Fréttablaðið - 16.11.2005, Síða 56
Stjórnmálamenn hafa verið born-
ir þungum sökum í opinberri um-
ræðu að undanförnu, eða svo má
virðast, og þeir hafa verið sagðir
vilja spara, eða jafnvel það sem
enn alvarlegra virðist vera talið –
að hagræða. Þessar ásakanir
virðast angi hugsunarháttar sem
leggur að jöfnu útgjöld t.d. til
menntamála eða nýsköpunar og
árangur.
Fáir efast um að mannauður
sé mikilvægur þáttur í hagvexti
og velsæld ríkja. Hins vegar eru
tengslin á milli þeirrar fullyrð-
ingar og því sem gjarnan er kall-
að „nauðsyn aukinna útgjalda
hins opinbera til menntamála“
síður en svo skýr. Í fyrst lagi er
skólaganga slakur mælikvarði á
mannauð, rannsóknir virðast
benda til þess að þótt tiltölulega
hár ávinningur sé af grunn-
menntun lækki jaðarávinningur-
inn hratt. Í öðru lagi mælast
tengsl á milli skólagöngu þjóða
og hagvaxtar illa eða alls ekki og
eru í besta falli umdeild meðal
fræðimanna. Raunar virðist allt
eins líklegt að aukin hagsæld
leiði til að þjóðfélög ákveði að
verja auknum fjármunum til
skólagöngu eins og að skóla-
ganga auki hagvöxt.
Annað nátengt þessu er hvern-
ig fjármunum er varið til mennt-
unar. Rannsóknir sýna að ekki
eru tengsl á milli útgjalda til
menntamála og gæða menntunar.
Hins vegar hafa í sumum rann-
sóknum komið fram tengsl á
milli gæða menntunar og hag-
vaxtar.
Í umræðu um menntamál hlýt-
ur aðalatriðið að vera hvernig
peningunum er varið og hvaða
árangur næst. Augljósasta leiðin
til að nýta fjármunina betur er að
nýta sér kosti einkarekstrar
a.m.k. til hliðar við ríkisrekstur.
Það er þó alltaf hver og einn ein-
staklingur sem tekur ákvörðun
um hvort og að hve miklu leyti
hann ákveður að fjárfesta tíma
sínum í menntun. Fólk jafnt ungt
sem gamalt fjárfestir í framtíð-
inni og besta leiðin til að fá ungt
fólk til að fjárfesta í menntun er
að sjá til þess að það sé arðbært
að fjárfesta í henni.
AUKIN ARÐSEMI MENNTUNAR
Nú nýverið hefur menntamála-
ráðherra lagt til að menntaskóla-
nám verði stytt í þrjú ár til sam-
ræmis við það sem víða gerist í
nágrannalöndunum. Eins og við
var að búast, hefur þessa tillaga
mætt töluverðri tortryggni.
Kennarar virðast uggandi um
sinn hag enda minnkar spurn eft-
ir þjónustu þeirra um fjórðung.
Aðrir hafa talið að ekki megi
stytta menntaskólann þar sem
það sé svo skemmtilegt að vera í
honum, það er þó lítið sem
menntamálayfirvöld geta gert ef
fólki leiðist eftir að menntaskóla
sleppir, enda ekki skemmtimála-
ráðuneyti.
Hins vegar kann að vera að
með styttingu menntaskólanáms
verði menntaskólarnir að ein-
hverju leyti verr í stakk búnir til
að veita fólki almennan undibún-
ing undir lífið með t.d. kynningu
á bókmenntum og listasögu. Hins
vegar er vitanlega spurning
hvort skólinn megi ekki nýta bet-
ur þann tíma sem hann þegar
hefur til ráðstöfunar og nemend-
ur verði ekki síðan sjálfir að afla
sér slíkrar þekkingar á eigin
ábyrgð, enda heimsbókmenntir
einungis leiðinlegar þegar þær
eru skyldulesning, eins og góð
bókasala sýnir ár eftir ár.
Hins vegar hefur stytting
menntaskólanáms ótvíræðan
kost, en það er að auka arðsemi
menntunar. Fólk bregst við hvöt-
um og það má búast við að fólk
afli sér meiri menntunar því arð-
bærara sem það er. Það sést t.d.
með mikilli sókn í endurmenntun
hvers konar um þessar mundir.
Það skýrir líka hvers vegna að
þrátt fyrir há skólagjöld, sækja
sér fleiri háskólamenntun í
Bandaríkjunum, en víðast hvar í
Evrópu, þrátt fyrir að skólagjöld
séu þar engin. Fólk með háskóla-
menntun í Bandaríkjunum er
með hærri laun sem hlutfall af
meðallaunum en í Evrópuríkjum,
með öðrum orðum launamunur
er meiri.
Arðsemi menntunar fyrir
hvern einstakling er jafngild nú-
virtum þeim tekjum sem búast
má við að menntunin veiti um-
fram það að sækja sér hana ekki
að frádregnum kostnaðinum við
menntunina auk þeirra tekna
sem einstaklingurinn verður af
meðan á námstíma stendur. Það
eru því gróft á litið þrjár breytur
sem hafa áhrif á arðsemi mennt-
unar, grunnvextir sem ríkið hef-
ur ekki áhrif á að öðru leyti en
því að reka ábyrga ríkisfjármála-
stefnu, launamunur en ríkið get-
ur haft áhrif á hann með því að
draga úr jaðarsköttum, þótt sú
tillaga heyrist sjaldan úr röðum
mannauðsfræðinga í stétt stjórn-
málamanna og svo loks með því
að stytta námstíma. Stytting
námstíma í menntaskóla getur
því aukið arðsemi menntunar að
hinum breytunum óbreyttum.
Það er ekki verið að gengisfella
stúdentsprófið heldur verið að
horfast í augu við þá staðreynd
að fyrir vel flesta nemendur er
stúdentspróf ekki lengur loka-
markmið námsferils, heldur
áfangi í öflun mannauðs, ferða-
lag sem aldrei lýkur.
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 MARKAÐURINN16
S K O Ð U N
Heimsmynd þráhyggju um viðskiptalífið:
Í besta falli
gagnslaus umræða
Hafliði Helgason
Það er einkennileg umræða sem Morgunblaðið stendur fyrir þessa dag-
ana, þar sem sífellt er reynt að sá fræjum tortryggni í garð íslensks við-
skiptalífs. Sú heimsmynd sem leiðarar blaðsins og Reykjavíkurbréf
birta með reglubundnum hætti er mynd af viðskiptalífi þar sem óvæg-
in öfl hrifsa til sín auðlegð þjóðarinnar.
Hápunkti náði þessi málflutningur ritstjóra Morgunblaðsins í leiðara
síðastliðinn sunnudag undir fyrirsögninni „Ribbaldaskeið?“ Þar vitnar
leiðarahöfundur í grein Jóhanns J. Ólafssonar sem lengi var formaður
íslenskra stórkaupmanna eða heildsala eins og þeir voru kallaðir og
Jónasar Haralz, fyrrverandi bankastjóra. Kveikja þeirrar greinar var
Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins þar sem ritstjóri Morgunblaðsins hjó
enn á ný í sama knérunn og venjulega þegar íslenskt viðskiptalíf ber á
góma.
Það sem hefur einkennt þessa umræðu um viðskiptalífið hafa verið
hálfkveðnar vísur sem benda eiga til þess
að siðferði og starfsháttum íslenskra fyr-
irtækja sé verulega ábótavant. Dæmin
hafa hins vegar ekki verið nefnd, en látið
að því liggja að staðfest vitneska úr laun-
helgum innvígðra liggi að baki þessum
skrifum. Þetta eru ósmekkleg skrif og
freistandi að álíta að aðrar hvatir liggi
ekki að baki þeim en óvild í garð tiltekins
hóps kaupsýslumanna sem hefur látið til
sín taka í íslensku viðskiptalífi.
Nú er ekkert óeðlilegt við það að hnút-
ur fljúgi um borð þegar tekist er á í við-
skiptalífinu. Rétt eins og í stjórnmálum er
tekist á af hörku í viðskiptum. Þar má vera
að menn hafi á stundum farið fram úr sér.
Heildarmyndin, ef menn hefðu áhuga á að
horfa á hana, er hins vegar sú að siðferði á
markaði virðist ekki verra hér en gerist og
gengur í öðrum vestrænum ríkjum. Ekki
hefur heldur verið á það bent að regluverk
viðskiptalífsins sé í stórum dráttum öðru-
vísi hér en hjá þjóðum sem við viljum bera
okkur saman við.
Vel kann að vera að ungæðisháttur hafi
að einhverju leyti ríkt á íslenska markaðn-
um. Sérstaklega mátti sjá þess merki á
fyrri hluta síðasta áratugar, þar sem verð-
mætar upplýsingar um skráð fyrirtæki
láku út áður en þær voru almennt kunnar. Fullyrða má að dregið hafi úr
slíku og að meiri agi og kröfur séu á markaðnum nú en áður.
Þeir sem sjá skrattann í hverju horni íslensks viðskiptalífs grípa oft
til þeirra fullyrðinga að óráð og ævintýramennska ráði för í sókn ís-
lensks viðskiptalífs erlendis. Fjárfestingar íslenskra fyrirtækja erlend-
is undanfarin misseri hafa heppnast vel. Þegar svo vel gengur vilja
margir Lilju kveðið hafa og við slíkar kringumstæður eykst vissulega
hættan á því að einhverjir gæti ekki nægjanlegrar varúðar. Slíkt verð-
ur einfaldlega að koma í ljós.
Almenn umræða um gildi og siðferði í viðskiptum er af hinu góða.
Viðskiptalífið á að vera opið fyrir slíkri umræðu og taka gild grundvall-
arsjónarmið sem lúta að heilbrigðri samkeppni og góðum viðskiptahátt-
um. Sú umræða sem Morgunblaðið stýrir nú um stundir er hins vegar
sprottin af sérkennilegri þráhyggju og sókn eftir horfnum tíma. Sú um-
ræða kemur hvorki til með að skila bót né framþróun viðskiptalífsins.
Bros sérhæfir sig í sölu
og merkingum á fatnaði,
auglýsingavörum og fánum
SÍÐUMÚLA 33 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 581 4141 • WWW.BROS.IS
ER ÞITT FYRIRTÆKI
SÝNILEGT?
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Hafliði Helgason RITSTJÓRN: Björgvin Guðmundsson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Hjálmar Blöndal, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir
AUGLÝSINGASTJÓRI: Jónína Pálsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@markadurinn.is og aug-
lysingar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift
ókeypis með Fréttablaðinu á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Markaðurinn áskilur sér rétt til að
birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Fasteignir hækka í Lundúnum á ný
The Sunday Times | Fasteignamarkaðurinn í Bretlandi
hefur verið rólegur um hríð og ekki eru allir sam-
mála um hvort hann
fari nú að rétta úr
kútnum. Þó má finna
þess dæmi að fasteignir í London séu farnar að
hækka á ný eftir nokkra lægð undanfarin ár.
Hækkun fasteigna á vinsælustu svæðum höfuð-
borgarinnar var í síðasta mánuði sú mesta í tæp tvö
ár og leiddu dýrar fasteignir hækkunina. Hagstætt
umhverfi í bresku fjármálalífi, sem hefur sínar
höfuðstöðvar í borginni, er talið geta örvað fast-
eignamarkaðinn og finna fasteignasalar að mark-
aðurinn er að breytast úr kaupendamarkaði í selj-
endamarkað.
Útlitið er ekki eins bjart á öðrum svæðum í
Bretlandi. Samkvæmt spám mun fasteignaverð
lækka á öllum stöðum á næsta ári að Lundúnum
undanskildum. Það væru góð tíðindi fyrir kaupend-
ur á þessum svæðum sem eru að fjárfesta í sinni
fyrstu fasteign og hafa ekki haft tækifæri til þess
að kaupa vegna mikilla verðhækkana.
Japan frammi fyrir samfélagsbreytingum
The Economist | Japanskur vinnumarkaður stendur
frammi fyrir miklum breytingum sem munu hafa
áhrif á allt skipulag samfé-
lagsins. Um þetta er rætt í
grein í nýjasta hefti The Economist. Japanskur
vinnumarkaður er smám saman að rétta úr kútnum
eftir uppsagnir, gjaldþrot og önnur áföll á japönskum
vinnumarkaði síðustu ára. Nú er svo komið að sums
staðar í landinu er bráður skortur á vinnuafli. Dæmi
eru um að 1,7 starf sé til fyrir hvern umsækjanda.
Japanskur vinnumarkaður þarf að bregðast við.
Húsbóndaholli launþeginn, tákn japanskrar upp-
byggingar eftir stríð, nægir ekki til að standa undir
breytingum komandi ára. Fyrst og fremst þarf að
auka þátt kvenna í atvinnulífinu en þær eru ekki
nema 55 prósent vinnuaflsins. Þar að auki þarf að
opna dyrnar fyrir innflytjendum og fá ungt fólk og
eldri borgara til að auka þátt sinn í atvinnulífinu.
U M V Í Ð A V E R Ö L D
Almenn umræða um
gildi og siðferði í
viðskiptum er af
hinu góða. Við-
skiptalífið á að vera
opið fyrir slíkri um-
ræðu og taka gild
grundvallarsjónar-
mið sem lúta að
heilbrigðri sam-
keppni og góðum
viðskiptaháttum. Sú
umræða sem Morg-
unblaðið stýrir nú
um stundir er hins
vegar sprottin af sér-
kennilegri þráhyggju
og sókn eftir horfn-
um tíma.
bjorgvin@markadurinn.is l hjalmar@markadurinn.is l eggert@markadurinn.is
haflidi@markadurinn.is l holmfridur@markaðurinn.is
Þórður Pálsson
Forstöðumaður
greiningardeildar
KB banka
O R Ð Í B E L G
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
Stytting menntaskólanáms
Það er þó alltaf hver og einn einstaklingur sem tek-
ur ákvörðun um hvort og að hve miklu leyti hann
ákveður að fjárfesta tíma sínum í menntun. Fólk
jafnt ungt sem gamalt fjárfestir í framtíðinni og
besta leiðin til að fá ungt fólk til að fjárfesta í
menntun er að sjá til þess að það sé arðbært að
fjárfesta í henni.
16-17 Markadur-lesin v/mynd 15.11.2005 14:54 Page 2