Tíminn - 19.05.1976, Blaðsíða 19

Tíminn - 19.05.1976, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 19. mai 1976 TÍMINN 19 wmmm■ Viðtalstímar alþingismanna og borgarfulltrúa Framsóknarflokksins Þórarinn Þórarinsson alþingismaöur verður til viðtals að skrif- stofu Framsóknarflokksins, Rauðarárstlg 18, laugardaginn 22. maí frá kl. 10 til 12. HEROIN o frá Hongkong. Tugir leynilegra verkstæða sjá um aö framleiða morfm og heróin úrhráópiuminu. Heróin það, sem framleitt er i Hongkong nefnist á fagmáli Hongkong-steinar (Hongkong Rocks) eða púöursykur (brown sugar). Þaö er ekki lengra en fjögur ár siðan fyrst fór að bera á þessari gerðaf heróini svo einhverju nam á mörkuðum Evrópu. Astæöan fyrir þvi er sú aö Tyrkir, sem fram til ársins nitján hundruð sjötiu og tvö voru mikilvægustu heróinframleiðendur i heimi, og sáu jafnt heróinhringjum sem lyfjaverksmiðjum fyrir hráefni urðu að stöðva alla valmúarækt gjörsamlega, vegna þrýstings frá bandarisku rikisstjórninni. Þetta varð til þess að hin ólöglegu heróineldhús i Marseille, sem höfðu framleitt afarsterkt heróin i formi dufts,/urðu að stööva at- vinnureksturinn vegna hráe&ia- skorts. Þar með var hálfur sigur unninn, búið var að sigrast á evrópsku uppsprettunni. Auðvitað blómgast valmúinn enn i Tryklandi, en nú er hann kominn undir eftirlit lögreglu og hers, og bændur mega ekki sjálfir rista á börkinn til að fá kvoðuna, heldur kemur það i verkahring rikisstarfsmanna. Siðan þetta var gert, hefur ekkert heróin i formi dufts,sem unniðvarúr tyrknesku ópiumi, komið á markaði i Þýzkalandi, og eiturlyfjaneyt- endur i Evrópu eru nú nær ein- göngu fóðraðir á Hongkong-stein- um. Flugvöllurinn i Amsterdam var til skamms tima sá staður, þar sem auðveldast var að smygla eitri inn i Evrópu, enda var hann notaður til hins itrasta. En nú hafa þarlend yfirvöld hert allt eftirlit þar til muna, og smyglararnir þvi leitaö á önnur miö. Nú fljúga þeir mest til Vinarborgar Zurich, Parisar og Brussel, og fara siðan með bil eða lest til hollenzku miðstöövanna. Þeir ferðast aldrei einir, heldur eru I slagtogi við aöra innfædda Asiubúa, með hreina pappira, sem þeir hafa leigt til að koma efninu i gegnum tolleftirlitið. Þeir eru þá dulbúnir sem ferða- menn eða menn i viðskiptaerind- um. Einnig er þeim útvegaður farangur: tvöföld ferðataska sem auðvelt er að fela i, kápur, sem fóðrið hefúr allt verið fyllt með heróini, eða stigvél með holum hæl, fullum af efninu. Það er fyrst ’ þegarþettafólk er komið i gegnum tollin og út úr flug- stöðvarbyggingunni aö fylgdar- menn þeirra taka viö smygl- varningnum og koma honum áfram. Þaö eru einnig til aðrar leiöir. 1 Kula Lumpur, sem er höfuöborg Malaysiu, var sendiráðsstarfs- maöur nokkur þvingaöur til að fara i slika smyglferð. Eitur- lyfjahringur rændi syni hans, og faðirinn var knúinn til að fljúga meö tiu kiló af heróini i farangri sinum til Evrópu. Þaö var ekki fyrr en hann hafði komið vörunni á leiðarenda að drengnum var skilað. Yngsti eiturlyfjasmyglar- inn sem sögur fara af, var tekinn á Schwechar-flugvellinum i Vinarborg. Það var þriggja ára kinverskursnáöisem vará ferða- lagi með foreldrum sinum. Búkurinn á bangsanum hans hafði verið stoppaður með heróini. Þar fundust þrjú og hálft kiló. og var svartamarkaðsvecð þess sem svaraði sjötiu milljón- um króna. Afangastaður fjölskyidunnar var kinverska hverfið á bak við aðalbrautarstöðina i Amsterdam, — aðaldreifingastöð eiturlyfja i fikniefna i Evrópu. (Þýtt og endursagtJ.B.) i. Alþingi o Þar lagði ég til, að lánafyrir- greiðsla til leiguibúðanna væri jafnhagkvæm og sjálfvirk og var um Breiöholtsframkvæmd- irnar. Allsherjarnefnd Samein- aðs þings visaði tillögunni til Húsnæðismálastofnunar til um- sagnar og Húsnæöismálastofn- un lagöi til að tillagan yrði send nefnd, sem starfar og starfað hefur lengi að endurskoðun hús- næðismálalöggjafar. Félags- málanefndEfri deildar hefur nú tekið upp þetta skylduákvæöi sem var meginmál þessarar tillögu og komið þvi inn i breyt- ingu á lögum um Húsnæöis- málastofnun, og málið er far- sællega leyst og kann ég henni beztu þakkir fyrir. Húsnæðismálastjórn er vel skipuö. Hún er starfandi hér I Reykjavik og skipuð Reykvik- ingum, en okkur dreifbýlingum þykir nú stundum, sem við eigum þar of fáa formælendur. Ég tel óhjákvæmilegt, að við kjörnir fulltrúar þjóðarinnar hérá Alþingi látum þetta mál til okkar taka vegna þess að viö svo búið má ekki standa. Við verðum að hafa með einhverj- um hætti hönd i bagga með skiptingu fjármagnsins, svo sem er t.d. um vegaáætlun, og við ættum aö hafa þá þekkingu á staðháttum, að við værum betur til þess fallnir en embættismenn kerfisins. Þá gefst færi á þjóð- félagslegri skýringu, sem óhjákvæmilegteraðkoma á fót. Það er þýðingarlaust að byggja upp atvinnufyrirtæki úti i dreif- býlinu, fyrirtæki sem bera uppi þjóðarbúið, byggja skóla, heilbrigðis- og menningarað- stöðu, en láta svo húsnæðis- málaþáttinn i ólestri, þróunin á að stefna i aðra átt. Landshlutasamtök sveitar- félaga hafa bent á nauösyn þessarar skýringar m .a. á fundi á Isafirði i fyrra, þar sem þeir töldu óhjákvæmilegt að veita örvunarlán.þarsem þörfin væri brýnust. Þessi stýring gæti ver- ið með ýmsu móti, bæði for- gangur einstakra framkvæmda og einnig væri hugsanlegt og raunar réttmætt að veita mishá lán eftir landssvæðum. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að það er miklu dýrara að byggja i dreifbýlinu heldur en hér, bæöi vegna mikils flutningskostnaöar, miklu lengri byggingartima, þar sem vegna veðráttu er ekki hægt aö steypa nema um þriðjung ársins fyrir vestan, norðan og austan, og jarðvinna öll er torveld vegna klaka, á meðan hér-syöra er bygginarstarfsemi i fullum gangi allan veturinn. Langur byggingartimi hefur aö sjálf- sögðu I för með sér stóraukna vaxtabyrði. Þá er rétt að nefna, að sums staðar er skortur á iðnaöarmönnum. Ég vænti þess aö flestir hæstvirtir alþingis- menn veröi sammála mér um nauösyn þess og réttmæti, að finna leiö til að tryggja réttan hlut dreifbýlisins i húsnæöis- málum, þvi að annars tekst okkur ekki að byggja landið allt og nýta gögn þess og gæði og auðlegð sjávarins i kringum landið. Sumarstarf fyrir börn og unglinga Bæklingurinn „Sumarstarf fyrir börn og unglinga 1976” er kominn út, og er dreift til allra aldurshópa á skyldunámsstigi i skólum Reykjavikurborgar i dag og næstu daga. í bæklingi þessum er aö finna framboð borgarstofn- ana á starfi og leik fyrir börn og unglinga i borginni sumariö 1976. Um er að ræða eftirtaldar stofn- anir: Fræðsluskrifstofa Reykja- vikur, Æskulýösráð Reykjavikur, Leikvallanefnd Reykjavi'kur, Iþróttaráð Reykjavikur, Skóla- garöar Reykjavikur Vinnuskóli Reykjavikur. Starfsþættir þeir, sem um getur i bæklingnum eru fyrir aldurinn 2—16 ára. Flest atriðin snerta iþróttir og útivist, en einnig eru kynntar reglulegar skemmtisam- komur ungs fólks. Gæzlan Sjaldan hefur þörf íslendinga fyrir samstöðu verið slik sem nú. Starfsmenn Kisiliðjunnar skora á alla tslendinga að leggja sitt af mörkum til þess að fullur sigur náist I landhelgis- málinu.” Nær allir starfsmennirnir voru á fundinum, framkvæmda- stjórar sem verkamenn, og sið- an hafa þeir fáu, sem þar voru ekki, einnig samþykkt ofanritað, að sögn trúnaðarmanns Verka- lýðsfélags Húsavikur i Kisiliöj- unni h.f., Siguröar Ragnarsson- ar. Flensborgarskóli Næshkomandi laugardag 22. mai verður Flensborgarskóla i Hafnarfirði slitið og hefjast skólaslitin kl. 14.00. Verða nú i annað sinn útskrifaðir stúdentar frá skólanum. Við skólaslit 1. júni 1975 þegar fyrstu stúdentar Flensborgar- skóla voru útskrifaðir ákváðu nokkrir eldrimemendur aö stofna Stúdentafélag Hafnarfjarðar, og var framhaldsstofnfundur hald- inn 29. des. s.l. Voru stofnendur milli 50 og 60 þariá meðal flestir nýstúdentar. Fyrstu stjórn félagsins skipa: Matthias A. Mathiesen, form., Vilhjálmur Skúlason varaform., Bragi Quðmundsson ritari, Gunn- ar Linnet gjaldkeri og Asta Lúð- viksdóttir meðstj. I varastjórn eru Helga Guðmundsdóttir og Haraldur Sigurðssoa I tilefni skólaslitanna nú verður efnt til kvöldfagnaðar þar sem nýstúdentum verður fagnað og afmælisárgangar gagnfræðinga ‘ og stúdentar frá i fyrra koma isaman. Kvöldfagnaðurinn verður i Skiphól sunnudagskvöldið 23. mai og hefst með borðhaldi kl. 19.00. Fagnaöinum stýrir Vilhjálmur Skúlason. Stutt ávörp flytja: Guðlaugur Þorvaldsson háskólarektor og fulltrúi nýstúdenta. Berglind Bjarnadóttir óg Margrét Pálma- dóttir syngja og ómar Ragnars- son flytur skemmtiþátt. Aö lokum verður dansað til 2.. e.m. Innlend orlofsdvöl . Sumarheimilið Bifröst . Borgarfirði fiMÍSKSiiSTriii Si|| .!!!! rjii UJ filíf BIFROST orlofsdvöl sumarið 7976 Aöstaöa: Orlofsdvölin er seld á tveggja manna herbergjum með handlaug og þriggja manna herbergj- um með snyrtingu og sturtu. Orlofsgestir hafa m.a. aðgang að gufubaði, bókasafni og vel búinni setustofu. Börn: Börn undir 8 ára aldri fá ókeyp- is mat og uppihald i fylgd foreldra sinna. 8—12 ára börn greiða 1/2 fæðis- gjald og 1000 kr. fyrir aðstöðu á her- bergi. ORLOFSTÍMAR 5 til 8. júni opið hús 1—3 dagar orlofskjör 8. til 15. júni uppselt 15. til 19. júní opiö hús 1—4 dagar orlofskjör 19. til 26. júni orlofsdvöl vika 6.300 á mann 26: til 3. júlí orlofsdvöl vika 6.300 á mann 3. til 10. júlí orlofsdvöl vika 6.300 á mann 10. til 17. júlí orlofsdvöl vika 6.300 á mann 17. til 24. júlí orlofsdvöl vika 6.300 á mann 24. til 31. júlí orlofsdvöl vika 6.300 á mann 31. til 8. ágúst uppselt 8. til 12. ágúst opið hús 1—4 dagar orlofskjör 12. til 21. ágúst uppselt 21. til 28. ágúst orlofsdvöl vika 6.300 á mann Opið hús: Fólk getur pantað pláss og framlengt að vild og kynnzt þannig starfseminni. Gisting og fæði á orlofs- kjörum. Tveggja m. herb. kr. 1800 og þriggja m. herb. kr. 2.700. Fæði orlofskjör: Sérstök matarkort ávísun á 7 heitar máltiðir og morgun- mat eða síðdegiskaffi og brauð í 10 skipti. Matarkortið er ekki bundið við einn, handhafi getur ráðstafað því að geð- þótta. Pantanir og upplýsingar i Bifröst simatimi 9—13 og 15—19 virka daga og i síma 81255 kl. 14—17 til 21. maí. Innlend orlofsdvöl . Sumarheimilið Bifröst . Borgarfirði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.