Tíminn - 11.05.1976, Síða 2

Tíminn - 11.05.1976, Síða 2
2 TÍMINN Þriðjudagur 11. mal 1976 VIÐURKENNIR AÐ HAFA SKOTIÐ GEIRFINN AÐ FYRIRMÆLUM SAMBÝLISMANNS SÍNS Gsal-Reykjavlk — t gær barst Tlmanum fréttatilkynning frá sakadómi Reykjavlkur um fram komnar upplýsingar vegna rannsóknar á hvörfum tveggja manna, Guömundar Einarssonar úr Reykjavlk og Geirfinns Einarssonar úr Keflavlk. Fer þessi fréttatilkynning hér á eftir: Svo sem áður hefur veriö frá greint hefir að undanförnu staðið yfir umfangsmikil rannsókn við sakadóm Reykjavlkur, sem eink- um hefir beinzt aö því að upplýsa hver orðiö hafi afdrif tveggja horfinna manna, þeirra Guömundar Einarssonar úr Reykjavik og Geirfinns Einars- sonar frá Keflavlk. Rannsókn út af hvarfi Guömundar Einarssonar hófst I slöari hluta desember sl. og hafa siðan setiö i gæzluvarðhaldi þrlr menn, sem grunaöir eru um að hafa átt sök á dauöa Guðmundar. Menn þessir heita Sævar Marinó Ciesielskl, Kristján Viöar Viöars- son og Tryggvi Rúnar Leifsson. 1 framburöi þeirra hefur komiö fram, aö Guömundur hafi látizt I átökum viö þá aö Hamarsbraut 11 I Hafnarfiröi, og þeir síöan búiö um lik hans og kvatt til kunningja sinn, Albert Klahn Skaftason, sem komiö haföi I bifreiö aö Hamarsbraut 11 og aöstoöaö þá viö aö flytja llk Guömundar út I Hafnarfjaröarhraun. Albert Skaftason kannast viö aö hann Dráttarbrautin I Keflavlk fttikw rT I I HEMPEEs þakmálníng þegar hann lítur niður á HEMPEEs þökín og sér hve fallegum blæbrigðum má ná úr litum hans Nú eru fyrirliggjandi 14 gullfallegir litir af HEMPEL’S þakmálningu. Um gæöi HEMPEL'S þakmálningar þarf ekki aö efast. HEMPEL’S er einn stærsti framleiðandi skipamálningar f heiminum. Seltan og umhleypingarriir hér eru þvl engin vandamál fyrir sérfræðinga HEMPEL’S MARINE PAINTS. Framleiðandi á Islandi Slippfélagið íReykjavík hf Málningarverksmiðjan Dugguvogi— Símar 33433 og 33414 hafi fariö ferö þessa en eigi vitaö hvaö veriö var aö flytja. Albert var i gæzluvaröhaldi frá 23. desember til.19. mars 1976. Þrátt fyrir leit hefur lik Guömundar ekki fundizt enn. Þá hefir rannsókn málsins á siöaristigi mjög beinzt aö þvl aö upplýsa um tildrög ökuf.eröar, sem fyrrnefndir Sævar Marinó og Kristján Viöar eru taldir hafa fariö I ásamt Erlu Bolladóttur sambýliskonu Sævars Marinós, og f jóröa manni, þ.e. ökumanni, sem ekkier enn ljóst, hver var, til Keflavlkur og þar aö Dráttar- braut Keflavikur.svotog aöatferli þeirra þar. Ferö þessi var aö öll- um llkindum farin aö kvöldi 19. nóvember 1974, en eftir þann tima var Geirfinns Einarssonar sakn- aö. Samkvæmt frásögnum þeirra KristjánsViöarsogErluuröu þau vitni aö ágreiningi og átökum milli manna. Telur Kristján Viöar sig þar hafa séö til manna, sem eltu og umkringdu mann einn og þjörmuöu slöan aö honum meö höggum og barsmíöum og jafnvel eggvopnum. Hafi maöur þessi veriö oröinn mjög illa á sig kom- inn og blóöugur er hann sá hann stöast. Þá hafi einhverjir manna þessara hins vegar stuggaö sér frá og Sævar Marinó fariö meö sig aö bifreiö þeirra, Telur Kristján Viöar sig minnast þess, aö er þeir voru komnir I bif- reiöina,hafihannséö riffil ihönd- um Sævars Marinós, en Erlu sá hann þá ékki. Þá hefir Erla nú nýlega skýrt svo frá, aö Sævar Marinó hafi er þetta gekk yfir veriö meö riffil i höndunum og haldiö honum mjög aö sér og nánast lagt hann i hendur hennar og sagt henni fyrir verkum um þaö hvernig hún skyldi beita honum gegn nær- stöddum manni, sem þá var þeg- ar mjög illa á sig kominn. Hafi hún siöan aö fyrirmælum Sævars Marinós beint þessu vopni aö manninum og hleypt af. Hafi henni þá sortnaö fyrir augum, misst byssuna I hendur Sævars Marinós, sem stóö fast aö baki hennar, en siöan hlaupiö á brott og faliö sig, og siöan komist til Hafnarfjaröar og Reykjavíkur eins og áöur hefir veriö frá skýrt. Eftir myndum aö dæma telur Erla næsta sennilegt, aö sá, sem fyrir þessu varö, hafi veriö Geir- finnur Einarsson. Ekki er frekar upplýst um afdrif hans. Treglega hefir gengiö aö fá fram hjá Sævari Marinó hvaö gerzt hafi þarna sem og um afdrif Guömundar Einarssonar, og hefir hann oröiö margsaga I þeim efnum. Kristján Viöar og Erla töldu sig bera kennsl . á nokkra þeirra, sem voru þarna staddir á athafnasvæöi Dráttarbrautarinn- ar, og voru þeir Einar Gunnar Bollason, Magnús Leópoldsson, Valdimar Olsen og Sigurbjörn Eiriksson tilgreindir I þvl efni, en þeir hafa staöfastlega neitaö þvi. Hafa þeir Einar Gunnar, Magnús, Valdimar og Sigurbjörn aö undanförnu sætt gæzluvaröhaldi vegna þessarar rannsóknar, en hafa nú verið leystir úr þeirri gæalu, en aö ákvöröun rannsókn- ardómara verið gert aö sæta eftirliti lögreglu og takmörkunum á feröafrelsi I þágu rannsóknar málsins. Rannsókn er haldiö áfram bæði af hálfu rannsóknarlögreglu og fyrir dómi. Þau Sævar Marinó, Kristján Viöar, Erla og Tryggvi Rúnár eru öll I gæzluvaröahaldi vegna rahnsóknar málsins og jafnframt gert aö sæta sérfræöi- legri rannsókn á llkamlegu og andlegu heilbrigöi, og er sú rannsókn hafin fyrir nokkru. Astæöa er til aö ætla aö menn þeir sem staddirvoru i Dráttar- braut Keflavikur umrætt sinn hafi skýrteinhverjum frá því. Þá er ástæöa til þess aö ætla aö þeir Sævar Marinó, Tryggvi Rúnar og Kristján Viöar hafi skýrt ein- hverjum frá afdrifum Guðmund- ar Einarssonar. Er hér meö skoraö á þá sem sllka vitneskju hafa aö gefa sig þegar fram viö rannsóknarlög- regluna. Frá sakadómi Reykjavíkur. Fimmtán verndar skip á 17 togara Gsal- Reykjavik. Brezku verndarskipin hafa slegið skjald- borg um togarana, og varðskipin komast þvi ekki aö þeim, sagði Jón Magnússon, talsmaður Land- helgisgæzlunnar, I samtali. við Timann I gær, en þá voru á Is- landsmiöum fimmtán verndar- skip og sautján togarar! Hann er þvi dýr fiskurinn, sem brezku togararnir veiða þessa dagana, og má I þvl sambandi nefna, að sennilega eru um 2000 manns á verndarskipunum fimmtán, sem verja togarana fyrir varðskipunum. Freigáturnar eru nú sex tals- ins, Galathea, Leander, Lowest- oft, Tartar, Ghurka og Salisbory. Dráttarbátarnir eru fimm, Statesman, Euroman, Lloyds- man, Roys.terer og Typhoon. Aö- stoöarskipin eru þrjú, Hausa, Miranda og Othello — og eitt birgöaskip er á miöunum, Tide- pool. Húsvíkingar kaupatogara gébé Rvik — Húsvlkingar hafa ákveðið að kaupa skuttogara, sem er I smiðum á Akranesi og er áætlað að hann verði afhentur i júni I sumar. Togarakaup hafa veriö á döfinni nokkuð lengi hjá Húsvikingum, en gengiö var endanlega frá þessum kaupum fyrir nokkrum dögum. Togarinn er um 300 lestir að stærð. Hlutafélag mun veröa stofnaö um kaup á togaranum og stærstu hluthafar eru Fiskiöjusamlagið á Húsavik, Húsavikurbær og Kaup- félag Þingeyinga. — Upphaflega höföu Vestmannaeyingar ætlaö að kaupa skip þetta, en þeir hurfu frá því og þá var ákveðið aö Hús- vlkingar keyptu þaö. Heimsfrægur gébé Rvlk — Hinn heimsfrægi organleikari, dr. Michael Schneider prófessor, er staddur hér á iandi I boði Féiags Islenzkra organleikara. Hann mun halda tónleika I Dómkirkjunni I kvöld, þriðjudagskvöld, klukkan 20:30. Þá mun hann halda fyrirlestur á vegum Tóniistarskólans I Reykjavik.en auk þess gefa þeim organleikari organleikurum, sem þess óska, tækifæri til að leika fyrir sig mið- vikudaginn 12. mal. Dr. Michael Schneider prófess- or mun halda héöan til Þýzkalands á fimmtudaginn. — Efnisskráin á tónleikunum I dómkirkjunni er hin sama og Felix Mendelssohn — Bartholdy haföi áriö 1840 I Tómasarkirkju I Leipzig.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.