Tíminn - 28.04.1976, Blaðsíða 13

Tíminn - 28.04.1976, Blaðsíða 13
lYIiðvikudagur 28. apríl 1976 TÍMINN 13 JSB í HÁSKÓLABÍÓI Johann Sebastian Bach (1683-1750). Jóhann Sebastian Bach; Messa I h-moll Stjórnandi: Ingólfur Guö- brandsson Flytjendur: Pólýfónkórinn og kammerhljómsveit Einsöngvarar: Guðfinna Dóra ólafsdóttir, Asta Thorstensen, Ruth L. Magnússon, Jdn Þor- steinsson, Ingimar Sigurðsson, Halldór Vilhelmsson. A föstudaginn langa, 16. april, flutti Pólýfónkórinn ásamt kammersveit H-moll messu Jó- hanns Sebastians Bachs i Há- skólabiói. Þetta voru aörir hljómleikarnir af þrennum i þetta sinn, og var þeim útvarp- að, fyrri hlutanum beint. Tón- leikarnir voru afrakstur 19. starfsárs Pólýfónkórsins, en Ingólfur Guðbrandsson stofnaöi hann árið 1957: „Þótt tónlistar- störf Ingólfs séu aöeins unnin i hjáverkum frá erilsömu starfi”, segir i vandaöri og veglega myndskreyttri tónleikaskrá, „hefur hann átt frumkvæöi aö flutningi fjölda tónverka, smærri og stærri, sem heyrzt hafa ifyrsta sinn á Islandi undir stjóm hans, og má þar nefna m.a. Mattheusarpassfu og H-moll messu J.S. Bachs. önnur stórverk Bachs, sem Ingólfur hefur flutt hér, eru Jólaóratórl- an og Jóhannesarpassian”. Enda kom aö þvi i haust aö Ingólfur gekk á fund Páls P. Pálssonar, e.t.v. segjandi eitt- hvaö á þessa leið: „Ég þyrfti eiginlega aö taka nokkra tima i hljómsveitarstjórn — ég ætla nefnilega aö fara aö færa upp H-moll messuna”. Um H-moll messuna H-moll messan var samin á árunum 1738—1738. En þótt hún sé talin eitt af stdrvirkjum mannsandans var hún aldrei flutt i heild á dögum Bachs — þaö varö fyrst áriö 1835. Hún er nefnilega hákaþólsk, samin um hinn heföbundna róm- versk-kaþólska messutexta, og á þessum tima gætti áhrifa kaþólskrar messugeröar æ minna i kirkjum þýzkra mót- mælenda, og þýzkan var langt komin meö aö ryöja latinunni úr vegi. Bach var um þessar mundir á höttunum eftir nýrri stööu. Hann átti i erjum viö borgar- stjómina i Leipzig, sem hann hélt fram aö veldi nemendur I skóla Tómasarkirkjunnar skv. pólitik en ekki tónlistargetu, enda væri árangurinn eftir þvi. En borgarfulltrúar svöruöu þvi til.aö árinni kenndi illur ræöari, og Bach gæti hvorki kennt né haldiö aga. Þegar hinn kaþólski Agúst III varö kjörfursti I Sax- landi (1732), og ári siöar kóngur i Póllandi, skrifaöi Bach honum til Dresden og óskaði eftir stööu viö hiröina og titli sem verndaöi sig gegn heimsku borgarráös- manna. Þessari umsókn fylgdu Kyrie og Gloria, sem nú eru hluti H-moll messunnar. Agúst tók sér 3 ár til aö svara bréfinu, en Bach flutti verkin I Leipzig og bætti smám saman viö Credo, Sanctus, Osanna, Benedictus, Agnus Dei, og Dona nobis pacem. E.t.v. vonaöi hann að Agúst III léti flytja þessa kaþólsku messu I Póllandi, en svo varö ekki, og aldrei mun hún hafa hljómaö i kaþólskri kirkju, segir Durant. ,,Á heimsmælikvarða” H-moll messan er mikiö verk, og það hlýtur jafnan aö teljast til nokkurra tiöinda þegar hún er flutt, hér sem annars staöar. Enauglýsingastandið i kringum þennan flutning hefur tekiö á sig annarlegar myndir — aö þvi lát- iö liggja aö hann væri ,,á heims- mælikvaröa”, en stjórnandinn geröur aö pislarvotti fyrir þaö aö list hans var hafnaö á Lista- hátiö, þrátt fyrir það aö ekkert nema brezkir útsölusöngvarar (heimsfrægir þó) væru i boöi. Flutningurinn á föstudaginn langa tókst um margt stórvel. Þótt ýmislegt heföi mátt betur fara voru tónleikarnir hinn ánægjulegasti viöburöur, enda segir svo um Bach I tónleika- skrá: „Smálög þau, er hann rit- aöi vandvirknislega meö eigin hendi I minnisbók sina fyrir meira og minna ófima eöa leti- gjarna nemendurna — og alla götuna til hinna göfugustu og margslungnustu stórafreka tón- bókmenntanna, þar sem mannshugurinn hefur risiö hæst i snilld sinni, voru öll unnin með fágætu hugarfari hins háttprúöa manns, sem trúöi einlæglega á Drottin Guö sinn — og fann ná- lægö skapara allra fagurra hluta”. Pólýfónkórinn er vel æföur og syngur hreint, og hljómsveitin var skipuð einvalaliöi. En flutn- ingur svo flókins stórverks krefst öruggrar stjórnar, og hana vantaöi tilfinnanlega, bæöi á tónleikunum, þar sem inn- komur voru ekki gefnar (fyrr en I mesta lagi eftir á), og slag stjdrnandans virtist tónlistar- fólkinu óskiljanlegt, auk þess sem höndum haföi sýnilega ver- iö kastaö til æfinga meö hljóm- sveitinni. Kórinn t Pólýfónkórnum eru 148 söngvarar, 53 sópranar, 54 alt, 19 tenórar og 22 bassar„,Kórinn er þvi nær þvi helmingi of stór til aö syngja pólýfóniu svo vel sé, þvi kontrapunkturinn týnist. En kórinn er mjög agaöur, vafalaust eru allir kórfélagar læsir á nótur, og þeir munu njóta reglubundinnar raddþjálf- unar á vegum hans. En söngur hans einkennist af einhverju undarlegu — gleöi — eöa nátt- úruleysi, kórinn viröist hvorki geta sungiö veikt né sterkt, heldur þembist alltaf áfram með sama mezzoforte-tónstyrk. Svona er auövitaö auöveldast aö syngja hreint — þá fyrst reynir á yfirburöi kórs þegar veru- legra styrkleikabreytinga er krafizt. Af tónleikunum á föstu- daginn má ráða aö kórinn skipt- ist i „kjarna” og „statista” — kjarninn gerirallt rétt þrátt fyr- ir stjórnandann, en statistarnir fylgja á eftir. Þetta kom vel fram I hinni vandasömu inn- komu „et ascendit in coelum” i 50. takti kórsins „Et resurrex- it....”: Stjórnandinn gaf enga innkomu, hluti af kórnum kom inn rétt, en hinir tindust inn á eftir. Einn, tveir og nú Þótt Ingólfur Guöbrandsson sé óragur aö takast á hendur flutning hinna stærstu og flókn- ustu verka tónbókmenntanna er ljóst aö hann er þess mjög van- búinn — á þessu sviöi er hann fyrst og fremst söng- og kór- stjóri. Hraöaval (ef um „val” var aö ræöa) var oft handahófs- kennt og sumir kaflarnir allt of hraðir. Fyrsti kórinn, Kyrie eleison (Adagio-Largo) var fluttur a.m.k. þriöjungi of hratt, kórinn Cum sanctu spiritu var alltof hraöur til þess aö pólýfón- ian nyti sin, og i Resurrex- it-kórnum var tempóiö „kramp- agtigt”. „Dýnamik”, þ.e. styrkleika- breytingar, voru svo til engar i flutningnum, eins og áöur var sagt, hvorki hjá kór né hljóm- sveit — allir spiluöu og sungu mezzoforte ailt I gegn. Taktslag stjórnandans virtist ekki koma til skila — þegar verkið „spilaöi sig sjálft” gekk allt vel, en viö vandasöm takt- skipti fór allt i handaskolum: I Gloria in excelsis veröa takt- skipti I 101. takti „et in terra pax”, úr 3/8 i 4/4 þar sem flutn- ingurinn riölaðist gersamlega um hriö. 1 upphafi ariunnar Laudamus te áttaöi hljóm- sveitarbassinn sig ekki á takt- slaginu fyrr en I 3. takti. Og viö hraöaskiptin i 126. takti Confit- eor unum baptisma ráfuöu allir i timalausri eyöimörk um hriö áöur en nýr púls fór aö slá af sjálfu sér. Sömuleiöis má vafa- laust kenna óöruggu slagi stjórnandans hinn slappa púls fiðlueinleiksins i upphafi Laudamus te, og ótaktfast sam- spil flautu og orgel-grunnbassa i arfunni Benedictus qui venit in nomine domini. Nú viröist mega um það deila hvort H-moll messan eigi aö spila sig sjálf, þ.e. hver að syngja með sinu nefi, eöa henni eigi aö stjórna. En hvort sem þaö var meö vilja gert eöa ekki var hinu fyrra ráöi fylgt á föstu- daginn langa. Aö súkum flutn- ingi er þaö helzt aö finna, aö hann vill veröa tilviljanakennd- ur og einhæfur, auk þess sem ýmsir þættir týnast sem I ljós mundu koma ef stjórnandi heföi áhrif á styrkleikahlutföll radd- anna I kór og hljómsveit. Þann- ig týndist t.d. gersamlega hiö mikilvæga fornkirkjustef, sem fyrst kemur fram i bössunum i 73. takti kórsins Confiteor unum baptisma, þegar þeir syngja „confiteor unun baptisma in re- missionem peccatorum...”, og tenórarnir taka upp helmingi hægar i 91. takti. Þá mun þaö teljast almennt stjórnunaratriði hvernig hljómsveitin „fraser- ar” — t.d. var alltof áberandi „búmm-búmm” i bassanum, sem vel heföi mátt spila bundn- ara (sérlega áberandi I dúettn- um Et in unum Dominum). Aö endingu ber að nefna, und- ir haus stjórnunar, afkáralegan framburð kórs og einsöngvara á latinunni, sem var upp á ensku. Er vandséö hverju slikt sætir, annað hvort átti aö nota þýzkan eöa islenzkan framburö, þótt enskan sé til margra hluta nyt- samleg er latinuframburöur ör- ugglega ekki einn þeirra. Text- inn Pleni sunt coeli et terra gloria ejusi Sanctus var borinn fram „sjöli” og „idsjus”, Agnus alltaf boriö fram „anjus”, glor- ia judicare vivos frb. „dsjudi- kare” og Dei unigenltum frb. „unidsjenitum”. Um ariur og einleikara Allir einsöngvarar utan Rut Magnússon stigu fram úr rööum kórsins og sungu sinar ariur, sem segir talsvert um gæöi hans. Siöari dúett þeirra Guö- finnu og Astu (Et in unum Dom- inum) tókst stórum betur en Christe eleison, sem var heldur tætingslegur. Dúettinn Domine Deusminnir meira á veraldlega óperu en kirkjutónlist, og var geöþekkur I flutningi þeirra Guöfinnu og Jóns Þorsteinsson- ar. Jón söng Benediktus laglega — hann viröist vera efnilegur tenórsöngvari, komst vel upp á G en varö aö taka A i falsettu. Vanþakklátasta arian I verkinu er bassa-arian Quoniam tu solus sanctus, sem Ingimar Sigurös- son söng viö undarlegt undirspil homs og fagotta. Ingimar hefur sérkennilega hratt vibrató fyrir Ingólfur Guöbrandsson. bassa, svo að á einum staö, i langdregnu „Jesu”, minnti röddin mest á undirstööudýr is- lenzks landbúnaöar. Halldór Vilhelmssonsöng Etinspiritum sanctum — hann átti viö of mik- inn undirleik hljómsveitarinnar aö striöa auk þess sem hann mun hafa veriö kvefaður. En Halldór ergóður bassasöngvari, og fór niöur á Fis þar sem Fischer-Diejkau veröur frá aö hverfa. En Rut átti heiöurinn af verstu og beztu ariunni. Hún réö ekki viö Laudamus te (Bach með sinum trillum og skraut- nótum er liklega ekki hennar maöur), en bezti einsöngskafli tónleikanna var Agnus Dei, sem húnsöng.Fórþarsaman frábær söngur og fágaö undirspil. Ef eitthvað mætti aö finna, þá and- aöi hún á undan „mundi” i 12. takti i staö þess aö halda tónlin- unni órofinni fram i 13. takt. Tveir einleikarar báru af: Kristján Þ. Stephensen er frá- bær óbisti sem mundi sóma sér hvar sem er, og sama máli gegnir um Lárus Sveinsson trompetleikara. Báöir skiluðu sinum hlutverkum af stakri snilli. Afl þeirra hluta sem gera skal Ingólfur Guöbrandsson hefur unniö mikiö og þarft starf á sviöi íslenzkra menningarmála meö stofnun og rekstri Pólýfón- kórsins. Tónleikar hans hafa fariö sibatnandi meö árunum vegna þess aö stjórnandinn hef- ur borið gæfu til þess að koma upp Ikringum sig harðsnúnu liði kunnáttufólks, raddþjálfurum og hljóöfæraleikurum, auk þess sem hann hefur vafalaust lært mikiö sjálfur af reynslu 19 ára. Allt hefur þetta kostaö mikla peninga, og vér hljótum að fagna hverjum þeim peninga- manni sem vill nota aöstööu sina til aö kaupa sér sess meö listamönnum, hvemig svo sem þeir peningar eru til orönir, við smjörllkisgerö eöa sútun i suð- rænni sól. 25.4. SiguröurSteinþórsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.