Tíminn - 19.05.1976, Page 4

Tíminn - 19.05.1976, Page 4
TÍMINN Miðvikudagur 19. mai 1976 Varaforsetaefni óskast Ef Gerald Ford hlýtur útnefn- ingu flokks sins sem forsetaefni fyrir forsetakosningarnar i Bandarikjunum á komandi hausti, þá hefur sú spurning vaknað, hvern hann muni fá með sér.sem varaforsetaefni. Reyndar er ekkert útséð með hvort af þvi verður, þvi að mót- frambjóðandi hans Ronald Reagan hefur dregið mjög á hann i forkosningunum undan- farnar vikur, og getur þvi brugðið til beggja vona fyrir Ford. En myndi hann kjósa Elliot Richard, viðskiptaráð- herra, sem ætið virðist reiðubú- innað bjóöa sigfram ihvaðsem er, eða fornvin sinn frá Mið-Vestur rikjunum Donald Rumsfield, fyrrverandi starfs- mánnastjóra og núverandi varnarmálaráðherra? Kannski hann leiti á fjarlægari mið i von um að það auki fylgi hans og fái Howard Baker eða William Brock, öldungadeildarþing- menn frá Suðurrikjunum. Og hvað um rikisstjórana Bob Ray i Iowa, Christopher Bond i Missouri eða Dan Evans i Washington. Allir koma þessir sterklega til greina, en hann hefur fleiri i takinu, svo sem eins og John Conally frá Texas, Edward Brokke, blakkan öldungadeildarþingmann frá Massachusettes, Nelson Rocke- feller eða jafnvel Ronald Reagan. Gerald Ford er ekki sérlega litrikur eða áhugavekj- andi persónuleiki, en hann er slunginn og reyndur stjórnmálamaður og langtum margbrotnari heldur en hann viröist vera. Hann kemur ekki til með að kjósa sér varafor- setaefni fyrr en hann hefur vandlega athugað framboðs- listademókrata. Velmá vera að hann komi þjóöinni á óvart með þvi að kjósa konu varaforseta- efni. Kona sú, sem hér um ræðir heitir Carla Hills og er húsnæðis- og dreifbýlismála- ráðherra. Vitað er að Betty, eiginkona forsetans er þvi mjög hlynnt svo og milljónir kvenna út um öll Bandarikin. Carla þykir óvenju gáfuð og er hún áreiðanlega jafnhæf i þetta em- bætti og hver þeirra karlmanna, sem Ford myndi velja. Auk þess lifgaði það upp á forseta- kosningarnar, sem hafa verið með daufara móti undanfarin ár. Myndin er svo af þeim Geraldi Ford og Cörlu Hills. Prinsinn alltaf kvenmannslaus Vesalings Karl prins, hann má aldrei lita svo á kvenmann, að heimspressan tiundi ekki allar hans augnagotur með tilheyrandi athugasemdum um að nú ætli hann að fara að trúlofast þessari eða hinni blómarósinni. En prins- inn er enn staðfastur I einlifi sinu, og enn hefur ekkert orðið úr trúlofun. A meðfylgjandi mynd, sem tekin var I einhverju sam- kvæmii London, virðir hann leik- konuna Susan Hampshire fyrir sér, og hún fer öll hjá sér sem von er, þar sem öllum heiminum er kunnugt um að prinsinn má ekki lita á konur og er fyrir löngu orð- inn fullorðinn. Hærri tekjur, aukin áfengisneysla „Alveg er ljóst, að aukin áfengisneyzla leiðir til vaxandi tjóns af völdum áfengis”, segir tölfræðingur áfengisverzlunar- innar I Osló. ,,Þar sem aukning áfengisneyzlunnar var 3,4% árið 1975 og aukningin 1974 nam 11,2%, má ljóst vera, að vá er fyrir dyr- um. Augljóst er að aukin áfengis- neyzla veldurauknutjóni og þeim fjölgar, sem áfengi nær tökum á. Nákvæmar rannsóknir, sem ná yfir ára bil, leiða i ljós mjög náið samband milli hærri launa og aukinnar áfengisneyzlu. Augljóst er, að tekjuaukning er ein mikil- vægasta orsök aukinnar áfengis- neyzlu. Hvaða aðgerðir eru áhrifarikastar til að hafa hemil á þessari öfugþróun? Afengisverð hefur ekki fylgt þróuninni I verðlags- og launa- málum. Því miður var verð áfengis ekkert hækkað við launa hækkunina miklu 1974. Með þeirri launaþróun, sem verið hefur siðari ár, hefðum við þurft að endurskoða verðlagningu áfengis á hverju ári. Aðstaðan til að ná i áfengi skiptir einnig miklu máli i þessum efnum. Og við skulum gera okkur ljóst, að þessi "þáttur er ekki aðeins háður fjölda veitinga- og sölustaða, heldur einnig því hvenær veitinga- og sölutiminn er. Fjölgun útsölu- staða hefur neikvæð áhrif á neyzluna, það er að segja ýtir undri aukna áfengisneyzlu”. Vertu svo ekki að glápa svona á mig. — Ég var á heimleiö frá vinnu... Nei, en hvaö þú lítur vel út f dag elskan.... og þá hitti ég gamlan skóiafélaga. sn DENNI DÆMALAUSI ,,Af hverju þarf fólk alltaf aö fara á spitala til aö fá börn. Geta þeir ekki sent þau heim?”

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.