Fréttablaðið - 16.11.2005, Page 83
Leikkonan Katie Holmes ætlar að
gefa leiklistina upp á bátinn og
einbeita sér að móðurhlutverkinu.
Hún á von á sínu fyrsta barni
með unnusta sínum Tom Cruise
snemma á næsta ári. „Katie hefur
ákveðið að hætta að leika. Hún
hefur sagt vinum sínum að hún
og Tom hafi ákveðið að best sé að
hún verði heima og ali upp barnið
þeirra,“ sagði kunningi leikkon-
unnar. „Ákvörðun hennar hefur
vakið mikla undrun í Hollywood
því hún er á rétta aldrinum fyrir
svo mörg kvikmyndahlutverk.“ ■
Holmes hætt
að leika
KATIE HOLMES Leikkonan Katie
Holmes á von á sínu fyrsta barni með
hjartaknúsaranum Tom Cruise.
Gruggsveitin Pearl Jam er um
þessar mundir að vinna að sinni
áttundu hljóðversplötu sem
kemur út næsta vor. Síðasta plata
Pearl Jam, Riot Act, kom út fyrir
þremur árum.
„Þessi plata er búin að vera
erfið. Svo virðist sem því erfiðara
sem eitthvað sé, þeim mun verð-
mætara verði það fyrir mann,“
sagði Eddie Vedder, söngvari
Pearl Jam, í viðtali við brasilíska
útvarpsstöð. „Þetta eru tvímæla-
laust bestu lögin sem við höfum
samið en líka ein þau þyngstu.
Platan er mjög aðgangshörð. Hún
fjallar um hvernig það er að vera
Bandaríkjamaður í dag.“
Pearl Jam er að búa sig undir
sína fyrstu tónleikaferð um
Suður-Ameríku sem hefst 22.
nóvember í Santiago í Chile. Alls
mun sveitin halda átta tónleika í
ferðinni. ■
Erfið plata
frá Pearl Jam
PEARL JAM