Tíminn - 11.05.1976, Síða 10

Tíminn - 11.05.1976, Síða 10
10 TÍMINN Þriöjudagur 11. mai 1976 Framkvæmdastofnunin og brevtinaará löaum um hana 7 V IWJJWÍI • .. t GÆR kom til fyrstu umræöu i neöri deild frumvarp um breytingará lögum um Fram- kvæmdastofnun rikisins. Mælti Geir Hallgrimsson for- sætisráöherra fyrir frumvarp- inu. Viö þessa umræöu flutti Tómas Arnason (F) ræöu, þar sem hann geröi grein fyrir fyrirhuguöum breytingum á iögunum. Fer ræöa Tómasar hér á eftir. Stofnun, skipulag og hlutverk Framkvæmdastofnun rikis- ins var sett á stofn meö lögum nr. 93 20. des. 1971 og tók til starfa i janúarmánuði 1972. 1 framkvæmdinni varö þetta þannig, aö i samræmi viö á- kvæöi framangreindra laga voru þrjár stofnanir, sem höföu starfaö mismunandi langan tima, Efnahagsstofn- unin, Framkvæmdasjóöur Is- lands og Atvinnujöfnunarsjóö- ur, felldur saman i eina stofti- un, Framkvæmdastofnun rfkisins, og Byggöasjóöur jafnframt efldur meö óaftur- kræfum fjárframlögum úr rlkissjóöi samkvæmt ákvæö- um laganna. Þessi stofnun starfaöi upp- haflega i þrem deildum: Hag- rannsóknadeild, sem auk þess aö vera deild i stofnuninni, heyröi beint undir rikisstjórn- ina og var henni til ráöuneytis I efnahagsmálum, áætlana- deild og lánadeild. Meö yfirstjórn stofnunar- innar fór sjö manna stjórn, kosin hlutfallskosningu á Al- þingi til fjögurra ára. Rikisstjórn Ólafs Jóhannes- sonar, sem hóf störf I júlimán- uöi 1971, haföi ákveöiö aö koma á fót stofnun eins og þeirri, sem hér um ræðir. Tilgangurinn meö þvl aö koma Framkvæmdastofiiun- inni á fót, var I fyrsta lagi aö stefna aö eflingu atvinnuveg- anna og sérstakri byggöaþró- un meö skipulögöum áætlun. arvinnubrögöum. 1 ööru lagi aö tengja saman undir einni stjórn stofnanir og sjóöi, sem til þessa höföu starfaö sitt I hverju lagi. 1 þriöja lagi aö koma á fót heildarstjórn i fjár- festingarmálum. Og aö lokum aö koma á fót heildarstjórn I fjárfestingarmálum. Og aö lokum að koma upp stofnun, sem heföi yfir aö ráöa sér- fræöilega menntuðu og þjálf- uöu starfsliöi úr ýmsum grein- um og vera rikisstjórninni til ráöuneytis I efnahagsmálum. Þjóðhagsstofnun A árinu 1974 voru geröar veigamiklar breytingar á lög- gjöfinni - um Framkvæmda- stofnun rlkisins. Meö setningu laga um Þjóöhagsstofnun og breytingu á lögum nr. 93 frá 1971 um Framkvæmdastofnun rlkisins var hagrannsókna- deild lögö niöur og felld úr gildi önnur ákvæöi sem snertu starfsemi þeirrar deildar. Þessi breyting tók gildi 1. ágúst 1974. Slöan hefur Fram- kvæmdastofnunin starfaö I tveim deildum, áætlanadeild og lánadeild. 1 greinargerö fyrir frum- varpinu aö lögum um Fram- kvæmdastofnun rikisins var beinlfiiis tekiö fram, aö æski- legt yröi slöar meir aö gera breytingar á þessari löggjöf, sem var ný sinnar tegundar. Þaö má þvi segja, aö stofnun Þjóöhagsstofnunarinnar hafi veriö beint framhald af þvl sem upphaflega var ráö fyrir gert. Ég álit, aö þetta hafi og veriö I beinu framhaldi af þvl hvernig mál þróuöust I Fram- kvæmdastofnuninni. Endurskoðun laga um Framkvæmdastofnun rikisins Þær breytingar, sem þetta frumvarp gerir ráö fyrir, eru að mlnu mati fjórar. í fyrsta lagi stórefling Byggöasjóðs á þáleiö,,aðframlög tilsjóösins úr rlkissjóöi skuli eigi nema lægri fjárhæö árlega en sem svarar 2% af útgjöldum fjár- laga aö frádregnu eigin ráö- stöfunarfé sjóðsins”. I öðru lagi meö þvi að Fram- kvæmdastofnunin annist byggðamál i auknum mæli, meðal annars með stofnun sérstakrar byggðadeildar, sem hafi i störfum slnum sem nánasta samvinnu við áætl- anadeildina og lánadeildina. Með þessu er lögö áherzla á að tengja saman áætlanastarfiö og lánveitingar t 3. lagi I gleggri skilgreiningu á verk- efnum lánadeildarinnar, m.a. meö setningu skýrari ákvæöa um meöferö árlegrar áætlun- ar um lánveitingar og fjár- mögnun Framkvæmdasjóös» í fjóröa lagi er svo i fyrsta sinn gert ráö fyrir þvi I lögum, aö rikisstjórnin láti semja sér- staka heildarlánsfjáráætlun, sem ætlaö sé aö vera stefnu- markandi um framkvæmdir og framkvæmdagetu þjóöar- búsins á hverjum tlma. Auk þessa er lagt til aö leggja niöur framkvæmdaráö- iö, sem hefur veriö skipaö meö sérstökum hætti af rlkis- stjóminni. Hins vegar er gert ráö fyrir þvi aö stjórn Fram- kvæmdastofnunarinnar geri tillögu til rikisstjórnarinnar um ráöningu forstjóra stofn- unarinnar og framkvæmda- stjóra deildanna. Aörar breytingar, sem frumvarpiö gerir ráö fyrir, eru smávægilegar, og raunar staöfestíng á þ\d, hvernig mál hafa skipazt I framkvæmda- stofnuninni. Byggðas jóður Langþýöingarmesta breyt- ingin, sem frumvarp þetta fel- ur Isér.er aöfesta I lög, aö ár- legt framlag úr rlkissjóöi til Byggöasjóös skuli nema 2% af útgjöldum fjárlaga, aö frá- dregnu eigin ráöstöfunarfé sjóösins. Hér er um aö ræöa lág- marksframlag á ári hverju. Hins vegar hefur núverandi rlkisstjórn lýst yfir i stjórnar- sáttmála, að leggja til Byggöasjóðs 2% af útgjöldum á fjárlagafrumvarpi, aö viö- bættu ráöstöfunarfé sjóösins. Til aö skýra þetta nánar minni ég á, aö tekjur Byggöa- sjóös, samkvæmt núgUdandi lögum, eru fyrst og fremst 100 millj. kr. árlegt framlag rlkis- sjóös til og meö árinu 1981. Enn fremur 70,9% skattgjald af álbræöslu i Straumsvlk. Frá árinu 1978 skyldi þessi hundraöshluti hækka i 75,9%. Ef geröur er samanburöur á tekjum Byggðasjóös sam- kvæmt gildandi lögum og stjómarsáttmálanum, veröur útkoman hækkun fyrir áriö 1975, sem nemur samtals 683 miUj. kr. Annars vegar er 77 miUj. kr. skattgjald af ál- bræöslu og 100 mUlj. kr. fram- lag Ur rlkissjóöi, og hins vegar 860miUj. kr. framlag úr rlkis- sjóöi. Varðandi áriö I ár, 1976, nemur hækkun tekna Byggöa- sjóös samkvæmt stjórnar- samningnum 884 millj. kr. Ál- gjaldiö og framlag úr rUcis- sjóöi samkvæmt lögum heföu numiö 239 millj. kr., en 2% af útgjöldum fjárlagsfrumvarps hins vegar 1.123 miUj. kr. Samkvæmt stjórnarsamn- ingnum nema þvi viöbótar- tekjur Byggöasjóös árin 1975 og 1976 samtals 1.567 mUlj. kr. Eins og áður segir, gerir frumvarpið ráð fyrir, að framlög r&issjóös verði aldrei lægri en 2% af fjárlögum, að frádregnu ráöstöfunarfé sjóðsins. Ef ákvæðinu i stjórnar- samningnum um framlag til Byggöasjóös væri ekki tU aö dreifa, myndi ráðstöfunarfé Byggöasjóös á þessu ári nema 1.180 miUj. kr. skv. frumvarp- inu, i staö 1.250 millj. kr. Af þessu er þvl ljóst hve stórlega hámarksframlög rDcisins til Byggðasjóðs eru aukin með þessari fyrirhug- uðu breytingu á lögum um Framkvæmdastofnunina, samanboriö við gildandi lög. Meö þvi að tryggja, aö ráð- stöfunarfé Byggðasjóös veröi ekki lægra en sem nemur 2% af útgjöldum fjárlaga, er hrundiö i framkvæmd þýöing- armiklum þætti I stefnuskrá Framsóknarflokksins. Þaö hefurlengi verið mikiö áhuga- mál okkar framsóknarmanna aö stórefla Byggðasjóöinn, og þvl sérstök ástæöa til þess aö láta i ljós ánægju yfir þessari þróun mála. Byggðasjóöur hefur nú starfaö I full fjögur ár, A þess- um tlma nema lánveitingar úr sjóönum samtals 2.442 millj. kr., ef miöaö er viö sl. áramót. Lánveitingar skiptast þann- ig niöur á einstök ár: Ariö 1972 —480,4 millj. kr. Ariö 1973 — 357,3 millj. kr. Ariö 1974 — 661,7 millj. kr. Ariö 1975 —943,0 millj. kr. 2.442,4 millj. kr. Viö sl. áramót nam eigiö fé Byggöasjóös 1828,5 millj. kr. Stærstu verkefnin, sem Byggöasjóöur hefur lánað til, eru nýámiöi fiskiskipa, kaup notaöra skipa og endurbætur, fiskvinnsla, iðnaður, landbún- aöur og sveitarfélög. Þá er sú breyting i frum- varpinu, að Framkvæmda- stofnun sé heimilt að afla Byggöasjóöi allt aö 600 m.kr. láni árlega I fimm ár i staö 300 m.kr. áöur. Það lagaákvæöi gildir á- fram, aö hlutverk Byggða- sjóös sé aö stuöla aö jafnvægi I byggö landsins,meö þvl aö veita fjárhagslegan stuðning til framkvæmda og eflingar atvinnullfs meö hliösjón af landshlutaáætlunum, og til aö bæta aöstöðu til búsetu i ein- stökum byggðarlögum og koma I veg fyrir aö lifvænleg- ar byggöir fari I eyöi. Hvers vegna sjá menn á- stæöu til þess aö stofna og starfrækja öflugan Byggöa- sjóö? Hvaöa ástæöur eru þaö sem þarna liggja til grund- vallar? Aöalástæöan er sú glfurlega byggöaröskun, sem átt hefur sér staö I landinu á undanförnum áratugum, en hún er I aöalatriöum á þá leiö, aö fólk hefur flutzt búferlum i stórum stfl, svo til alls staðar úr strjálbýlinu, til Stór-Reykjavlkursvæöisins. A áratugunum 1950—1970 fjölg- aöi um 54.600 manns á Reykjavikur- og Reykjanes- svæöinu, en aöeins um 11.400 annars staöar á landinu. Þannig tók þetta svæöi til sin sem svarar 83% af heildar- fjölgun landsmanna á þessum 2 áratugum. Ég geri ekki aö sérstöku umtalsefni þá stór- felldu byggöaröskun, sem átti sér staö I landinu á fyrra helmingi þessarar aldar. Byggðaröskun af þvi tagi, sem hér hefur átt sér staö, hefur margháttuö áhrif I för með sér. Margar byggöir eiga I vök aö verjast og koma helsærðar út úr slikum svipt- ingum. Sumar hafa lagzt niður með öllu. Fólk hefur horft upp á eignir sinar og staðfestu verða að engu, á sama tima og aðrir hagnast stórlega á breytingunum. Skilyrði til menntunar og fé- lagsaðstöðu i svo til öllum greinum hafa orðið erfiöari og dýrariúti um landið, Atvinnu- tækifærum unga fólksins fækkar, og þaðleitargjarna til Suðvesturlandsins. Sumar greinar atvinnulifsins dragast saman, eða jafnvel veslast meö öllu upp. Helztu stjórnstöðvar þjóöfé- lagsins hafa risið upp I Reykjavik og þróazt þar. Þá er ýmislegt dýrara úti á landi en I Reykjavik, svo sem flutn- ingskostnaður vöru, sem leggst á hana, simaþjónusta, rafmagn, húsahitun o.fl. Margt fleira kemur hér til. Þá vaknar spurningin. A þjóöfélagið aö láta þessa þró- un halda áfram? Er þaö þjöö- inni til hollustu og heilla, aö heilir landshlutar leggist I auön, eöa á aö snúast gegn þessari þróun mála af einurö og karlmennsku? Ég er i eng- um vafa um, aö framför alls landsins og allrar þjóöarinnar hlýtur aö veröa islenzkri þjóö til farsældar og hlýtur aö styrkja möguleika þjóöarinn- ar til sjálfsbjargar og sjálf- stæöis. Skilyröi til aö nýta auölindir landsinser aö byggö þróist um land allt. Þess vegna trúi ég þvi aö efling Byggöasjóðs, ásamt aukinni áherzlu á skynsamlega f byggöaþróun, sé eitt af stór- málum þjóöarinnar, og muni V bráö og lengd breikka og styrkja undirstööur þjóöfé- lagsuppbyggingarinnar. Byggðadeild Frumvarpiö gerir ráö fyrir þvi aö stofnuö veröi sérstök byggöadeild viö Fram- kvæmdastofnunina, sem geri áætlanir um þróun byggöa og atvinnulífs i þeim tilgangi aö tryggja atvinnu og búsetu I byggöum landsins. Byggöa- deildin fjalli um áhrif opin- berra aðgeröa á byggöaþróun og geri tillögur tíl úrbóta ef þörf þykir. Þessi deild á aö taka aö sér hluta þeirra verk- efna, sem hafa veriö falin á- ætlanadeildinni. T.d. haldi hún áfram gerö landshlutaáætlana I samhengi og samræmi við heildaráætlanir áætlanadeild- ar. Til viðbótar ersvo gert ráö fyrir að deildin fjalli sérstak- lega um áhrif opinberra að- geröa á þróun byggöa, fylgist vel meö samanburöi á llfs- kjörum fólks um land allt og geri tillögur til úrbóta, ef þörf er á, Þaö var fyrir milligöngu mill iþinganefndar um byggöamál, sem tekiö var inn i frumvarpið ákvæöi um sér- staka byggöadeild. Ég álit, aö eitt veigamesta hlutverk byggöadeildar eigi aö veröa aö stuöla aö þróun einstakra byggöarlaga. Deild- in þarf aö gera staögóöa hag- lýsinguafsem flestum byggö- arlögum og hafa jafnan á tak- teinum öruggar upplýsingar um hagræn efni byggöanna svo aö auövelt veröi aö beina fjármagni til uppbyggingar á skynsamlegan hátt, auk þess sem byggðaþróunaráætlanir eru lagöar til grundvallar. Þegar hæstvirtur dóms- málaráöherra ólafur Jóhannesson talaöi fyrir frumvarpi til laga um Fram- kvæmdastofnun rlkisins á sln- um tlma þá var hann sérstak- lega spurður aö þvi hvort aö það væru einhverjar bannlfii- ur, sem yröu dregnar meö tilliti til fyrirgreiöslu. Hann svaraði þvi svo til, aö ekki Framhald á bls. 8. Umræður um Framkvæmda- stofnunina Geir Hallgrimsson mælti fyrir frumvarpi um breytingar á lög- um um Framkvæmdastofnun rikisins. Gerði forsætisráöherra itarlega grein fyrir þeim breyt- ingum, sem frumvarpið gerir ráð fyrir. Gylfi Þ. Gislason (A) tók næst- ur tilmáls ogsagði, aö sá dráttur, sem oröið heföi á þvi aö leggja þetta frumvarp fram, benti til þess, aö ekki væri einhugur um það hjá stjórnarflokkunum. Hann spuröi forsætisráðherra, hvort forstjórar við stofnunina ættu aö veröa einn eða fleiri. Erfitt væri að átta sig á þvi samkvæmt frum- varpinu. Tómas Árnason (F) tók næstur til máls, og visast til ræöu hans annars staðar á siöunni. Geir Lúðvlk Gylfi Þ. Ellert Jón Skaftason (F) sagöist fagna öllum skynsamlegum til- lögum, sem stuöluöu aö jafnvægii byggö landsins, en hann sagöist efast um, aö heppilegt væri aö marka tekjustofn fyrir Fram- kvæmdastofnunina eins og gert væri ráö fyrir I frumvarpinu. Þaö skapaöi aöeins aukna erfiöleika viö fjárlagagerö, ekki sizt á tim- um eins og núna, þegar veröbólg- an væri jafn mikil og raun bæri vitni. Jón Skaftason gagnrýndi enn fremur „kommisarkerfiö” og þá stefnu aö láta minna til þétt- býlissvæöisins viö Faxaflóa en annarra staöa á landinu. Lúðvik Jósepsson (Ab) sagöi, aö greinilegt væri, aö Sjálfstæöis- flokkurinn heföi nú falliö frá and- stööu sinni við Framkvæmda- stofnun rlkisins. Breytingar-, sem gert væri ráð fyrir, væru sáralitl- ar. Ellert B. Schram (S) mótmælti þvi, aö Sjálfstæöisflokkurinn heföi gefizt upp i þessu máli. Sjálfur heföi hann aö visu kosiö, aöstofnuninheföi veriö lögö niður Inúverandi mynd og spilin stokk- uö upp. Geir Hallgrimsson forsætisráð- herra.sagöi, vegna fyrirspurnar um fjölda forstjóra viö stofnun- ina, aö ekki væri ákveöiö, hvort þeir yröu fleiri en einn. Eldhúsdags- umræður á fimmtudag Akveðið hefur verið, að út- varpsumræður — eldhúsdagsum- ræður — verði frá Alþingi n.k. fimmtudag. Af hálfu Framsókn- arflokksins hefur verið ákveðið að ræðumenn við þessar umræður verði þingmennirnir Steingrimur Hermannsson og Halldór Ás- grímsson.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.