Fréttablaðið - 16.11.2005, Síða 40
Mikil gróska er í sauðfjárrækt á Íslandi um
þessar mundir. Bú eru að stækka og margir
bændur eru að hugsa leiðir til að hagræða í
rekstri sínum. Jafnvægi á kjötmarkaði hefur
leitt til þess að salan á lambakjöti hefur auk-
ist eftir samdrátt undanfarin tvö ár. Vöruþró-
un hefur einnig aukið eftir-
spurn eftir tilbúnum kjöt-
réttum. Bændur fá fyrir
vikið hærra verð fyrir af-
urðir sem þeir leggja inn í
sláturhús. Einnig hefur
hagræðing og fækkun slát-
urhúsa leitt til þess að hægt
er að greiða bændum
hærra verð. Þetta er mat
viðmælenda Markaðarins
sem þekkja vel til í sauð-
fjárrækt.
Jóhannes Sigfússon, for-
maður Landssambands
sauðfjárbænda, segir mik-
inn hug í sauðfjárbændum
um þessar mundir. Margir
séu að endurskipuleggja
reksturinn til að fækka
handtökum við búskapinn.
Fjárfestingar hafi legið niðri undanfarin ár
vegna lélegrar afkomu. Hann sjái merki þess
að þetta sé að breytast nú. Menn séu farnir að
fjárfesta aftur í greininni, sem sé mjög já-
kvætt. Það sé forsenda framfara og betri af-
komu.
Sindri Sigurgeirsson, bóndi í Bakkakoti í
Borgarfirði, segir bændur loksins vera að fá
tekjuauka eftir mögur ár þegar tekjur dróg-
ust saman. Eftir fækkun sláturhúsa séu þau
betur í stakk búin að borga hærra verð fyrir
lambakjötið. Aukin eftirspurn eftir lamba-
kjöti hafi líka leitt til verðhækkunar upp á ell-
efu prósent. Lækkun útflutningsskyldu hafi
líka leitt til kjarabóta fyrir bændur. Kjarabót-
in nemi þá um tuttugu prósent, en bændur fá
mun lægra verð fyrir útflutt kjöt en það sem
selt er á Íslandi.
HAGRÆÐING SKILAR SÉR TIL BÆNDA
Steinbjörn Tryggvason, sláturhússtjóri á
Hvammstanga, tekur undir með Sindra, að
hagræðing hjá sláturhúsum sé að skila bænd-
um meiri tekjum fyrir afurðir sínar. Fækkun
sláturhúsa þýði að meira magn fer í gegnum
húsin og rekstur þeirra batni. Húsin keppi
um kjöt frá bændum. Samt sé ekki mikill
verðmunur í boði fyrir kjötið yfir það heila.
Einhver mismunur sé eftir gæðaflokkum. Sjö
sláturhús á landinu geti nú slátrað sauðfé.
Steinbjörn segir að söluaukningin hafi ver-
ið mikil undanfarið og ennþá sé feikna sala.
Kjötfjöllin séu liðin tíð og kjötið hafi klárast
undanfarin þrjú ár. Búið sé að slátra mestu í
ár og honum líst vel á framhaldið. Búast megi
við að verðið til bænda hækki áfram. Þetta
hljóti að leiða til viðsnúnings í rekstri sauð-
fjárbúa.
Sláturhússtjórinn segir að sláturhúsið skili
hagnaði af rekstri sínum. Kröfur um aðbúnað
séu alltaf að aukast sem hafi þýtt miklar fjár-
festingar. Slátrun sauðfjár sé árstíðabundin
og því nýtist þessi fjárfesting ekki nema hluta
úr ári. En þetta hafi sloppið og í því sambandi
hafi fækkun sláturhúsa skipt miklu máli.
TÍMABÆR HÆKKUN AFURÐA
Erna Bjarnadóttir, sviðsstjóri hjá Bændasam-
tökum Íslands, segir að sláturleyfishafar hafi
hækkað verð um tíu til tólf prósent. Það, og
lækkun útflutningsskyldu, hafi þýtt tuttugu
prósent hærra verð fyrir afurðirnar. Þá hafi
verið greitt hæsta verð fyrir meira magn af
innlögðu kjöti en áður. Þetta sé tímabær
hækkun því kostnaður hafi hækkað meira en
tekjur undanfarin tvö ár. Hægt sé að líta á að
verðlækkanir frá árinu 2003 séu að ganga til
baka.
Erna segir að árin 2003 og 2004 hafi verið
mögur fyrir sauðfjárbændur. Miðað við veltu
á árinu 2004 hafi hver kind verið að skila um
10.700 krónum í tekjur. Þá eigi eftir að borga
allan kostnað og borga laun. Hagnaður búa
fari mikið eftir því hvað mikið er afskrifað.
Hún segir tækniþróun hafa átt sér stað
innan greinarinnar og hagkvæmni stærri búa
að skila sér. Árin 1997-1998 hafi verið um 40
bú með fleiri en 501 ærgildi. Fjöldi þessara
búa sé núna orðinn 61. Meðalbúið sé klárlega
að stækka. Þessi þróun sé samt ekki eins hröð
og í mjólkurframleiðslu, þar sem mikil tækni-
þróun hafi orðið um leið og búin stækkuðu.
ÁLAGSTÍMAR GERA STÆKKUN ERFIÐA
Jóhannes Sveinbjörnsson, bóndi á Heiðarbæ
á Suðurlandi, er einn þeirra framsæknu
bænda sem hafa verið að hagræða í rekstri
sínum með það að markmiði að auka tekjur
búsins án þess að vinna og kostnaður aukist
mikið um leið. Hann hefur innleitt véltækni
við fóðrun. Heyrúllur eru hífðar með hlaupa-
ketti og settar í gjafagrindur. Þar er plastið
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 MARKAÐURINN12
Ú T T E K T
Sauðfjárbændur eru ekki öfundsverðir af tekjum sem þeir fá fyrir framleiðslu á lambalærum sem eru
á borðum margra landsmanna um helgar. Þó hefur verð á afurðum þeirra hækkað á þessu ári.
Einnig hefur hagræðing átt sér stað í greininni og margir leita leiða til að fækka handtökum við bú-
störf. Björgvin Guðmundsson metur stöðuna í sauðfjárrækt.
Kindin skilar um sjö þúsund krónum
Hagnaður sauðfjárbúa í fyrra var að meðaltali 800 þúsund krónur.
Sauðfjárrækt í sókn
F R A M L E G Ð Á H V E R J A K I N D
F J Á R H Æ Ð I R Í T Ö F L U N N I E R U Í K R Ó N U M .
TEKJUR
Bústærð 201-300 401-500
Dilkakjöt 3.983 3.272
Umsýslukjöt 907 1.324
Greiðslur frá ríki 5.668 4.777
Ull 573 501
Gærur/slátur 157 167
Heimanot 170 179
Annað 77 125
Afurðir af kind 11.534 10.341
KOSTNAÐUR
Heimaaflað fóður 2.033 2.061
Kjarnfóður 155 134
Annað 116 95
Fóðurkostnaður 2.304 2.291
Dráttarvélar 93 90
Verkfæri 92 75
Aðrar rekstrarvörur 68 103
Rekstrarkostnaður 254 269
Lyf og dýralæknar 128 128
Sláturkostnaður 70 81
Sjóðagjöld 249 178
Flutningur á afurðum 164 170
Önnur þjónusta 123 72
Þjónustugjöld 733 629
Breytilegur kostnaður samtals 3.291 3.188
Framlegð á kind 8.230 7.163
Framlegð eru tekjur að frádregnum breytilegum kostnaði. Tölur eru fengnar í
skýrslu Hagþjónustu landbúnaðarins og eiga við fyrir árið 2004.
Samkvæmt nýútkomnum búreikn-
ingum, sem hagþjónusta landbúnað-
arins vinnur, var hagnaður sér-
hæfðra sauðfjárbúa 806 þúsund
krónur í fyrra. Á þá eftir að greiða
eigendum laun. Hlutfall hagnaðar af
heildartekjum var 18,9 prósent sam-
anborið við 20,9 prósent í heildarúr-
taki búa árið 2003 og 23,7 prósent
árið 2002. Tekjur bænda hafa hækk-
að með hækkandi afurðaverði á
þessu ári og lækkandi útflutnings-
skyldu. Aukin sala á kindakjöti og
hagræðing við slátrun er að skila sér
til baka til bænda.
Þegar afkoma sömu sauðfjárbúa í
búreikningum er borin saman árin
2003 og 2004 kemur í ljós að hagnað-
ur fyrir laun eigenda hækkar lítil-
lega eða um 3,8 prósent. Skýringin
liggur aðallega í hærri búgreinatekj-
um en þær ná að vega upp á móti
kostnaðarhækkunum búanna. Af-
koma sauðfjárbúa í heildarúrtaki er
svipuð og verið hefur undanfarin ár.
Sindri Sigurgeirsson, bóndi í
Bakkakoti í Borgarfirði, segir að árið
2004 hafi verið erfitt ár fyrir sauð-
fjárbændur. Í ár séu bændur fyrst að
fá greitt fyrir hagræðingu innan
greinarinnar. Lambakjöt hafi verið
vinsælt upp á síðkastið sem hefur
skilað bændum ellefu prósenta verð-
hækkun á afurðum. Bændur þurfi
ekki heldur að flytja eins mikið út
samkvæmt útflutningsskyldu, en
þeir fá mun lægra verð fyrir það kjöt
en það sem er innlagt í sláturhúsin.
Sindri segir þó að margir kostnað-
arliðir hafi hækkað eins og rúlluplast
og olía, sem séu stórir liðir í rekstri
sauðfjárbúa. Til dæmist hafi plast-
rúlla kostað 4.800 krónur árið 2003
en 7.200 krónur í sumar.
Búgreinatekjur sauðfjárbúa
hækkuðu um 6,5 prósent í fyrra og
framlegð jókst um 3,3 prósent. Hálf-
fastur kostnaður jókst um 1,3 pró-
sent og afskriftir um 7,8 prósent
milli ára. Fjárfestingar búanna juk-
ust lítið í krónum talið á milli ára eða
um 150 þúsund krónur og munar þar
helst um fjárfestingar í vélum og
tækjum.
Heildarskuldir sauðfjárbúa í hlut-
falli við heildartekjur voru um 119
prósent árið 2004 en voru 113
prósent árið 2003. Samkvæmt þessu
hækka skuldir því hraðar en tekjur á
milli ára.
RÍKISSTYRKT SAUÐFÉ Ríkið styrkir sauðfjárbændur, sem eiga rétt á beingreiðslum, um 4.600 krón-
ur fyrir hvert ærgildi. Þó er enginn framleiðslukvóti í gildi og geta bændur framleitt það magn sem
þeir vilja.
12_13_Markadur-lesið v/myndir 15.11.2005 14:51 Page 2