Tíminn - 07.05.1976, Qupperneq 21
Föstudagur 7. maí 1976.
TÍMINN
21
Strandamaður skrifar;
„Vonum að þeir finni sér
verkefni við hæfi
Sigurður Jónsson, skrifar:
Vegna svara menntamála-
ráðherra við spurningum
minum um dreifingu
sjónvarps i þættinum „Bein
lina” sunnudaginn 25. april,
langar mig að vekja athygli
hans og annarra alþingis-
manna á að skilningur og
samúð er ekki það sem við
erum að fara fram á, heldur
'raunhæfar aðgerðir.
Alþingi hefur nú haft fjögur
ár til að athuga tillögur um
dreifingu sjónvarps, án þess
að komast að niðurstöðu um
hvað eða hvort nokkuð skuli
gert til þess að allir lands-
menn fái notið útsendinga
sjónvarps.
Fyrr á þessari öld var sagt:
„Vilji er allt sem þarf”, og hið
sama á einnig við hér um
sjónvarpiö. Ef vilji alþingis-
manna væri fyrir hendi væri
vel hægt að samþykkja báðar
þær tillögur sem nú liggja
fyrir Alþingi um sjónvarp á
sveitabæi og breytingu á
útvarpslögunum. Ég hefði þó
talið að tillagan um breytingu
á útvarpslögum ætti að miða
við að fénu, sem með
breytingunni aflaðist, yrði
varið til viðhalds og endurbóta
á dreifikerfi útvarps og sjón-
varps. En byggðasjóður leggði
til það fé sem þarf til að koma
upp þeim endurvarpsstöðvum
sem þarf fyrir sjónvarpið, og
það bundið við að stöðvarnar
kæmust allar upp á næstu
tveimur árum.
Einnig væri vert að athuga
hvort meiri sóun það er á
okkar dýrmæta gjaldeyri að
leyfa innflutning lita-
sjónvarpstækja, sem skila
verulegum tekjum til
uppbyggingar sjónvarps-
dreifikerfirins, heldur en að
verja gjaldéyrinum til tak-
markalausra svallferða
Islendinga til annarra landa,
sér og þjóð sinni oft til litils
sóma.
Ennfremur vil ég benda öll-
um háttvirtum alþingismönn-
um á, af gefnu tilefni, að við
íslendingar erum ein þjóð og
án þess að ganga inn á annarra svið"
eigum að bera allir jafnar
byrðar með sköttum og skyld-
um og við eigum einnig að
njóta allir sama réttar til
opinberrar þjónustu, án tillits
til búsetu.
Ef hins vegar Alþingi, það
sem nú situr, lætur sér nægja
að „athuga málið”, eins og
menntamálaráðherra sagði,
án þess að hafast nokkuð
meira að, þá sýnist mér að
ræða Alberts Guðmundssonar
um sjónvarpsmál á Alþingi I
vetur sé raunveruleg stefnu-
ræða Alþingis I sjónvarps-
málum og málefnum dreif-
býlisins yfirleitt. En ef svo er
ekki þá er enn timi til að bæta
þar úr á þessu þingi og þing-
styrkur nægur hjá þing-
mönnum dreifbýlisins til að
koma þeim málum fram sem
vilji þeirra er til.
Stóra Fjarðarhorni, 27. april
Sigurður Jónsson
Getum lært af Kínverjun
Svo virðist, úr fjarska séð að
minnsta kosti, að Kínverjum
hafi tekizt miklu betur en til
dæmis Indverjum, svo að nefnd
sé næststærsta þjóð Asiu, að
koma lagi á mál sin og sjá öllum
sinum milljónum farborða.
Mér skilst lika.að þeir fari
talsvert aðrar leiðir en til dæmis
er gert i Sovétrikjunum, þar
sem svo mikið kapp er lagt á
stóriðju. Kinverjarnir sýnast
treysta miklu meira á smáiðnað
og leggja kapp á, að hvert þorp
sé sjálfbjarga, eftir þvi sem við
verður komið. Ég hef það á
tilfinningu, af þeim frásögnum
sem ég hef lesið, að þeir setji
ekki gróöa efstan alls, heldur
vilji varðveita kyrrlátt lif, vafa-
laust i þeirri trú, að þvi fylgi
meiri farsæld en svimháum
tölum og gifurlegum afköstum i
drynjandi vélasölum.
Við vitum, að Kinverjar eru
ævaforn menningarþjóð, sem
tileinkað hefur sér mikla þolin-
mæði og elju og býr að fornri
Mao formaður getur vafalltið
kennt okkur margt. Hitt er svo
annaö mál hvernig okkur nýt-
ist það hér, sem vel á við i
Kina.
speki. t sumum greinum, sem
heita mega næstum þvi nýmæli
á mælikvarða aldanna, hafa
þeir mjög langa og mikla
reynslu, erfða frá kynslöð til
kynslóðar. Þar á meðal er fisk-
rækt og fiskeldi. Nú vill svo til,
að við höfum tengt vonir við
þessa atvinnugrein, og við
eigum menn, sem af þekkingu
og dugnaði hafa unnið að
þessum málum. Hvernig væri
nú, að þeir leituðu liðsinnis hjá
Kinverjum, sem hafa reynslu
margra alda að baki sér og
föluðust eftir að fá að njóta góðs
af henni?
Kinverjar hafa getið sér gott
orð hér, að mér heyrist, og
sendiráðsmenn þeirra hafa
farið talsvert aðra leið i viðleitni
sinni að kynnast okkur, heldur
en titt 'er um slika sendimenn.
Ekkert er liklegra en þeir tækju
málaleitan af þessu tagi vel.
Ég, sem þetta skrifa, er ekki
neinn sérfræðingur á neinu
sviði, heldur aðeins ósköp
venjulegur borgari, sem aðeins
á minn kunningjahóp. Ég segi
ekki, að ég hafi neitt vit á þessu
umfram aðra menn, fjarri þvi.
Ég skýt þessu fram til
athugunar þeim, sem miklu
betur vita
Siguröur Sigurðsson.
HRINGIÐ I SIMA 18300
AAILLI KLUKKAN 11 — 12
Hvað fannst þér þegar brezku togararnir fóru
út fyrir 200 mllurnar?
Guðmundur Bjarnason, sölumaður:
Það litla, sem ég fylgist með i þessu máli ennþá, það lizt mér á
sem sigur fyrir okkur og mikilvægan áfanga.
TÍMA- spurningin
Heiðar Breiðfjörð, verkamaður:
Mjög gott, þetta er mikill áfangi og ég tel að þarna hafi þolin-
mæði okkar Islendinga sigraö. Þó býst ég varla viö að þetta verði
Þóroddur Gunnarsson, sjómaöur:
Þetta er mjög athyglisverður sigur. Það næsta sem þeir senni-
lega gera er að bjóða eiúhverja samninga, sem við vonandi tök-
um ekki á móti.
Björgvin Ingibergsson, simamaður:
Mér lizt virkilega vel á þetta, þetta er verðskuldaður sigur, sem
helzt ber að þakka iandhelgisgæzlunni. Bretarnir eru búnir að
gefast upp, eru orðnir þreyttir á þessu.
Gunnar Magndsson, skrifstofumaður:
Mér finnst þetta ágætt. Ég held að Bretarnir séu aö gefast upp,
sem bezt sést á þvi að mér skilst að niu af freigátum þeirra séu
komnar i slipp til viðgerða vegna skemmda sem þær hlutu á ls-
landsmiöum.