvitað heldur
spyrjandinn, að tónskáldið hafi
samið lagið við þennan hrifandi
islenzka texta.
Þorleifur Repp má prisa sig
sælan að hafa ekki verið á þessu
þingi. En sjónvarpsunnendur
fengu ekki að sjá neinn hlæja.
Mælifelli, siðasta vetrardag ’7b,
Agúst Sigurösson.
Ætlar þú að notfæra þér hið nýja innlánsform bank-
anna?
.. _ 1
i
l
Guörún Jónsdóttir húsmóöir:
— Ég hef það litil peningaráð, að ég býst ekki við aö geta notfært
mér þetta nýja innlánsform. Annars hef ég lítiö sem ekkert
hugsað um þetta enn sem komið er.
Sigurður Guðgeirsson, starfsinaöur Dagsbrúnar:
— Ég geri ekki ráð fyrir þvi aö notfæra mér þetta nýja innláns-
form á næstunni. Hins vegar lizt mér ágætlega á það.
Axel Þóröarson, fv. kennari:
—• £g er ekki farinn aö hugsa málið. Hins vegar ætla ég að kynna
mér þetta nýja innlánsform.
Skjöldur Eirlksson skólastjóri:
— Ég á enga peninga til þess, auk þess sem mér finnst þetta kák-
ráðstafanir. Það þarf að taka öll peningamálin til gagngerrar
endurskoðunar, og að minum dómi ætti bæöi að gengistryggja og
verðbólgutryggja sparifé og skuldir. Einnig ætti að lækka vexti
stórlega, lengja lán til húsbyggjenda og fleiri, til þess aö menn
hætti að treysta á verðbólguna.
Birna ólafsdóttir húsmóöir:
— Ég hef ekki hugsað mér þaö. Astæöan er ekki sú, að mér litist
illa á þetta innlánsform, heldur hitt, að ég hef kannski ekki neitt
til að leggja inn.
r
TIMA- spurningin