Tíminn - 11.05.1976, Side 1

Tíminn - 11.05.1976, Side 1
SLÖNGUR BARKAR TENGI Landvélar hf Aflinn fyrstu 4 mánuðina: Tæplega 125 þúsund lest- um minni en á síðasta ári bilinu frá áramótum til aprilioka. Þar kemur i ljós, aö bátaaflinn er rúmlega sjö þúsund lestum minni I ár en á sama tima i fyrra. Tog- araaflinn varð hins vegar um sjö hundruð lestum meiri á fyrr- greindu timabili I ár, heldur en i fyrra. Þá er rækjuaflinn mun betri I ár en árið 1975. Þorskafli bátanna, skiptist þannig: Hornafjörður/ Stykkis- hólmur 89.931 lest, Vestfirðir 14.983 lestir, Norðurland 5.035 lestir og Austfirðir 5.230 lestir. Landanir erlendis námu 587 lest- um. Togaraaflinn varð samtals 64.189 lestir, en var 63.491 lest á sama tima i fyrra, þ.e. frá ára- mótum til aprílloka. Heildarrækjuaflinn fyrstu fjóra mánuði ársins varð 3.755 lestir, en var 2.681 lest á sama tima árið 1975. Af hörpudiski veiddust alls 485lestir fyrstu fjóra mánuði árs- ins, en var 537 lestir i fyrra. Heildaraflinn hér á landi fyrstu fjóra mánuði ársins varð þvi 522.355 lestir, en var mun meiri á sama tima i fyrra, eða 647.135 lestir. Allar fyrrgreindar tölur eru samkvæmt aflafréttum Ægis og eru bráðabirgðatölur. Hinn hefðbundni lokadagur er i dag, 11. mai. Timamynd: Gunnar Ólafur Jóhannesson endurkjörinn form. Framsókna rf lokksins FJ-Reykjavik. ólafur Jóhannesson var endurkjörinn formaður Fram- sóknarflokksins á aðalfundi miðstjórnar flokksins um helgina. Stein- grfmur Hermannsson og Tómas Árnason voru endurkjörnir ritari og gjaldkeri flokksins. Einar Ágústsson var endurkjörinn varaformaður flokksins, Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir var endurkjörin vararitari og varagjaldkeri var kosinn Guðmundur G. Þórarinsson, verkfræðingur, í stað HalldórsE. Sigurðssonar, sem baðst undan endurkosningu. Ályktanir aðalfundar miðstjórnar bls. 6-7 Stjórn Framsóknarflokks- ins. Fremri röð frá vinstri: Steingrimur Hermannsson, ritari, Ólafur Jóhannesson, formaður, og Tómas Árna- son, gjaldkeri. t aftari röð eru: Ragnheiður Svein- björnsdóttir, vararitari, Ein- ar Ágústsson, varaformað- ur, og Guðmundur G. Þór- arinsson, varagjaldkeri. Timamynd: Gunnar Geirfinnsmálið: MORÐ I DRATTARBRAUTINNI — fjórir menn látnir lausir úr gæzluvarðhaldi Gsal-Reykjavik. Geirfinnur Einarsson úr Keflavik var að öllum líkindum myrtur með riffli að kvöldi 19. nóvember 1974 I Dráttarbraut Keflavikur og var banamaður hans, Erla Bolladóttir, sambýliskona Sævars Marinós Cieselski. Geir- finnur Einarsson var myrtur að fyrirskipan Sævars Marinós, eftir að ónafngreindir menn þjörmuðu að honum með högg- um og barsmiðum og jafnvel eggvopnum, að þvl er eitt vitnið segir. Ofangreint kemur fram i fréttatilkynningu frá sakadómi Reykjavikur i gær, en þar kemur jafnframt fram, að Ein- ar Gunnar Bollason, Magnús Leopoldsson, Valdimar Olsen og Sigurbjörn Eiriksson, sem hafa sætt gæzluvarðhaldi vegna rannsóknar á hvarfi Geirfinns Einarssonar, hafi verið leystir úr þeirri gæzlu, en að ákvörðun rannsóknardómara verið gert að sæta eftirliti lögreglu og tak- mörkunum á ferðafrelsi i þágu rannsóknarinnar, eins og segir i fréttatilkynningunni. Samkvæmt frétt sakadóms urðu þau Kristján Viðar Viðars- son, einn banamanna Guö- mundar Einarssonar, og Erla Bolladóttir, vitni að ágreiningi og átökum milli manna, er þau komu i Dráttarbraut Keflavikur að kvöldi 19. nóvember i bifreið frá Reykjavik. Kristján Viðar telur sig þar hafa séð til manna, sem eltu og umkringdu mann einn og þjörmúðu að honum með höggum og barsmiöum, og jafnvel eggvopnum. Er Kristján sá mann þennan siðast, var hann orðinn m jög illa haldinn og blóðugur, en Kristján segir, að sér hafi verið stuggað frá af einhverjum þessara manna, og hafiþá Sævar Marinó farið með sig að bifreið þeirra. Kristján telur sig minnast þess, að hann hafi séð Sævar Marinó með riffil i höndunum, er þeir voru komnir i bifreiöina, en Erlu hafi hann ekki séð. Erla Bolladóttir hefur nýlega greint frá þvi, að Sævar hafi verið með riffil i höndunum, þegar þetta varð, og hafi hann haldið rifflinum mjög fast að sér, og nánast lagt hann I hend- ur hennar — og sagt henni fyrir verkum um það, hvernig hún skyldi beita honum gegn nær- stöddum manni, sem þá var þegar mjög illa á sig kominn. Erla kveðst siðan hafa beint þessu vopni að manninum, sam- kvæmt fyrirmælum Sævars ' Marinós — og hleypt af. Henni hafi þá sortnað fyrir augum, misst byssuna i hendur Sævars — en siðan hlaupið á brott og falið sig. Erla telur, að maðurinn, sem varð fyrir skotinu, hafi verið Geirfinnur Einarsson. Samkvæmt frétt sakadóms hefur treglega gengið að fá fram hjá Sævari Marinó, hvað gerzt hafi þarna, sem og um af- drif Guðmundar Einarssonar, og hefur hann orðið margsaga i þeim efnum. Fram kemur I frétt saka- dóms, að Kristján Viðar og Erla Bolladóttir hafi talið sig bera kennsl á nokkra þeirra, sem voru staddir i Dráttarbraut Keflavíkur þetta kvöld, og voru þeir Einar Gunnar Bollason, Magnús Leopoldsson, Valdimar Olsen og Sigurbjörn Eiriksson tilgreindir i þvi efni. Þessir menn hafa þó staðfastlega neit- að þvi. 1 frétt sakadóms frá i gær kemur ekki fram, hver hafi ver- ið tildrög ferðarinnar til Kefla- vikur, og ekki er heldur minnzt einu orði á sjóferð frá Dráttar- brautinni þetta umrædda kvöld. Þá þykir Timanum rétt að geta þess, að á blaðamanna- fundi fyrr i vetur með rannsókn- ardómara málsins var að þvi spurt, hvort ekki væri talin á- stæða til þess að úrskurða Erlu Bolladóttur i gæzluvaröhald. Kvað rannsóknardómarinn nei við þeirri spurningu og sagði, að Erla væri „100% vitni”, svo not- uð séu hans eigin orö. Erla Bolladóttir hefur nýlega verið úrskurðuð i gæzluvarð- hald, eins og kunnugt er, og hafa upplýsingar hennar siðustu daga gjörbreytt rannsókn máls- ins, eins og fram kemur i þess- ari frétt. Rannsókn þessa máls verður haldið áfram, bæði af hálfu rannsóknarlögreglu og fyrir dómi.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.