Tíminn - 24.07.1976, Qupperneq 16
FÓÐURVÖRUR
þekktar
UAA LAND ALLT
fyrir gæði
Guðbjörn
Guðjónsson
Heitdverzlun Siðumúla 22
Slmar 85694 & 85295
RAFDRIFIN
Brýning tekur aðeins
1—2 mfnútur.
DDVKII Stærö aðeins
DrL T IHI 25x20x15 sm.
EINNIG: 30 tegundir Victorinox
hnífa — ryðfritt stál með
Nylon sköftum.
ÁRNI ÓLAFSSON & CO.
... .n i 40088 a* 40098 __
^ALLAR TEGUNDIR"
FÆRIBANDAREIMA
FYRIR
Lárétta
færslu
Einnig: Færibandareimar úr
ryöfríu og galvaniseruöu stáli
Andreotti ætlar að mynda
enn eina minnihlutastjórn
Andreotti ætlar nú aO mynda
minnihlutastjórn og treysta á
velvild Berlinguers...
Reuter, Róm — Búizt er við að
forsætisráðherraefni flokks
Kristilegra demókrata á Italiu
myndi eins-flokks minnihluta-
rikisstjórn þar i næstu viku — og
treysti á stuðning Kommúnista-
flokks landsins i þeim mál-
efnum sem skipta sköpum, til
þess að tryggja setu stjórnar-
innar.
Stjórnmálasérfræðingar á
ítaliu sögðu i gær að minni-
hlutarikisstjórn Kristilegra
demókrata myndi svo til örugg-
lega verða felld með
vantraustsatkvæðagreiðslu á
italska þinginu, nema þvi aðeins
að hinn valdamikli kommún-
istaflokkur landsins tæki þá
ákvörðun að sitja hjá við at-
kvæðagreiðslu.
Nokkrir aðilar úr röðum
hægri vængs flokks Kristilegra
demókrata hafa látið að þvi
liggja að þeir gætu staðið á móti
myndun eins-flokks minnihluta-
stjórnar, ef hún yrði að treysta á
velvild kommúnista til þess að
lifa.
Stjórnmálasérfræðingar
sögðu þó að liklega myndi for-
sætisráðherraefni Kristilegra
demókrata, Giulio Andreotti,
halda fast við áætlun sina og
mynda rikisstjórnina, þrátt
fyrir ljón á veginum innan
flokks hans sjálfs og þrátt fyrir
þá yfirlýsingu Enrico
Berlinguers, leiðtoga italska
kommúnistafiokksins, sem
hann gaf á fréttamannafundi á
fimmtudagskvöld, að flokkur
hans væri ekki i vasa neins
manns eða flokks annars.
Kristilegir demókratar hafa
tvö hundruð sextiu og tvö sæti á
þingi, en alls eru þingmenn i
fulltrúadeild sex hundruð og
þrjátiu. Kommúnistar hafa þar
tvö hundruð tuttugu og niu þing-
menn.
sem til þessa hefur ekki viljað
gefa endanleg svör um það hve
langt stuðningur kommúnista
muni ná.
Frakkar
sprengja
Iteuter, Paris. — Frakkar
tilkynntu i gær, að þeir hefðu
sprengt tvær kjarnorku-
sprengjur á tilraunasvæði
sinu neðanjarðar i Suður-
Kyrrahafi i þessum mánuði.
Hefðu sprengingarnar verið
hluti af tilraunaáætlun, sem
miðaði að þvi að fullgera
smáa kjarnaodda.
Frakkar stefna að þvi að
kjarnorkukafbátar þeirra
verði búnir eldflaugum sem
bera marga kjarnaodda
Bilanir að koma fram í Marsferjunni:
Vélarmurinn sem taka á
sýni af jarðvegi fastur
sendir
ferjunnar
bilaður
Hýjar
loftþéttar umbúðir
Reuter, Pasadena. — Vonir
manna risu i gær um að vélræn
bilun i marsferjunni Viking,
myndi ekki trufla leit ferjunnar
að ummerkjum um lif á plánet-
unni.
Vandamál hefur komið upp I
sambandi við langan vélrænan
arm, einna likustum armlegg
vélmennis, sem nota átti til þess
að taka upp sýni af jarðvegi á
Mars, en ætlunin var að fram-
kvæma ákveðnar efnafræðilegar
tilraunir og athuganir á sýnun-
um, til þess að ákvarða hvort þau
fælu i sér einhver merki um lif-
efni — annað hvort plöntu eða
dýr.
Armurinn festist i gær, þegar
visindamenn létu hann gera
æfingahreyfingar. Talið er að
vandamálið stafi frá festipinna
sem hélt verndarloki á sinum
stað, yfir vélræna arminum.
Lokið sjálft datt af, eins og það
átti að gera, en pinninn, aftur á
móti, hefur ekki farið af.
James Martin, einn af fram-
kvæmdastjórum Viking-
áætlunarinnar, sagði að þótt
festipinninn hefði orðið til þess I
gær, að armurinn næði ekki fulla
lengd frá ferjunni, þá væri það
ekki svo ýkja alvarlegt vanda-
mál.
Vísindamenn munu reyna að
hrista pinnan lausan á sunnudag,
með þvi að hreyfa arminn, en
jafnvel þótt það takist ekki, þá
telja þeir hægt að hreyfa arminn
nægilega mikið til þess að ná
jarðvegssýnishornum og koma
þeim til rannsóknarstofu Mars-
ferjunnar.
Hlutverk verndarhvolfsins var
að vernda tæki vélræna armsins,
og halda honum gerilsneyddum,
þannig að hann bæri ekki með sér
neitt frá jörðu sem gæti mengað
jarðveg á Mars.
— Ef við leysum þetta vanda-
mál á sunnudagsmorguninn, þá
getum við haldið áfram sam-
kvæmt þeirri áætlun sem nú er I
gildi, og náð jarðvegssýnunum,
sagði Martin i gær.
En, jafnvel þótt tilraunir til að
iosa pinnann mistakist, þá getum
við gert allt það sem við ætluðum
okkur fyrir þvi, það er, tekið upp
jarðvegssýni, komið þvi inn i
ferjuna og framkvæmt allar þær
kannanir sem við höfðum áætlað,
sagði Martin ennfremur.
ÁRNI ÓLAFSSON & CO.
---- 40088 a* 4*0098 .>
Onnur tæknileg vandamál hafa
nú varpað skugga á fullkomna
lendingu Viking Marsferjunnar,
og fyrstu myndirnar sem hún
sendi frá plánetunni. Meðal
annars hafa senditæki bilað og
fleira.
Sendirinn sem kemur
upplýsingum til jarðar, um sendi
móðurskipsins sem er á sporbaug
um Mars, fór skyndilega á
fimmtud. að senda með mun
minni orku en átti að vera. Vand-
ræðin virðast stafa af truflunum á
fyrirmælasendingum til raf-
eindaheila Viking ferjunnar.
Þótt sendirinn gefi ekki frá sér
nema eins watts orku, i stað tiu
watta, eins og hann á að gera,
geta þó visindamenn fengið það
sem þeir óskuðu eftir út úr ferð
ferjunnar, nema hvað þeir verða
þá að takmarka verulega fjölda
mynda sem þeir fá frá plánet-
unni.
Særinga-
mdl í
Vestur-
Þýzkalandi
Reuter, Aschaffenburg. —
Tuttugu og þriggja ára
gömui stúlka, sem var nem-
andi i guðfræði, svalt til bana
ellefu mánuðum eftir að
kaþólskur prestur hóf sær-
ingar yfir henni, — til þess að
reka djöfulinn úr henni, — að
þvi er saksóknarinn i
Aschaffenburg i Vestur-
Þýzkalandi skýrði frá i gær.
Karl Stenger, saksóknari,
sagði að rannsókn málsins
hefði leitt i ljós-að stúlkan
hafi sjálf svelt sig til bana,
en hún lézt á heimili sinu i
þorpinu Klingenberg, þann 1.
júli siðastliðinn. Foreldrar
hennar leituðu á siðasta ári
til prestins, eftir að læknum
hafði mistekizt að hjálpa
henni, en einn læknanna taldi
að hún þjáðist af flogaveiki.
Presturinn, faðir Arnold
Renz, sextiu óg fimm ára
gamall, skoðaði stúlkuna og
sagði að þess sæjust ýmis
merki að hún væri á valdi
djöfulsins. Heimildin til að
beita særingum við stúlkuna
kom siðan frá biskupi hér-
aðsins, dr. Franz Stangl.
Stenger saksóknari skýrði
frá þvi igær að allir þeir sem
viðriðnir væru málið gætu
átt von á ákæru fyrir að
valda dauða með kæruleysi.
Foreldrar stúlkunnar sögðu
að hún hefði neitað að sæta
læknismeðferð, en saksókn-
arinn heldur þvi fram að
læknar hefðu ef til vill getað
haldið henni á lifi með þvi að
gefa henni næringu i æð.
Fréttablaðið Bild i Þýzka-
landi hafði eftir föður Renz:
— Djöfullinn talaði úr munni
hennar. Hann hegðaði sér
jafnvel eins og Nero og Hitl-
er. Hann sagði ,,ég hef svo
mikil völd nú, þvi enginn trú-
irá tilveru mina lengur”, og
siðan hló hann. —
Faðir Renz tók særingar
sinar upp á segulband og
segir saksóknarinn að bönd-
in staðfesti, að presturinn
hafi aðeins beitt bænum i
viðskiptum sinum við stúlk-
una.
Biskupinn, sem gaf út
heimildina til beitingar sær-
inga við stúlkuna, var i
sumarleyfi i gær og náðist
ekki til hans.
Maóistar dbyrgir fyrir
sprengingunum ó Spdni
rwm
KAFFIÐ
fráBrasilíu
Reuter, Madrid. — Lögreglan á
Spáni sagði i gær að klofnings-
hópur úr spænska Kommúnista-
flokknum, sem er ólöglegur, beri
ábyrgð á sprengingaöldu þeirri
sem olli skemmdum á opinberum
byggingum og minnismerkjum i
ýmsum borgum á Spáni um
siðustu helgi.
Nokkrir félagar úr hópnum
hafa verið handteknir, að þvi er
segir i tilkynningu frá lög-
reglunni. Þeir hafa viðurkennt að
hafa komið fyrir sprengjunum i
Madrid og i sex öðrum borgum
siðastliðinn sunnudag, en þá voru
liðin rétt fjörutiu ár frá upphafi
borgarastyrjaldarinnar á Spáni.
I tilkynningunni sagði ekki
hverjir mennirnir væru, né
heldur hve margir hefðu verið
handteknir.
Lögreglan sagði aðeins að hinir
ábyrgu væru úr Kommúnista-
flokki Spánar, en heimildamenn
meðal stjórnarandstæðinga
skýrðu frá þvi að þeir væru félag-
ar i flokksbroti Maóista, sem
klofið hefðu sig frá flokknum á
siðasta ári.
Tvennt slasaðist i sprengingun-
um á Spáni um helgina, en þeim
var aðallega beint gegn höfuð-
stöðvum spænsku Þjóðar-
hreyfingunnar, sem er eini lög-
legi stjórnmálaflokkur landsins,
enn sem komið er, svo og gegn
skrifstofum verkalýðshreyfing-
arinnar, sem rikið hefur yfir-
stjórn á.
Jeppa
cx Dráttarvéla
hjólbaröar
10.700
!v-S'-'
..
Stærð
650-16/6
12.760
Stærð
750-16/6 i
TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDIH/F
AUÐBREKKU 44 - 46 S/MI 42606