Tíminn - 17.06.1976, Qupperneq 11

Tíminn - 17.06.1976, Qupperneq 11
Fimmtudagur 17. júni 1976 TÍMINN 11 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Augiýsingastjóri: Steimgrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhús- inu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðsiusimi 12323 — aug- lýsingasimi 19523. Verð I lausasölu kr. 50.00. Askriftar- gjaid kr. 1000.00 á mánuði. Biaðaprent h.f. Sigri fagnað A þjóðhátiðardeginum i ár getur þjóðin fagnað miklum sigri, sem hefur unnizt i landhelgismál- inu. Með Oslóarsamningnum fékkst raunveruleg viðurkenning Breta á 200 milna fiskveiðilögsög- unni, en þangað til höfðu þeir hvorki viljað sam- þykkja 50 milurnar eða 200 milurnar og beittu hervaldi til að halda uppi ólöglegum veiðum, inn að 12 milunum. Aðrar þjóðir höfðu áður i reynd viðurkennt 200 milna fiskveiðilögsöguna. Það er stærri áfangi i landhelgisbaráttunni en menn gera sér yfirleitt ljóst, að 200 milna fiskveiðilög- sagan hefur fengizt viðurkennd. Ýmsir álitu það hálfgert glapræði, þegar fiskveiðilögsagan var færð út i 200 milur með reglugerðinni frá 15. júli i fyrra, og hyggilegra væri að biða til loka haf- réttarráðstefnunnar. Nú er komið glöggt i ljós að þessir menn höfðu ekki rétt fyrir sér. Viðurkenn- ing er fengin á 200 milunum eftir harða baráttu á fiskimiðunum og við samningaborðið, en óvist er enn með öllu hvenær hafréttarráðstefnunni lýkur. Yfirráð Islendinga yfir jafn viðáttumikilli fisk- veiðilögsögu eiga eftir að reynast þýðingarmikil i lifsbaráttu þjóðarinnar, ef rétt verður á málum haldið. Einn mikilvægasti kosturinn er sá, að þau eiga að geta orðið stórfelld trygging fyrir jafn- vægi i byggð landsins. Dreifbýlið byggir framtið sina öðru fremur á þvi, að þar geti dafnað lifvæn- leg útgerð og vaxandi fiskiðnaður. Þetta sést bezt á þvi, hvemig efling fiskiskipastólsins og fisk- iðnaðarins i valdatið vinstri stjómarinnar hefur styrkt dreifbýlið og snúið við hinum mikla fólks- flótta, sem áður lá til Stór-Reykjavikursvæðisins. Hin fjölmenna alþjóðlega byggðaráðstefna, sem nýlega lauk störfum sinum i Vancouver, varpar nokkru ljósi á, hve mikilvægt það er að tryggja jafnvægi byggðarinnar. Að visu em íslendingar lausir við það mikla vandamál, sem fylgir örum vexti stórborganna, og þar var mest til umræðu. En eigi að siður væri það óhollt og óheppilegt, jafnt frá félagslegu og efnahagslegu sjónarmiði, ef meginþorri islenzku þjóðarinnar safnaðist saman á einum stað. Það hefur alltaf verið að sannast betur og betur, hve réttmæt og sigild sú stefna var, sem Framsóknarflokkurinn hóf fyrir 60 árum, þegar hann setti byggðajafn- vægið efst á stefnuskrá sina, ásamt samvinnu- stefnunni. Það er ekki hagur dreifbýlisfólksins eins, heldur ekki siður höfuðborgarbúa, að jafn- vægi haldist i byggðamálum. Höfuðborgin mun vafalitið halda áfram að vaxa en sá vöxtur verður þvi aðeins heppilegur, að hann sé ekki of ör og þannig skapist vandamál, sem erfitt er að leysa. Þjóðin hefur i dag gilda ástæðu til að fagna sigri i landhelgismálinu. Hún getur einnig fagnað þvi, að heldur hefur birt i efnahagsmálunum, þvi að viðskiptakjörin, sem mestum erfiðleikum hafa valdið, virðast nú fara batnandi. Samt má engin halda, að enn sé ekki ýmis vandi fyrir höndum. Eftir er að sigrast á verðbólgunni, sem enn er mikið vandamál. En bættur grundvöllur ætti að vera fenginn til að fást við þann vanda eftir að landhelgismálið tekur ekki eins mikinn tima ráðamanna og áður. Þvi ætti lika að mega treysta, að skilningur almennings á eðli þessa vanda fari vaxandi. Þ.Þ. ERLENT YF1RLIT Vöxtur stórborganna er vaxandi vandamól Frá alþjóðlegu byggðaráðstefnunni í Vancouver NÝLEGA er lokiö I Vancouver i Kanada byggð- aráðstefnu, sem haldin var á vegum Sameinuðu þjóðanna. Ráðstefnu þessa sóttu um 2000 fulltrúar frá rúmlega 130 löndum. Auk þess sóttu hana um 3000 áhugamenn frá sér- stökum stofnunum eða sam- tökum. Verkefni ráðstefn- unnar var að ræða um byggð- arskipun og húsnæðismál og hlaut hún þvi nafnið Habitat, en það orð þýðir bústaður eða ibúð. Það þykir nú ljóst, að byggðarskipun og húsnæðis- mál verða ein örlagarikustu vandamál mannkynsins næstu áratugina. Samkvæmt siðustu áætlunum, sem gerðar hafa verið, mun tbúatala jarðar- innar nálega tvöfaldast þann aldarfjórðunginn, sem eftir er til aldamótanna. Þetta þýðir, að á þessum tima þarf að byggja eins mikiö af nýjum I- búðum og nú eru til 1 heim- inum og raunar meira, ef tak- astá að útrýma þeim fátækra- hverfum, sem nú eru viðast I stórborgum. Hér er þvi ekki um neitt smávægilegt átak að ræða. Þetta verður ekki held- ur sæmilega gert, nema komi til betri stjórn á byggðarskip- un og dregiö úr hinum miklu fólksflutningum til stórborga. Annars halda stórborgirnar áfram að vaxa og geta orðið óviðráðanlegt vandamál. Arið 1900 voru aðeins ellefu borgir, sem höfðu meira en eina milljón ibúa. Nú eru þær orön- ar 172 og um aldamótin verða þær orðnar 375, ef óbreytt þróun helzt áfram. 1 stór- borgum, sem nú hafa 700 milljónir ibúa, veröur ibúa- talan komin yfir 2500 milljónir um aldamótin, ef svo heldur áfram, sem nú horfir. Siðustu fimm árin hefur meira en 400 milljón manna flutt úr sveit- um og minni bæjum til stór- borganna. MEGINÞORRI þessa fólks sem flyzt til stórborganna, veröur að setjast að I fátækra- hverfum eöa lélegum bráða- birgða hverfum, -.em hefur verið komið upp. Borgir eins og Mexicoborg, Calkutta, Seoul, Manila ogTokio, er öm- urlegt dæmi um þetta, þar búa frá 50-70% Ibúanna I fátækra- hverfum. í kjölfar vaxandi fátækrahverfa og takmark- aðrar atvinnu, sem margir i- búa þeirra búa við, fylgir margvisleg spilling og sivax- andi glæpir. Þaðeru þvi miöur vaxandi einkenni stórborg- arinnar um þessar mundir. Þeir sem eru efnaðri, reyna aö flytja tilútborga, og þaö eykur enn á fátæktina i stór- borgunum. Það er þessi öfug- þróun, sem hefur oröiö New York að falli. Samtimis þvi, sem fátækraframfæri á veg- um borgarinnar hefur stöðugt aukizt, hafa tekjumöguleik- arnir minnkað sökum brott- flutnings margra hinna efna- meiri skattþegna. New York hefur þvi orðið að lýsa yfir einskonar gjaldþroti. Glæpir hafa svo vaxið samfara þvi, vegna þess að þurft hefur að draga úr löggæzlu af fjárhags- ástæðum. Vandamál New York borgar eru þó óveruleg I samanburöi við vandamál hinna vaxandi stórborgai þróunarlöndunum, en þvi er spáö að þar veröi vöxtur stórborganna mestur næstu áratugina. Þar eykst stöðugt fólksflóttinn úr sveit- unum og flestir leita til stór- borganna. Flestra biöur þar ekki annað en atvinnuleysi og búseta I fátækrahverfi. Þetta hefur þegar valdiö stórfelld- um vanda, en þó telja þeir, sem bezt eiga að vita, aö hér sé aðeins að ræöa um byrjun vandans, ef miðað er við það, sem verður um aldamótin, ef ekkert verður aðhafst til bóta umfram, sem nú er gert. A RÁÐSTEFNUNNI i Vancouver, sem stóö I tvær vikur, fóru fram itarlegar og fróðlegar umræður um þessi mál. Aö lokum var samþykkt ályktun, þar sem bent var á fjölmörg atriði til úrbóta. Alyktun þessi verður send til þátttökurikjanna og þvi beint til rikisstjórna þeirra að fara þær leiöir, sem þar er bent á. Það er vitanlega hægara sagt en gert, þvi er erfitt aö spá um, hver raunverulegur árangur ráðsteínunnar verður annar en sá að vekja menn til aukinnar umhugsunar um þann vaxandi vanda, sem hér er á ferðinni. Ein aöallausnin á þessum vanda er vafalitið sú, að reyna að draga úr fólksflutningum úr sveitunum og efla landbún- aðinn Þá er jafnframt unnið gegn vaxandi matvælaskorti, sem er oröið gifurlegt vanda- mál. A þessu sviði geta Kin- verjar verið til fyrirmyndar. Þeir hafa lagt áherzlu á að efla landbúnaðinn og draga úr fólksflutningum til stórborg- annaog orðið verulega ágengt I þeim efnum. lslendingar tóku ekki þátt I Habitat-ráðstefnunni, enda eru umrædd vandamál ekki eins stórfelld hér og viöa ann- ars staðar. Ráðstefnan er eigi að siður áminning fyrir okkur um að viðhalda jafnvægi i byggð landsins og foröast þau vandamál, sem myndu hljótast af óeðlilegri röskun á þvi sviði. — Þ.Þ. Aukningu stórborganna fyigir sivaxandi vandamál

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.