Tíminn - 11.05.1976, Side 9

Tíminn - 11.05.1976, Side 9
Þriðjudagur 11. mai 1976 TÍMINN 9 ísland eina Norður- landið sem ekkihefur heildarlöggjöf um mál vangefina Heiðursfélagar, kjörnir á 17. landsþingi SVFt ásamt forseta félagsins, t.f.v. Jón Oddgeir Jónsson, Sig- mar Benediktsson, Sesselja Magnúsdóttir, Gunnar Friðriksson, forseti, Guðrún Rögnvaldsdóttir, Sr. Óskar J. Þorláksson, Daniel Sigmundsson. A myndina vantar Ólaf Sveinsson, Stóru Mörk. 30 þúsund félagsmenn innan vébanda Slysavarnafélagsins Aðalfundur Styrktarfélags van- gefinna 1976 var haldinn mánu- daginn 29.3. s.l. Mikil gróska hef- ur veriö i starfi félagsins á s.l. starfsári, og hefur rekstur heimila félagsins, sem eru dag- heimilið Lyngás með 42 vist- mönnum og vinnu- og dagheimilið Bjarkarás með 41 vistmanni, gengið mjög vel miðað við aö- stæður. Fjáröflun félagsins gekk ágæt- lega á liðnu ári, einkanlega hið árlega happdrætti þess, og kann félagið öllum velunnurum þess beztu þakkir fyrir góðan skilning og veitta aðstoð. Félagið festi kaup á húseign, einbýlishúsi, í okt. s.l., og hófst starfsemin þar þegar i marzmán- uði s.l., en þetta einbýlishús er ætlað sem fjölskylduheimili (pensionat) fyrir vangefna. Ráö- gert er að rúm fáist fyrir 5-7 stúlkur á þessu fjölskylduheimili, en það er liöur i þvi að gera þeim, sem mögulegt er, að komast áleiðis út I lifið, og er þetta eitt þrepið i þeirri keðju. Þau grundvallarmál, sem stjórnin hefur hvað mest barizt fyrir á s.l. ári, er áframhaldandi tilveruréttur Styrktarsjóðs van- gefinna, sem hefur staðið undir byggingarkostnaði við flest heimili vangefinna ilandinu siðan árið 1958. Ekki er enn útséð um það hvert framhald hans verður, en unnið er að þeim málum af kappi með góðum skilningi félagsmálaráðuneytisins. Þá hef- ur og mikið verið barizt fyrir að vangefnir fái þá tannlæknaþjón- ustu i landinu, sem aðrir njóta samkvæmt lögum um tannlækna- þjónustu. Stjórn félagsins hefur oft sinnis ýtt undir þetta mál við trygginga- og heilbrigðisráöu- neytið og telur mjög brýnt að úr- lausn fáist á fullnægjandi tann- læknaþjónustu fyrir vangefna i landinu, en árangur af þvi starfi er ekki þesslegur, að von sé til þess að þau mál komist i höfn á næstu mánuðum a.m.k., að óbreyttum aðstæðum. Þáhefur stjórnin unnið ötullega að þvi, að sett verði á heildarlög- gjöf fyrir alla þjónustu og mennt- un vangefinna i landinu, en Island mun nú vera hið eina af Norður- löndunum, sem ekki hefur heildarlöggjöf fyrir vangefna. Þetta telur stjórnin mjög mikil- vægt, þvi að þessi mál eru öll i hinni mestu ringulreið og sýnilegt er, að vangefnir fái ekki sin rétt- indi að lögum i þjóðfélaginu, fyrr en komiö verði á heildarlöggjöf um þeirra málefni. Fulltrúar félagsinshafa starfað i öryrkjabandalagi íslands, Bandalagi kvenna i Reykjavik og Stoðtækjaverkstæðinu össuri h.f. Þá hefur starf styrktarfélags- kvenna innan félagsins gengið með miklum ágætum, og hin ár- lega fjáröflunarskemmtun þeirra i desember gekk einnig mjög vel og fé úr sjóði þeirra hefur gengið til að styrkja vistheimiliö að Skálatúni, Tjaldanesheimihð og hið nýja fjölskylduheimili félags- ins, „Asgerði”. Fulltrúi félagsins hefur tekið virkan þátt i starfi Norðurlanda- samtaka um málefni vangefinna, N.F.P.U., en fuUtrúar íslands, þ.á.m. fulltrúar félagsins, sóttu siðasta Norðurlandaþing þessara samtaka i Arósum á s.l. sumri, en þar var ákveðið að næsta Noröur- landaþing skyldi haldið á íslandi sumariö 1979, og mun Styrktar- félagiö sjá um undirbúning þess, ásamt islenzku fuUtrúunum i i stjórn N.F.P.U. Undirbúningur að þvi þingi er nú þegar hafinn. Úmræður á aðalfundi uröu mjög liflegar um öll málefni van- gefinna, og var almenn óánægja með hversu illa gengur að fá rétt- indum vangefinna framfylgt i reynd i landinu, hver vöntun væri aUs staðar á öllum heimilum, aUri þjónustu, allri ráögjöf þeim til handa, og hversu skUningur hins opinbera væri litill fyrir aö koma þessum málum öllum i betra horf. 1 þvi sambandi var bent á að öU fjárveiting til van- gefinna og uppbyggingar þeirra mála i landinu, var skorin niður i fjárlögum, þannig að sýnilegt er að allar framkvæmdir i þeirra málum munu á þessu ári verða i algjöru lágmarki. Töldu fundar- menn ánægjulegt, hversu umræð- ur um málefni vangefinna i land- inu hefðu aukizt á þessu ári, og aö haldin hefðuverið námskeið fyrir starfsfólk hinna ýmsu heimila, fyrir foreldra barna, en hins veg- ar væru undirtektir hins opinbera enn mjög litlar, og var i þvi sam- bandi bent á, að tillögum um fræöslumál fyrir vangefna hefði verið skilað til Menntamálaráðu- neytisins á s.l. ári, en ennþá væri ekkert farið að gera i að fram- kvæma þær tillögur með þó fullu samráöi við þá sem berjast fyrir málefnum vangefinna. Var það gagnrýnt að opinberir aðiljar meðal þjóðarinnar nýttu sér ekki ráðgjöf þeirra sem aö málefnum vangefinna vinna og hafa unniö að á s.l. áratugum með þvi að kalla þá til ráðgjafar, þegar hreyft væri við málefnum van- gefinna, á opinberum vettvangi. Mætti jafnvel benda á það að vangefnum i landinu vær mis-' munað, eftir þvi á hvaöa heimil- um þeir væru, reknum af hinum ýmsu félögum eða af hinu opin- bera. Fundarmenn álitu það þó skref i rétta átt, að nýlega væri komin fram tiilaga nokkurra þingmanna á Alþingi um að skora á rikisstjórnina aö gera heildar- löggjöf um málefni vangefinna i landinu. Hins vegar var gagn- rýnt, aö i stað þess að þurfa aö bera fram svona þingsályktunar- tillögur, sem myndu aðsjáanlega tefja framgang málanna, hefði veriö réttara að drög að tillögun- um um heildarlöggjöf vangef- inna, sem til væru i menntamála- ráöuneytinu, hefðu verið endur- skoðaðar og haft samstarf við þá, sem að málefnum vangefinna starfa i landinu, og siðan byrjað að framkvæma þær og fjár- magna. Fundarmenn voru ein- róma um það, að baráttuna um þessimeginmál vangefinna þyrfti að herða á komandi ári og-ýta þyrfti við yfirvöldum, rikis - stjórn, Alþingi, bæjar- og sveitar- félögum, mun harkalegar en gert hefur verið á undanförnum árum. Or stjórn Styrktarfélagsins gengu Hörður Asgeirsson og Sigurbjörg Siggeirsdóttir eftir langtog gott starf. Stjórn félags- ins skipa nú: Magnús Kristins- son, Gunnar Þormar, Jóhann Guðmundsson, Kristrún Guö- mundsdóttir, Davið Jensson, Sveinbjörg Klemenzdóttir, Ragn- heiður Jónsdóttir, Sigurður Hall- grimsson, Halldóra Sigurgeirs- dóttir og ólafur ólafsson. (Fréttatilkynning) Sinfóníuhljómsveitin: Skemmtun Eins og undanfarin ár munu Starfsmannafélag Sinfóniuhljóm- sveitar Islands og Félag islenzkra leikara gangast fyrir fjölbreyttri skemmtun i Háskólabíói til styrktar slysasjóöi, sem venja er að halda á lokadag eða sem næst honum, og að þessu sinni fer skemmtunin fram n.k. föstudags- kvöld, 14. mai kl. 23.30. A þessari skemmtun koma fram margir leikarar, söngvarar, Sinfóniu- hljómsveitin, Þjóðleikhúskórinn o.m.fl. Allir listamenn og aðstandend- ur skemmtunarinnar láta vinnu sina i té endurgjaldslaust, og rennur allur ágóði i slysasjóö, en hann var stofnaöur fyrir nokkrum árum og hefur það markmið að rétta hjálparhönd þvi fólki, sem Gsal-Reykjavik. — „17. landsþing SVFt — haldiö 30. april til 2. mai 1976 — telur, að þaö kerfi, sem fé- lagið hefur starfaö eftir f sam- bandi viö björgun mannslifa viö strendur landsins og á sjó, hafi sannað gildi sitt i nær hálfrar aid- ar tima, svo aö ótvirætt sé. Beri þess vegna aö haida sömu skipan i þessum efnum framvegis, enda gæti röskun á henni orsakað glundroða og gert árangur i starfi að engu, þegar verst stendur. t þessu sambandi varar landsþing- iö eindregiö viö þvi, aö háifrar aldar gömul lög, sem sett voru viö alit aðrar aðstæöur og hafa aldrei sannað gildi sitt, þótt þau hafi ekki heldur veriö feiid niður, verði dregin upp úr skúffu og björgunarsveitum gefin fyrir- mæli um að hiíta ákv. þeirra. Slikt væri ótvfræð afturför, þvi aö þá væri i einu vetfangi kippt fót- orðið hefur fyrir slysi eða á i erfiöleikum vegna siysa, sem að- standendur þeirra eöa fyrirvinna hefur lent i. Einkum eru þeir hafðir i huga, sem einhverra hluta vegna njóta ekki trygginga hjá tryggingastofnunum. Sjóður þessier i vörzlu Slysavarnafélags Islands, en hann aflar tekna með þessari árlegu skemmtun, og einnig hafa honum borizt áheit og gjafir. Skemmtanir undanfarinna ára hafa ævinlega tekizt mjög vel og safnað þó nokkru fé til sjóðsins, en þegar hefur veriö veitt úr hon- um nokkrum sinnum. Meðal atriöa á skemmtuninni að þessu sinni má nefna, aö flutt verða atriði og söngvar úr revi- unni „Islendingaspjöll” um undan því skipuiagi, sem dýr- keypt og dýrmæt reynsla hefur mótaö frá öndveröu og fullkomn- að svo, að til fyrirmyndar telst meö öörum þjóöum". Þessi tillaga var einróma sam- þykkt á nýafstöðnu landsþingi Slysavarnarfélagsins, eftir að Ragnar Þorsteinsson, einn þaul- reyndasti björgunarmaður innan vébanda SVFI, flutti erindi um samstarf björgunaraðila, en það hefur verið rætt i nefnd, sem skip- uð var árið 1972 að tillögu Alþing- is til aö kanna slikt samstarf. 30 þúsund félagsmenn eru nú i hinum ýmsu deildum Slysavarn- arfélagsins, og i björgunarsveit- unum 79 eru 2.300 sérþjálfaðir me'nn. A siðastliönu ári björguðu þeir 40 manns með fluglinutækj- um úr strönduðum skipum. A landsþinginu voru flutt fjöl- mörg erindi, og má þar m.a. Guðný Guömundsdóttir konsert- meistari leikur á fiðlu með Árna Elvari pianóleikara „rag- time”-lög eftir Scott Joplin, flutt- ur verður þáttur og söngvar úr „Ertu nú ánægð, kerling?”, Erlingur Vigfússon syngur ein- söng, Þjóðleikhúskórinn flytur nokkur lög, Arni Tryggvason, Gisli Halldórsson og Valdemar Helgason flytja hver um sig for- vitnilegt efni, Sinfóniuhljómsveit- in spilar og tslenzki dansflokkur- inn dansar. Tekið skal fram, að skemmtun- in verður ekki endurtekin. Aðgöngumiðar eru til sölu i bókabúðum Lárusar Blöndals og i Háskólabiói. nefna erindi Hjálmars R. Bárðar- sonar, siglingamálastjóra um öryggi skipa, Rikharðs Sumar- liöasonar, fulltrúa Landssam- bands tslands um fjarskiptamál, Guðjóns Petersen, fulltrúa um al- mannavarnir, Péturs Sveinbjarn- arsonar, framkvæmdastjóra um Umferðarráð, og óskars Ólason- ar yfirlögregluþjóns um umferð- armál i Reykjavik. Hannes Hafstein, fram- kvæmdastjóri Slysavarnarfé- lagsins flutti erindi um „starfið i dag”, en þar lagöi hann mesta á- herzlu á það, að skipta landinu I björgunarsvæði með nánu sam- starfi björgunarsveita innan marka slikra svæða. Óskar Þór Karlsson, erindreki Slysavarnarfélagsins, hvatti til þess á landsþinginu, að sett yrði reglugerð um öryggi smábáta, 6 metra eöa minni. Hann sagði, að mörg slys á sjó og vötnum mætti rekja til ófullkomins búnaðar smábáta, sem menn nota til skemmtiferða, og þvi væri nauð- synlegt að setja reglur um slika farkosti. 1 ályktun landsþingsins um þetta mál, segir að þingið telji aö mál þetta hafi dregizt úr hömlu og óskar tafarlausra aðgerða i þvi. Landsþingið lýsti furðu sinni á þeim ráðstöfunum fjárveitinga- valdsins, að skera niður allar fjárveitingar til framkvæmda hjá strandscöðvum Landsima Islands og „tefja þannig brýnar endur- bætur á fjarskiptakerfi landsins um ófyrirsjáanlegan tima”. Ataldi þingið harðlega það skiln- ingsleysi, sem lýsir sér i þessum ráðstöfunum, og sagði/ að al- kunna væri, að skip og bátar á Breiöafirði, við sunnanverða Vestfirði, viða fyrir Norður- og Norð-Austurlandi allt frá Raufar- höfn suður undir Dalatanga, væru meira eða minna sambandslausir við land. Landsþingið skoraði þvi á fjárveitinganefnd Alþingis, samgönguráðherra og yfirstjórn póst- og simamála, og bæta úr þessu mikilvæga öryggismáli. A landsþinginu færði frú Anna Maria Haraldsdóttir, formaöur svd. Ránar á Seyðisfirði, Slysa- varnarfélaginu til eignar og um- ráða björgunarskýli, sem deildin hefur látið reisa og búa á Fjarðarheiði. Gunnar Friðriksson var endur- kjörinn formaður Slysavarnarfé- lagsins, en i aðalstjórn eiga nú sæti: Baldur Jónsson. Haraldur Henrysson, Hulda Sigurjónsdótt- ir, Hulda Victorsdóttir, Höröur Friðbertsson, Ingólfur Þórðar- son, Daniel Sigmundsson, Egill Júliusson, Gunnar Hjaltason og Jón Þórisson. Arni Tryggvason I hlutverki sfnu á skemmtun þeirri, sem haldin var á siðast iiðnuári, en venjan er sú að halda sýningu árlega, til styrktar slysasjóði. til styrktar slysasjóði

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.