Tíminn - 17.06.1976, Qupperneq 18

Tíminn - 17.06.1976, Qupperneq 18
18 TÍMINN Fimmtudagur 17. júni 1976 Gott „sumarfrí" hjá Tony Knapp og landsliðinu — ef stjórn K.S.Í. útvegar landsliðinu ekki verkefni fyrir leikina gegn Belgíumönnum og Hollendingum LANDSLIÐSMENN okkar i knattspyrnu fáerfiöa mótherja til aö glima viö á Laugardalsvellin- um i byrjun september, þar sem Belgiumenn og Hollendingar leika I undankeppni heimsmeist- arakeppninnar i knattspyrnu, meö aöeins þriggja daga millibili — 5. og 8. september. Þessir erf- iöu leikir veröa fyrstu landsleikir heima á keppnistimabilinu. Róöurinn verður örugglega mjög erfiöur fyrir landsliöið, þeg- ar þess er gætt, aö landsliðiö fær engin verkefni til aö glima viö eftir aö þaö hefur leikiö gegn Finnum i Helsinki 14. júli, eöa i tæplega tvo mánuði. Það er ekki mjög hagstætt fyrir landsliðiö að hafa ekki fengið æfingu á heima- velli, áður en lagt er út i slik stórræöi og landsleikirnir gegn Belgiumönnum og Hollendingum eru. Stjórn KSÍ þarf nú að róa að þvi öllum árum aö fá landsleik eöa landsleiki hér heima i lok júli eða I ágúst. Þaö myndi veröa mikill styrkur og góöur undirbún- ingur fyrir stórátökin, sem verða i byrjun september, þegar tvær af sterkustu knattspyrnuþjóðum heims, heimsækja Islands. Ef stjórn KSt nær ekki aö út- vega landsliðinu verkefni eftir landsleikinn gegn Finnum, fram aö landsleikjunum gegn Hollend ingum og Belgum, þá er útséö um aö þaðverði gott „sumarfri” hjá Tony Knapp, landsliðsþjálfara og landsliöinu. Ekki er annaö hægt að segja en aö Knapp eigi eftir aö hafa rólegt sumar. Nú hafa aö fullu veriö ákveönir leikdagar I riöli 4 i undankeppni heimsmeistarakeppninnar i knattspyrnu. 1 riðli 4 leikur Island ásamt Hollandi, Belgiu og Norö- ur-lrlandi. Hér á eftir fer skrá yfir leikdagana I þessum riöli, en leikjunum á aö vera lokið fyrir 1. desember 1977. 5. 9.76 Island—Belgia 8. 9.76 Island—Holland 13.10.76 Holland—N-Irland 10.11.76 Belgía—N-írland 26. 3.77 Belgia—Holland 11. 6.77 Island - N-Irland 31. 8.77 Holland—Island 4. 9.77 Belgfa— Island 21. 9.77 N-írland—Island 12.10.77 N-írland—Holland 26.10.77 Holland—Belgia 16.11.77 N-lrland—Belgia. —Ó.O. AAikill samdrúttur í bygginaariðnaði Kidd ,3a a jW.B.A.? Horfur á atvinnuleysi með haustinu FB-Reykjavik. Meistarasam- band byggingamanna hélt aöal- fund sinn fyrir skömmu. Fundinn sóttumilli 70og 80fulltrúar af öllu landinu. Meistarasambandið er heildarsamband fimm iðngreina- félaga, veggfóörara, málara, piupulagningamanna, múrara og húsasmiöa, en 1 sambandinu eru 13 sjálfstæð meistarafélög, sem spanna yfir nær allt landiö, aö Vestfjöröum og Austfjöröum und- anskildum, en þar eru ekki starf- andi meístarafélög. Félagar i þeim meistarafélög- um, sem aöilar eru aö heildar- sambandinu, munu vera um eitt þúsund talsins, og starfandi á þeirra vegum og I byggingariðn- aöinum i landinu voru árið 1974 milli 12 og 14 þúsund manns. Er Reyðarf jörður: KIRKJAN FEGRUÐ MS. Reyðarfiröi. Kirkjan á Reyðarfirði hefur veriö fegruö mikiö, máluö innan og skreytt af smekkvisi og hagleik. Sett hafa veriö i hana bólstruð sæti og teppi á öll gólf. Þá hefur hún veriö mál- uö utan og lóöin girt og grædd grasi. Skreytingu kirkjunnar önnuðust hjónin Gréta og Jón Björnsson. Sætin eru smiðuð af Agústi Sæbjörnssyni og Marteini Eliassyni. Bólstrun annaðist Sig- fús Kristinsson. Formaöur sóknarnefndar er Steingrimur Bjarnason. Sóknarprestur er sr. Siguröur H. Guömundsson. Kirkjunni hafa borizt margar veglegar gjafir frá fyrirtækjum og einstaklingum. Hafa þessar gjafir frá velunnurum kirkjunnar m.a. gert kleift aö koma i fram- kvæmd þessum ánægjulegu endurbótum. þaö um 12% af öllu vinnuafli i landinu, að sögn Meistarasam- bandsmanna. Þátttaka i aöalfundinum var nokkuö meiri nú en oft áður, og mun það meðal annars stafa af þvi, aö margt er nú á döfinni. t.d. hefur nokkuð bryddað á atvinnu- leysiog menn eru þvi uggandi um sinn hag. A fundi með blaöamönnum sögöu fulltrúar Meistarasam- bandsins, að sem dæmi um sam- drátt i byggingariönaöinum mætti nefna, aö undanfarin sum- ur heföu skólanemar átt visa vinnu i byggingariönaöi i sumar- leyfum. Nú hefði hins vegar mjög fátt skólafólk veriö ráöiö til sum- arstarfa. Þeir bentu einnig á, að óhagstætt tiðarfar heföi heldur átt að stuðla aö aukinni vinnu nú yfir bezta byggingartimann, en aukningin heföi ekki oröiö sú, sem reiknað heföi mátt með i venju- legu árferöi. Um raunverulegt at- vinnuleysi I byggingariðnaðinum erekki að ræða I augnablikinu, en menn óttast aö þaö eigi eftir aö verða töluvert, þegar liða tekur á áriö, og jafnvel ekki minna en á atvinnuleysisárunum 1967-1969. Þaö, sem aðallega veiaur þessum samdrætti i byggingar- iönaöinum, er að sögn Meistara- sambandsins, lóðaskortur, fjár- magnsskortur, og ráöstafanir stjórnvalda, sem hafa gert tals- vert til þess að draga úr bygging- arframkvæmdum. — Það hefur ævinlega verið fyrsta atvinnu- greinin, sém ráöizt hefur verið á, segja Meistarasambandsmenn. I ályktun aöalfundar Meistara- sambandsins segir m.a.: .... aö enn einu sinni sé veriö að koma 1 veg fyrir að byggingariönaðurinn geti starfaö á eölilegum grund- velli. Slikar lægöir, sem nú stefnir að, hafa alltaf orðiðtil þess, aö til stórfellds Ibúðaskorts kemur. Þegar siöan á aö vinna upp slikan ibúðaskort, kemur fyrr eða siöar upp sllk spenna á vinnumark- aðinum, aö vart veröur við hana ráöiö, eins og hefur margsinnis áöur verið hent á. Fundurinn leggur áherzlu á nauðsyn þess aö jafnvægi og festa skapist á þessu sviöi, og telur aö með skipulagn- ingu i framkvæmdum rikis-, bæja- og sveitarfélaga megi ná mun meiri jöfnuöi i atvinnulifinu en nú er. Aldrei fyrr jafnlítið bjargfuglavarp í Færeyjum Fregnir hafa borizt af tregu varpi fugla, bæöi noröan úr Grimsey og vestan úr Breiöa- fjaröareyjum. 1 Grimsey er sagt, aö varla geti heitiö, aö skeglur hafi orpiö I vor. Þetta er ekki einsdæmi: I Færeyjum getur varla heitiö nokkurt varp I björgum. ,,Úr öllum fuglaplássum sami harmur”, segir I fyrirsögnum færeysku blaöanna. Þar segir, að langviu hafi fækkað óðfluga á undanförnum árum, og nú sé svo komið, að ekki séu nema tveir eða þrir fuglar I skvomp- um, þar sem fimmtán til tuttugu hafi átt egg til skamms tíma. Þetta er sagt eins i Fugley, Skúfsey, Sandey og raunar i öllum fuglabjörgum Færeyja. Þar i landi vilja margir kenna þvi um, aö minnsta kosti aö nokkru leyti, að fuglinn sé hrakinn úr björgunum meö skothriö af mönnum, sem fara milli eyja á bátunum. Hitt viröist færeyskum sjó- mönnum bera saman um, aö meira sé af fugli langt til hafs en verið hefur, hvort sem orsökin kann að vera hörgull á fæöu eöa eitthvaö annaö. West Bromwich Albion er nú á höttunum eftir Brian Kidd, hinum leikna og marksækna leikmanni Arsenal. Johnny Giles, fram- kvæmdastjóri W.B.A., fyrrum leikmaöur meö Leeds-liöinu, tel- ur aö Kidd geti veitt Albion-liöinu þann styrk, sem þaö þarf, til aö endurheimta sæti sitt 11. deildar- keppninni. Manchester City og Boltonhafa einnig augastað á Kidd, en líklegt er, að Kidd vilji heldur fara til W.B.A. Astæðan fyrir þvi, aö Kidd hefur farið fram á aö fá aö fara frá Arsenal, er aö konan hans hefur ekki kunnað viö sig i London. Coventry er tilbúiö aö greiöa Queens Park Rangers 40 þús. pund fyrir John Beck. Gor- don Milne, framkvæmdastjóri Coventry, er einnig aöleita sér aö nýjum miöherja. — SOS /1 /OKUM / EKKI ÍÍUTAN VEGAj L LANDVERND VERÐLAUNAGRIPIR OG FÉLAGSMERKI Framleiðí alls konar verðlaunagripi og félagsmerki. Hefi ávallt fyrirliggjandi ýmsar staerðir verðlaunabikara og verðlauna- peninga einnig styttur fyrir flestar greinar íþrótta. Leitsð upplýsinga. Magnús E. Baldvinsson Laugavegi 8 - Reykjavik - Sími 22804

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.