Tíminn - 17.06.1976, Blaðsíða 16
16
TÍMINN
Fimmtudagur 17. júnl 1976
A. Conan Doyle: j
Húsið „Þrjár burstir"
(The Three Gables)
in með, og bað mig nefna verð á þeim. Nú eru nokkur
þessara húsgagna frá gamla heimilinu minu og mjög
vönduð, eins og þér sjáið, svo ég nefndi stóra upphæð
sem andvirði þeirra. En maðurinn samþykkti þegar í
stað þá upphaeð, er ég hafði nefnt. Mig hefur ávallt
langað til að ferðast eitthvað, og nú var þessi sala svo
hagstæð, að ég mundi vissulega verða fjárhagslega
sjálfstæð, ef kaupin gengu fram. I gær kom svo maður-
inn aftur og hafði nú meðferðis fullgerðan kaup-
samning. Til allrar hamingju sýndi ég hr. Sutro, lög-
fræðingi mínum, samninginn áður en hann væri undir-
ritaður. Hr. Sutro sagði við mig: — Þetta er mjög undar-
legt skjal. Er yður Ijóst, að ef þér skrif ið undir þetta, þá
megið þér ekki taka nokkurn skapaðan hlut með yður
burt úr húsinu, ekki einu sinni hlut, sem eru yðar
persónuleg einkaeign? Þegar svo umboðsmaðurinn kom
aftur um kvöldið, sagði ég honum, að ég vildi aðeins
selja húsgögnin. — Nei, allt er með í sölunni, sagði hann.
— En fötin mín og skartgripir mínir? — Nú — jæja,
einhverja undanþágu mætti kannske gera um slíka hluti.
En ekkert má taka brott úr húsinu órannsakað. Skjól-
stæðingur minn er fús til að borga vel, en hann hefur
sínar kenjar og sérstaka háttu. Hjá honum gildir reglan:
allt eða ekkert. — Þá getur ekki af neinum kaupum orð-
ið, svaraði ég. Og við þetta situr, en mér fannst allt þetta
svo óvenjulegt, að ég hélt...
Hér varð óvænt truflun allt í einu. Holmes lyfti upp
hendinni, svosem hann áminnti um þögn. Því næst lædd-
ist hann fram að dyrunum og reif skyndilega upp hurð-
ina. Hann seildis til og dró inn í stofuna hávaxna konu.
Hún streittist lítið eitt á móti, en Holmes hélt föstu taki í
öxl hennar.
— Sleppið mér! Hvað á þetta að þýða?, skrækti hún.
— Hæ, Súsanna, hví ert þú hér?
— Nú, frú mín, ég kom til að spyrja, hvort gestirnir
ætluðu að biða eftir kvöldverðinum, þegar herrann greip
mig.
— Ég hef heyrt til hennar síðustu fimm mínúturnar,
sagði Holmes.
— Þér eruð svolítið kvef uð, Súsanna, er ekki svo?. Þér
dragið andann of þungt til þess að geta með hægu móti
staðið á hleri.
Súsanna leit illum augum og hálfundrandi á Holmes.
— Hver eruð þér og með hvaða rétti eruð þér að leggja
hendur á mig?
Ég þurfti aðeins að spyrja að nokkru áður en þér fær-
uð. Nefnduð þér, frú Maberley, við nokkurn mann, að
þér hefðuð í hyggju að skrifa mér og leita hjá mér ráða?
— Nei, hr. Holmes. Það gerði ég ekki.
— Hver setti bréfið yðar í póstinn?
— Einmitt. Nú, Súsanna, hverjum skrifuðuð þér eða
gerðuð viðvart um að húsmóðir yðar ætlaði að leita ráða
hjá mér?
— Þetta er ósatt. Ég sendi engin boð.
— Heyrið nú Súsanna. Fólk, sem er mjög mæðið lifir
sjaldan lengi. Það er Ijótt að skrökva. Hverjum gerðuð
þér kunnugt um þetta?
— Súsanna, greip nú frúin fram í. Ég held að þú sért
vond kona og svikakvendi. Ég man það núna, að ég sá þú
varst að tala við einhvern yfir girðinguna.
— Það var um min eigin málefni, svaraði þernan
önuglega.
— Má ég láta þess getið, að það var Barney Stockdale,
sem þér voruð að tala við, mælti Holmes.
— Nú ef þér vitið það þurf ið þér líklega ekki að spyrja.
— Ég var ekki viss um það áður, en ég er viss um það
nú. En, Súsanna, það þýðir tíu sterlingspund til yðar ef
þér segið mér, fyrir hvern Barley er að starfa.
— Fyrir þá, sem geta boðið þúsund pund í stað tíu, sem
þér bjóðið.
— Svo auðugur maður. En þér brosið. Hér er þá um að
ræða auðuga konu. Fyrst við erum svo langt komin er
réttast, að þér segið okkur naf n hennar og fáið tíu punda
seðilinn.
— Ekki þótt sáluhjálp yðar lægi við.
— Talið nú strax, Súsanna.
— Ég er að fara héðan. Ég hef fengið nóg af ykkur
öllum. Ég sendi eftir koffortinu mínu á morgun.
Hún ruddist fram að dyrunum.
— Verið þér sælar, Súsanna. Fáið yður eitthvað, sem
linar sársaukann.
Holmes varð strax alvörugefinn, er dyrnar höfðu
lokazt eftir Súsönnu.
— Nú verður að hef jast handa. Athugið, hve hratt og
öruggt er unnið frá hinni hliðinni. Bréf yðar til mín var
póstmerkt kl. 10 fyrir hádegi. Samt gat Súsanna komið
boðum til Barneys. Hann fær tíma til að finna umbjóð-
anda sinn, sem ég býst við að sé kona, og taka við f yrir-
111
iiill
Fimmtudagur
17. júni
Þ jóðhátið ardagur
íslendinga
8.00 Morgunbæn Séra Jón
Au&uns fyrrum dómprófast-
ur flytur.
8.05 tslenzk hátfóartónlist,
sungin og leikin.
9.00 Fréttir. Útdráttur úr
forustugreinum dagblaö-
anna.
9.15 Morguntónleikar
10.10 Veðurfregnir.
10.30 Frá þjóðhátiö I Reykja-
vlk. a. Hátiðarathöfn á
•Austurvelli Már Gunnars-
son formaður þjóðhátiöar-
nefndarsetur hátíðina. For-
seti Islands, dr. Kristján
Eldjárn, leggur blómsveig
að fótstalla Jóns Sigurðs-
sonar. Geir Hallgrlmsson
forsætisráöherra flytur á-
varp. Avarp fjallkonunnar.
Lúðrasveit verkalýðsins og
Karlakórinn Fóstbræður
leika og syngja ættjarðar-
lög, þ.á.m. þjóðsönginn.
Stjórnendur: Ölafur L.
Kristjánsson og Jónas Ingi-
mundarson. Kynnir: Ólafur
Ragnarsson. b. 11.15 Guðs-
þjónusta I Dómkirkjunni.
Séra Úlfar Guðmundsson
biskupsritari messar. Guð-
mundur Jónsson og Dóm-
kórinn syngja. Organleik-
ari: Ragnar Björnsson.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veöurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.20 Kórsöngur i útvarpssal:
Skagfirzka söngsveitin
syngur islenzk og erlend
lög. Söngstjóri: Snæbjörg
Snæbjarnardóttir.
14.00 Svipmyndir úr sjálf-
stæðisbaráttu Islendinga á
19. öld. Einar Laxness cand.
mag. tekur saman dag-
skrána.
15.00 Létt tónlist frá útvarp-
inu I Wellington á Nýja-Sjá-
landi. Stanley Black og Os-
wald Chessman stjórna
hljómsveitunum, sem leika.
16.15 Veðurfregnir. Fréttir
16.25 tslandsljóö eftir Einar
Benediktsson Elin Guðjóns-
dóttir les.
16.40 Barnatlmi a. Sigrún
Björnsdóttir sér um stund
fyrir ungu börnin, litla
barnatlmann. b. Gunnar
Valdimarsson stjórnar
þætti fyrir stálpaðri börn,
þar sem fjallað veröur um
listsköpun á Islandi fyrr og
slðar.
17.30 „Eitthvað til að lifa fyr-
ir” eftir Victor E. Frankl.
Hólmfriður Gunnarsdóttir
les þýðingu sína á bók eftir
austurriskan geðlækni (4).
18.00 Stundarkorn með Rögn-
valdi Sigurjónssyni pfanó-
leikara. Tilkynningar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 1 sjónmáli. Skafti Harð-
arson og Steingrimur Ari
Arason sjá um þáttinn.
20.00 Einsöngur f útvarpssal:
Elisabet Erlingsdóttir syng-
ur
20.25 Leikrit: „Happið”,
gamanleikur eftir Pál J. Ar-
dal. Leikstjóri: Baldvin
Halldórsson...Persónur og
leikendur: Hallur hrepp-
stjóri... Valdimar Helgason,
Valgerður dóttir hans...
Ragnheiður Steindórsdóttir,
Helgi ráösmaður... Bessi
Bjarnason, Grlma móðir
hans... Guðrún Stephensen,
Kristin ráðskona... Sigrlöur
Hagalin, Gunnar kennari....
Jón Gunnarsson, Sigga
vetrarstúlka... Lilja Þóris-
dóttir.
21.40 Lúðrasveitin Svanur
leikur
22.00 Fréttir
22.15 Veöurfregnir Danslög af
hljómplötum. Þ.á.m. leikur
og syngur hljómsveit Hauks
Morthens
01.00 Dagskrárlok.