Tíminn - 28.04.1976, Blaðsíða 16

Tíminn - 28.04.1976, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Miövikudagur 28. apríl 1976 GRÆNLANDSVIKA í Norræna húsinu Dagskrá 28. apríl: kl. 15:00 Kvikmyndasýning — Knud, um Knud Rasmussen kl. 17:15 ólafur Halldórsson, handritafræöingur, fyrirlestur: „Grönland i islandske kilder” (á dönsku) kl. 20:30 Hans Lynge og Bodil Kaalund kynna listsýninguna (I kjallaranum) og segja frá Grafik Værksted I Godthab kl. 20:30 KVÖLDVAKA í HATIÐASAL MENNTASKÓLANS v/HAMRAHLlÐ Nemendur kennaraskólans I Godthab syngja og segja frá Grænlandi. Kvikmyndir og fleira Árni Johnsen kynnir. Norræna húsið er opið til kl. 23:00 NORRÆNA HÚSIÐ Tónleikar i Háskólabiói fimmtuáaginn 29. april kl. 20.30. StjórnandL PÁLL P. PÁLSSON Einleikari RHONDDA GILLESPIE Efnisskrá: Rossini — William Tell forleikur George Gershwin — Rhapsody in Blue Edward McDowell — Pianókonsert nr. 2 Benjamin Britten — Young Persons’ Guide to the Orchestra. (Framsögn: Þorsteinn Hannesson) Aðgöngumiöar seldir i Bókabúð Lárusar Blöndal, Skóla- vörðustig 2f og Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti 18. L=dllll SINFÖNÍI HLJÖMSVEIT ÍSLANDS f||| KlKISl IWRPID Bifvélavirki — vélvirki Óskum að ráða bifvélavirkja eða vél- virkja til starfa nú þegar i véladeild áhaldahússins i Borgartúni 5, Reykjavik. Upplýsingar um starfið veita verk- stjórarnir á vinnustað eða i sima 21000, Vegagerð rikisins. æmmimmímmmmmmMm $ 0 y-x ■:t Orðsending frá berklavarnadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavikur. Til aö stytta biðtíma þjónustuþega berklavarnadeildar og jafna starf deildarinnar, hefur veriö ákveðiö að koma á tfmapöntunum. Eru þeir, sem þangaö þurfa aö leita, þvf vinsamlega beðnir að panta tima áöur. Tfmapöntun f sfma: 22400 — kl. 8.20-16.15. 5;, f.-i v. Sv. ■b» ’?* I i •V: y-’ Á Hestur í óskilum Dökk jarpur hestur, 5 til 6 vetra, ómarkað- ur er i óskilum i Hækingsdal i Kjós. Verður seldur að 3 vikum liðnum, ef eig- andi gefur sig ekki fram. Hreppstjóri Kjósarhrepps. Lesendur segja: 18300 Op/ð bréf til Gísla Sigurðs- sonar, blaðamJ Arnesi 11/4 1976. 1 Lesbók Morgunblaðsins 4. þ.m. slettir þú svo ógeðslega úr klaufunum, að ég get ekki orða bundizt. Ég hélt, satt að segja, að mað- ur i þinni stöðu og á þinum aldri væri búinn að ná meiri þroska og þjálfuri en svo, að hann léti frá sér fara jafnalgjörlega ábyrgðarlaus skrif. Ekki ert þú nú mjög frum- legur að þessu sinni. Þú minnir mest á belju, sem búin er að tapa jórtrinu og ekki á annarra kosta völ en að fá gerjunina úr næsta kjafti. Þú lepur upp i þig glóðvolga tuggu frá Braga Sigurjónssyni, sem hann er bú- inn að japla á i fjöldamörg ár. Vesalings Bragi greyið það var mál til komið að einhver hvildi hann á jórtrinu. Hver er meining þin með þessum skrifum? Ertu að reyna að vekja upp aftur eitt illvigasta deilumál 20. aldarinnar hér á landi? Ertu að svivirða hæsta- rétt sem dæmdi i málinu? Veiztu ekki, að Laxármál féllu á islenzka rikið með dómi hæstaréttar, þar sem fram- kvæmdavald hafði brotið lög á þegnum þjóðfélagsins? Mið- kvislarmál ættir þú að kynna þér betur, þvi hvert það mál, sem maður dæmir og telur sig hæfan til dómsáfellingar i skyldi maður gjörþekkja. Miðkvislarmenn fram- kvæmdu sjálftöku, það er tóku rétt sinn sjálfir, en sóttu hann ekki til dómsvaldsins, höfðu lög- verndaðra hagsmuna að gæta eins og segir i hæstaréttar- dómi 1972. Miðkvislarstifla var þvi frá upphafi eins og land- eigendur vissu — ólögmæt. Það væri vissulega mikill pólitiskur og menningarlegur sigur fyrir „kommaliðið”, ef það ætti eitt heiðurinn af þvi að hafa bjargað Laxá og komið i veg fyrir það réttarhneyksli, sem verið var að fremja á ibú- um Laxárdals. En þar komu nú fleiri til, Gisli minn, og ekki ert þú langminnugur, ef þú manst ekki góðan hlut Morgunblaðsins að þeim málum og margra fleiri. En hvað um það: ,,komma”-liðið má vera þér þakklátt fyrir að vekja athygli á þess ágæta hlut i Laxárbarátt- unni. Hvernig getur þú sagt, að engin eftirsjá hefði verið að eyð- ingu Laxárdals, einnar fegurstu sveitar á Islandi? Mér finnast þessi ummæli þér til stór- skammar. Hvar er nú náttúru- unnandinn og sjálfstæðishetjan Gisli Sigurðsson? Er Sjálf- stæðisflokkurinn ekki lengur málsvari eignarréttarins? Eða er sósialisminn farinn að læða tánum inn fyrir stafinn hjá þér og kenna undirstöðuatriði þjóð- nýtingar? Þú ert námfús. Ég get varla imyndað mér, að Morgunblaðið ljái þér siður sin- ar framvegis til slikra skrifa og þó allra sizt Lesbókina, sem hingað til hefur verið ópólitisk. Sé ég ekki betur en þú hafir mis- notað vald þitt sem ritstjórnar- fulltrúi til þess að læða inn þess- um óþverra. Ekki eru skrif þin neitt sak- leysisverk þvi greinin er full af lygi og rætni. En hvers vegna? Áttu eitt- hvað sökótt við Þingeyinga? Sé svo hafa þeir hingað til reynzt menn til þess að svara fyrir sig og gera það eflaust enn, ef held- ur sem horfir. Með vinsemd, en litilli virðingu. Jóhanna Á. Steingrímsdóttir. Ávarp til fermingarbarna Fermingardagur. Þegar maður flettir dagblöð- um höfuðstaðarins, um þessar mundir má m.a. sjá langa nafnalista fermingarbarna. Margt flýgur i huga og spurn- ingar um framtið, störf og kjör þessa glæsilega ungmenna- skara verða áleitnar. Þaðeru49ársiðan Ljósberinn flutti smágreinina — „Til fermingarbarna” — frá mér og þar eð ég held að efnið sé enn timabært, vil ég biðja Timann að endurflytja þessa kveðju: ,,— Alltaf finnst mér fermingardagar verahátiðisdag- ar, ekki aðeins fyrir börnin sjálf og þeirra nánustu, heldur og fyrir söfnuðinn i heild, sem þá tekur á móti i félag sitt fleiri eða færri ungmennum, sem eiga smáttogsmáttað fara að starfa að heill og heiðri kirkjufélags- ins. Fermingin er staöfesting skirnarinnar, en skirnin er sátt- máli góðrar samvizku við guð, stofnuð og fyrirskipuð af Kristi sjálfum, sem órjúfandi tákn guðs helgandi náðar og samein- ingar allra barna hans. Fermingin er þannig staðfest- ing þess sáttmála, þess heits endurnýjun, sem aðrir gerðu fyrir barnið á ómálga aldri þess. Fyrir fermingu á barnið aðhafa fengiðnauðsynlega upp- fræðingu i höfuðatriðum kristi- legra lærdóma, leiðbeiningar til að geta með eigin vilja og góðri samvizku staðfest — sáttmála skírnarinnar. Með öðrum orðum: fermingarbarnið heitir guði ævinlegri trú og hollustu, heitir að æfa sig og fullkomna i þvi, sem fagurt er og samkvæmt Krists dýrðlega dæmi. . / — Ég æfi sjálfan mig að hafa jafnan óflekkaða samvizku bæði fyrir guði og mönnum —, segir Páll postuli og — eins og Kristur reis upp frá dauðum, svo eigum vér að ganga i endurnýjung lif- daganna. — Allt þetta minnir fermingin á. Fermingardagurinn er þvi fyrir minum augum einn hinn merkasti dagur á ævi manns og fermingarstundin ein hin hátið- legasta og ætti að vera áhrifarik stundfyrir alla viðstadda. Þá er tækifærið fyrir hina eldri að rifja upp og spyrja sjálfa sig: Hvemig hef ég rækt stöðu mina sem annur lærisveinn Jesú Krisls? Slik sjálfsprófun er öllum nauðsynleg og sjaldan er ræki- legar minnt á hana, en þegar ungmennin ganga að altarinu til að staðfesta skirnarsáttmála sinn. — Haltu fast þvi sem þú hefur — ungi vinur , hver sem þú ert. Slepptu ekkiþvi sem þú hefur af góðum andans gróðri frá æsku- árum þinum. Þú ert skirður i nafni hins þri- eina guðs, þú ert græddur sem grein á lifsmeiðnum Kristi sjálfum, grein sem á að bera fagran og blessunarrikan ávöxt, þú hefur fengið hraustan likama og heilbrigða sál. Haltu fast i þetta allt einnig i þekkingu þá sem þú hefur öðlazt og leitastu við að auka þar við eftir getu. Haltu fast i barnatrúna þina, æskuheimilið þitt og heilræði foreldra þinna og mundu hvað þau hafa lagt á sig þin vegna. Vert þú ljósberiá heimili þinu og öðru umhverfi. Haltu fast i trúna, vonina og kærleikann. Haltu fast i náðarfyrirheit Jesú Krists. Slepptu aldrei guði úr brjósti þinu þá sleppir hann aldrei hendi sinni af þér og gef- ur þér að siðustu kórónu lffsins samkvæmt sinu fyrirheiti, sem aldrei getur brugðizt.” Þessi nær fimmtugu kveðju- orð min vil ég nú endurtaka og biðja guðsblessunar þessa árs æskuskara. Einar Sigurfinnsson Hverageröi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.