Tíminn - 19.05.1976, Qupperneq 14

Tíminn - 19.05.1976, Qupperneq 14
14 TÍMINN Miðvikudagur 19. mai 1976 Úmsjón: Sigmundur ó. Steinarsson = „Ásgeir er meðal beztu knattspyrnu- manna Evrópu" KS-Akureyri. — Það þýðir ekkert að gefast upp, þótt á móti blási. Ósigurinn gegn Eyjamönnum þjappar okkur saman — við erum ekki búnir að segja okkar siðasta orð í baráttunni um 1. deildarsætin, sagði Douglas Reynolds, þjálfari Þórs eftir tapið (0:1) gegn Eyjamönnum. Reynolds sem er frá útborg London og lék um tima með áhugamannaliði Manchester United, hefur þjálfað viða um lönd — m.a. i olíurikinu Kúwait, i Alsir og þá hefur hann þjálfað landslið Liberiu. Reynolds dvald- ist I Noregi sl. keppnistimabil, þar sem hann þjálfaði 4. deildar- lið, sem hann kom upp i 3. deild. Þórsliðið hefur tekið miklum stakkaskiptum siðan Reynolds kom til Akureyrar og byrjaði að þjálfa liðið af fullum krafti. Þórsarar byrjuðu með þvi að bera sigur úr býtum i Alberts- mótinu, og mátti sjá framfarir I hverjum leik þeirra i mótinu undir stjórn Reynolds, sem sagði, að undanfarið hefði hann lagt mikla áherzlu á að skapa samstöðu i liðinu og kynnast leik- mönnum sem bezt, þvi að góður„mórall”i liði væri ómetan- legur. Hann sagðist einnig reyna eftir beztu getu að kynna sér þau lið, er Þór léki við hverju sinni, og ef áhugi og vilji leikmanna yrði áfram eins og hann væri núna, kvaðst hann engu kviða um góðan árangur sinna manna. Min ósk er sú, að bæði Akureyrarliðin komist upp I I. deild næsta keppnistimabil, þ.e.a.s. árið 1977. Reynolds er mjög hrifinn af íslandi og Islendingum en finnst hér vera anzi mikill kuldi. Til landsins þekkti hann sáralitið áður en hann réðst hingað. Það eina, sem hann sagðist hafa vitað var, að íslendingar og Bretar áttu i þorskastri'ði, að hér væri eldur i jörðu og stórir jöklar, og að frá Islandi væri knattspyrnumaður- inn snjalli Asgeir Sigurvinsson, sem hann teldi vera meðal beztu knattspyrnumanna i Evrópu I dag. Um árangur islenzka lands- liðsins i knattspyrnu siðastl. ár sagði Reynolds, að hann væri I einu orði sagt frábær. Sérstak- lega leikirnir við Austur- Þjóðverja og Sovétmenn. Stutt spjall við Reynolds þjálfara Þórs á Akureyri DOUGLAS REYNOLDS... er bjartsýnn á góðan árangur Þórsliðsins. KS-Akureyri. — Knattspyrnufé- lag Akureyrar verður sennilega eitt þeirra iiða, sem koma til með að berjast á toppnum i 2. deild i sumar. Liðið er skipað ungum mönnum að mestu leyti, en auk þess leika með Uðinu eldri og reyndari menn. I vetur og vor hafa KA-menn æft vel, undir stjórn hins góðkunna þjálfara Einars Helgasonar. Einar hefur þjálfað knattspyrnulið i mörg ár og þjálfaði m.a. ÍBA-liðið er það var bikarmeistarar 1969 og lið ÍBK er þeir urðu íslandsmeistar- ar 1971. 1 vor bættist KA góður liðs- styrkur, þar sem Hörður Hil- marsson, fyrrum landsliðsmaður ogfyrirliði Vals, Guðjón Hilmars- son úr Val og miðherjinn mark- sækni Gunnar Blöndalhafa geng- ið I raðir þeirra. Binda forráða- menn liðsins miklar vonir við þessa nýju liðsmenn. Nú er unnið við nýtt Iþrótta- svæði, sem KA er að koma sér upp og væntanlega verður hægt að taka malarvöllinn i notkun I sumar. Að sögn Stefáns Gunnlaugsson- ar formanns knattspyrnudeildar RAY CLEMENCE... hinn frábæri markvörður Livcrpool og enska iandsliðsins. Hann hefur skipaö sér á bekk með beztu markvörðum heims. Clemcnce og Keegan voru kcyptir til Liverpool frá Scun- thorpc fyrir smáupphæð — 20 og 35þús.pund á sinum tlma. „KeeqanoqClemence ó heimsmælikvarða" en það dugar ekki Englendingum", segir Johann Cruyff — Englendingar eiga langt I land, með að eignast landsiið, sem getur skákað Hoilendingum og V—Þjóðverjum, sagði Johann Cruyff, hinn snjalli knattspyrnu- maður frá Hollandi, sem leikur með spænska liðinu Barcelona. — Astæðan fyrir þvi er, að þeir eiga aðeins tvo leikmenn, sem eru á heimsmælikvaröa. Það eru þeir Kevin Keegan og Ray Clemence, hinir frábæru leikmenn Liver- pool-Iiðsins, sagði Cruyff. Cruyff sagði, að sóknarleikur Englendinga væri ekki nógu skarpur og taldi hann ástæðuna fyrir þvi vera, aö miðvallarspilið hjá Englendingum væri ekki nógu sterkt. Þá sagðihann, að það væri óskiljanlegt, hvers vegna Don Revie.einvaldur enska landsliðs- ins, notaði ekki Charlie Georgeá miðjuna. — Hann er frábær knattspyrnumaður, það sannaði hann, þegar hann lék með Derby- liðinu gegn Real Madrid. — Ég myndi hiklaust velja þá Keegan og Clemence I óskalið mitt. — Þeir eru mjög öruggir og þeir komu i veg fyfir að Barce- lona-liðið léki til úrslita i UEFA- bikarkeppninni. Clemence leikur mjög yfirvegað og örugglega og hann er kominn I sama gæðaflokk og Lev Yashin (Rússlandi), Gordon Banks (Englandi!, og Dino Zoff (ttaliu). Keegan er stórkostlegur leikmaður, sem er hagsýnn og mikill stjórnandi, sem hefur yfir miklum hraða og skotkrafti að ráða. Hinar snöggu skiptingar og útsjónarsemi hans, skapa mikla hættu, sagði Johann Cruyff. — SOS KEVIN KEGGAN lN*fc? EINAR HELGASON.... þjálfari KA. KA, er mjög góður andi i liðinu og eru þeir staðráðnir i að stefna að 1. deildar sæti i sumar. Fyrir stuttu dvöldu KA-leikmenn ásamt fjölskyldum sinum, þjálfara og forráðmönnum liðsins i æfinga- búðum að Illugastöðum i Fnjóskadal. Var það liður I loka- undirbúningi fyrir 2. deildar keppnina. Revie kallar á Rimmer... DON REVIE, einvaldur enska landsliðsins, hefur valið Jimmy Rimmer, hinn snjalla markvörð Arsenal I landsliðshóp sinn, sem fer til Bandarikjanna og tekur þátt iþriggja þjóða keppni, ásamt Bandarikjamönnum og ttölum, og fyrirHM-leikinn gegn Finnum. Rimmer tekurstööu Phil Parkes, QPR, sem gat ekki tekið þátt i Bandarikjaferðinni. _______gos

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.