Fréttablaðið - 16.11.2005, Síða 20
16. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI:
Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI:
550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA:
Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá
blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Í DAG
VARNARMÁLIN
ÓLAFUR
HANNIBALSSON
Er ekki varnarsamningur við
Bandaríkjamenn og aðild að
NATO okkur nægileg trygging
fyrir því að ekki verði á okkur
ráðist?
Stundum hefur verið haft við orð
að fjarlægðin hafi löngum verið
Íslendingum vernd gegn ásælni
erlendra þjóða. Þegar saga lands-
ins er skoðuð er ekkert fjær
sanni.
Íslendingar gengu undir norsk-
an kóng 1262, aðallega að því er
virðist til að tryggja siglingar
nokkurra skipa árlega til lands-
ins. Jafnvel það reyndist Noregs-
konungum um megn langtímum
saman. Eftir að skreið varð
eftirsótt í Evrópu skorti hins vegar
ekkert á siglingar til landsins og
ruddu Englendingar þar brautina.
Eftir það litu evrópskir verndarar
okkar - fyrst Noregskóngar, síðan
danskir - á það sem meginhlutverk
sitt að hindra frjálsar siglingar til
landsins. Jafnvel það var þeim
um megn, þar til þeir síðarnefndu
fengu því framgengt að hérlendir
gengust undir danska einokun - og
var eftir það skammtaður skítur
úr hnefa um aldir.
Þegar til hernaðarátaka kom
á Atlantshafi á tíma Napóleons-
styrjaldanna reyndist okkur
engin vörn í kóngsins megt í
Kaupmannahöfn og átti þó svo að
heita að ríki hans teygði anga sína
um fjórar heimsálfur.
Samt heyrðust þær raddir hér á
landi á tíma sjálfstæðisbaráttunn-
ar að vörnum landsins væri stefnt
í óvissu með sambandsslitum við
Dani. Fyrri heimsstyrjöldin leiddi
glögglega í ljós að í því sambandi
var okkur ekkert hald. Röksemd-
ina um að sjálfstæð þjóð þyrfti að
geta varið sig afgreiddum við með
þeirri kokhreysti að lýsa einhliða
yfir ævarandi hlutleysi þjóðar-
innar.
Í síðari heimsstyrjöldinni varð
það endanlega skýrt að ekki var
sambandið við Dani okkur aðeins
haldlaus vörn heldur okkur bein-
línis hættulegt. Þrátt fyrir form-
leg mótmæli sættum við okkur við
hernám Breta. Við nýttum okkur
hins vegar sjálfstæði okkar til að
semja um að hlutlaus þjóð - Banda-
ríkjamenn - leysti þá af hólmi og
tæki við vörnum landsins, enda
hyrfu þeir brott að styrjöldinni
lokinni. Það var áreiðanlega ekki
af neinni góðsemi í okkar garð,
sem Bandaríkin tóku að sér þetta
hlutverk. Þeir litu á þetta sem
hluta af sínu heimavarnarkerfi
og þannig þjóna sínum hagsmun-
um fyrst og fremst.
Bæði við inngönguna í NATO og
gerð varnarsamningsins nokkrum
árum síðar var það yfirlýst stefna
Íslendinga - og um það voru allir
stjórnmálaflokkar sammála - að
hér yrði ekki her á friðartímum.
Með öðrum orðum var litið á þetta
sem tímabundið ástand sem var-
aði einungis svo lengi sem það
þjónaði hagsmunum beggja aðila.
Sú afstaða hefur hvað eftir annað
verið ítrekuð af Alþingi síðan.
Sú stefna hlýtur því enn að vera
í fullu gildi þar til Alþingi hefur
samþykkt annað.
Nú eru senn fimmtán ár liðin
síðan kalda stríðinu lauk með
hruni Sovétríkjanna. Þá þegar
vildu Bandaríkjamenn stór-
minnka umsvif sín hér, sýndu
jafnvel á sér fararsnið. Þá brá
svo við, eftir áratuga karp meðal
þjóðarinnar um það hvenær þeir
friðartímar væru upprunnir, að
herinn mætti fara og ætti að fara,
þá sneru stjórnvöld okkar við blað-
inu og fóru bónarveg að Banda-
ríkjamönnum að fara hvergi. Tví-
vegis hefur varnarsamningurinn
verið framlengdur til fimm ára í
senn og nú erum við búnir að vera
samningslausir í næstum fimm ár.
Pukur og leynd hvílir yfir þessum
samningaviðræðum - liggur við
að þær séu feimnismál. Engin rök
hafa komið fram fyrir því að þeir
dvelji hér áfram - nauðugir vilj-
ugir. Engin rök hafa komið fram
um þá ógn sem steðji að landi og
þjóð og útheimti að hér sé trúverð-
ugur varnarviðbúnaður. Engin
haldbær rök hafa komið fram
fyrir þeirri kröfu Íslendinga að
hér séu ávallt til taks fjórar her-
þotur - sem Bandaríkjamenn telja
sig hafa meira brúk fyrir annars
staðar. Er ekki varnarsamningur
við Bandaríkjamenn og aðild að
NATO okkur nægileg trygging
fyrir því að ekki verði á okkur ráð-
ist? Er okkur ekki nóg að vera aðili
að varnar- og öryggissamstarfi
vestrænna þjóða sem nú teygir
sig frá landamærum Rússlands að
ströndum Kína? Það er ekki eins
og við verðum einir í heiminum
þótt Bandaríkjaher hverfi héðan
og hefðum ekki annað en gömlu
haldlausu hlutleysisyfirlýsinguna
að styðjast við í viðsjárverðum
heimi. Og hvers konar vináttu-
vottur er það við Bandaríkjamenn
að krefjast þess að þeir haldi hér
uppi starfsemi, sem þeir sjálfir
telja tilgangslausa og gagnslausa -
og beri af því verulegan kostnað?
Bandaríski sendiherrann hér
á landi benti nýlega á það í skyn-
samlegri grein í Morgunblaðinu,
að hér vantaði sárlega stofnun,
hugveitu, sem stundaði rannsókn-
ir á utanríkis- og öryggismálum
landsins. Með því móti gætum við
kannski lagt fram rök fyrir mál-
stað okkar í samningaviðræðum
við erlend ríki í stað þess að mæta
til þeirra eins og álfar út úr hól og
ætla að treysta á kunningsskap
eða „vináttu“ okkar manna við
einstaka framámenn þeirra. Mér
er ekki kunnugt um neina þjóð
sem byggir utanríkisstefnu sína á
svo veikum grunni.
Snúum okkur svo að því að
ræða hiklaust og djarflega hvað
við á að taka þegar hersetunni
lýkur. Það er ekki seinna vænna.
Tækifæri - ekki ógn
AUGL†SINGASÍMI
550 5000Sögurnar, tölurnar, fólki›.
Frjáls í þúsund ár
„Það er auðvitað stórmerkilegt að í yfir
þúsund ár hefur íslenski heimilisköttur-
inn undantekningarlítið farið frjáls ferða
sinna inn og út úr híbýlum manna í
góðu samkomulagi við heimilisfólk sitt.
Hann hefur haft sína hentisemi en um
leið bægt frá meindýrum á heimilum og
útihúsum. Því til viðbótar er hann þeim
sem það líkar ómetanlegur félagsskapur.
... Já þetta hefur bara gengið bærilega
takk fyrir í yfir þúsund ár án þess að
setja þurfi reglur um málið og þinga um
það í opinberum nefndum.“ Þannig er
komist að orði í Vefþjóðviljanum í gær.
Flóknar reglur
En nú eru breyttir tímar. Vefþjóðviljinn
skrifar: „Það er svo til marks um hve
svonefndir sveitarstjórnarmenn hafa
gjörsamlega tapað áttum að það eru
þeir sem linna nú ekki látum fyrr en
settar hafa verið flóknar reglur um ketti.
Reykjavíkurborg hefur ekki látið sitt
eftir liggja og í nýrri samþykkt borgar-
innar segir: Allir kettir eldri en fjögurra
mánaða skulu örmerktir af dýralækni
skv. stöðlum Alþjóða staðlaráðsins (ISO
11784 eða 11785). Eigendur katta skulu
strax að lokinni örmerkingu katta koma
upplýsingum um númer örmerkis og
nafn og kennitölu eigenda til umhverfis-
sviðs Reykjavíkurborgar sem heldur skrá
um örmerkta ketti í Reykjavík.
Kettir skulu einnig bera hálsól
með upplýsingum um
heimilisfang eiganda
og símanúmer.“
Kettir skannaðir
Vefþjóðviljinn
bendir á að
fyrsta skrefið í
skattheimtu kallist
venjulega því sakleysislega heiti „skrán-
ing“. „Í þessu tilviki minni skráningarað-
ferðin á vísindaskáldsögu því örmerking
samkvæmt ISO-stöðlum sé „lítill kubbur
sem dýralæknir kemur fyrir undir húð
í herðakambi kattar og geymir 15 stafa
númer“ svo vitnað sé í vef „skrifstofu
neyslu og úrgangsmála“ hjá Reykjavík-
urborg sem fer með málefni dýranna
fyrir hönd borgarinnar. „Það verður með
öðrum orðum hægt að skanna ketti
bæjarins áður en langt um líður. Í reglu-
gerðinni er svo að sjálfsögðu
kveðið á um refsiviðurlög,
atbeina lögreglu, handsömunar-
, fóður- og vistunargjald og svo
mun til listi yfir þá vinnustaði
og lóðir sem köttum er bann-
að að valsa inn á“.
gm@frettabladid.is
Rík ástæða er til að fagna kjarasamningi Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins því nú er úr sögunni sá möguleiki að verkalýðshreyfingin standi við hótanir sínar
um uppsögn kjarasamninga, sem hefði að öllum líkindum leitt til
gamalkunnra víxlhækkana launa og verðlags með tilheyrandi stór-
hækkun verðbólgu.
Fulltrúar ASÍ nýttu samningsstöðu sína vel með því að halda
þessari hótun til streitu þrátt fyrir að öllum, og þar með talið þeim
sjálfum, hafi verið morgunljóst að ástæða þess að verðbólgan er
yfir markmiðum Seðlabankans, sem uppsagnarákvæði fyrri samn-
ings miðuðust við, er fyrst og fremst hækkun fasteignaverðs. Ef sú
hækkun er fjarlægð úr verðbólguútreikningum sést að hækkun á
almennum vörum og þjónustu er vel undir uppsagnarákvæði kjara-
samninganna, enda fer ekki milli mála að kaupmáttur þjóðarinnar
er mikill þessa dagana.
Stóru tíðindin eru tekjutenging atvinnuleysisbóta og
fyrirheit um sameiginlegt átak verkalýðshreyfingar-
innar, atvinnulífsins og ríkisins við að vinda ofan af
þeirri miklu fjölgun fólks sem ekki telst vinnufært og
þiggur því örorkubætur.
En hótunin virkaði og uppskeran er samningur sem er um
margt merkilegur. Þar er ekki átt við beinar launahækkanir, sem
með allri virðingu þarf ekki að eyða mörgum orðum í: 26.000 króna
eingreiðsla í desember og 0,65 prósent hækkun launa eftir rúmt ár.
Stóru tíðindin eru tekjutenging atvinnuleysisbóta og fyrirheit um
sameiginlegt átak verkalýðshreyfingarinnar, atvinnulífsins og rík-
isins við að vinda ofan af þeirri miklu fjölgun fólks sem ekki telst
vinnufært og þiggur því örorkubætur.
Atvinnuleysisbætur hafa verið snautlega lágar hér á landi og
það er mikið framfaraskref að hækka þær. Á sama tíma er skyn-
samlegt þak á hæstu bótum og þeim tíma sem þær eru greiddar.
Enn merkilegri er sá kafli úr yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem
kveður á um að draga úr vaxandi örorkubyrði lífeyrissjóða og jafna
stöðuna milli einstakra sjóða en þar segir meðal annars:
„Til að vinna að framgangi þessa máls mun forsætisráðherra
skipa nefnd fulltrúa stjórnvalda, aðila vinnumarkaðarins og
lífeyrissjóða. Verkefni nefndarinnar verði meðal annars að gera
tillögur um samræmingu á viðmiðunum til örorkumats í almanna-
tryggingakerfinu annars vegar og lífeyrissjóðakerfinu hins vegar
þar sem fyrst og fremst verði horft til vangetu einstaklinga til að
afla sér tekna. Jafnframt fjalli nefndin um leiðir til að efla starfs-
endurhæfingu í því skyni að hjálpa einstaklingum sem af einhverj-
um ástæðum hafa ekki fest rætur á vinnumarkaði eða þurft að
hverfa af vinnumarkaði vegna atvinnuleysis eða örorku. Áhersla
verði lögð á að bjóða einstaklingsmiðaða þjónustu þar sem litið
verði til starfsgetu einstaklinganna.“
Þetta er eitt brýnasta efni stjórnmálanna og gríðarlega
mikilvægt fyrir allt þjóðarbúið að þessar aðgerðir komist sem
allra fyrst af stað. ■
SJÓNARMIÐ
JÓN KALDAL
Samningur ASÍ og Samtaka atvinnulífsins getur
falið í sér merkileg tímamót ef vel tekst til.
Til atlögu gegn
örorkuvæðingunni