Tíminn - 18.05.1976, Page 17
Þriðjudagur 18. mai 1976
TÍMINN
17
ÁHORFENDUR MEGA
EKKI LÁTA SJÁ SIG!
— þegar Guðgeir og félagar leika sinn fyrsta leik á heimavelli
næsta keppnistímabil í 1. deildarkeppninni í Belgíu
GUÐGEIR LEIFSSONog
félagar hans í Charleroi-
liðinu verða að leika
fyrsta leik sinn í 1.
deildarkeppninni í Belgíu
næsta vetur, fyrir tómum
velli áhorfenda. Ástæðan
fyrir því er sú, að áhang-
endur liðsins gerðu aðsúg
að dómara, eftir einn leik
Charleroi í vetur— og var
sá dómur kveðinn upp í
vikunni, að engir áhorf-
endur mættu vera á
fyrsta leik Charleroi-liðs-
ins á heimavelli.
Forráðamenn Charleroi-liðs-
ins eru ekki sérstaklega ánægð-
ir með þennan dóm, þar sem
hann getur valdið félaginu
miklu fjárhagslegu tjóni —
þ.e.a.s. ef Charleroi leikur gegn
sterku liði i fyrsta leiknum. Þá
missa þeir tekjur af þeim 30
þús. áhorfendum, sem koma
jafnan á völlinn, þegar sterk-
ustu lið Belgiu koma i heim-
sókn.
Charleroi-liðið vann góðan
sigur (2:1) yfir Lierse á laugar-
daginn og varð félagið þar með i
fjórða neðsta sæti i 1. deildar-
keppninni, með jafnmörg stig
og Beringen, en betri marka-
tölu. Malines, Bechem og
„mútuliðið” La Louviere féllu
niður i 2. deild. Asgeir Sigur-
vinssonog félagar hans i Stand-
ard Liege töpuðu óvænt (2:3) á
heimavelli fyrir Beveren.
FC Brugge varð Belgiumeist-
ari, hlaut 52 stig, en Anderlecht
varð i öðru sæti með 48 stig.
— SOS
ÓLAFUR Jónsson..skoraði 4
mörk.
Torino
aftur
upp á
toppinn
TORINO tryggði sér meistaratitil
ítaliu i fyrsta skipti síðan 1949,
þegar hið ósigrandi Torino-lið
lenti i flugslysi og allir leikmenn
iiðsins, sem léku jafnframt sem
landslið italiu, létu lifið. Torino-
liðið, sem hafði verið ósigrandi
frá siðari heimsstyrjöldinni, var
að koma úr keppnisferðalagi frá
Spáni, þegar slysið átti sér stað.
Juventus, sem hefur orðið
meistari þrisvar sinnum á siðustu
fjórum árum, missti af lestinni,
þar sem liöið tapaði (0:1) fyrir
Perugia.
— SOS
AAeistara-
motio i
frjálsum
íþróttum
Meistaramót tslands i frjáls-
iþróttum byrjar laugardaginn 29.
mai nk. Keppt verður i eftirtöld-
um greinum:
Laugardagur: Tugþraut, fyrri
hluti, 4x800 m boðhlaup, 400 m.
hlaup kvenna.
Sunnudagur 30. mal: Tugþraut,
siðari hluti 10 km. hlaup og
fimmtarþraut kvenna.
Mótið hefst kl. 14 báða dagana.
Þátttökutilkynningar sendist Jó-
hanni Jóhannessyni Blönduhlið
12. simi 18171 fyrir 26. mai nk.
ásamt þátttökugjaldi kr. 100 fyrir
hvern keppanda.
Stoke
tapaði í
Belgrad
Júgóslavar, sem mæta Walesbú-
um i Evrópukeppni landsliða I
knattspyrnu i Cardiff á laugar-
daginn kemur, unnu góðan sigur
yfir enska 1. deildarliðinu Stoke i
Belgrade á sunnudaginn. Leikur-
inn var upphitunarleikur fyrir
slaginn gegn Wales I Cardiff — og
sáu Júgóslavarnir um að skora öll
mörk leiksins. Jerkovic skoraði
„Hat-trick” — þrjú mörk fyrir
júgóslavneska liðið og siðan skor-
aði Peruzovic sjálfsmark fyrir
Stoke.
Ólafur átti
stórleik með
Dankersen...
KENNY DALGLISH...skoraði sigurmark Skota.
— þegar Skotar sigruðu Englendinga (2:1) á Hampden PARK
Gifurleg fagnaðarlæti brutust út á
Hampden Park I Glasgow á
laugardaginn, þegar Skotar unnu
sigur yfir Englendingum C2:l) og
tryggðu sér þar meö sigur i
brezku meistarakeppninni. 85
þús. áhorfendur sáu Skota vinna
sinn fyrsta sigur yfir Englending-
um siðan 1967 á Wembley, en
Skotar unnu þá góðan sigur — 3:2
og urðu fyrstir til að sigra heims-
meistara Englands.
Englendingar urðu fyrri til að
skora — það var Dýrlingurinn
Mick Channon, sem skoraði með
góðum skalla eftir aðeins 11
minútur. Aðeins sex mínútum
siðar, mátti Ray Clemence,
markvörður Englands, hirða
knöttinn úr netinu hjá sér, eftir að
Don Masson hafði skallað glæsi-
lega i netið hjá Englendingunum.
Masson sem leikur með Lundúna-
liðinu Queens Park Rangers, hef-
ur áttstórgóða leiki með Skotum i
meistarakeppninni — það sást
ekki gegn Englendingum, að
hann hafi aðeins leikið þrjá lands-
leiki með skozka liðinu heldur var
eins og hann hafi verið fastamað-
ur i þvi siðastliðin ár. Kenny Dal-
glish skoraði sigurmark Skota i
byrjun siðari hálfleiksins, eftir
ljót mistök Clemence, markvarð-
ar, sem missti knöttinn i gegnum
klofið á sér.
Liðin voru skipuð þessum leik-
mönnum á Hampden Park: Skot-
land: Rough (Partick), McGrain
(Celtic), Forsyth (Rangers),
Jackson (Rangers), Donachie
(Man. City), Masson (Q.P.R.),
Gemmill (Derby), fyrirliði, Rioch
(Derby), E. Gray (Leeds), Jor-
dan (Leeds) og Dalglish (Celtic).
England: Clemence (Liverpool),
Thompson (Liverpool), Todd
(Derby), McFarland (Derby),
Mills (Ipswich), Kennedy (Liver-
pool), Keegan (Liverpool), Fran-
cis (Q.P.R.), fyrirliði, Channon
(Southampton), Pearson (Man.
United) og Taylor (Crystal
Palace). Þeir Doyle (Man. City)
og Cherry (Leeds) komu inn á,
sem varamenn fyrir McFarland
og Pearson, sem meiddust.
Walesbúar unnu sigur (1:0) yfir
N-trum i Swansea á föstudags-
kvöldið, 10 þús. áhorfendur sáu
Leighton James (Derby) skora
sigurmarkið.
— SOS
— en það dugði ekki gegn hinu sterka
Gummersbach-liði, sem tryggði sér
V-Þýzkalandsmeistaratitilinn
ÓLAFUR H. Jónsson átti stórleik
með Dankersen-liðinu, þegar það
mætti hinu geysilega sterka
Gummersbach-liöi i Frankfurt á
laugardaginn. 7. þús. áhorfendur
sáu leikinn, sem var gifurlega
spennandi, en honum lauk með
sigri G um m ersba c h-liös ins
(12:11), sem tryggði sér þar með
V-Þýzkalandsmeistaratitilinn.
Ólafur var i miklum vigamóði i
leiknum — var sterkur i vörn og
skoraði þar að auki 4 gullfalleg
mörk. Axel Axelsson gat ekki
leikið með, vegna meiðsla.
Gummersbach náði 4 marka for-
skoti (9:5), um miðjan siðari
hálfleikinn, en Ólafur og félagar
gáfust ekki upp, þeim tókst að
jafna 9:9 og siðan 10:10 og 11:11 —
en rétt fyrir leikslok skoraði
Gummersbach sigurmarkið.
Mikill fögnuð-
ur í Glasgow...
DON MASSON...þrir stórleikir á
Hampden Park u viku.
STAÐAN
Lokastaðan i bresku meistara-
keppninni varð þessi:
Skotland 3 3 0 0 8:2 6
Fngland 3 2 0 1 6:2 4
Wales 3 1 0 2 2:4 2
N-írland 3 0 0 3 0:8 0