Fréttablaðið - 16.11.2005, Qupperneq 84

Fréttablaðið - 16.11.2005, Qupperneq 84
36 16. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is Í Háskólabíói og Regnboga „Hversu lengi á að halda manni hérna?!“ - jökull ii MasterCard kynnir: NOKKRAR AF VINSÆLUSTU MYNDUNUM SÝNDAR ÁFRAM Í DAG VEGNA FJÖLDA ÁSKORANNA. ALLRA, ALLRA SÍÐASTA TÆKIFÆRIÐ. AUKADAGUR TVÖ Handboltakappinn Logi Geirsson lýsir óánægju sinni með gengi Lemgo í nýlegum pistli á heimasíðu sinni og segir þar frá því að hann hafi rætt við stjórnarformann félagsins um að fá ákveðinn Íslending til að koma til Þýskalands til að bæta hugarfar og sjálfstraust leikmanna. Sá sem Logi vill fá til Lemgo er enginn annar en Egill „Gillzenegger“ Einarsson, einkaþjálfari, piparsveinn, pistlahöfundur og ímyndarráðgjafi með meiru. „Ég get ekki sagt að þetta komi mér sérstaklega á óvart,“ segir Gillz, sem sjálfur hefur verið að spila á línunni með liði Íþróttaakademíunnar í utandeildinni hér á Íslandi með góðum árangri. „Ég myndi sjá um að koma mönnum í almennilegt stand og herða þá upp andlega um leið. Síðan er sá möguleiki fyrir hendi að ég yrði spilandi einkaþjálfari og það líst mér náttúrulega mjög vel á. Það er vissulega stórt stökk að fara frá utandeildinni í þýska boltann en ég er tilbúinn í það,“ segir Gillz. Í frásögn Loga á heimasíðunni segir einnig hvernig stjórnarformað- urinn brást við þegar hann sá mynd af Gillzenegger. „Nau, Nau, Lógí og ster- um, var það fyrsta sem ríkasti maður Lemgo sagði. Ég hló svo mikið að ég missti matarlystina en svo sagði hann orðrétt: Ef hann kann að henda hand- bolta þá kaupum við hann,“ segir Logi meðal annars í pistli sínum. Sjálfur segir Gillz að handbolti sé einmitt afar auðveld íþrótt - það eina sem þurfi sé að kunna að kasta og grípa. „Svo þegar þú er kominn með níutíu kílóa vöðva á línu er voðalega lítið hægt að gera,“ segir Egill og á þar auðvit- að við sjálfan sig. „Annars er Logi topphnakki sem á að taka til fyrirmyndar, vel strípaður, grimmur í saln- um og heltattúveraður. Er hægt að biðja um eitthvað meira? Ef kall- ið kæmi frá Lemgo er það allavega eitthvað sem ég myndi íhuga alvarlega,“ segir Gillz að lokum. HANDBOLTAMAÐURINN LOGI GEIRSSON: ER EKKI ÁNÆGÐUR MEÐ HUGARFAR SAMHERJA SINNA Logi vill fá Gillzenegger til Lemgo GOLF Ólöf María Jónsdóttir ætlar sér sigur á úrtökumótinu fyrir evrópsku mótaröðina í golfi en Ragnhildur Sigurðardóttir er einnig meðal keppenda á mót- inu og freistar þess að vinna sér keppnisrétt á mótunum í evrópsku mótaröðinni. „Ég stefni á sigur á þessu móti. Mótið leggst vel í mig og ég held að ég komi ágætlega undirbúin til leiks. Ég hef æft ágætlega í Bandaríkjunum en kom þó heim til Íslands, svona til þess að laga tímamismuninn og leggja lokahönd á undirbún- inginn. Það er alltaf gaman að fara til Spánar að spila golf,“ sagði Ólöf glaðbeitt. Hún held- ur til Spánar á morgun en mun þó ekki hefja keppni fyrr en á laugardag. Ragnhildur Sigurðardóttir mun hefja leik á morgun en hún hefur að undanförnu dvalið á Spáni við æfingar. Margrét Geirsdóttir er með Ragnhildi í för en hún verður kylfusveinn hennar á mótinu. Þetta er fyrsta úrtökumótið í golfi kvenna sem haldið er á La Cala-vellinum á Costa del Sol á Spáni. - mh Ólöf ætlar sér sigur í úrtökumótinu Úrtökumót fyrir evrópsku mótaröðina í golfi kvenna hefst á morgun og verða þær Ólöf María Jónsdóttir og Ragnhildur Sigurðardóttir meðal þátttakenda. Ólöf ætlar sér að vinna mótið. FÓTBOLTI Þegar Mike Tyson segir mann vera að lifa lífinu á réttan hátt er hugsanlega kominn tími á að staldra við, líta um öxl og velta vöngum yfir hvort maður sé á réttri leið. Í þeirri stöðu er Wayne Rooney í dag en Mike Tyson hefur hvatt hann til þess að vera áfram hann sjálfur. „Hann getur ekki hagað sér eins og fullorðinn maður á þess- um aldri. Hann er ungur, farsæll, veður í kvenfólki. Sumum finnst það kannski ekki sniðugt en svona vill unga fólkið lifa lífinu,“ sagði Tyson. „Hann er að lifa draum allra drengja. Líf án laga og reglna. Ég er hrifinn af því hvern- ig hann hagar sér. Hann á að haga sér svona.“ Tyson, sem hefur lifað tímana tvenna, vonast til þess að hitta Rooney einhvern daginn enda segir hann þá tvo eiga margt sam- eiginlegt. „Fjöldinn mun alltaf flykkja sér á bak við menn eins og Roon- ey. Ekki með góða stráknum sem gerir aldrei neitt óvænt. Það er skrítið hvernig komið er fram við hann. Honum er sagt að vera strákur en haga sér eins og full- orðinn. Hvernig er það hægt? Íþróttir snúast um að vera óþrosk- aður. Þess vegna eru svona margir íþróttamenn of lengi í bransanum - þeir vilja vera krakkar áfram. Hversu margir íþróttamenn eru til, eins og ég og Rooney, sem geta rifið stólpakjaft án þess að vera lamdir?“ spyr Mike Tyson, sem virðist vera kominn með mikinn áhuga á knattspyrnu. Spurning hvort Wayne Rooney endurskoði lífsstíl sinn: Mike Tyson hrifinn af lifnaðarháttum Rooneys MIKE TYSON Farinn að veita Wayne Rooney föðurlegar ráðleggingar. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES ÓLÖF MARÍA JÓNSDÓTTIR Er búin að vera við æfingar í Bandaríkjunum að undanförnu og ætlar sér sigur á úrtökumótinu. Ragnhildur Sigurðardóttir tekur einnig þátt á mótinu, en hún hefur æft á Spáni upp á síðkastið og kveðst sjaldan hafa verið í betra formi. FÓTBOLTI Forráðamenn Everton eru ósáttir við forsvarsmenn skoska knattspyrnufélagsins Glasgow Rangers þessa dagana, þar sem þeir hafa lýst því yfir að David Moyes, knattspyrnustjóri Ever- ton, sé líklegur til þess að taka við stjórnartaumunum hjá Rangers í framtíðinni. Talsmaður Everton, Ian Ross, sagði það ólíðandi að félög séu að lýsa yfir áhuga sínum á knatt- spyrnustjórum sem séu samn- ingsbundnir öðrum félögum. „Við höfum ekki fengið neina formlega fyrirspurn frá Rangers, enda yrði henni ekki vel tekið hjá okkur.“ Moyes, sem kosinn var knatt- spyrnustjóri ársins í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, hefur staðið sig vel hjá Everton, þó ekki hafi gengið vel hjá liðinu á þessu keppnistímabili. Hann var á sínum tíma leikmaður erkifjanda Rangers í Glasgow, Celtic. - mh David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, orðaður við Rangers: Forráðamenn Everton ósáttir KÖRFUBOLTI Á fimmtudag tekur Keflavík á móti lettneska liðinu BK Riga í Evrópukeppninni í körfubolta. Lettarnir koma með sterkt stuðningsmannalið með sér eða 100 manns og svo er von á um 20 Lettum sem búsettir eru hér í landi að því er fram kemur á heimasíðu Keflavíkur. Það er vonandi að Lettarnir verði hressari en Finnarnir sem komu síðast í heimsókn til Kefla- víkur og höfðu allt á hornum sér. Fjör í Keflavík: Lettarnir ætla að fjölmenna SIGURÐUR INGIMUNDARSON Fellur vonandi betur í kramið hjá Lettunum en Finnunum. Kæru Hauka vísað frá Dómstóll KKÍ hefur vísað frá kæru sem Haukar höfðuðu gegn Skallagrími eftir leik liðanna í Iceland-Express deildinni hinn 30. október. Haukar töldu að Dimitar Karadzovski hefði verið ólögleg- ur með liði Skallagríms en kærunni var vísað frá vegna verulegra annmarka á formi hennar. > Úlfar og Óli bestir Úlfar Hinriksson og Ólafur Jóhannesson voru valdir þjálfarar ársins á aðalfundi knattspyrnuþjálfarafélags Íslands. Ólafur gerði FH að meisturum í karlaflokki en Úlfar stýrði Breiðabliki til tvöfalds sigurs í kvennaboltanum ásamt Birni Björnssyni. Þrátt fyrir þá staðreynd rakar Úlfar einn inn verðlaunum sem þjálfari ársins í kvennaflokki og hlutskipti Björns sem fyrr furðulegt en sem kunnugt var vissi enginn að hann væri þjálfari liðsins ásamt Úlfari fyrr en í lok sumars. Úlfar hefur heldur ald- rei minnst á hans þátt í sigrunum og spurning hvort hann hafi hreinlega vitað af ráða- hagnum?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.