Fréttablaðið - 16.11.2005, Page 76

Fréttablaðið - 16.11.2005, Page 76
 16. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR28 menning@frettabladid.is ! Rokksveitin Dikta heldur útgáfutónleika á Gauki á Stöng í kvöld vegna annarr- ar plötu sinnar, Hunting for Happiness. Dikta var stofnuð þegar flestir með- limirnir voru í níunda bekk í Garða- skóla. Árið 1999 gekk söngvarinn Haukur Heiðar Hauksson til liðs við sveitina eftir að hafa hitt bassa- leikarann Skúla Gestsson í strætó og verið boðið á æfingu. Aðrir með- limir Diktu eru Jón Bjarni Péturs- son gítarleikari og trommarinn Jón Þór Sigurðsson. Fyrsta plata Diktu, Andartak, leit dagsins ljós fyrir þremur árum og vakti hún töluverða athygli á sveit- inni. Platan hefur selst í um það bil 500 eintökum sem verður að teljast gott fyrir eins lítt kunna rokkhljóm- sveit og hún var á þeim tíma. Fyrrum gítarleikari Skunk Anansie, Ace, stjórnaði upptök- um á nýju plötunni og gengu þær mjög vel að sögn þeirra Dikta- liða. „Hann hjálpaði okkur við að velja og „strúktúra“ lögin. Þetta er rólegri plata en við héldum fyrst að hún yrði en það er allt í lagi. Platan er poppaðri í uppbyggingu laga þó hún sé rokkuð að upplagi,“ segja þeir félagar. „Við höfðum ekki verið með „pródúsent“ áður og vorum dálítið efins fyrst. Platan hefði orðið allt öðruvísi ef hann hefði ekki verið með en við erum mjög ánægðir með útkomuna. Platan er aðgengilegri en sú síðasta,“ bæta þeir við og að gítarhljómurinn sé mjög góður, enda Ace afar öflugur gítarleikari. Aðspurðir segja þeir félagar að nafn plötunnar, Hunting for Happi- ness, sé fengið úr uppistandi með breska grínistanum Eddie Izzard. Þar segir hann að í Bandaríkjunum sé hamingjan veidd með byssu og síðan skotin. Dikta-liðar bæta við að bjartara sé yfir textunum á nýju plötunni en þeirri síðustu. Dikta gerði nýverið þriggja platna útgáfusamning við Smekk- leysu og er spennt fyrir fram- tíðinni. Sveitin spilaði á Iceland Airwaves á dögunum við mjög góðar undirtektir og myndband við lagið Breaking the Waves er jafnframt í vinnslu. Hvað varðar spilamennsku erlendis segja þeir að ekkert sé ákveðið í þeim efnum. „Ace hefur talað við fólk úti og hann lofaði að það myndi hlusta á hana [plötuna] en ekki setja hana í einhvern bunka,“ segja þeir. „Ann- ars er ekkert planað úti.“ Útgáfutónleikarnir í kvöld hefj- ast klukkan 21.00 og kostar 500 krónur inn. Mr. Silla sér um að hita lýðinn upp. freyr@frettabladid.is Hamingjan veidd með byssu DIKTA Hljómsveitin Dikta heldur útgáfutónleika í kvöld vegna nýjustu plötu sinnar Hunting for Happiness. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Kl. 12.30 Á Háskólatónleikum í Norræna húsinu flytja Kolbeinn Bjarnason flautuleikari, Guðrún Óskarsdóttir semballeikari og Úlfar Ingi Haraldsson, sem sér um hljóðstjórn, verk eftir Úlfar Inga og Johann Sebastian Bach. > Ekki missa af ... ... tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands í Háskólabíói á morgun þar sem Rumon Gamba stjórnar flutningi áttundu sinfóníu Sjostakóvitsj og Sinfonia de Requiem eftir Benjamin Britten. ... hinum árlega upplestri Hins íslenska glæpafélags á Grand Rokk annað kvöld þar sem glæpasöguhöfundar lesa úr nýjum verkum sínum. ... sýningunni Essens á Kjarvals- stöðum þar sem sýnt er yfirlit af verkum Kjarvals. Í afmælisveisku ljóð.is, sem haldin verður á Café Rosenberg í kvöld í tilefni af fjögurra ára afmæli vefsíðunnar, verður boðið upp á nýjung sem nefnist Ljóða- rímixkaríókí Dadda. Þar verða á ferðinni tveir framúrstefnulegir menn sem mæta með tölvuna sína og prentara upp á svið og bjóða öllum viðstöddum að láta tölvu- forrit framleiða fyrir sig ljóð eftir kúnstarinnar reglum. „Þeir heita Sölvi og Jón, stærð- fræðingur og bókmenntafræði- nemi,“ segir Davíð Stefánsson, sem hefur rekið vefsíðuna ljóð.is í fjögur ár. „Þetta var prufukeyrt á föstu- daginn síðasta og vakti mikla lukku. Þetta fer þannig fram að fólk velur sér ákveðna gagna- grunna, til dæmis bloggsíður eða mbl.is eða eitthvað annað, og síðan býr forritið til ljóð úr því og prent- ar það út. Síðan kemur fólk upp á svið og les sjálft upp ljóðið.“ Fleira verður gert til skemmt- unar á afmælisljóðakvöldinu því þarna mæta skáld að lesa upp eigin ljóð, sem tölvuforritið þeirra Sölva og Jóns hefur hvergi komið nærri. Þetta eru þau Bragi Ólafs- son, Halldóra Kristín Thorodd- sen, Haukur Ingvarsson, Henrik Garcia, Hildur Lilliendahl, Hörð- ur Dan, Óttar Martin Norðfjörð og Toshiki Toma. Skúli Þórðarson trúbador mun síðan brjóta upp hátíðleikann með eitruðum lögum sínum. ■ HAUKUR INGVARSSON Hann er eitt þeirra ljóðskálda sem lesa upp úr verkum sínum á afmælisljóðakvöldi vefsíðunnar ljóð.is, sem haldið verður á Café Rosenberg í kvöld. Dæla frá sér ljóðum „Þessir tónleikar áttu að vera leyndarmál,“ segir Jakob Frí- mann Magnússon, einn meðlimur Rifsberja, þegar hann er inntur eftir heldur óvenjulegum atburði en í kvöld heldur áðurnefnd Rifs- berja sína fyrsta tónleika í 32 ár á Næsta Bar. Auk Jakobs spila Stuðmennirnir Þórður Árnason, Tómas Tómasson og Ásgeir Óskarsson í sveitinni en við hljóðnemann verður Gylfi Kristinsson sem hætti á sínum tíma og lagði stund á framhaldsnám í sálarfræði. „Við hljóðrituðum aldrei neitt en í síðasta mánuði fundust upptökur í Danmörku frá sunnudagskvöldi í Glæsibæ,“ útskýrir Jakob og furðar sig á fundarstaðnum. „Fyrir þá sem vilja á hinn boginn kynna sér hljómsveitina vorum við undir áhrifum hennar þegar Stuðmenn tóku upp Tívólí,“ bætir Jakob við. Rifsberja spilaði þó nokkuð mikið á árunum 1971-73 og segir Jakob að flestir tónleikarnir hafi verið „djammsession“ þar sem gestir og gangandi tóku í hljóð- færi og spiluðu með hljómsveit- inni. „Við spiluðum þróað og framsækið rokk og vorum í miklu uppáhaldi hjá hippum þess tíma,“ segir Jakob en sá böggull fylgdi skammrifi að lítil sala var á barn- um. „Það lagði þess í stað þykkan kannabisreyk yfir salinn, bareig- endum til mikils ama,“ útskýrir hann og hlær. Sveitin kom iðulega fram með þykka leðurhatta frá Guðna Erlendssyni en hann var einhver framsæknasti hippi þess tíma að mati Jakobs. „Svo vorum við alltaf í dökkum fötum,“ bætir hann við og segir að þeir hafi stundum snúið baki í áhorfendur enda hafi hljómsveitir þess tíma verið í sífelldri sjálfskoðun. „Ég veit samt ekkert hvert við snúum í kvöld,“ viðurkennir hann. Hið sérkennilega nafn hljóm- sveitarinnar á sér nokkuð skringi- lega sögu en hún á rætur sínar að rekja til Seyðisfjarðar. „Þar var ungur drengur gripinn glóðvolgur við að ræna rifsberjum úr garði hefðarkonu. Þegar hún tók í hann varð drengurinn kjaftstopp en gat loks stunið upp einu orði sem var Rifsberja.“ - fgg 32 ára hléi lokið hjá Rifsberja JAKOB FRÍMANN Mun stíga á stokk með hljómsveitinni Rifsberja sem ekki hefur komið saman í háa herrans tíð FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Bókmenntaþing ungra lesenda í Reykjanesbæ, málþing í Kenn- araháskóla Íslands og málþing um Grunnavíkur-Jón í Þjóð- minjasafninu eru meðal þeirra viðburða sem efnt verður til í tilefni af degi íslenskrar tungu í dag, sem jafnan er haldinn á fæðingardegi Jónasar Hallgríms- sonar. Dagsins er minnst með margvíslegu móti, meðal annars með samkomum, sýningum og upplestrum í skólum og annars staðar víðs vegar um land. Í ár er bryddað upp á þei- rri nýjung að efna til sérstaks bókmenntaþings sem ætlað er börnum og unglingum á aldrin- um tíu til sextán ára. Frummæl- endur verða börn og unglingar úr skólum í Hafnarfirði, Grindavík og Reykjanesbæ og fjalla þau um það hvort gaman sé að lesa. Þingið verður haldið í safnaðar- heimili Keflavíkurkirkju klukkan 10-12. Á málþinginu í Kennarahá- skólanum flytja þeir Haraldur Bernharðsson, Gauti Kristmanns- son og Sigurður Konráðsson fyrir- lestra um breytingar sem verða á íslenskri tungu og ýmsar tilraunir til þess að hamla gegn þeim. Klukkan 16 verður svo hátíð- arsamkoma í Listasafni Reykja- nesbæjar í Duushúsum þar sem menntamálaráðherra afhendir Verðlaun Jónasar Hallgrímsson- ar 2005 auk tveggja sérstakra viðurkenninga fyrir störf í þágu íslensks máls. Íslensk tunga í brennidepli 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.