Fréttablaðið - 16.11.2005, Qupperneq 18
16. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR18
fréttir og fróðleikur
Embætti Ríkislögreglu-
stjóra heimilaði sakborn-
ingum í Baugsmálinu
lögmætan og ótakmarkaðan
aðgang að tölvugögnum
úr fórum Jóns Geralds
Sullenberger fyrir meira
en tveimur mánuðum. Þeir
hafa ekki enn fengið að sjá
gögnin.
Hinn 29. ágúst síðastliðinn fóru
verjendur sakborninganna sex í
Baugsmálinu fram á það við embætti
Ríkislögreglustjóra að fá aðgang að
öllum gögnum um tölvusamskipti
sakborninga málsins og milli
sakborninga og vitna. Sérstaklega er
getið gagna úr tölvum Jóns Geralds
Sullenberger, sem hann afhenti
Ríkislögreglustjóra í ágústlok 2002.
Verjendur greindu embættinu frá
því að gögnin yrðu skoðuð og metin
af sérfræðingum á þeirra snærum.
Níu dögum síðar svaraði Jón
H. B. Snorrason verjendum og
sagði meðal annars að tölvugögnin
væru aðgengileg í tölvubúnaði í
rannsóknarherbergi á skrifstofu
ríkislögreglustjóra og yrði þeim
verjendum sem óskuðu þess
tryggður aðgangur, aðstaða og
aðstoð til að skoða tölvupóstinn.
Orðrétt segir svo: „Aðgangur yðar
er ótakmarkaður um tölvusamskipti
á milli sakborninga málsins og á
milli sakborninga og vitna.“
Þrátt fyrir þetta hafði aðgangur
að umræddum gögnum ekki verið
heimilaður þegar fram fór þinghald
í Héraðsdómi Reykjavíkur í
fyrradag. Þar kröfðust verjendur að
kveðinn yrði upp úrskurður um að
aðgang sakborninga að gögnunum.
Í kröfunni segir: „Sú ákvörðun
Ríkislögreglustjóra að heimila
ekki í reynd aðgang að gögnum
sem hann í orði kveðnu hefur
samþykkt er í senn ólögmæt og
móðgandi gagnvart sóknaraðila,
auk þess sem háttsemin veldur
því að sakborningar fá ekki notið
lögbundinna úrræða til þess að
verjast útgefinni ákæru.“
Í Héraðsdómi Reykjavíkur lagði
Jón H.B.Snorrason saksóknari fram
beiðni Sigurðar T. Magnússonar,
setts ríkissaksóknara, um mat á
áðurgreindum tölvugögnum. Ætl-
unin virðist sú að ganga úr skugga
um trúverðugleika þeirra. Segir
Sigurður í samtali við Morgun-
blaðið í gær, að kanna eigi áreiðan-
leika aðferða efnahagsbrotadeildar
ríkislögreglustjóra við afritun og
útprentun gagnanna.
Gestur Jónsson, verjandi Jóns
Ásgeirs Jóhannessonar, segir ein-
kennilegt að biðja um mat sér-
fræðinga á trúverðugleika gagna
sem saksóknari hafi þegar lagt
til grundvallar ákærum á hendur
þremur sakborningum. Hitt sé ein-
nig óútskýrt hvers vegna sakborn-
ingar hafi ekki enn fengið aðgang
að gögnum sem heitið hafi verið
fyrir meira en tveimur mánuðum.
Tilhæfulausir reikningar
Hinn 30. ágúst síðastliðinn sendu
verjendur sakborninga í Baugs-
málinu Ríkislögreglustjóra og Jóni
H.B. Snorrasyni saksóknara bréf
þar sem spurt var hvers vegna
Jón Gerald Sullenberg-
er hefði ekki verið
ákærður. Hann hefði
játað á sig refsiverða
háttsemi í tengslum við
innflutning á bifreiðum
frá Bandaríkjunum og
sakborningar ættu rétt á
því samkvæmt jafnræð-
isreglu að vera eins sett-
ir gagnvart ákæru.
Jón H.B. Snorrason
svaraði þessu erindi 14.
október og útskýrði að
„sú niðurstaða grund-
vallast á sjónarmið-
um laga... um meðferð
opinberra mála... um að
höfða ekki mál nema það sem fram
er komið sé nægilegt eða sennilegt
til sakfellis yfir viðkomandi.“
Þetta merkir að saksóknari telur
ekki fullnægjandi gögn til þess að
höfða mál gegn Jóni Gerald.
Saksóknari hefur notað sömu
gögn til þess að höfða mál gegn
Jóhannesi Jónssyni og börnum
hans Jóni Ásgeiri og Kristínu,
vegna tollsvika við bílainnflutning
frá Flórída. Þau hafa neitað sök
fyrir rétti.
Í yfirheyrslugögnum Ríkislög-
reglustjóra er hins vegar að sjá sem
Jón Gerald hafi játað á sig tollsvik.
Í skýrslutöku í Flórída þann 7.
október árið 2002 sagði Jón Gerald
eftir að hafa lýst því að hafa fram-
vísað lægri reikningum fyrir kaup-
verði bifreiða en rétt var: „Reikn-
ingar hefðu síðan verið gefnir út
af Nordica Inc. fyrir mismuninum,
ýmist til Baugs hf. eða annarra
tengdra félaga, en þeir reikning-
ar hefðu ávallt verið rangir og til-
hæfulausir,“ segir í skýrslu Jón
Geralds.
Þessi framburður er staðfestur
af Jóni Gerald í skýrslutöku hjá
ríkislögreglustjóra 22. mars árið
2003.
Síðar við sömu skýrslutöku sagði
Jón Gerald: „Hinn 28. september
1999 útbjó ég reikning á Baug vegna
mismunarins, að fjárhæð USD 7.600
Sá reikningur var einnig gefinn út
af Nordica Inc., en hann var rangur
og tilhæfulaus með skýringum á
kostnaði vegna markaðssetningar
o. fl.“
Af ofangreindum framburði
verður ekki annað séð en Jón
Gerald Sullenberger játi á sig brot
gegn tollalögum. Framburðurinn
er undirritaður af honum,
lögreglufulltrúa og votti.
Jón H.B. Snorrason saksóknari
sá ekki ástæðu til þess að höfða
mál gegn Jóni Gerald þrátt fyrir
þennan framburð eins og fram
kemur í áðurgreindu bréfi hans frá
14. október síðastliðnum.
FRÉTTASKÝRING
JÓHANN HAUKSSON
johannh@frettabladid.is
> Verðvísitala sjávarafurða
Heimild: Hagstofa Íslands
Svona erum við
Kaupmenn hafa nú hafist handa við
að skreyta verslanir sínar og fylla af
vörum sem líklegt má telja að seljist
um jólin en það er sá tími sem gefur
mest í aðra hönd fyrir langflesta
verslunareigendur. Sigurður Jónsson er
framkvæmdastjóri Samtaka verslunar
og þjónustu.
Hvernig leggst þessi jólavertíð í
verslunarmenn? Hún leggst vel í
velflesta eða alla. Það er áfram þensla
í þjóðfélaginu og fólki gengur yfirleitt
vel og það þýðir venjulega að verslun
fyrir jólin mun ganga vel.
Fjölgar ekki Íslendingum sem kaupa
jólagjafir erlendis? Vissulega kaupa
margir gjafir á ferðum sínum erlendis.
Þrátt fyrir það er meirihlutinn keyptur
hér heima og margt líka sem vinsælt
er til gjafa eins og til dæmis bækur
sem ekki fást erlendis.
Hvað munu Íslendingar eyða miklu
um þessi jól? Það er ómögulegt að
segja. Það eina sem við vitum er að
ástandið í þjóðfélaginu er gott og það
er samasemmerki milli þess og að fólk
leyfi sér meira þegar kemur að slíkum
tímamótum. Hvort met verða slegin
verður svo að koma í ljós.
SPURT & SVARAÐ
VERSLUN FYRIR JÓLIN
Bjartsýni
fyrir jólin
SIGURÐUR JÓNSSON
Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og
þjónustu
Árangurslaus bið eftir gögnum
JÓN GERALD SULLENBERGER Hann viðurkennir að reikningar sem hann gaf út hafi verið
rangir og tilhæfulausir.
BRÉF JÓNS H.B.
SNORRASONAR SAKSÓKNARA
Dagsett 7. september.
JÓN H. B. SNORRASON SAKSÓKNARI Jón H. B. telur gögn ekki fullnægjandi til þess að
höfða mál gegn Jóni Gerald.
Ríkisstjórnarsamstarf tveggja stærstu stjórnmálaflokka viðkomandi lands
er gjarnan kallað „stóra samsteypa“ , en sérstök hefð er fyrir þeirri nafngift
á stjórnarsamstarfi stóru flokkanna sínu hvoru megin við miðjuna í
þýskum stjórnmálum, Kristilegra demókrata (og systurflokksins CSU í
Bæjaralandi) og Jafnaðarmannaflokksins, SPD.
Hvað mælir með og á móti
stóru samsteypu? Fordæmi um
svo breiðar samsteypustjórnir er
nær eingöngu að finna í löndum
þar sem hlutfallskosningakerfi
er við lýði. „Stóru samsteypur“
eru gjarnan álitnar óæskilegt
stjórnarmynstur þar sem þær
útheimti miklar málamiðlanir í
stjórnarstefnunni og þær hafi
svo stórt hlutfall þingmanna á
bak við sig að stjórnarandstaðan
megi sín lítils. Stjórnarmeirihluti
„stóru samsteypu“ er gjarnan
það stór að hann auðveldar samþykkt stjórnarskrárbreytinga (í
Þýskalandi þarf tvo þriðju hluta atkvæða þingmanna til að samþykkja
stjórnarskrárbreytingu). Það er reyndar eitt af því sem álitið er kostur við
nýju „stóru samsteypuna“ sem nú er að taka við völdum í Þýskalandi
undir forystu Angelu Merkel, að hún hefur öruggan meirihluta í báðum
deildum þingsins - bæði Sambandsþinginu (þjóðþinginu í Berlín) og
Sambandsráðinu, sem skipað er fulltrúum stjórna þýsku
sambandslandanna sextán. Alllangt er um liðið síðan
þýsk ríkisstjórn hafði meirihluta í báðum þingdeildum.
Þetta hefur staðið í vegi fyrir að mikilvægar umbætur, þar
á meðal á sambandsríkisskipulagi landsins, kæmust til
framkvæmda.
Söguleg dæmi?„Stóra samsteypa“ er skyld þjóðstjórn
að því leyti að innan vébanda hennar sameinast
stjórnmálaöfl sem að öðru jöfnu eru í harðri
baráttu við hvert annað. Þau dæmi sem til eru um
myndun eiginlegra þjóðstjórna eru flest frá stríðs-
og umbyltingartímum, þegar þjóðarsamstaða þykir
mikilvægari en allt annað sem skilur stjórnmálaflokkana
að öðru jöfnu að.
FBL GREINING: „STÓRA SAMSTEYPA“
Höfuðandstæðingar í eina sæng
1.-3. ársfjórðungur 2005
94
,8
94
,9
95
,7
98
,9
4. ársfj.
3. ársfj.
2. ársfj.1. ársfj.
4. ársfj.
2004