Fréttablaðið - 16.11.2005, Qupperneq 59
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 19
H É Ð A N O G Þ A Ð A N
AUGL†SINGASÍMI
550 5000Mest lesna vi›skiptabla›i›
FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA
G
al
lu
p
kö
nn
un
fy
rir
3
65
p
re
nt
m
i›
la
m
aí
2
00
5.
JÓN SIGURÐSSON FORSTJÓRI ÖSSUR-
AR Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, kynnti
byltingarkennt nýtt gervihné fyrirtækisins á
blaðamannafundi í New York í síðustu viku.
Á innfelldu myndinni má sjá umfjöllun um
nýja hnéð í nýjasta hefti Popular Science.
Byltingarkennd nýjung
frá Össuri:
Notendur
vilja það besta
Stoðtækjafyrirtækið Össur
treystir á að þrýstingur frá not-
endum gervilima þrýsti á heil-
brigiðsstofnanir og almanna-
tryggingar að taka þátt í kostnaði
notenda við kaup á byltingar-
kenndum gervilim sem ber heitið
Power Knee og var nýverið
kynntur á blaðamannafundi í
New York í Bandaríkjunum.
„Notendur vilja fá það besta
hverju sinni,“ sagði hann.
Jón Sigurðsson, forstjóri Öss-
urar, upplýsti á fundinum að nýja
hnéð væri margfalt dýrara en
forveri þess, svokallað Rheo
Knee, en það kostar um 16 þús-
und bandaríkjadali. Hann vildi
þó ekki upplýsa um hvað gervi-
limurinn kæmi til með að kosta,
né heldur hver væri þróunar-
kostnaður við nýja hnéð. „Stund-
um hefur verið talað um að gervi-
limur kosti á við nýjan bíl, en
Power Knee er á við marga nýja
bíla,“ sagði hann á fundinum.
Gervihnéð er vélknúið og búið
gervigreind og gerir notandan-
um því kleift að ganga upp bæði
slakka og tröppur, auk þess að
auðvelda mjög allan venjulegan
gang. „Svo gagnast það náttúr-
lega mjög þeim sem aldraðir eru
og veikburða og hafa misst útlim
vegna veikinda,“ sagði Jón.
Nýja hnéð á að fara í almenna
sölu eftir áramót, en um það er
fjallað í nýjasta hefti bandaríska
tímaritsins Popular Science. Þar
er Power Knee hnéð valið sem
ein af 100 áhugaverðustu
tækninýjungunum á árinu. - óká
Fr
ét
ta
bl
að
ið
/F
ré
tt
ab
la
ði
ð/
Ó
KÁ
18-19 Markadur- lesið 15.11.2005 14:56 Page 3