Fréttablaðið - 16.11.2005, Page 27
][
Stundum þurfa ferðamenn að
teygja sig lengra en áætlana-
flugið nær. Ferðaáhuginn getur
náð alla leið til Rússlands,
enda engin furða. Þar finnst
borgin Moskva sem er draumur
ferðamanna og söguunnenda.
Moskva er borg sem sannkallaður
ferðamaður myndi vilja dvelja í
mánuðum saman enda hefur borg-
in upp á að bjóða óendanlega flóru
af söguslóðum og mannvirkjum.
Vissulega myndi taka tíma að
skoða hvern einasta múrstein í
borginni en Moskva er engu að
síður kjörin ferðamannaborg,
bæði fyrir stuttar ferðir og lang-
ar. Áður en lagt er af stað í slíka
ævintýraferð, án leiðsögumanns,
er vert að skoða vel á netinu hvað
borgin býður upp á. Fjölmargar
heimasíður eru til sem hjálpa til
við að skipuleggja skemmtilega
borgarferð. Hægt er að byrja á
að skoða eftirfarandi síður; http://
www.flybirdy.com, http://www.
moscowcity.com, http://www.
expresstorussia.com og einnig er
sniðugt að kaupa sér góða ferða-
bók um Rússland og Moskvu eða
ferðabókina Lonely Planet.
Enginn ætti að láta fram hjá
sér fara að skoða Kreml og Rauða
torgið. Kreml hefur bæði stór-
brotinn arkitektúr og sögulegt
gildi, bæði fyrir fortíð og nútíð.
Í nágrenni Kreml er að finna
Rauða Torgið, grafhýsi Leníns,
sögusafnið og fleiri merkar bygg-
ingar. Kirkja heilags Basils er
einn af þeim stöðum sem skylda
er að skoða. Kirkjan var byggð í
kringum 1560 í tíð Ívans grimma.
Sagan segir að keisarinn hafi fyrir-
skipað svo að arkitekt kirkjunnar,
Postnik Jakovlev, yrði blindaður
svo hann gæti aldrei skapað neitt
jafnt fagurt á ný.
Einnig geta söguunnend-
ur tekið KGB dagsferð. Skoðað
byggingar sem tengjast valdatíð
Stalíns sem einkenndist af ógnar-
stjórn og ótta. Á þennan máta er
hægt að fá nýja sýn á kalda stríðið
og afleiðingar þess,
Einnig er einstakt að skoða
GUM-verslunarmiðstöðina. Skyn-
samlegast er að reikna með heil-
um degi í GUM. Gott er að hafa
rúblur við höndina þar sem marg-
ar búðir neita að taka nokkurn
annan gjaldmiðil.
Ferðamenn verða svo að láta
reyna á kænsku sína þegar kemur
að því að versla flugfarið. Hægt
er að skoða eftirfarandi síður til
að fá verðhugmyndir á framhalds-
flugi frá áætlunarstöðum íslensku
flugfélaganna. Gott er að byrja á
heimasíðunum www.easyjet.com
og www.ryanair.com. Stúdentar
og ungmenni geta nýtt sér þjón-
ustu Stúdentaferða og er heima-
síðan þeirra www.exit.is.
Stundum eru bestu ferðirnar
þær sem maður skipuleggur sjálf-
ur, óháður og frjáls.
johannas@frettabladid.is
Mikilfengleg Moskva
Hellaskoðun er ævintýraleg upplifun
sem krefst lítils undirbúnings. Víða
um landið má finna hella sem eru
manngengir og bjóða gestum sínum
upp á skemmtilegar skoðunarferðir
árið um kring, því áhrifa árstíða gætir
oft minna í iðrum jarðar en á yfir-
borðinu. Hellaskoðendur mega þó
eiga von á ís og hálku yfir veturinn
og því nauðsynlegt að fara að öllu
með gát.
Nauðsynlegur búnaður í hellaferð-
ir eru góðir skór, hjálmur og gott
rafmagnsljós. Að auki er sniðugt að
taka myndavél með þar sem margt
leynist í myrkrinu sem er ólíkt öllu
sem sést ofanjarðar. Kyndlar og
kerti eru ekki vinsæl í hellum vegna
mengunar en slæm umgengni og
skemmdaverk hafa eyðilagt ómetan-
legar náttúruperlur á undanförnum
árum.
Af skemmtilegum hellum fyrir
byrjendur í hellaskoðun má nefna
Djúpahelli í Bláfjöllum og Raufar-
hólshelli í Þrengslum en sá síðar-
nefndi er vel yfir kílómetra á lengd.
Hellaskoðun allt árið
Í HELLUM GÆTIR OFT MINNI ÁHRIFA ÁRSTÍÐA EN Á YFIRBORÐI JARÐAR.
Hvatt til hvataferða
Kynningar á Íslandi á Norðurlöndum.
Grýlukerti af öllum stærðum og gerðum
á gólfi Raufarhólshellis.
Ráðstefnuskrifstofa Íslands og
Ferðamálaráð í samvinnu við
Icelandair og Sendiráð Íslands
í Stokkhólmi og Kaupamanna-
höfn stóðu í síðustu viku fyrir
kynningum sem miðuðu að því
að markaðssetja Ísland sem
áfangastað fyrir ráðstefnur,
viðburði og hvataferðir.
Norðurlöndin eru einn af mikil-
vægustu mörkuðum íslenskrar
ferðaþjónustu hvað varðar ráð-
stefnu- og hvataferðir. Kynningar
hafa verið haldnar í London og
Helsinki og nú síðast í Stokkhólmi
og Kaupmannahöfn sem miða
að því að markaðssetja Ísland
sem áfangastað fyrir hvata- og
ráðstefnuferðir. Tíu íslensk fyrir-
tæki voru valin með í för sem öll
sérhæfa sig í móttöku á ráðstefnu-
og hvataferðamönnum. Á kynn-
ingarnar voru svo boðaðir erlend-
ir fulltrúar sérhæfðra fyrirtækja
á þessu sviði sem voru sérvaldir
með tilliti til mögulegra viðskipta
í framtíðinni. Þessar kynningar
reynast því mikill stuðningur
við íslenska ferðaþjónustuaðila.
Á kynningunum var farið yfir
þjónustu Ferðamálaráðs Íslands
og Ráðstefnuskrifstofu Íslands.
Fyrirhugað ráðstefnu- og tónlist-
arhús sem mun rísa í Reykjavík
var kynnt ásamt þeirri aðstöðu og
möguleika sem landið hefur upp á
að bjóða.
Nýhöfn í Kaupmannahöfn. Norðurlöndin
eru mikilvægasti markaður íslenskrar ferða-
þjónustu á sviði ráðstefnu- og hvataferða.
Dómkirkja heilags Basils. GUM-verslunarmiðstöðin.
Kreml.
Bolshoi-balletinn í Moskvu.
�������������������������������� ����������������������������������������������������������
������������������������������������������������������������
���������������������������������������
��������������������������������������������
���������������
���������������������������������
�������������������
���������������
������������������ ���������������
�����������������������������
Aðventustemning
í Básum
Aðventuferð í Bása 25.–27. nóvember.
Brottför frá BSÍ kl. 20 föstudaginn
25. nóvember
Aðventuferð Jeppadeildar í Bása
3.–4. desember.
Brottför frá Hvolsvelli kl. 10
laugardaginn 3. desember.
þarf ekki að vera mikill til þess að ferðalagið geti verið gott. Oft er nóg að
taka með sér helminginn af því sem maður heldur að sé nauðsynlegt.
Farangur