Tíminn - 17.06.1976, Qupperneq 12

Tíminn - 17.06.1976, Qupperneq 12
12 TÍMINN Fimmtudagur 17. júni 1976 Aðalfundur SIS: Varar við erlendri skuldasöfnun „AÐALFUNDUR Sambands Is- lenzkra samvinnufélaga haldinn aö Bifröst 3. og 4. júní 1976 vekur athygli á þvl, aö hin óhóflega veröbólga, sem rikt hefur hér á landi undanfarin ár, stefnir efna- hagslifi þjóöarinnar I mikla hættu. Veröbólguþróunin grefur undan velferöarþjóöfélaginu, meöal annars á þann hátt, aö mjög miklar eignatilfærslur eiga sér staö, en þær stuöla hins vegar aö þvi, aö þeir rlku veröa rlkari en þeir fátæku fátækari. Þá varar fundurinn viö þeirri miklu erlendu skuldasöfnun, sem átt hefur sér staö á undanförnum árum og getur stefnt efnahags- sjálfstæöi þjóöarinnar I hættu. Fundurinn skorar á stjórnvöld og þjóöina alla aö taka höndum saman um nýja og öfluga sókn gegn verðbólguvandanum og til stuönings efnahagslegu sjálfstæöi þjóöarinnar. Samvinnuhreyfingin tjáir sig reiðubúna til þess aö leggja fram allt sitt afl I þeirri nýju sókn og heitir á stjórnvöld að efla sem mest félagslegt framtak lands- manna sjálfra til atvinnuupp- byggingar og eflingar útflutn- ingsiðnaöar, en sllkt framtak veröur öruggasta vopniö til varn- ar efnahag landsins og til endur- reisnar velferöarþjóðfélags i landinu, þar sem kjör þegnanna yröu sem jöfnust. Fundurinn Itrekar jafnframt fyrri viljayfirlýsingar um, að sem nánustu samstarfi verði komiö á meö samvinnuhreyfingunni og samtökum iaunþega og bænda, og heitir á þessi samtök aö taka höndum saman við samvinnu- hreyfinguna I nýrri framfarasókn þjóöarinnar.” skipsfjöl Ég kem engin afrek til að vinna, ættjörð mín! En finna skal hjá þér stuðlaf jöllin fossboganna þinna, f jallaþögn og gullið ætlað mér — því ég kýs í kjöltu þinni að lúra kyrrt og sælt og vaggast blítt og rótt sólskinsfangi og skautum þinna skúra, skemmtidrauma vaka um sumarnótt. Upp úr hafi yfir sollin djúpin, öldugrafin, týnd og drukknuð lönd, þarna lít ég þokast f jallagnúpinn. Það er íslands hvita móðurhönd! Feðrajörðin yfir bláauðn boðans breiðir faðm og Ijósið, sem hún á, hefst við sól í möttli morgunroðans. Mér að baki er gærdags sunna lág. Byrlaus fór ég út á karga unni. Afturkoman væri ei svona brýn, hefði ei eins og æskuljóð í munni austanblæsins verið hvötin mín. Hlakkar ekki þráin til að þakka þeim, sem ollu, og taka þeim í hönd, þegar yfir hafsins blakka bakka bendir til sin minna frænda strönd? Lánsæld er það létthlaðinn að mega lækka segl á feginshöfnum skjótt. Hvað er heimvon, örbirgð manns né eiga eftir langa hungurvöku nótt? Vitkað barn, með tveimur tómum mundum, til þín sný ég, æskudrauma grund. Það var stundum flónsgull, sem við fundum fyrir handan þetta breiða sund. Ég hvarf heim í hópinn þinna drengja hingað, móðir, til að fá með þeim aftur snerta upptök þeirra strengja, er mig tengdu lífi og víðum heim. Hingaðkoman yrði ei unun síður, ekkert boð þó fyrir mér sé gert. — Kom þú blessað, óskaland og lýður Ijóða minna, hvernig sem þú ert! 16. apríl 1917 Stephan G. Stephansson. Eins og sjá má á dagsetn- ingu þessa kvæöis, er þaö ort i tengslum viö heimkomu Stephans G. Stephanssonar, þegar honum var boöiö hing- aö heim áriö 1917. Skáldiö sér land sitt risa úr sæ, — „Islands hvita móöur- hönd” heilsar honum — ef til vill svöl hiö ytra, en björt og hrein. Og hrífandi eru niöur- lagsorö Stephans I þessu kvæöi: „Kom þú blessaö, óskaland og lýður/ ljóöa minna, hvernig sem þú ert”. Hann þarf hvorki aö hugsa sér landiö fullkomiö né þjóö- ina gallalausa til þess aö unna hvoru tveggja. . Þetta mættum við öll hafa hugfast, svo á þjóðhátiöar- daginn sem aöra daga. 099 17. júní 1976 Um leið og við óskum viðskiptavinum okkar og öllum landsmönnum heilla á þjóðhátíðardaginn 1976, viljum við sér- staklega minna á íslenska íþróttahreyf- ingu. Allt frá aidarafmæli Jóns Sigurðs- sonar 1911 til sjálfstæðisársins 1944 heiðruðu íþróttamenn minningu forset- ans 17. júní ár hvert með íþróttahátíð, og enn eru íþróttamót snar þáttur hátíðar- halds þennan dag hvarvetna á landinu. / Styójum / íslenska / Olympíulióió Merkið, sem hér birtist, fimm hringir brugðnir saman, er eins og flestir munu kannast við, tákn Ólympíuleikanna. Ól- ympíunefnd gerði Sambandi íslenskra samvinnufélaga kost á að styrkja þátttöku íslendinga í Ólympíuleikjum þeim sem fram eiga að fara í Kanada nú í ár og hefj- ast eftir mánuð. Við óskum íslenskum íþróttamönnum þess, að þeir megi hljóta mikinn frama á þessum leikjum. Sam- vinnumenn telja sér heiður að því að mega styrkja þá til fararinnar, það hefur lengi verið einn þáttur menningarstarfsemi samvinnufélaganna að styðja íþróttastarf- semi með fjárframlögum, þar sem því verður við komið. Starf samvinnuhreyfingarinnar á íslandi er órjúfanlega bundið framfara og frelsis- hugmyndum þjóðarinnar. Innlend verslun rekin með innlendu fjármagni í hverri byggð, þar sem heimamenn njóta sjálfir arðsins af viðskiptum sínum, er hvað traustastur hornsteinn íslensks sjálf- stæðis. Frumhugmynd samvinnufélags- skaparins er, enn sem fyrr, fólgin í ein- földum lausnarorðum forsetans mikla, sem dagurinn í dag er helgaður: ,,að hafa samtök“ um hvaðeina, sem til framfara horfir fyrir þjóðina. Með hlutdeild í samvinnufélagi eflið þér innlendan atvinnurekstur og hag- kvæma verslun, sem rekin er með hag | neytandans fyrir augum. Minnist þess, að| í frjálsu þjóðfélagi eru samtök einstak-f linganna það afl, sem mestu fær áorkað. I ^ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.