Tíminn - 24.07.1976, Side 7
Laugardagur 24. júli 1976.
TÍMINN
7
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri:
Steimgrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhús-
inu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur f
Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — aug-
lýsingaslmi 19523. Verð I lausasölu kr. 50.00. Askriftar-
gjaldkr. 1000.00 á mánuði. Blaðaprent h.f.
Viðgerðaraðstaðan á
Keflavíkurflugvelli
Hinn 11. marz siðastliðinn afgreiddi Alþingi
samhljóða eftirfarandi þingsályktunartillögu,
sem Jón Skaftason hafði flutt:
„Alþingi ályktar að láta athuga i samráði við
Flugleiðir h.f. og önnur flugfélög, er hagsmuna
hafa að gæta, á hvern hátt hagkvæmast sé að
koma upp aðstöðu til viðgerða og viðhalds
flugvélum á Keflavikurflugvelli”.
Jón Skaftason hafði fyrst flutt þessa tillögu á
þinginu i fyrravetur og flutti hana svo aftur á
þinginu i vetur.Rökstuðningur Jóns fyrir tillög-
unni var m.a. þessi:
„Keflavikurflugvöllur er eini alþjóðlegi flug-
völlurinn á Islandi. Erlendar og innlendar flug-
vélar hafa notað hann til millilendinga á flugi
yfir Norður-Atlantshaf og i sambandi við þær
hefur risið upp talsverð atvinnustarfsemi þar,
sem væntanlega fer vaxandi i framtiðinni.
Á Keflavikurflugvelli vantar þó tilfinnanlega
viðgerðar- og viðhaldsaðstöðu fyrir flugvélar,
sem þarf að vera fyrir hendi á vel búnum al-
þjóðlegum flugvelli. Sú aðstaða, sem fyrir
hendi er, er að langmestu leyti á vegum
varnarliðsins og fyrir herflugvélar. Timabært
er þvi að athuga, hvernig bezt má að þessum
málum standa i framtiðinni, og má minna á
tvennt i þessu sambandi.
í fyrsta lagi standa nú fyrir dyrum miklar
framkvæmdir á Keflavikurflugvelli. Er m.a.
gert ráð fyrir að skilja alveg að hernaðarflug-
þjónustuna og farþegaþjónustuna. Er stefnt að
byggingu nýrrar flugstöðvar fyrir farþegaflug
á nýjum stað á vellinum og miklum fram-
kvæmdum til þess að búa betur að þessari
starfsemi. Viðgerðar- og viðhaldsþjónusta
flugvéla þyrfti að vera þáttur þessara fram-
kvæmda.
í öðru lagi brann viðgerðarflugskýli Flug-
félags íslands á Reykjavikurflugvelli til
grunna i s.l. janúarmánuði. Sú starfsemi, sem
þar fór fram, er þvi á hrakhólum um sinn og
ekki vitað nú, hvernig úr verður bætt svo
haganlegast sé.
Um hundrað manns, að mestu leyti lærðir
flugvirkjar, störfuðu við flugskýli Flugfélags
íslands á Reykjavikurflugvelli. Þrátt fyrir
bráðabirgðaaðstöðu i flugskýli varnarliðsins á
Keflavikurflugvelli til eftirlits og viðhalds Boe-
ingvéla Flugfélags íslands og aðstöðu fyrir
Fokkervélar félagsins i flugskýli Landhelgis-
gæzlunnar, er atvinnuöryggi þessarar stéttar
ótryggt. Viðgerðir og viðhald islenzkra flug-
véla erlendis kostar mikinn erlendan gjald-
eyri, sem við höfum mikla þörf fyrir til ann-
arra nota.”
Siðan Alþingi samþykkti þessa tillögu Jóns
Skaftasonar, hefur verið upplýst, að íslend-
ingar eru eigendur þriggja stórra flugvéla-
skýla á Keflavikurflugvelli, sem vel má nota til
viðgerðar og viðhalds, að dómi islenzkra flug-
virkja. Hér hefur þvi skapazt aðstaða til að
hrinda þessari ályktun Alþingis i framkvæmd
fyrr en ella, en tvímælalaust er hér um að ræða
mikið hagsmunamál flugvirkja, flugfélaga og
þjóðarbúsins i heild.
Þ.Þ.
New York Times um framboð demókrata:
Demókratar völdu
sterkustu mennina
Þeir eru á ný undir merkjum Wilsons og Roosevelts
Það virðist Tnricfctmiveg-
inn sameiginlegt álit banrife
riskra blaða, að demókröt-
um haíi ekki getað heppnazt
betur framboö sitt og þeir
sæki nú fram undir hinum
gömlu hefðbundnu merkjum
Wilsons og Roosevelts, sem
eru frægustu forsetar þeirra.
Þetta kemur m .a. fram i for-
ustugrein i New York Times,
sem fer hér á eftir I lauslegri
þýðingu:
DEMÓKRATAR i Banda-
rikjunum hafa nú útnefnt þá
Jimmy Carter rikisstjóra
Georgiafylkis og Walter F.
Mondale öldungadeildarþing-
mann frá Minnesota fram-
bjóðendur sina i forseta-
kosningunum 1976. Bjartsýni
og eining rfkir meðal flokks-
manna, sem ganga nú til
kosningabaráttunnar fullviss-
ir þess að frambjóðendur
þeirra muni eiga fylgi að
fagna sem viöast með banda-
risku þjóðinni.
Þeir Carter og Mondale,
sem voru allt að þvi sjálf-
kjörnir á flokksþinginu i New
York I fyrri viku, eru vafa-
laust „sterkustu” frambjóð-
endur sem hugsazt gátu, og
eiga eftir að reynast repú-
blikönum þungir i skauti,
hvort svo sem Gerald Ford
eða Ronald Reagan — eða
jafnvel þótt báðir væru —-
verður fyrir valinu.
Hinn undraverði árangur
Jimmys Carter að ná útnefn-
ingu tU forsetakjörs mun lengi
verða i minnum hafður i
bandariskri stjórnmálasögu.
Hann var sem næst óþekktur
er hann hóf baráttu sina fyrir
10 mánuðum sem „nýtizku”
suðurrikja-fylkisstjóri. Hann
steypti hverjum hægri og
vinstri flokksstólpanum á fæt-
ur öðrum, og stjakaði þeim,
sem reyndu að troða meðal-
veginn með honum, til hliöar.
Og smiðshöggið rak hann á
þennan þátt sigurgöngu sinnar
með vali varaforsetaefnis —
liklega að betur a thuguðu máli
en áður eru dæmi til i sögu
Bandarikjanna: Hann valdi
þann frambjóðanda, scm oltið
hafði út úr baráttunni áður en
hún hófst, vegna þess að hann
taldi sig vonlausan um sigur.
Enguaðsiður var Mondale vel
valinn: Hann nýtur mikillar
virðingar á þingi, auk þess
sem hann er framboðinu mik-
ill styrkur — jafnvel þótt Cart-
er þættist láta annað i veðri
vaka — einmitt þar sem for-
setaefnið er veikast fyrir, þ.e.
meðal þeirra hægfara frjáls-
lyndismanna sem mynda
kjarna flokksins á Vestur-
ströndinni, norðurhluta
Mið-Vesturrikjanna, og i
Norðausturhéruðunum.
CARTER á ekki einungis
stálvilja sinuimskarpri greind
og óbilandi sjálfstrausti að
þakka útnefninguna, heldur
ekki siður þeim furðulegu
hæfileikum sinumaðná trausti
kjósenda i hverju máli, hvaða
skoðun.sem þeirannars höfðu
fyrir. Þannig fékk hann á sitt
band hið breiða miðfylgi
demókrata. Carter sjálfur var
annars talinn nokkuð ihalds-
samur, allt þar til á flokks-
þinginu, einkum i samanburði
við helztu keppinauta sina i
forkosningunum.
Engu að siður er stefnuskrá
flokksins, sem samþykkt var á
flokksþinginu, i meginatriðum
frjálslynd, og vandlega sniðin
að þörfum Carters. Hiö glæsi-
lega val varaforsetaefnis, og
ræður beggja frambjóöenda,
er þeir þáðu útnefninguna,
benda eindregið til þess að
kosningabaráttan muni fylgja
hefðbundnum brautum demó-
krataflokksins, allt frá
Woodrow Wilson með kjörorð
sitt um „nýtt frelsi” (New
Freedom) og Franklin D.
Roosevelt með „uppstokkun”
sina (New Deal).
Eins og vænta mátti skuld-
batt Carter sig á hvorugan
veginn i hinni fremur óhefð-
bundnu ræðu sinni á flokks-
þinginu. Hann — og þó einkum
Mondale — lögðu i ræðum sin-
um megináherzlu á einingu
flokksins og þjóðarinnar, en
jafnframt kom Carter á óvart
meö skrumkenndum og
sundrandi árásum á litt -skil-
greinda „forréttindastétt”,
sem „valdið hafi þjáningum of
margra”, sem „aldrei skorti
mat né klæði”, sendi börn sin i
„einkaskóla, sem séu öðrum
lokaðir”, sem „aldrei sé látin
svara til saka fyrir mistök
sin”, o.s.frv.
I SAMA orðinu og hann boð-
aði „algjöra uppstokkun á
skattakerfi voru,” sjúkrasam-
lag fyrir alla þjóðina, og aðrar
langþráðar umbætur hinnar
sömu frjálslyndisstefnu, lét
hann ekki hjá liða, að leggja
áherzlu á það, „hve mikilvægt
frjálst framtak væri þjóð
vorri”, „samkeppni er
árangursrikari en áætlunar-
búskapur” og „stjórninni ber
aðhafa sem minnst afskipti af
hinu frjálsa efnahagskerfi
voru” — sem allt eru hugsjón-
ir „ameriskari en eplakaka”
og til þess fallnar að eyða
þeim ótta ihaldsaflanna, að
flokkurinn hafi sveiflazt of
langt til vinstri — sem hann
hefur ekki gert.
Demókrataflokkurinn virð-
ist, eftir þvi sem bezt verður
séð, stefna inn á sina venju-
leguhóflega frjálslyndu braut,
gagnstæða þeirri, sem ein-
kennt hefur flokk Repúblikana
undanlarið, og búizt er við af
hinni nýju stefnuskrá hans. En
demókratar kosningaársins
1976 eru demókratar i nýjum
stil — lausir við þá ólgu, sem
hrjáði þá (og allt að þvi sundr-
aði) árin 1972 og 1968. Nú erú
þeir undir forystu stjórnmála-
snillings, sem vann sinn sigur
undir merki sameiningar, og
væntanlega stefnir að mark-
miðum sinum og flokksins
með viljafestu og „öguðu
afli”.
(11.Þ. þýddi og endursagði).
Mondalc og Carter á flokksþingi dcmókrata.