Tíminn - 19.05.1976, Qupperneq 9

Tíminn - 19.05.1976, Qupperneq 9
Miðvikudagur 19. mai 1976 TÍMINN 9 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjdri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfuiltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steimgrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur f Edduhús- inu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, sfmi 26500 — afgreiðslusfmi 12323 — aug- lýsingasfmi 19523. Verð I lausasölu kr. 50.00. Askriftar- gjald kr. 1000.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Hvers virði er varnarstöðin? Erlendir fjölmiðlar hafa undanfarið haft þau ummæli eftir Jósef Luns framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, að það myndi kosta Bandaríkin 22 milljarða dollara eða 4000 milljarða islenzkra króna, að koma upp eftir- litskerfi, sem jafngilti herstöðinni á Kefla- vikurflugvelli, og þó yrði þetta nýja kerfi ekki eins öruggt og fullkomið. Reiknað hefur verið út, að þetta sé 66-föld upphæð islenzku f járlag- anna i ár. Við þetta bætist svo, að þetta eftir- litskerfi, sem þyrfti að byggjast á fjórum stór- um flugvélamóðurskipum ásamt mörgum fylgdarskipum, yrði margfalt dýrara i rekstri en Keflavikurstöðin. Það er þvi enginn smá- vægilegur hagnaður, sem Bandarikin hafa af stöðinni i Keflavik. Islendingar veita þvi Bandarikjunum og At- lantshafsbandalaginu ekki neina smávægilega fyrirgreiðslu með þvi að leyfa þeim að reka þessa þýðingarmiklu eftirlitsstöð á Kefla- vikurflugvelli. Að visu má segja, að hún veiti Islendingum nokkurt öryggi, ef hún hjálpar til að draga úr styrjaldarhættu, en hún skapar lika stórfellda áhættu, ef til styrjaldar kæmi, Þá verður það fyrsta takmark andstæðinganna að eyðileggja jafnmikilvæg tæki. Til þess þyrfti ekki nema eina kjarnorkusprengju, sem myndi eyða mestu eða öllu Stór-Reykjavikur- svæðinu. Islendingar ættu að mega vænta þess, að það yrði metið að einhverju, að þeir veita banda- mönnum i Atlantshafsbandalaginu og þó eink- um Bandarikjunum einhverja fyrirgreiðslu. En hver eru launin? Islendingar eiga i höggi við gamalt nýlenduveldi, sem vægðarlaust reynir að eyðileggja afkomugrundvöll þeirra. Þeir hafa farið þess á leit við Bandarikin, að fá hjá þeim strandvarnarskip, sem gæti mjög styrkt þá i baráttunni við innrásarherinn. Svar Bandarikjastjórnar er blákalt nei, Hvorki Bandarikin né önnur Natóriki virðast hafa lagt verulega að Bretum að hætta ofbeldisverkun- um. Þannig eru Islendingar óvirtir og niðurlægð- ir af þeim, sem þykjast þó vera bandamenn. Það er þvi engin furða, þótt sú stefna eigi vax- andi fylgi, að íslendingar endurskoði alla afstöðu sina til varnarliðsins. Þolinmæði íslend- inga á þrotum Utanrikisráðherra heldur i dag utan, á fund utanrikisráðherra Natórikjanna. Beri þessi för islenzka ráðherrans engan árangur, verður að telja fullreynt, hvort einhvers stuðnings er að vænta frá Nató eða ekki, þá mun tillögu fimmmenninganna, sem lagt hafa til á Alþingi, að sendiherrann i Brussel verði kvaddur heim, vaxa fylgi. Þá mun þjóðin vart una þvi lengur, að setið verði áfram á fundum varnarsamtaka við hlið innrásarmannanna. Þetta mættu svonefndar sambandsþjóðir okk- ar gera sér ljóst. ÞÞ. Spartak Beglov, APN: Víðtækara samstarf treystir fríðinn Efla þarf samvinnu Evrópuþjóða ó mörgum sviðum MJÖG er nú rætt um þaft i biöðum vestan tjalds og aust- an, hvort Helsinki-y firlýsingin svonefnda muni bera tilætlaft- an árangur. Meðal annars blandast þetta mjög inn i kosningabaráttuna i Banda- rikjunum. Eftirfarandi grein Beglov sýnir hvernig ráfta- menn Sovétrfkjanna túlka af- stöftu sfna til þessa máls. EVRÓPA hefur búift við frið i 31 ár. A mælikvarða lfðandi aldar er þetta mikil blessun. Þess vegna er það svo mikil- vægt að komið verði i veg fyrir, að friðartimabilið, sem hófstí mai 1945 verði einungis stundarhlé I stormasamri sögu álfunnar. Samkomulag- ið, sem náðist i Helsinki sl. sumar af fulltrúum 33 Evrópurikja, Bandarikjanna og Kanada, er i fullu samræmi við þetta verkefni. Sökum þess, að niðurstöður Evrópuráðstefnunnar hafa verið túlkaðar á ýmsa vegu, vil ég benda á, að þátttakend- ur I þessari einstæðu ráðstefnu voru einhuga þeirrar skoðun- ar, að allar þær evrópsku sambúðarreglur, sem þeir urðu sammála um, væru jafn þýðingarmiklar. Slökun póli- tiskrar spennu og spennuslök- un á hernaðarsviðinu, aukning eðlilegs samstarfs og aukin samskipti á sviði menningar- mála eru ekki einangruð fyrir- bæri I starfsemi rlkisstjórna og þjóðfélagsafla. Fyrir frið- sama framtíð Evrópu er það jafn mikilvægt að farið sé eftir þvi, sem lýst var yfir I loka- ályktun Helsinkifundarins um jafnrétti rikja, friðhelgi landamæra, að beita ekki valdi né ógnunum um vald- beitingu, að hlutast ekki til um innanrikismál annarra rlkja, o.s.frv., eins og að auka gagn- kvæman skilning og samskipti á hinum ýmsu sviðum. . Þetta skyldi haft I huga nú, þegar aðeins niu mánúðir eru liðnir frá þvi Evrópuráðstefn- unni um öryggis og samstarfs- mál lauk. Staðreyndin er, að I umræðum um vandamál sam- búðar austurs og vesturs hafa vestrænir „skoðanamótend- ur” oft skilið vandamál þess að tryggja öryggi þjóða frá framkvæmd lokaályktunar Helsinkifundarins. Æ STÆRRI hóp Vest- ur-Evrópubúa er að verða ljóst tækifærissinnað eðli áróðursmoldviðrisins I sam- bandi við hina svokölluðu „sovézku ógnun”. Menn sjá, að annars vegar er þessi há- væra herferð orðin nokkurs konar helgisiður, sem nauð- synlegt er að hafa um hönd til þess að fá þjóðþingin til að samþykkja sihækkandi hern- aðarútgjöld á fjárlögum. A hinn bóginn eru þær aðferðir, sem notaðar eru til óraunhæfs samanburðar á gagnkvæmum hernaðarmætti vestrænna rikja og Sovétrikjanna of illa dulbúnar. Þegar nauðsynlegt þykir að réttlæta nýjar vig- búnaðaráætlanir, sem nema mörg þúsund milljónum doll- ara, er þjóðsagan um „ógn- vekjandi sovézka yfirburði” á hernaðarsviðinu breidd út. Þegar á hinn bóginn reynist nauðsynlegt að sanna hæfni þeirra manna og stofnana, sem fjalla um varnarmálin, leggja hershöfðingjarnir jafn- skjótt fram áhrifamiklar tölur um hernaðarlega „yfirburði yfir Rússana”. Andrei Gromiko. A sama tima og sósíalista- rikini'Evrópu benda á i Vinar- viðræðunum mjög einfalda og skynsamlega leið út úr þvi á- standi sem skapazt hefur: Að hefja fækkun i herjum Sovét- rikjanna og Bandarikjanna i Mið-Evrópu þegar á þessu ári, samtimis þvi að allir aðilar skuldbindi sig til að hefjast handa um að draga úr vigbún- aði ári síðar en haldi þangað til óbreyttum herstyrk sinum og vopnabúnaði. Þannig eru sósialistarikin fullkomlega reiðubúin til að taka ákvörðun um að snúa sér að afvopnun og hefja undirbúning hennar þeg- ar i stað. Hvað varöar aukið traust, sem er óaöskiljanlegur þáttur þess að tryggja viðhlitandi skilyrði fyrir framkvæmd áðurnefndra pólitlskra megin- reglna um sambúð þjóða Evrópu, þá er nauðsynlegt, að friðsamlegt frumkvæði ann- ars aðilanshljóti stuðning hins aðilans. í stað þess að skerpa andspæniö á að efla gagn- kvæman skilning og þróa samvinnu. Þetta er það sem mestu varðar I dag og þjónar bezt hagsmunum þjóða bæöi Austur- og Vestur-Evrópu. ÞAÐ ER ekkert undarlegt þótt almenningur i Evrópu fylgdist af miklum áhuga meö nýjum samskiptum Sovétrikjanna og Frakklands I tengslum viö heimsókn Andrei Gromiko, ut- anrikisráðherra Sovétrlkj- anna, til Parisar i lok april. Þessi áhugi stafar fyrst og fremst af þvi, að sambúð Sovétrikjanna og Frakklands einkennist sérstaklega af þvi, að báðir aöilar reyna að lyfta henni á nýtt stig. 1 þessu sam- bandi beinist athyglin jafnt að pólitiskum, efnahagslegum og samskiptavandamálum. A siöasta ári lýstu báðir aðilar þvi yfir, að þeir litu á Evrópu- ráöstefnuna sem vettvang sameiginlegra aðgerða. Slík afstaða gerir þeim kleift að halda áfram aukinni sam- vinnu á ýmsum sviöum. Lokaályktunin hefur að geyma samkomulag um mörg grundvallaratriöi sem gera þarf gildandi i framkvæmd. Eitt af ráðunum til þess að auka traust milli rlkja með ólikt þjóðskipulag er sam- eiginleg hlutdeild þeirra I lausn brýnna vandamála Evrópuþjóða, m.a. á hagnýta sviðinu, t.d. i sambandi við orkumál, bættar samgöngur, umhverfisvernd, heilsugæzlu, o.s.frv. 011 þessi atriði snerta beint brýnvandamál dagslegs lifs. Samtimis getur skapazt nýr gagnkvæmur skilningur milli þjóðanna við sameigin- legt starf og lausn þessara vandamála. Að þessu miðar sovézka tillagan um að haldin verði Evrópuráðstefna eða ráðstefna, sem auðveldi þjóðunum að ráðast i sam- eiginleg verkefni, s.s. nýtingu orkuauðlinda, endurbætur á flutningakerfi Evrópu, gerð ráðstafana á sviði umhverfis- verndar, o.s.frv. Þessi tillaga sem er i fullu samræmi við anda lokaályktunar Helsinki- ráðstefnunnar biður þess að hljóta viðeigandi undirtektir hinsaðilans. Af viðbrögðunum við henni er unnt að dæma i hvaða mæli önnur riki eru reiðubúin til að gera grund- vallar samkomulagsatriði að raunhæfri pólitiskri stefnu. Tillaga Ráðs gagnkvæmrar enfahagsaðstoðar um sam- vinnu þess og Efnahags- bandalagsins biður og undir- tekta. ÞAÐ ERU mörg og brýn verk- efni á sérhverju sviði al- þjóðlegra samskipta innan Evrópu. Sovétrikin hvetja tif þessað horfið verði frá orðum til gerðai sambandi við fram- kvæmd lokaályktunar Hel- sinkiráðstefnunnar og að bygging friöar og öryggis í Evrópu verði reist á nokkrum undirstöðustólpum: Hollustu við pólitiskar meginreglur, að sem fyrst veröi horfið að spennuslökun á hernaðar- sviðinu, og að samstarfi á jafnréttisgrundvelli á sviði efnahagsmála, vlsinda, tækni og menningarmála. Slik af- staða er lykillinn að þvi að unnt verði að gera frið að eðli- legum lifsháttum á megin- landi Evrópu. Þetta var það sem 25. flokksþing Kommún- istaflokks Sovétrikjanna átti við, er það skilgreindi það sem eitt höfuðatriði i ste&iu Sovét- rikjanna iutanrikismálum að: „gera allt sem unnt er til að auka alþjóðlega spennuslök- un,aðgæða hana raunhæfu lifi gagnkvæmrar, hagstæðrar samvinnu rikja i milli. Að vinna kappsamlega að fullri framkvæmd lokaályktunar' Evrópuráðstefnunnar og að meira friðsamlegu samstarfi innan Evrópu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.