Tíminn - 17.06.1976, Qupperneq 10
10
TÍMINN
Fimmtudagur 17. júnl 1976
var allt fullt af kassadóti, hálmi
og bréfarusli, allt óhreint og at-
að. Sýnilega höfðu einhverjir
ferðamenn skilið þar eftir nokk-
uð af farangri sinum og skilist
illa viö.
Aður fyrr var öðruvlsi um-
horfs við Hellinn, og ég á
margra stunda að minnast, er
ég hef unaö þar við frið og ver-
aldarfirö hinna hljóðlátu fjalla.
Þá sást hvorki silfurpappír né
flöskubrot kringum kofann,
engar gapandi kæfudósir, ekk-
ert, sem minnti á umferð
manna, nema vindgrá bein á
stöku stað. Þó er ekki svo að
skilja, að þá hafi verið næsta fá-
feröugt um þessar slóöir. En
þeir, sem lögðu þar leið sina,
voru tlðast vanir ferðamenn og
létu sig ekki henda það að ganga
illa um.
Hér haföi brugðið mjög til
hins verra á fáum árum. En á
þeim tima höfðu bllferðir tekist
austur að Hellinum. Og billinn
hafði sýnilega flutt með sér
þetta fargan allt: blaðadræsur,
spýtnarusl, flöskubrot og um-
fram allt það hirðuleysi, sem
ekki eirði fegurð þessa fjalla-
reits. Það hafði borist upp hing-
að llkt og illkynjaður fáraldur
frá hinum fjölbyggöu stöðum.
Verksummerkin sýndu sig. Það
setur ætlð að mér illan grun, er
ég rekst á hjólför á fjöllum.
En hirðuleysið er svo sem
ekki bundið bllunum einum. Það
kemst leiðar sinnar bæði gang-
andi og rlöandi, ef þvl er að
skipta. — Austur viö Veiðivötn
er dálltill kofi, sem Tjarnakot
heitir. Landmenn eiga kofann
til að haida, að þeir séu að litlu
nýttir, en nafnið hafa þeir þó af
þvi, að þeir hafa oft og mörgum
sinnum veitt hröktum manni
húsaskjól og snúiö dauðasút I
sælu hvildar og lifsvonar.
Þeir, sem ferðast hafa um
hinar fjölfarnari leiðir hér á
landi, munu hafa veitt þvi at-
hygli, að þar getur vlða að lita
hin venjulegu ummerki hirðu-
lausra vegfarenda, flöskur og
glerbrot, bréfarusl, matarleifar
og dósir af ýmsum gerðum.
Eins og gefur að skilja, ber mest
á þessum ósóma þar.sem flestir
standa við, og er mér harla
minnisstætt, hversu umhorfs er
oft á sunnudagskvöldum á
sumrin við Grýiu I ölfusi, Keriö
I Grimsnesi, jafnvel hjá Geysi
eða á sjálfum Þingvöllum. Og
meðfram vegunum á báða bóga
liggja flöskubrotin og dósirnar
og dunkarnir eins og hráviði og
bera háttvisi vegfarenda þögult
vitni, en illt. Allt er þetta ófag-
urt og hlýtur að vera til ömunar
öllum þeim, sem hafa óbrjálað-
an smekk og njóta vilja náttúr-
unnar I kringum sig. Og hest-
arnir, sem enn fara um vegina
og oft verða að vlkja úr götu
fyrir bllunum, geta skaðað sig
á flöskubrotunum, enda veit ég
dæmi til þess.
Eins og kunnugt er, fer sá sið-
ur mjög I vöxt, að menn liggi i
tjöldum að sumrinu einhvers
staðar úti um sveitir eöa jafnvel
á fjöllum uppi, og er ■ vissulega
gott til sllks aö vita. Vitanlega
velja þeir til þessa hina fegurstu
staði, en þegar tjöldunum svo er
svipt að lokinni dvöl, virðist
mörgum lást að taka til eftir sig
A þessum dögum, þegar
mikið er rætt og ritað um
umgengni og ferðamenn-
ingu, þykir vel við eiga að
birta þessa gömlu og góöu
grein, sem Pálmi heitinn
Hannesson skrifaöi fyrir
meira en þrjátlu árum. Mun
hún vera með fyrstu vakn-
ingargreinum hér á landi um
þetta efni. Greinin ber þess
að visu merki, að hún er
nokkuð komin til ára sinna,
og sumt sem þar er sagt,
heföi höfundurinn trúlega
skrifað ööru vlsi núna. En
holl hugvekja er hún enn
þann dag I dag, öngvu siður
en fyrir þrem áratugum.
Ekki þarfnast greinin neinna
skýringa, en hvattir skulu
lesendur hennar til þess að
gaumgæfa orðfæri og stil
þess snilldarmanns, sem þar
heldur á penna.
Loks skal þess getiö, að
greinin er birt hér með góö-
fúslegu leyfi frú Ingibjargar
Pálmadóttur, dóttur Pálma
Hannessonar. —VS.
Vegir og áfangastaðir eru
heimili feröamannsins, sam-
eiginleg heimili allra þeirra, er
feröa sinna fara, hversu ólikt
sem erindum þeirra er háttað.
Umgengni á þessu heimili sem
öðrum fer eftir þrifnaði og
þegnskap heimilisfólksins, og á
þar hver mikið undir öðrum,
þótt ef til vill beri fundum þeirra
aldrei saman á förnum vegi.
A siöari árum hefur umferð
aukist mjög bæði I byggðum og
óbyggðum, eins og kunnugt er.
En samfara þessu hefur tekið að
brydda á þvl nokkuð svo, að um-
gengni á áningarstöðum og ann-
ars staðar meö vegum fram
væri verri en fyrr. Nú er það eitt
höfuðeinkenni islenskrar nátt-
úru, hversu fegurð hennar er
fersk og hrein. Það hlýtur þvl aö
vera hryggðarefni öllum þeim,
sem unna náttúrunni og feröa
sinna fara, ef þessir staðir
velkjast og spillast vegna hirðu-
leysis og menningarskorts
nokkurra þeirra manna, er um
þá ganga. Sem betur fer, eiga
menn hér ekki óskilið mál, og
eru þeir vitanlega fleiri, sem
hafa sinnu á þvl að láta ekki
eftir sig ófögur ummerki, þar
sem þeir hafa áð eða átt nætur-
staðá feröum sinum. En til þess
eru vitin að varast þau, og skulu
hér nefnd nokkur dæmi þess, er
mér hefur þótt miður fara I
þessu efni.
Fyrir nokkrum árum kom ég
með félögum mlnum austan
Landmannaleið. Við höfðum átt
langa dagleið og hugðum þvl
gott til gistingar við Land-
mannahelli, þvl aö veður var
svalt og þungbúið. En þegar að
hellinum kom brá okkur illa i
brún. Þar hafði sýnilega komið
margt ferðamanna og látið eftir
sig ummerki, eins og þeir höfðu
manndóminn til. Á balanum viö
sæluhúsiö varö fingri naumast
niður drepið fyrir matarleifum
og hvers konar kámi. Kaðal-
spottar og spýtnarusl, hálmur,
flöskubrot, appelslnubörkur og
svo auðvitáð niöursuðudósir,
öllu þessu ægði saman á þann
furðulega hátt, sem hirðuleysið
eitt fær eftir sig látiö, og allt
hafði það slna sögu að segja um
menningarsnauöa vegfarendur.
Og ekki tók betra viö, þegar
komið var inn I sæluhúsið. Þar
Þvl miöur er áfengi oft mikiö um hönd haft I útilegum, og er þó
brennivlnsdrykkja einhver óeölilegasta athöfn sem hægt er aö
hafa um hönd úti I guösgrænni náttúrunni. A þessari mynd sést,
hvernig einhverjir feröalangar hafa skiliö viö dvalarstaö sinn aö
lokinni helgi.
Aöur fyrr var hesturinn eina farartæki tslendinga aö „hestum postulanna” undan teknum. Nú
þeysa flestir I bflum, og vlst er þaö bæöi fljótlegra og þægilegra, einkum ef veöur spillist. Forfeö-
ur okkar, sem brutust um torleiöi meö hesta sfna I vondum veörum, heföi þótt þaö fögur fram-
tiöarspá, ef þeim heföi veriö sagt, aö einhvern tlma yröi hægt aö feröast í hlýjum upphituöum
húsum, sem héldu bæöi vatni og vindi. En ólfkt njóta menn útsýnis betur af hestbaki en út um
bllrúöu.
á tjaldstaðnum, og má oft sjá
ummerkin lengi. Fyrir utan
flöskur og dósir eru þar steinar,
sem tjaldbúarnir hafa tlnt á
skarirnar og skiliö eftir. Stund-
um hafa þeir grafið skurði til
þess að veita vatni frá tjaldinu,
en ekki haft hiröu á að láta
hnausana á sinn stað, þegar þeir
fóru, svo að lengi siðan sér þess-
ara mannvirkja merki. A þenn-
an hátt hefur mörgum fallegum
hvammi og bala verið spillt.
Nú þykistég vita, að einhverj-
ir þeirra, semþessar llnur lesa,
muni hugsa eitthvað á þessa
leið: Það er aldrei nema satt, aö
umgengni er viða ábótavant, en
hvaðá að gera af ótætis úrgang-
inum, dósunum, glerbrotunum,
matarleifunum og papplrsrusl-
inu? — Þessu er skjótt að svara.
Brennið þvi, sem brunnið getur,
en grafið hitt I jörð, beriö það I
urð eöa varpið þvi I vatn. Þrifn-
aður og þegnskapur eru úrræða-
góðir félagar, er þeir leggjast á
eitt. Ef skóflu vantar til þess að
grafa gryfju, má notast við stór-
an hmf eða hylja sorpiö undir
holbakka við læk eöa á, en sópa
má gera sér úr hrisi eða lyngi.
Hentugt væri, að ökumenn á
langleiðum hefðu meðferðis
væna bréfpoka, er þeir gætu
hjálpað farþegunum um undir
úrgang. Pokunum má svo
fleygja iár eða vatnsmikla læki.
Ég gat þess I upphafi þessa
máls, að ekki væru allir I eina
sök seldlr um þetta mál, enda er
svo fyrir að þakka, að margir
ferðamenn ganga svo um án-
ingastaði, að komu þeirra sjást
þar engln merki. Má þar fyrst
nefna til hina- eldri ferðamenn
ýmsa, en þó engu slður skáta,
farfugla og mörg iþrótta- og
ungmennafélög, sem mættu
vera til fyrirmyndar um þetta.
A þeim feröum, er farnar eru á
vegum Ferðafélags tslands, er
og gætt góðrar umgengni, eins
og að likindum lætur, enda
hefur félagið orkaö hér drjúgum
til bóta. Marga aðra mætti
nefna til, bæöi félög, stofnanir
og einstaklinga, og ber aö viröa
viðleitni þeirra og þakka ekki
slður en hitt er lastað, sem
miður fer. Sú er og skoöun mín,
að heldur hafi þokað fram á leið
hin siðustu ár um þetta mál, og
skal það ekki undan draga, að
á slðastliðnu sumri kom ég enn
að Landmannahelli, og þá var
þar stórum betur um gengið en
áður var, er ég kom þar slöast.
En engu að síður er hér áfátt
enn og þar mest, sem slst
skyldi: á fegurstu og fjölsótt-
ustu stöðunum. Ég veit vel, að
þessu veldur ekki virðingarleysi
eða óbeit á náttúrunni, heldur
hirðuleysi eitt, hirðuleysið og
letin. En við hvorugt má hllta,
þar sem landið á i hlut. Fegurð
þess er svo hrein og ung og ó-
snortin, að hún þolir hvorki kusk
né kám. Og landinu verðum við
að skila til þeirra kynslóða, er
eftir okkur koma jafnfögru eða
helst fegurra, en við tókum við
þvi. Það er góður siður og sann-
girnismál, að menn skilji ætið
við áninga- og áfangastaöi eins
og þeir kysu að koma að þeim
sjálfir.
Þegar sá dýrlegi dagur renn-
ur, er við eigum aftur frjálsa för
um landið allt, þá þarf viða
hendi til að taka, margt að þrlfa
og færa til hins fyrra horfs, þvl
að tslandi eru það minningar,
en ekki mannaverk, sem end-
ast.
Arbók Ferðafélags íslands, 1943
Pálmi Hannesson.
Þótt oft sé talaö um óreglusemi og áfengisneyzlu I útilegum, þarf
sllkt ekki nærri alltaf aö vera orsök illrar umgengni. En naumast
er þaö fólk allsgáö, I fyllstu merkingu þess orös, sem gengur um
land sitt meö þeim hætti, sem þessi mynd sýnir.
Umgengni
ferðamanna
Pálmi Hannesson.
og hafast þar viö i veiöiferðum
.og fjárleitum. Ferðamenn taka
hann stundum traustataki, enda
mun þaðheimilt, ef sæmilega er
um gengiö. Marga góða gistingu
hef ég þegið þar I Tjarnakoti,
og slikt hið sama munu fleiri
mæla. En stundum hefur svo
farið, aö þar var allt annað en
glæsilegt um að litast, þegar
Landmenn komu aö kofanum á
haustin. Inni sem úti lágu dósir
með úldnum matarleifum,
bréfaruslið um allt og glerbrot,
svo að naumast var óhætt að
fara þar um með hesta. Ein-
hverju sinni höfðu feröamenn
notaö kofann fyrir hesthús,
sennilega nóttum saman, þvi að
þar var hrossatað á gólfi og upp
um rúmbálkána, og er slikt
næsta grálega gert. •
Fyrir nokkrum árum áttu
ferðamenn leið um Kerlingar-
skarö á Snæfellsnesi. Gerði þá
að þeim illviðri, svo að þeir
þóttust eigi einhlltir um ferðir
sinar og tóku það til ráðs að láta
fyrir berast I sæluhúsi, sem þar
er á skarðinu. En er aö var
komiö, reyndist húsiö heldur
kuldalegt, dyrnar galópnar og
snjóskafl fyrir innan. Attu þeir
þvi ekki annars úrkosti en að
halda áfram yfir fjallið, þó að I
tvisýnu væri teflt. Einhver veg-
farandi hafði skiliö húsið eftir
opið, sennilega I góðu veöri, en
það hirðuleysi hans hefði hér
mátt valda dauöaslysi, ef ekki
heföi annars notið við. Þetta
dæmi sýnir glögglega, hversu
ferðamenn eiga oft og einatt
mikið undir þvl, að vel sé gengið
um sæluhús á fjallvegum.
Mörgum þeim, sem hnýsast I
þessa kofa á sumardag, hættir