Tíminn - 19.05.1976, Síða 3

Tíminn - 19.05.1976, Síða 3
Miðvikudagur 19. mai 1976 TÍMINN 3 Hvort er verðmætara: Lífið í Grímsstaðavör eða einbýlishúsin? SJ-Reykjavik. — Sjórinn er sl- fellt að brjóta land vestur i Grimsstaðavör við Ægissiðu, þar sem hrognkelsaveiöimenn hafa bækistöðvar sinar. Pálmar Sig- urösson, fyrrverandi starfsmaður Rafmagnsveitu Reykjavikur, sem reri um langt skeiö út á Skerjafjörðinn og átt hefur heima i grenndinni i fjörutiu ár, kveðst halda að land hafi náð 35-40 metra lengra út á þessum slóðum, þegar hann settist þarna að. Veiðar- færaskúr Pálmars stóö neöstur i röð þriggja beitingakofa, en i vetur lá við að hann væri oltinn um eftir eitt hvassviðrið af hafi Færði Pálmar þá skúrinn upp fyrir hina tvo og nú fyrir mánuði varð annar grásleppuveiðimaður að fara að dæmi hans, svo kofi Pálmars er nú i miðjunni. Hvenær sá þriðji verður að vikja um set ráða veðurguðirnir. Feðgarnir Björn Guðjónsson og Asgeir, sonur hans, taka I sama streng og Pálmar og segja, að aldrei hafi gengið eins mikið á landið og undanfarin tvö ár. — Við vitum um vandamálið, sagði Þórður Þ. Þorbjarnarson borgarverkfræðingur þegar viö leituðum til hans vegna þessa máls. Það er rétt að óvenju mikil landeyðing hefur orðið undanfar- in tvö ár vegna þrálátrar suðvest- anáttar. Það þarf að byggja þarna brimvarnargarða, en það kostar tugi milljóna, sem við höf- um ekki á 'reiðum höndum. Reykjanesskaginn hefur sigiö um tvo metra frá þvi sögur herma, og eitt sinn var beit i Hrakhólmum, sem nú eru sker fyrir utan Álftanes. Gamli kaup- staðurinn við Reykjavik er nú einnig aðeins sker hér úti við Granda. — Það er margt brýnna, sem viö þurfum að gera, sagði Þórður Þorbjarnarson borgarverkfræð- ingur, en það kemur að þvi að gripa verður til ráöstafana þarna viö ströndina. Einbýlishúsin, sem standa við Ægissiðuna nokkru ofar kosta trúlega orðið einar 40 milljónir hvert, svo sennilega veröur eitt- hvað að gert áöur en sjórinn kemst þangað. Þegar við komum i Grims- staðavör var Björn Guðjónsson nýkominn frá að vitja um grá- sleppunet sin. Ásgeir sonur hans var að gera að og setti hrognin niður i plasttunnur. Þetta gull hafsins kostar nú 40.000 kr. tunn- an — brúttó að visu. Fjöldi drengja úr nágrenninu fylgdist með, og vildu taka þátt i vinn- unni, en Björn sagði að þeir yrðu að flýta sér að stækka meira áður en þeir yrðu liðtækir við sjó- mennsku og aðgerð. Gunnar Guð- jónss., bróðir Bjöms, ýtti nýjum bát úr vör, sem hann haföi keypt daginn áður. Þeir bræður eru frá Bjarnastöðum, sem voru þar sem gatan Tómasarhagi er nú. Fjöl- skyldan býr nú við Ægissiöu og er bundin þessum stað sterkum böndum. Bræðurnir — einir þrir — hafa stundað hrognkelsaveið- ar, Björn sem aöalstarf mestan hluta ársins, og Ásgeir, sem er 15 ára, segist hafa verið viö þetta siðan hann man eftir sér. Guðrún, amma hans, á endur, gæsir og hænsn, sem hún hefur þarna i kofa, mest sér til gamans. — Hún Oft er fleira um manninn en þetta i Grimsstaðavör enda myndin tekin á virkum degi. Um helgar Ieggja margir hingaö leið sina, og undrast maöur þá oft hve þeir eru margir, sem ekki hlifast við að aka aila leið niður I fjöru, þar sem veiöimenn eru að störfum sinum. Flestir hefðu ekki nema gott af að ganga þennan spöl, sem er frá steinsteyptri Ægisslðunni nið ur I vörina. er gömul eins og ég, segir Pálmar Sigurðsson, en vill þó hafa eitt- hvað fyrir stafni. Ég geri nú lltið annað lengur en að setjast upp i bilinn minn, þótt stutt sé að fara frá Fálkagötunni, aka hingað nið- ur I vörina og horfa á lifið. Hér er alltaf eitthvað á seyði breytilegt, — já, það er engin kyrrstaða. Jafnvel pósturinn sparar sér ekki sporin hingað niður eftir til að spjalla við okkur. Nú leika sonarsynir minir sér i bátnum minum hér I fjörunni, sjálfur ræ ég ekki lengur, segir Pálmar. Nær allt land þarna i grennd- inni, sem áður voru eignarlóðir og erfðafesta, er nú eign Reykjavik- urborgar. Hlaðinn steingarður, sem eitt sinn náði upp á túnið er nú allur i fjörunni. Fyrir ofan grasbakkana, sem sjórinn hefur rofið, liggja heilir móhnausar úr þeim. Það er eins og börðunum hafi verið hvolft við eftir verstu veðrin. Hrognkelsaveiðimenn við Grimsstaðavör hafa leitað til verkstjóra hjá Reykjavikurborg um að aka grjóti i sjóinn til varn- ar briminu, hann visaði til Reykjavikurhafnar, en þar fékkst það svar að málið heyrði undir borgarverkfræðing. — Verður ekkert að gert fyrr en brimið hefur sorfiö sig Iskyggi lega nærri reisulegu einbýlishús- unum ofar á ströndinni? Verður þá eftir nóg landrými fyrir lifið i Grimsstaðavör? Landverndarmenn þurfa ekki að leita langt til að taka myndir af rofabörðum þjóðinni allri til viðvör- unar, svona lita þeir út bakkarnir við Grimsstaðavör og ofan á þeim má greina heila móhnausa, sem sjórinn svipti upp I siðasta hvassviðri. Það er ekki langt siðan að þessi grjótgarður náði upp á tún en nú er hann I fjörunni.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.